Morgunblaðið - 18.10.2016, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016
Einmana bílvél mætir vegfarendum á göngu í fjörunni í
Örfirisey. Vélin getur varla talist til prýði í fjöruborð-
inu og engar skýringar hafa fengist á tilvist hennar.
Getur verið að hér sé um að ræða listaverk? Eða er
þetta hreinlega sóðaskapur og rusl sem á ekki heima í
fjörunni þó að mikil iðnaðarstarfsemi sé á svæðinu?
Ýmislegt áhugavert rekur á fjöru
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Finna má margt forvitnilegt í fjörunni en fæstir búast við að finna þar bílvél
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Við sögðum aldrei að við værum að
boða til stjórnarmyndunarviðræðna
heldur bara samstarfsviðræðna sem
væru óháðar því hvort við komumst í
stjórn eða ekki,“ segir Smári
McCarthy, oddviti Pírata í Suður-
kjördæmi, en bendir þó á að slíkar
viðræður geti vissulega verið fyrsta
skrefið í stjórnarviðræðum eftir
kosningar.
„Passað var upp á orðalagið í til-
kynningu okkar um helgina. Við ráð-
um svo ekkert við það hvernig það
er túlkað í fjölmiðlum. Fyrst og
fremst er ég bara ánægður hvað allir
flokkar hafa tekið vel í þetta hjá okk-
ur.“
Þá ítrekar Smári kröfu Pírata um
stutt kjörtímabil en segir ekki hægt
að segja til um það hvort slíkt kjör-
tímabil verði 9 eða 18 mánuðir.
„Það eru ákveðin verkefni sem
verður að klára áður en hægt er að
boða aftur til kosninga, eins og kerf-
isbreytingar í stjórnsýslunni og
stjórnarskrármálið. Persónulega tel
ég æskilegt að kosið verði aftur vor-
ið 2018 eftir að búið er að gera þær
breytingar sem nauðsynlegar eru.“
Misskilningur á heimasíðunni
Eftir viðtal Smára við Eyjuna í
gær var bent á að fyrirsögn á frétt
um tillögu Pírata á heimasíðu flokks-
ins hefði verið breytt. Spurður um
málið segir Smári að um misskilning
hafi verið að ræða, ekkert annað.
„Það sem gerðist var að það var
sett inn fyrirsögn sem einhverjum
fannst ruglingsleg og hægt væri að
misskilja og hún var því tekin út
tímabundið. Þá sér annar aðili að
það vantar fyrirsögn á fréttina og
setur inn nýja fyrirsögn. Þetta er því
bara einfaldur misskilningur.“
Fyrsta skref ekki viðræður
Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, segir það misskilning að boð-
að hafi verið til stjórnarmyndunarviðræðna Krafa um stutt kjörtímabil ítrekuð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stjórn Píratar segja samstarf fyrsta skref stjórnarviðræðna eftir kosningar.
„Ég tel rétt að
ég einbeiti mér
nú að málefnum
kjördæmisins en
gefi þeim sem
hafa tekið að sér
að leiða mál á
landsvísu svig-
rúm til þess.
Það fer því
sennilega best á
því að þeir sem
settu saman og kynntu kosn-
ingastefnuna tali fyrir henni og
þeim málum sem þar eru sett á
oddinn,“ segir Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, alþingismaður og
fyrrverandi formaður Framsókn-
arflokksins.
Pólitískt þor
Kosningamál flokksins voru
kynnt á sunnudag og ber þar
sennilega hæst tillögu um breyt-
ingar á skattkerfinu og jöfnun
tekjuskatts. Sigmundur vill þó
ekki tjá sig um það mál að sinni
né önnur þau sem Sigurður Ingi
Jóhannsson og Lilja Dögg Al-
freðsdóttir kynntu. Sigmundur
hefur um nokkurt skeið talað fyrir
byggingu nýs Landspítala við Víf-
ilsstaði. Hann segir það fagnaðar-
efni að því sé haldið opnu að nýi
Landspítalinn verði reistur á öðr-
um stað en áformað er. Pólitískt
þor þurfi til að koma málinu upp
úr hjólförunum og ná fram réttri
niðurstöðu.
Slegnir út af laginu
„Hér í Norðausturkjördæmi er
verk að vinna og mörg brýn verk-
efni bíða. Það er hugur í fram-
sóknarmönnum í Norðaustur-
kjördæmi, eðlilega voru margir
slegnir út af laginu eftir flokks-
þingið og atburðarásina þar og í
aðdraganda þess,“ segir Sigmund-
ur Davíð sem kveðst ekki vilja
ræða þau mál fyrr en að kosn-
ingum loknum.
Í Morgunblaðinu í gær sagði
Sigurður Ingi Jóhannsson að þeir
Sigmundur Davíð hefðu átt trún-
aðarsamtöl eftir átakamikið
flokksþing. Það virðist þó vera of-
mælt, samkvæmt orðum for-
mannsins fyrrverandi. „Við höfum
skipst á smáskilaboðum í síma um
að við myndum hittast þegar ég
kem úr kjördæminu,“ segir Sig-
mundur Davíð. sbs@mbl.is
Vill að
aðrir ræði
stefnuna
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
„Höfum skipst
á smáskilaboðum“
Maðurinn sem lést í bílslysi á Ólafs-
firði á föstudag hét Kjartan Gúst-
afsson. Hann var 74 ára.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu reyndi Kjartan að stöðva bif-
reið sína sem rann af stað, en
klemmdist á milli bílsins og steypts
lóðarveggs.
Nafn manns-
ins sem lést
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
vegna komandi alþingiskosninga var
flutt frá Sýslumanninum í Skógarhlíð
í Perluna í fyrradag og þann dag kusu
utan kjörfundar um 350 manns, sam-
kvæmt upplýsingum frá Sýslumann-
inum á höfuðborgarsvæðinu.
Síðdegis í gær höfðu samtals kosið
í Perlunni utankjörfundar 596 manns.
Frá 21. september sl. þegar opnað
var fyrir utankjörfundaratkvæða-
greiðslu hjá Sýslumanninum á höfuð-
borgarsvæðinu við Skógarhlíð og
fram til 15. október, þ.e. sl. laugar-
dags, kaus utankjörfundar 1.631,
þannig að samtals höfðu í gær kosið
utankjörfundar 2.227. Af þessu er
ljóst að eftir því sem nær dregur
kjördegi eykst fjöldi þeirra sem kjósa
utan kjörfundar. Eins og áður hefur
verið greint frá hér í Morgunblaðinu
er utankjörfundaratkvæðagreiðslan í
Perlunni opin dag hvern frá kl. 10 á
morgnana til kl. 22 á kvöldin til og
með 28. október, en á kjördag, þann
29. október, verður hún opin frá kl. 10
til 17, en þann dag einungis fyrir þá
sem búsettir eru utan höfuðborgar-
svæðisins. agnes@mbl.is
Á þriðja þúsund hafa kosið
Þátttaka eykst eftir að atkvæðagreiðsla hófst í Perlunni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Perlan Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst í Perlunni í fyrradag.
Banaslys varð þegar tvær bifreiðar
lentu í árekstri á Reykjanesbraut,
skammt frá Rósaselstorgi á Suður-
nesjum, um hádegisbil í gær.
Ökumaður annarrar bifreiðarinnar
var fluttur á bráðamóttöku Landspít-
alans þar sem hann var úrskurðaður
látinn. Ökumaður og farþegi í hinni
bifreiðinni voru fluttir á Heilbrigðis-
stofnun til skoðunar. Lögreglan á
Suðurnesjum rannsakar tildrög
slyssins.
Þá slösuðust tveir alvarlega þegar
lögregla á bifhjóli, sem var að fylgja
sjúkrabíl í forgangsakstri með öku-
mann bifreiðarinnar úr slysinu við
Rósaselstorg, lenti í hörðum árekstri
við bíl sem talið er að hafi verið ekið í
veg fyrir bifhjólið við Ásahverfi í
Hafnarfirði. Báðir ökumennirnir
hlutu beinbrot en eru ekki í lífshættu.
Banaslys
á Reykja-
nesbraut