Morgunblaðið - 18.10.2016, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016
Eilíft ljósbrot,
sígild fegurð
Sérfræðingar í demöntum
Íslensk hönnun
og smíði
Laugavegur 61 ︲ Kringlan ︲ Smáralind ︲ Sími 552 4910
PIPA
R\TBW
A
•
SÍA
jonogoskar.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Það er mikilvægt að almenningur
kynni sér grunnatriði í sálrænni
skyndihjálp,“ segir Kristín S.
Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri
Rauða kross Íslands. Í samtali við
Morgunblaðið í síðustu viku sagði
Þóra Sigfríður Einarsdóttir sál-
fræðingur frá því að mikilvægt væri
að fólk þekkti frumatriði þess að
hlúa að sálarheill fólks sem til
dæmis hefur lent í slysum, orðið
vitni að voveiflegum málum og svo
framvegis. Skilaboð um þetta voru
innlegg Sálfræðingafélags Íslands í
umræðu í tengslum við alþjóðlega
geðheilbrigðisdaginn sem var 10.
október síðastliðinn.
Sjálfboðaliðar hafi þjálfun
Kristín S. Hjálmtýsdóttir segir
að sálræn skyndihjálp hafi um langt
skeið verið hluti af lengri útgáfum
skyndihjálparnámskeiða RKÍ. Sá
þáttur hafi þó ekki verið hinn fyrir-
ferðarmesti, mesta áherslan hafi
verið lögð á lífsbjargandi aðferðir,
svo sem endurlífgun og losun að-
skotahluta úr öndunarvegi.
„Rauði krossinn hefur boðið upp
á sérstök námskeið fyrir almenning
um sálrænan stuðning um langt
skeið. Því miður sækja mun færri
landsmenn slík námskeið en hin
hefðbundnu skyndihjálparnám-
skeið. Félagið leggur þó áherslu á
að sjálfboðaliðar félagsins hljóti
slíka þjálfun,“ segir framkvæmda-
stjóri RKÍ.
Hlúð að eftir föngum
En hvernig er háttað andlegum
stuðningi við fólk, til dæmis af hálfu
björgunarfólks, lögreglu og annarra
slíkra? Á því er allur gangur en
áhersla er lögð á að þessi þáttur sé
að minnsta kosti ekki vanræktur.
„Við reynum eftir föngum að hlúa
að fólki, til dæmis vitnum sem eru
uppnámi. Fyrst er auðvitað að
sinna hinum slösuðu og koma þeim
á slysadeild. Gangvart öðrum skipt-
ir nærvera og stuðningur til dæmis
lögreglu- og sjúkraflutningamanna
máli og getur hjálpað líka. Stundum
þarf líka að koma fólki sem er í al-
varlegu andlegu ástandi til læknis,“
segir Árni Þór Sigmundsson, að-
stoðaryfirlögregluþjónn og yfirmað-
ur kynferðisbrotadeildar lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu.
Hvað varðar kynferðisbrot, sem
undantekningalítið reyna mjög á
þolendur, segir Árni Þór að þeim sé
veittur allur sá stuðningur sem
verða má. Á neyðarmóttöku þol-
enda í þessum brotaflokki séu, auk
hjúkrunarfræðinga, lækna og ann-
arra, sálfræðingar og atbeini þeirra
skipti miklu. „Sumir þolendur vilja
enga hjálp en aðrir þiggja. Hvert
mál er einstakt og fólk finnur hvað
því hentar best og hvað það þarf.
En við gerum okkur vel grein fyrir
því að fyrsta hjálp í öllum málum
sem lögregla sinnir skiptir miklu
máli til lengri tíma.“
Lögreglumenn fá sjálfir hjálp
Í starfi sínu koma lögreglumenn
að mörgum alvarlegum atvikum
sem reynt geta á þá sjálfa. Vakandi
athygli er höfð með slíku innan lög-
reglunnar sjálfra. Erfiðum vöktum
ljúki jafnan með fundi vinnufélag-
anna sem þá fari yfir mál og veiti
hver öðrum stuðning eftir atvikum.
„Slíkt má kalla andlega skyndi-
hjálp lögreglumannanna sjálfra,
sem einnig býðst sálfræðiaðstoð og
annað eftir atvikum sé þess óskað,“
segir Árni Þór.
Hlúð sé að fólki sem
er í andlegu uppnámi
Sálræn skyndihjálp á dagskrá Fyrsta hjálp skiptir miklu
Morgunblaðið/Kristinn
Eldgos Návígi við náttúruhamfarir getur reynt mjög á sálarheill fólks eins
og vel þótti koma í ljós í gosinu í Eyjafjallajökli á vormánuðum 2010.
Kristín S.
Hjálmtýsdóttir
Árni Þór
Sigmundsson
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Fjarvistir vegna veikinda hjá Reykja-
víkurborg voru 6% árið 2014 og árið
2015 voru þær 5,9%, samkvæmt því
sem fram kemur í svari skrifstofu
borgarstjóra og borgarritara á síð-
asta borgarráðsfundi.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og
flugvallarvina lagði í janúar sl. fram
svohljóðandi bókun á borgarráðs-
fundi:
„Hátt veikindahlutfall starfsmanna
Reykjavíkurborgar er áhyggjuefni.
Bæði vegna þeirra sem í hlut eiga og
kostnaðarins sem af því hlýst. Þumal-
puttareglan hefur verið sú hjá at-
vinnurekendum að ef veikindahlut-
fallið er komið yfir 4% á ársgrundvelli
þá sé það á rauðu svæði en helst vilji
atvinnurekendur sjá tölur frá 0 upp í
2-3% yfir árið. Veikindahlutfall
starfsmanna Reykjavíkurborgar var
langt yfir því eða 5,9% árið 2015.
Ljóst er að aðgerðir meirihlutans frá
því að rauðar tölur birtust 2014 hafa
engan árangur borið miðað við þær
tölur sem hér liggja fyrir.“
„Tölur um veikindahlutfallið hjá
starfsmönnum borgarinnar eru
vissulega hærri en við viljum sjá,“
sagði Ragnhildur Ísaksdóttir, starfs-
mannastjóri Reykjavíkurborgar, í
samtali við Morgunblaðið.
Í svari skrifstofu borgarstjóra og
borgarritara við ofangreindri bókun
sagði m.a.: „Viðverustefna var sam-
þykkt á haustmánuðum 2014. …
Veikindahlutfall hjá borginni var
5,9% árið 2015 sem er hærra en á hin-
um almenna markaði. Það gerir sam-
anburðinn flóknari að veikindaréttur
þeirra sem vinna hjá hinu opinbera er
meiri en þeirra sem starfa á einka-
markaði, en engu að síðar er veik-
indahlutfall borgarstarfsmanna of
hátt og er unnið að því að lækka hlut-
fallið.“
Hátt veikindahlut-
fall áhyggjuefni
Veikindahlutfall
hjá borginni hærra en
á almennum markaði
Morgunblaðið/Ómar
Veikindi Borgin telur veikindadaga
borgarstarfsmanna vera of marga.
Bergþóra Jónsdóttir
bj@mbl.is
Rétt um helmingur aðildarfyrir-
tækja Félags atvinnurekenda hefur
orðið fyrir óþægindum vegna
vetrarfría í leik- og grunnskólum,
samkvæmt niðurstöðum könnunar
sem gerð var meðal félagsmanna í
febrúar á þessu ári. Félag atvinnu-
rekenda og fleiri samtök í atvinnu-
lífinu hafa gagnrýnt að vetrarfríin
skuli hafa verið sett á án nokkurs
samráðs við atvinnurekendur.
,,Við höfum gagnrýnt ákveðið
samráðsleysi í þessum málum, bæði
hvað varðar vetrarfrí grunnskól-
anna og svo starfsdaga bæði grunn-
og leikskóla,“ segir Ólafur Steph-
ensen, framkvæmdastjóri Félags
avinnurekenda.
Hann segir skiptar skoðanir vera
á því hvort eigi að samræma vetrar-
frí nemenda á milli skóla og sveitar-
félaga. ,,Ef allir eru í fríi á sama
tíma skapast líka meira álag í fyrir-
tækjum landsins en svo er það hitt
sjónarmiðið að það geti verið gott
að allir gíri sig inn á sameiginlegt
frí og fyrirtækin séu með í því og
geti undirbúið starfsemi sína í sam-
ræmi við það. En það vantar að að-
ilar vinnumarkaðarins og sveitarfé-
laganna setjist saman yfir þetta og
ákveði fyrirkomulagið í sameiningu
svo þetta gagnist öllum sem best.“
Hannes G. Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, segir hinsvegar að fyrirkomu-
lagið á vetrarfríi virðist vera komið
í betra lag síðustu ár og fólk hafi að-
lagað sig að því með tímanum en
það væri sjálfsagt hagkvæmara fyr-
ir alla aðila að samræma það á milli
sveitarfélaga. Mikið hafi verið
kvartað yfir þessum frídögum fyrir
nokkrum árum en það hafi stórlega
minnkað.
Góð reynsla af vetrarfríinu
,,Leitast er við eins og mögulegt
er að samræma skipulags- og
starfsdaga í leik- og grunnskólum
innan hverfa borgarinnar. Þannig
er t.d. nýafstaðinn sameiginlegur
skipulagsdagur í Seljahverfi í Breið-
holtinu,“ segir Sigrún Björnsdóttir,
upplýsingafulltrúi hjá skóla- og frí-
stundasviði Reykjavíkur.
Hún segir að allir grunnskólar í
Reykjavík hafa samræmda vetrar-
frísdaga og hafi það verið svo
undanfarin ár. Það er mikið lagt
upp úr því að búa til fjölskyldu-
dagskrá bæði í frístundamið-
stöðvum, bókasöfnum og menning-
arstofnunum og ýmislegt gert til að
búa til afþreyingu fyrir alla fjöl-
skylduna í vetrarfríinu. Hún segir
að þetta fyrirkomulag sé búið að
vera í nokkuð föstum skorðum und-
anfarin ár og hún viti ekki annað en
að foreldrar séu almennt ánægðir
með það.
Morgunblaðið/Kristinn
Í vetrarfríi Frístundamiðstöðvar bjóða gjarnan upp á afþreyingu í vetrar-
fríum barnanna og þá skemmta börnin sér í ýmiskonar leikjum.
Vilja hafa samráð
um vetrarfríið