Fréttablaðið - 24.08.2016, Page 36
Um helgina hélt næst æðsti emb
ættis maður á sviði peningamála
stefnu Bandaríkjanna, Stanley
Fischer aðstoðarseðlabankastjóri,
erindi þar sem hann fjallaði um
stöðu bandaríska hagkerfisins.
Það mikilvægasta sem frá Stanley
Fischer kom var klárlega að hægt
hefur á framleiðniaukningu í
Bandaríkjunum og að neikvæð lýð
fræðiþróun muni einnig draga úr
möguleikunum á langtímahagvexti
þar í landi.
Fischer sagði að þetta drægi
dilk á eftir sér varðandi peninga
málastefnu Bandaríkjanna þar sem
minni vöxtur á vergri landsfram
leiðslu þýddi að r* hefði líka fallið.
r* er hugtak sem hagfræðingar nota
um það sem kallað er „eðlilegt“ eða
„hlutlaust“ vaxtastig, sem er það
vaxtastig sem tryggir að verðbólga
samræmist markmiðum seðlabank
ans og hagkerfið starfi almennt með
fullum afköstum.
Ef r* er til langframa lægra –
miklu lægra – en við héldum fyrir
510 árum – þá þýðir það líka að
þeir lágu stýrivextir sem nú eru
í Bandaríkjunum, og reyndar í
heiminum, eru sennilega varanlegir
í eðli sínu. Um leið þýðir það að
peningamálastefnan sé kannski
ekki alveg eins „hagfelld“ og oft er
sagt að hún sé, sem þýðir að það sé
lítil ástæða til að hækka stýrivexti í
Bandaríkjunum á næstunni.
Hið nýja samhljóða álit FOMC
Fischer er ekki fyrsti háttsetti emb
ættismaður seðlabankans sem segir
slíkt. Reyndar virðist nýtt sam
hljóða álit vera að myndast á meðal
meðlima hinnar mikilvægu nefndar
Seðlabankans, Federal Open Market
Committee. Á síðustu tveim vikum
hafa þannig forstjóri svæðisseðla
bankans í Dallas, Robert Kaplan, og
forstjóri svæðisseðlabankans í San
Francisco, John Williams, báðir bent
á að r* sé líklega mjög lágt og að
Seðlabankinn ætti að taka það með
í reikninginn þegar hann ákveður
peningamálastefnu sína.
Athyglisverðast er að John Willi
ams hefur lagt til að Seðlabanki
Bandaríkjanna ætti kannski að
breyta peningamálastefnu sinni frá
núverandi verðbólgumarkmiði sínu
yfir í, til dæmis, markmið fyrir nafn
virði vergrar landsframleiðslu. Þá
lægi Seðlabankanum miklu minna á
að hækka stýrivexti og sýndi þann
ig merki um að Seðlabankinn muni
ekki hækka stýrivexti á næstunni.
Ummæli Williams gætu opnað
dyrnar fyrir grunnumræðu um skip
an peningamálastefnu Seðlabank
ans og við gætum hafið þá umræðu í
næstu viku þegar seðlabankastjórar
hvaðanæva úr heiminum hittast á
árlegu málþingi svæðisseðlabank
ans í Kansas City um efnahagsstefnu
í Jackson Hole í Wyoming.
Þátttakendur af fjármála mark
aðn um munu fylgjast sérstaklega
með því hvort Janet Yellen seðla
bankastjóri tjái sig eitthvað í ræðu
sinni á föstudaginn um r* og hvaða
vísbendingar það muni gefa, ekki
bara um peningamálastefnuna í
náinni framtíð, heldur einnig um
skipan peningamálastefnunnar í
heild sinni.
Ef Yellen nefnir að r* hafi fallið
væri það líka merki til fjármála
markaðanna um að það verði
engin ástæða til að hækka stýri
vexti á þessu ári og því yrði vissulega
fagnað af alþjóðlegum fjárfestum á
verðbréfamörkuðum.
Hvað er r* og af hverju
er það mikilvægt?
Búist við verðfalli á fasteignamarkaði
Búist er við því að fasteignaverð í Bretlandi lækki á næsta ári vegna óvissu eftir að Bretar greiddu atkvæði um að ganga úr Evrópusambandinu.
Þessi kona virti fyrir sér fasteignaauglýsingar á göngu sinni í suðvesturhluta Lundúna fyrr í vikunni. Fréttablaðiði/EPa
Efnahagsmál
Jón Gunnar
bernburg
prófessor
í félagsfræði við
Háskóla Íslands
Lars Christensen
alþjóðahagfræðingur
Þátttakendur af
fjármála mark aðn
um munu fylgjast sérstaklega
með því hvort Janet Yellen
seðlabankastjóri tjái sig
eitthvað í ræðu sinni á
föstudaginn um r*.
Fyrirtækjum í kvikmyndaiðnaði
og sjónvarpsgerð hefur fjölgað
gríðarlega mikið á undanförnum
árum. Á árinu 2008 voru fyrirtæki
sem að einhverju leyti störfuðu við
sjónvarps eða kvikmyndagerð 304
talsins og 2014 voru þau orðin 564.
Þetta er áhugavert, sérstaklega í ljósi
þeirra vinsælda sem Ísland nýtur
sem tökustaður fyrir erlendar stór
myndir. Ísland er í tísku og mynd
bönd frá frægu fólki baðandi sig í
íslenskum náttúruperlum minnka
ekki vinsældir landsins. Markaðs
sókn okkar Íslendinga í þessa veru
hefur því skilað sér vel bæði beint
og óbeint til íslensku kvikmynda
fyrirtækjanna. Afþreyingariðnaður
inn í Ameríku leitar stöðugt leiða til
þess að fanga nýja staði til að taka
upp stórmyndir og vinsældir Íslands
dvína ekki.
Í sjónvarps og kvikmyndaiðnaði
voru 1.300 ársverk árið 2014. Skap
andi greinar eru ekki lengur bara
listform heldur eru í þeim gríðarleg
viðskiptatækifæri, líka á Íslandi. Það
er mikil samkeppni um áhugaverða
tökustaði og hafa löndin í kringum
okkur, líkt og við Íslendingar,
brugðist við því með því að endur
greiða hluta framleiðslukostnað
arins í formi skattaafsláttar. Með
þessari meðgjöf óx heildarvelta um
rúm 37% frá árinu 2009. Þetta kom
fram í skýrslu sem viðskiptadeild
HÍ, kynnti á dögunum en skýrslan
var unnin í samstarfi FRÍSK og
SÍK um kvikmynda og sjónvarps
markaðinn.
Ýmsar ástæður eru fyrir vin
sældum Íslands sem landi tæki
færanna í kvikmyndagerð. Hin
óspillta stórkostlega náttúra okkar
beinlínis kallar á að vera mynduð.
Fagmennska íslensku kvikmynda
fyrirtækjanna er líka rómuð. Tæki
færi til vaxtar eru mikil á þessu sviði
og má segja að stjórnvöld hafi með
aðgerðum sínum stuðlað að því
að efla erlenda kvikmyndagerð á
Íslandi. Endurgreiðslukerfi vegna
kvikmyndagerðar hefur verið ein
meginstoðin í eflingu innlendrar
kvikmyndagerðar og stuðlað að
fjölgun verkefna og auknu umfangi
sem síðan hefur leitt af sér fjölgun
fagstarfa á ársgrundvelli. Á þessu
ári voru samþykkt lög um framleng
ingu á endurgreiðslukerfinu með
hækkun úr 20 í 25% að tillögu iðn
aðar og viðskiptaráðherra, Ragn
heiðar Elínar Árnadóttur. Hækkun
á endurgreiðsluprósentunni skiptir
höfuðmáli í samkeppni við önnur
lönd um tökustaði. Fyrirtæki í
kvikmyndagerð hafa orðið vör við
aukinn áhuga fyrir því að taka upp
stórmyndir á Íslandi eftir að greinin
frétti af hækkuninni og 2017 lofar
góðu. Við erum því með enn eina
atvinnugreinina þar sem tækifæri
til vaxtar eru mikil.
Blómstrandi kvikmyndaiðnaður á Íslandi
Hin hliðin
Eva Magnúsdóttir
Milli 1991 og 2003 áttu sér stað veiga
miklar breytingar í viðskiptalífinu;
fjármagnið fékk ferðafrelsi og ríkið
seldi banka og veigamiklar stofnanir.
Líkt og í öðrum löndum myndaðist
staðföst trú meðal stjórnmálaleiðtoga
að ríkisvaldið ætti ekki að stjórna fjár
magnsöflunum lengur. Að ríkisforsjá
bjagaði lögmál markaðarins og ylli
stöðnun. Óheft myndi fjármagnið
aftur á móti leita í æ meiri hagkvæmni
og samfélagið allt myndi hagnast.
Vissulega heyrðist gagnrýni; sumir
töluðu um ójöfnuð og náttúruspjöll og
einhverjir vildu meina að efnishyggjan
græfi undan góðum gildum. En drif
kraftur breytinganna var alþjóðleg
þróun sem erfitt var að sporna við.
Þegar líða tók á tímabilið fór líka að
vera erfitt að neita því að lífsafkoman
væri að batna, jafnvel þótt það gerðist
hraðar hjá sumum en öðrum. Gagn
rýnin varð jaðarsett og fulltrúar
hennar hafðir að háði; gagnrýnendur
góðærisins voru sagðir á móti fram
förum.
Þegar bankarnir hrundu upplifðu
þjóðfélagsgagnrýnendur að boð
skapur þeirra fékk loksins hljóm
grunn. Hrunið skapaði útbreidda þörf
fyrir skýringar; ótti og óvissa skapaðist
og traust almennings á veigamiklum
stofnunum brast, ekki síst á stjórnmál
unum. Stjórnvöld útskýrðu ástandið
með því að benda á alþjóðleg öfl og
fífldjarfa bankamenn, en trúverðug
leikinn var laskaður; í augum margra
voru þetta öflin sem höfðu frelsað
fjármagnið og einkavætt bankana og
loks hunsað viðvaranir. Í óttablöndnu
óvissuástandi voru margir tilbúnir að
hlusta á aðrar raddir.
Haustið 2008 myndaðist þannig
sjaldgæft sóknarfæri fyrir pólitískt
andóf. Aðgerðasinnar héldu mót
mælafundi og ræðufólk skilgreindi
fjármálakreppuna sem lýðræðis
vanda. Mótmælafundir voru fámennir
í fyrstu en þátttakan jókst og þá uxu
líka væntingar um að mótmælin gætu
haft áhrif á ráðamenn. Skilaboð mót
mælenda heyrðust vel í umræðunni
og andófsstemningin náði hámarki
í janúar 2009 þegar um fjórðungur
höfuðborgarbúa tók þátt í háværum
mótmælum. Stjórnarsamstarfið brast
undir pottaglamri og Íslend ingar
lærðu að fjölda mót mæli geta haft bein
áhrif á vald hafa og jafnvel fellt sitjandi
ríkisstjórn.
Ekki er unnt að skýra atburðina í
aprílmánuði síðastliðnum nema með
vísan í þessa sögu. Opinberanir á af
landseignum stjórnmálamanna vöktu
upp vantraustið til stjórnmálanna og
lærdómurinn úr Búsáhaldabylting
unni, að fjöldamótmæli hafi áhrif á
valdatafl stjórnmálanna, virkjaði þús
undir til þess að mótmæla. Á meðan
vantraustið gagnvart stjórnmálunum
blundar áfram í tilfinningalífi þjóðar
innar er líklegt að efnahagsleg áföll
eða hneykslismál eða jafnvel bara
ágreiningur milli fylkinga muni áfram
kveikja í fjöldamótmælum hérlendis.
Kreppan og
fjöldamótmælin
2 4 . á g ú s t 2 0 1 6 M I Ð V I K U D A g U R10 markaðurinn
2
4
-0
8
-2
0
1
6
0
3
:5
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
5
3
-B
B
1
C
1
A
5
3
-B
9
E
0
1
A
5
3
-B
8
A
4
1
A
5
3
-B
7
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
2
3
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K