Morgunblaðið - 18.10.2016, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Kornhlöður bænda um allt land eru
fullar. Uppskera er í besta lagi og
víða metuppskera. Veðrið lék við
bændur og ekki urðu sömu afföll
vegna álfta og gæsa og undanfarin
ár.
Ráðunautar eru þessa dagana að
taka út akra og áætla uppskeru.
Endanlegar tölur um heildarstærð
akra sem þresktir voru í haust liggja
því ekki fyrir.
Eftir þrjú slök kornár í röð og
ágang fugla sem menn hafa ekki
fengið að bregðast við hafa margir
bændur dregið úr kornrækt eða
jafnvel hætt. Því er ekki víst að
heildaruppskeran verði meiri en
undanfarin ár.
Náðu að þreskja snemma
Vegna þess hversu gott vorið var
og sumarið hlýtt náðu kornbændur
almennt að þreskja snemma og
sluppu því að mestu við verstu haust-
lægðirnar.
Uppskeran á kornökrum í Gunn-
arsholti á Rangárvöllum var betri í
ár en áður. Björgvin Þór Harðarson
hefur ræktað þar korn í mörg ár fyr-
ir svínabúið í Laxárdal. „Uppskeran
er þokkalega góð, tæp 4 tonn á hekt-
ara af þurrkuðu byggi. Gæðin eru
svipuð og árið 2012, mjög mikil, og
heildarmagnið meira,“ segir Björg-
vin Þór. Uppskeran hefur verið afar
misjöfn síðustu árin og árið 2015 var
sérstaklega erfitt um allt land og þá
náðist lítil sem engin uppskera á
Norður- og Austurlandi.
„Ég vigtaði ekki en ráðunauturinn
telur að uppskeran fari eitthvað yfir
6 tonn af þurru á hektara,“ segir Jón
Gíslason, bóndi á Hofi í Vatnsdal.
Hann ræktar korn í Þórormstungu í
félagi við þrjá aðra bændur og segir
að uppskeran sé betri en þeir hafi áð-
ur séð. Veðrið var sérstaklega gott í
sumar og aldrei gerði frost. „Árið
hefur verið frábært, lömbin stór og
kornið gott,“ segir Jón. Kornið er
gefið fé og öðrum skepnum.
„Þetta er mikið betra en undan-
farin ár, þótt sum stykkin hafi ekki
verið nægjanlega góð af ýmsum
ástæðum. Það er alltaf hægra að eiga
við þetta þegar maður getur byrjað
að þreskja mánuði fyrr en venju-
lega,“ segir Haraldur Magnússon,
korn- og kúabóndi í Belgsholti í
Melasveit í Borgarfirði. Hann reikn-
ar með að hafa nóg korn handa kún-
um fram á næsta haust.
Smávegis frávik
Mjög góð uppskera var í öllum til-
raunareitum tilraunastöðvar Land-
búnaðarháskóla Íslands á Korpu.
Reitirnir eru fjórir, dreifðir um land-
ið. Meðaluppskera úr reitunum
reyndist vera rúmlega 5,5 tonn af
þurrefni á hektara, samkvæmt upp-
lýsingum Jónatans Hermannssonar
tilraunastjóra. Það er ekki langt frá
meðaltali áranna 2007 til 2010 en það
voru mjög góð ár. Hins vegar var
uppskeran ekki nema 3,1 til 3,6 tonn
á hektara á árunum 2013 til 2015.
Breytingin er því mikil.
Jónatan segir ljóst að margir hafi
misst móðinn eftir þrjú mögur ár.
Því hafi verið minna sáð í vor. „Við
náum okkur upp aftur. Þetta ár verð-
ur smávegis frávik frá beinni línu
sem vonandi liggur áfram upp á við.“
Kornhlöður bænda fullar í haust
Kornuppskeran góð um allt land Margir misstu móðinn eftir þrjú mögur ár Óvíst að heildar-
magn sé meira en oft áður vegna minni ræktunar „Við náum okkur upp aftur,“ segir tilraunastjóri
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Uppskera Kornbændur hafa flestir lokið uppskerustörfum í haust og eru ánægðir með niðurstöðuna.
Bændur kvarta minna undir
ágangi fugla í akra sína, en
síðustu ár hafa gæs og álft ét-
ið drjúgan hluta uppskerunnar
á haustin. Skýringin er sú, að
sögn Björgvins Þórs Harð-
arsonar, að í haust gátu menn
almennt byrjað snemma að
þreskja og gæsin hafði nóg af
berjum í góðu veðri á hálend-
inu. Þegar gæs og álft fóru að
sækja í akra var búið að
þreskja fyrstu skikana og fugl-
inn gat tínt upp af þeim.
Óslegnu akrarnir fengu því
meiri frið en oft áður.
Komu seinna
í akrana í ár
MEIRI FRIÐUR FYRIR FUGLI
www.heild.isfyrirspurn@heild.is
Til leigu
HEILD
fasteignafélag
Um er að ræða skrifstofurými á 2. hæð á góðum stað á Höfðanum.
Leigurýmið er 720 fm en mögulegt er að skipta því upp í minni rými.
• 720 fm skrifstofurými.
• Góð staðsetning.
• Næg bílastæði.
Höfðabakki 3, 110 Reykjavík