Morgunblaðið - 18.10.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Herraskór í úrvali
Verð 4.995
Stærðir 40-46
Verð 5.995
Stærðir 40-46
Loðfóður,
rennilás að innanverðu
Nýlega tókst górillu með mik-illi harðneskju að sleppa úr
rými sínu í dýragarðinum í Lund-
únum. Náttúrufræðingurinn
kunni, David Attenborough, tók
til máls vegna
þess. Sagði hann
að atvikið ætti
ekki að koma á
óvart þar sem dýr-
in mættu þola stöð-
ugan átroðning.
Fólk ætti að við-hafa meiri virðingu í dýra-
görðum og ekki láta eins og trúð-
ar og reyna að eggja dýrin til að
bregðast við. Hann sagði hins
vegar einnig að dýragarðar
hefðu mikilvægu hlutverki að
gegna hvað varðar verndun teg-
unda í útrýmingarhættu.
Górillur eru ekki „bara dýr“sagði Attenborough og þær
standa vörð um einkalíf sitt.
„Þær eru dásamlegar skepnur,
górillur,“ sagði Attenborough. „Í
skógum Vestur-Afríku lifa þær
ekki fyrir opnum tjöldum. Það er
ekki glápt á þær. Kannski er
lausnin sú að það ætti ekki að
leyfa fólki að vera á bak við stóra
glerveggi, heldur gægjast gegn-
um göt til að górillurnar geri sér
ekki grein fyrir því að verið er
að horfa á þær, en það er erfitt
að gera í dýragarði þar sem tug-
þúsundir vilja berja dýrin aug-
um.“
Attenborough biðlaði til fólksað sýna dýrunum virðingu
og sagði þau meira en „bara
dýr“. Bað hann fólk m.a. um að
ímynda sér hvernig það væri að
búa við þau skilyrði sem þeim
væru búin.
Það er þakkarefni að Attenbor-ough skuli rétt einu sinni
grípa færið sem gefst og tala
máli dýra og náttúru.
David
Attenborough
Dásamlegur maður
um dásamleg dýr
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 17.10., kl. 18.00
Reykjavík 10 skýjað
Bolungarvík 7 skýjað
Akureyri 6 alskýjað
Nuuk -2 heiðskírt
Þórshöfn 10 rigning
Ósló 5 rigning
Kaupmannahöfn 10 alskýjað
Stokkhólmur 9 alskýjað
Helsinki 7 heiðskírt
Lúxemborg 14 skýjað
Brussel 16 léttskýjað
Dublin 13 léttskýjað
Glasgow 10 rigning
London 15 skýjað
París 17 léttskýjað
Amsterdam 16 skýjað
Hamborg 16 skýjað
Berlín 13 skýjað
Vín 12 rigning
Moskva 4 skýjað
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 16 rigning
Barcelona 21 alskýjað
Mallorca 24 skýjað
Róm 20 léttskýjað
Aþena 20 léttskýjað
Winnipeg 8 heiðskírt
Montreal 9 heiðskírt
New York 21 heiðskírt
Chicago 19 alskýjað
Orlando 28 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
18. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:29 17:57
ÍSAFJÖRÐUR 8:42 17:55
SIGLUFJÖRÐUR 8:25 17:37
DJÚPIVOGUR 8:01 17:25
UNICEF á Íslandi og umboðsmaður
barna hleyptu verkefninu Barnvæn
sveitarfélög af stokkunum í gær og
verður Akureyri fyrsta sveitarfélagið
á Íslandi sem tekur þátt. Verkefnið
gengur út á það að sveitarfélög inn-
leiða barnasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna en hugmyndafræðin að baki
byggist á alþjóðlegu verkefni, Child
friendly Cities, sem hefur verið inn-
leitt í sveitarfélögum um allan heim.
Þau sveitarfélög sem innleiða sátt-
málann samþykkja þar með að nota
hann sem viðmið í starfi sínu og að
forsendur hans gangi sem rauður
þráður í gegnum þjónustu þeirra.
Líkja má innleiðingunni við að starfs-
menn og kjörnir fulltrúar sveitarfé-
lagsins setji upp „barnaréttindagler-
augu“ og rýni þannig verk- og
ákvörðunarferla. Þetta segir í til-
kynningu frá UNICEF.
„Við höfum unnið að þessu verk-
efni í tvö ár og erum ákaflega stolt af
því. Von mín er að barnvæn sveitar-
félög marki næsta skrefið í því að
tryggja réttindi barna í daglegu lífi
og að öll sveitarfélög á Íslandi komi
til með að innleiða barnasáttmálann,“
sagði Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna.
Akureyri
barnvænt
sveitarfélag
Vilja innleiða
barnasáttmála SÞ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Samkomulag hefur náðst um að
Auður I fjárfestingasjóður, í gegn-
um eignarhaldsfélagið Þorgerði ehf.,
F-13 ehf. og Lind ehf., selji sam-
anlagt 69% hlut sinn í Ölgerð Egils
Skallagrímssonar. Kaupendurnir
eru Framtakssjóðirnir Akur fjár-
festingar og Horn III ásamt hópi
einkafjárfesta. Kaupsamningur hef-
ur verið undirritaður en hann er
gerður með fyrirvara um samþykki
Samkeppniseftirlitsins.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er heildarverðmæti fyrir-
tækisins áætlað 15,5 milljarðar
króna miðað við kaupverðið.
Eftir sem áður verða núverandi
stjórnarformaður Ölgerðarinnar,
Októ Einarsson, og forstjóri félags-
ins, Andri Þór Guðmundsson,
stærstu einstöku eigendur félagsins
í gegnum félags sitt OA Eignar-
haldsfélag ehf. Þá munu eigendur
félagsins stefna að því að auka
hlutafé þess til að styðja við innri
vaxtaráform þess.
Októ segist fagna nýjum hópi eig-
enda. „Þetta er 103 ára gamalt fyrir-
tæki sem er vel rekið og skipar sér-
stakan sess í hugum landsmanna,
með sterk vörumerki og mikil tæki-
færi, ekki síst á sviði útflutnings,“
segir hann í tilkynningu.
Nýir eigendur koma að Ölgerðinni
Tveir framtakssjóðir og einkafjárfestar kaupa 69% hlut í fyrirtækinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ölgerðin Metin á 15,5 milljarða.