Morgunblaðið - 18.10.2016, Side 19

Morgunblaðið - 18.10.2016, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016 Vetur á næsta leiti Tíma sumargatna lauk í byrjun mánaðarins og ekki er þörf fyrir þessa stöðu hjólhesta til að loka götunum fyrir umferð bíla. Fyrsti vetrardagur verður á laugardaginn kemur. Eggert Þegar núverandi ríkisstjórn tók við sum- arið 2013 voru framlög á hvern nemanda í fram- haldsskólum landsins um 900 þúsund krónur (á verðlagi ársins 2016). Á árunum fyrir hrun hafði aðhaldskröfu verið beint að skólunum en í kjölfar hrunsins var gengið mjög hart fram gagnvart framhaldsskólunum og þeir skornir mjög grimmt niður. Til að setja 900 þúsund króna framlagið á hvern nemanda í samhengi þá er framlag á verðlagi ársins 2016 á hvern grunnskólanema um 1.700 þúsund krónur. Þessi skelfilega lága tala sem blasti við sumarið 2013 stefndi öllu skólastarfi í voða og engar raunhæfar áætlanir voru uppi um hvernig unnið yrði úr þeirri stöðu. Umfangsmikilar kerfisbreytingar Fjölmargar ástæður liggja því til grundvallar að fara úr fjögurra ára framhaldsskólakerfi í þriggja ára kerfi. Ljóst var að Ísland var eina landið innan OECD þar sem 14 ár þurfti til að undirbúa ungmenni fyrir háskólanám, en önnur lönd kláruðu það verkefni á 12 eða 13 árum. Ekki var hægt að víkja sér undan því að breyta þessu, gríðarlegir hagsmunir eru undir fyrir þjóðarbúið allt og Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands hefur metið það svo að þjóðarframleiðslan muni verða hærri sem nemur 14 til 17 milljörðum króna á ári vegna þessarar breytingar. Ríkissjóður mun þar af leiðandi fá í sinn hlut um fimm til sjö milljarða króna í auknar skatttekjur á ári og munar um minna. En einnig skipti miklu máli að með því að farið verður úr fjög- urra í þriggja ára kerfi skapast umtalsvert svigrúm til að bæta að- stæður í framhalds- skólakerfinu. Nú liggur fyrir sú ákvörðun að það sem sparast við styttinguna mun ekki renna út úr framhalds- skólakerfinu, þess í stað verður það nýtt til að hækka framlög á hvern nemanda. Það er því fólgin í stytting- unni kerfisbreyting sem skilar sér með beinum jákvæðum hætti til nem- enda og framhaldsskólakerfisins. Gerbreytt fjármögnun Til viðbótar því fjármagni sem mun bætast við framlög á hvern nemanda vegna styttingarinnar þá liggur nú fyrir í samþykktri áætlun um ríkis- fjármál til ársins 2021 ákvörðun um að auka framlög til framhaldsskólans um 2,6 milljarða króna á þeim tíma sem áætlunin nær til. Þar með mun framlag á hvern nem- anda aukast úr rúmum 900 þúsund krónum í um 1.570 þúsund krónur ár- ið 2021 og svigrúm er til enn frekari hækkana ef vilji stendur til slíks. Þetta mun gjörbreyta öllu starfi framhaldsskólanna, möguleikum þeirra til að sinna hverjum nemanda með fullnægjandi hætti og tryggja að menntun ungmenna á Íslandi sé jafn góð því sem best gerist í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við um lífskjör. Norrænn samanburður Þegar horft er til þess fjármagns sem veitt er hverjum nemanda þá er gjarnan horft til stöðu mála á Norður- löndum. Eins og sjá má á mynd 2 þá stóð Ísland langt að baki öðrum Norðurlöndum þegar litið er til fjár- festingar í hverjum nemanda á fram- haldsskólastiginu. Á næstu árum mun þessi staða gerbreytast. Annars vegar vegna fjármagns sem kemur til vegna þess að farið er úr fjögurra ára kerfi í þriggja ára kerfi og hins vegar vegna fjármagns sem bætt er við samkvæmt samþykktri ríkisfjár- málaáætlun. Vatnaskil Vitanlega eru mörg vandamál uppi í rekstri framhaldsskóla sökum lang- varandi fjárskorts, einkum í ljósi þess hve niðurskurður í kjölfar hrunsins var mikill. Skólameistarar og kenn- arar hafa unnið þrekvirki á undan- förnum árum með því að halda úti öfl- ugu skólastarfi við slíkar aðstæður. En þróuninni hefur verið snúið við, vatnaskil hafa orðið, og með skýrri stefnumótun sem er fullfjármögnuð hefur verið lagður grunnur að alger- um viðsnúningi í starfi framhalds- skóla á Íslandi. Héðan í frá mun rekstur framhaldsskólanna batna ár frá ári, þangað til framhalds- skólakerfið á Íslandi verður komið í hóp þeirra sem best eru fjármögnuð. Það er mikið fagnaðarefni. Eftir Illuga Gunnarsson »Héðan í frá mun rekstur framhalds- skólanna batna ár frá ári, þangað til fram- haldsskólakerfið á Ís- landi verður komið í hóp þeirra sem best eru fjármögnuð. Illugi Gunnarsson Höfundur er mennta- og menningar- málaráðherra. Endurreisn framhaldsskólans 0.0 200.0 400.0 600.0 800.0 1,000.0 1,200.0 1,400.0 1,600.0 1,800.0 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 20 17 20 18 20 19 20 20 20 21 Framlag á ársnema á framhaldsskólastigi skv. fjárlögum og fjármálaáætlun, á föstu verðlagi 2016 $9,959 $8,599 $15,248 $10,944 $9,876 $7,648 $14,060$6,413 +84% $- $2,000 $4,000 $6,000 $8,000 $10,000 $12,000 $14,000 $16,000 $18,000 Kostnaður á ársnemanda á framhaldsskólastigi árið 2012 í bandaríkjadölum, leiðrétt fyrir kaupmætti Mynd 1 Mynd 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.