Morgunblaðið - 18.10.2016, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016
Verðbólga hefur
löngum verið bölvaldur
á Íslandi. Í tíð núver-
andi ríkisstjórnar er
viðsnúningur í efna-
hagslífi þjóðarinnar.
Vísitalan lægri en
markmið Seðlabank-
ans. Meiri kaupmáttar-
aukning en um áratuga
skeið. Alþingi hefur
samþykkt áætlun til
fimm ára sem boðar stóraukinn út-
gjaldamöguleika ríkissjóðs til hags-
bóta fyrir landsmenn. Margt fleira
blasir við sem sýnir stöðugleika og
farsælan árangur í stjórn efnahags-
mála.
Smáflokkar spretta stundum upp
með misjöfnum árangri, sumir lifa
stutt, aðrir eru með framboðslista
aftur og aftur án árangurs. Forkast-
anlegt er þegar forystufólk í stjórn-
málaflokki þolir ekki að
vera í minnihluta, í ein-
stöku máli, í lýðræðis-
legri atkvæðagreiðslu á
fjölmennum fundum og
notar tækifærið knúið af
persónulegri framagirni
til að ná setu á Alþingi
og hefja forgöngu í nýj-
um flokki gegn fyrri
samstarfsfélögum. Nú
hafa tveir flokkar náð
nokkru fylgi samkvæmt
skoðanakönnunum, Við-
reisn og Píratar, og eru
með pólitískan samhljóm í aðal-
stefnumálum sínum með Samfylking-
unni. Af óraunhæfri þráhyggju vilja
þeir þjóðaratkvæðagreiðslu um að-
ildarviðræður við ESB, þó það sé gef-
ið mál að aðildarlönd Evrópusam-
bandsins vilja ekki taka við slíkri
umræðuumsókn til að kanna mögu-
leika á einhverskonar sérsamningum
fyrir Ísland. Þessir flokkar boða bylt-
ingu í landbúnaði og sjávarútvegi, en
slíkt er afar viðsjárvert og gæti vald-
ið óbætanlegu tjóni við áframhald-
andi atvinnurekstur á afskekktum
landsvæðum og hjá sjávarútgerðar-
fyrirtækjum nema þeim allra
stærstu. Fleira eiga þessir ESB-
flokkar sameiginlegt þó ekki sé hægt
að giska á samvinnuanda einstakling-
anna á Alþingi. Píratar eru taldir
meginflokkur þessarar fylkingar en
þeir gátu nú ekki unnið saman í
þriggja manna þingflokki nema með
aðstoð vinnustaðasálfræðinga.
Margreyndur stjórnmálaskörung-
ur, fyrrverandi leiðtogi ESB-um-
sóknar og langfærasta forsætisráð-
herraefnið í þessari ESB-átrúnaðar-
fylkingu, Össur Skarphéðinsson, er
talsmaður fyrir því að þessir flokkar
myndi ríkisstjórn eftir kosningar.
Forystumenn þeirra vilja afsala full-
veldi Íslands að meira eða minna
leyti og ánetjast ólýðræðislegu ESB-
bákni í Brussel. Það er ekki fýsilegt
að þessir flokkar nái meirihluta á Al-
þingi og geti myndað ríkisstjórn.
Nú bregður svo við að einn ákaf-
asti stuðningsmaður innlimunar Ís-
lands í Evrópusambandið um ára-
tuga skeið, Jón Baldvin Hannibals-
son, varar við umsókn í ESB, því það
væri „eins og að ganga inn í brenn-
andi hús“.
Ríkisstjórnin hefur náð ótrúlegum
árangri í efnahagsmálum á kjörtíma-
bilinu, sem vakið hefur athygli í hin-
um vestræna heimi. Landsmenn eiga
að meta viðvarandi stöðugleika og
góðar framtíðarhorfur og stuðla að
því með atkvæði sínu að áfram verði
haldið á réttri leið til hagsældar fyrir
þjóðina. Sjálfstæðismenn frá öllu
landinu hafa mótað stefnu flokksins,
fyrir alþingiskosningarnar, á fjöl-
mennum fundum, sem munu koma
fram hjá frambjóðendum flokksins í
kosningabaráttunni.
Útlit er fyrir að margir
nýgræðingar verði kosnir til setu á
Alþingi nú, en óæskilegt er að
reynslulausir alþingismenn verði ráð-
andi í þingmeirihluta ríkisstjórnar.
Langflestir frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokksins í mörgum efstu sæt-
um framboðslista, í öllum kjördæm-
um landsins, hafa reynslu og þekk-
ingu til starfa á Alþingi og einnig
ungt og efnilegt fólk.
Formaður Sjálfstæðisflokksins,
Bjarni Benediktsson, hefur sýnt það
og sannað að vera traustur leiðtogi.
Hann vegur aldrei persónulega með
ávirðingum að pólitískum andstæð-
ingum. Forystuhlutverk hans og af-
rek með öllum þeim sem hafa komið
að úrlausn erfiðra mála á vegum
Fjármálaráðuneytisins hefur treyst
efnahagslegan stöðugleika og orðið
þjóðinni til farsældar. Frábær
stjórnmálastörf Bjarna Benedikts-
sonar ættu að sannfæra kjósendur
um að þar er maður sem á að hafa
forustu um að varðveita stöðugleik-
ann, mesta hagsmunamál þjóðar-
innar, og gegna leiðtogahlutverk í
næstu ríkisstjórn. En til þess þurfa
kjósendur að veita Sjálfstæðis-
flokknum gott brautargengi í næstu
alþingiskosningum, með því er þjóðin
á réttri leið.
Á réttri leið
Eftir Engilbert
Ingvarsson
»Ríkisstjórnin hefur
náð ótrúlegum ár-
angri í efnahagsmálum
á kjörtímabilinu, sem
vakið hefur athygli í hin-
um vestræna heimi.
Engilbert Ingvarsson
Höfundur er frá Tirðilmýri.
liðinn vetur varð hins
vegar til þess að lokun
neyðarbrautar var fram-
fylgt án þess að bent
væri á aðra lausn. Jafn-
vel þó svo að undir öllum
eðlilegum kringumstæð-
um skuli samningar
standa hefur Hæstirétt-
ur tæplega eða nokkur
annar siðferðis- eða laga-
legan rétt á að hunsa
flugöryggi sem fyrrver-
andi innanríkisráðherra,
Hanna Birna Kristjáns-
dóttir, viðhafði. Mikilvægi neyðar-
brautar ætti að vega þyngra en samn-
ingar embættismanna sem jafnvel
samræmast ekki stjórnarskrá, lögum
og reglum ásamt að draga úr flug-
öryggi.
Ekki svo sjaldan hefur héraðsdóm-
ur, sem Hæstiréttur vitnaði í, svokall-
að huglægt mat á lögum og á því að al-
mannahagsmunir séu ætíð hafðir í
forgangi! Slíkar tilvitnanir virðast
engu skipta í núverandi hæstaréttar-
dómi gagnvart afdrifum neyðar-
brautar. Illa er komið fyrir samfélag-
inu ef lagabókstafur er túlkaður svo
þröngt að hann vegur þyngra en
óhæfir samningar ráðherra og borg-
arstjóra sem vílar ekki fyrir sér að
hunsa öryggi meðborgara sinna. Stór-
lega má draga í efa að almannaöryggi
Sérhagsmunir eru
greinilega yfirsterkari
flugöryggi. Borgaryfir-
völd láta sig ekkert
varða innanlandsflug,
sjúkra og slasaða lands-
menn – og það sem
verra er, þingheimur er
litlu betri. Samfélagið
er agalaust, óábyrgt og
ef að líkum lætur myndi
enginn axla ábyrgð
kæmi til þess að flugslys ætti sér
stað! Lengi má benda á aðra ef illa
fer.
Flugmálayfirvöldin ásamt embætt-
iskerfinu gefa óhikað afslátt af flug-
öryggi með lokun NA/SV-brautar og
yrði dýru verði keypt komi til þess að
slys hljótist af lokun neyðarbrautar
með einum eða öðrum hætti. Innan-
ríkisráðherra, Ólöf Nordal, neitaði í
nóvember 2015 að loka flugbraut þar
sem hún bar fyrir sig lagalega skyldu
til að láta öryggissjónarmið ganga
fyrir. Vandséð er hvað hafi breyst og
hvernig hæstaréttardómur geti
hnekkt ágreiningi um framtíð og
vægi neyðarbrautarinnar með svona
afgerandi hætti meðan önnur viðun-
andi lausn er ekki til staðar.
Hæstaréttardómur sem féll síðast-
sé haft í hávegum í dómsniðurstöðu.
Lágmarkskrafa hefði verið að loka
ekki neyðarbraut fyrr en viðunandi
lausn væri fengin eða málinu komið í
ásættanlegt ferli. Jafnvel þótt Hæsti-
réttur sé æðsta vald er hann ekki
óskeikull og tæplega yfir gagnrýni
hafin. Mun eðlilegra hefði verið að
fyrrverandi innanríkisráðherra,
ásamt borgarstjórum, hefði verið
stefnt fyrir Landsdóm fyrir óhæft
verklag og gerðir gagnvart almanna-
heill.
Nokkuð ljóst er að stjórn- og flug-
málayfirvöld munu ekki axla ábyrgð
komi til flugslyss vegna lokun neyð-
arbrautar. Þá mun afneitun verða
sterk og bent á að ábyrgð liggi annars
staðar.
Borgarstjóri er sem fyrr duglegur
að baða sig í sviðsljósinu sem sýndi
sig berlega þegar nýr neyðar-
forgangur götustýringaljósa í
slökkvi- og sjúkraakstri var inn-
leiddur innan borgarinnar til að gera
hann sem hraðvirkastan og öruggari.
Þar sem hver einasta mínúta og sek-
úndur skipta höfuðmáli, að ekki verði
tafir í sjúkraakstri!
Þegar kemur að því að leggja eigi
niður innanlandsflugvöll og lengja
sjúkraflug ásamt að bæta við hálf-
tímaakstri, þá snýst sjúkraflug og
akstur ekki lengur um mínútur og
sekúndur.
Meirihluti borgarstjórnar, með
Dag B. Eggertsson í fararbroddi,
ásamt alþingismönnum og fleirum, er
að fremja þjóðarglæp gagnvart þeim
sem þurfa á slysa- og sjúkraflugi að
halda með sem skemmstum hætti.
Velta má fyrir sér hvort svokallaður
„borgarstjóri allra landsmanna“,
ásamt því að teljast læknir og eiðsvar-
inn, ætli að leggjast svo lágt að vera
einn stærsti farartálmi sjúkra og slas-
aðra sem treysta á að eðlilegar flug-
samgöngur séu með sem skjótustum
hætti.
Almenningur þarf að fara að skilja
að engin fjárhagsleg geta eða ákjós-
anlegt flugvallarsvæði er til staðar til
að byggja nýjan flugvöll og reyndar
engin þörf á því. Óhæfur og ábyrgð-
arlaus borgarstjóri þarf einungis að
víkja, ásamt fleirum, til að leysa vand-
ann. Stjórnvöld láta of oft stýrast af
ráða- og ábyrgðarleysi þó svo eðlileg
og sanngjörn lausn sé svo augljós, sé
horft framhjá lóðabraski og sérhags-
munum.
Þó svo að ríkissjóður sé tómur og
ekki til fjármunir fyrir einu eða neinu
vegna óstjórnar og ekkert flugvallar-
svæði til staðar fyrir nýjan flugvöll
hefur hver nefndin af annarri undan-
gengin ár verið skipuð til að viðhalda
óhæfu verklagi. Rögnunefndin svo-
kallaða er glöggt dæmi um ráðaleysið
þó svo að fyrirsjáanlegt hefði verið að
hún myndi engu skila nema að tefja
málið og moka fjármunum úr ríkis-
sjóði. Stjórnvöldum er greinilega fyr-
irmunað að takast á við úrlausn erf-
iðra mála. Eðlilegast er að höggvið sé
á þennan hnút og þjóðin ákveði með
lýðræðislegum og afgerandi hætti af-
drif flugvallarins.
Þingmönnum ætti manna best að
vera ljóst mikilvægi Reykjavíkur-
flugvallar sem helstu samgönguæðar
landsbyggðar ekki síst gagnvart
sjúkraflugi. Hálfsorglegt er að horfa
á dramatískar slysaæfingar í fjöl-
miðlum kæmi til þess að flugslys yrði
á sama tíma og verið er að grafa und-
an flugöryggi með lokun neyð-
arbrautar og án þess að viðunandi
ráðstafanir séu gerðar. Samfélagið
sýnir of oft af hræsni og sérhags-
munagæslu þar sem líf og öryggi
landsmanna er að engu haft.
Eftir Vilhelm
Jónsson
Vilhelm Jónsson
» Illa er komið fyrir
samfélaginu ef laga-
bókstafur er túlkaður
svo þröngt að hann vegi
þyngra en líf og öryggi
landsmanna, sem borg-
arstjórn hefur að engu.
Höfundur er fjárfestir.
Neyðarbraut sleppt á kostnað flugöryggis
Steingrímur.
Í kosningum fékkstu
skýr skilaboð um að
þinn tími væri liðinn.
Þrátt fyrir það skorti
þig hvorki brigsl né
ísmeygileg hnýfilyrði í
garð ríkisstjórnar og
nú ert þú aftur í fram-
boði. Þú ættir að draga
framboðið til baka. Þú
getur ekki gert for-
manninum það að dröslast með ykk-
ur Björn Val í skottinu eina ferðina
enn.
Loforð um að halda þjóðinni utan
ESB sveikstu strax eftir kosningar.
Til að liðka fyrir aðild að ESB sendir
þú vin þinn að semja um Icesave. Sá
kom með samning, þegar hann
nennti ekki lengur að standa í samn-
ingaströgglinu. Þið kröfðust þess að
þingmenn samþykktu samninginn án
þess að sjá hann. Líkt og blindir kett-
lingar. Það gekk ekki og Jóhanna
kallaði þitt fólk villiketti, sem ekki
væri hægt að smala.
Samningurinn var kolfelldur í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hefðuð
þið átt að segja af ykkur
strax. Næstu kosningar
fóru á sömu leið, en
áfram sátuð þið samt.
Rúin trausti í annað sinn.
Stóradóm fenguð þið í al-
þingiskosningunum. Í
viðbót við ESB, Icesave
og veiðileyfi til hræ-
gamma kunna eftirfar-
andi atriði að vera
ástæða fallsins:
Þið hleyptuð AGS
inn og lögðuð blessun yf-
ir hækkun stýrivaxta úr
12 í 18%. Kostnaðurinn lagðist á
landsmenn. Margir misstu heimili sín
og aldrei hafa jafn mörg fyrirtæki
farið á hausinn. Snjóhengjubrask-
ararnir fengu 18% vexti í gjaldeyri,
sem streymdi úr landi þrátt fyrir
gjaldeyrishöftin.
Seðlabanki Íslands (SÍ) brask-
aði með skráð gengi krónu. Skilyrði
var fjárfesting á Íslandi fyrir krón-
urnar. Ekki var spurt hvaðan gjald-
eyririnn kæmi eða hvernig hans var
aflað. Á þinni vakt var SÍ peninga-
þvottastöð á sama plani og bankarnir
í Tortóla. Fékk skatturinn lista yfir
þá sem keyptu útsölukrónur af SÍ?
Þið kærðuð ekki Breta fyrir að
setja á okkur terroristalög af ótta við
að fá ekki að vera memm í ESB-
klúbbnum. Ekki þorðuð þið að tala
máli þjóðarinnar þegar allar „vina-
þjóðirnar“ réðust á okkur. Forsetinn
sá að ekki gekk að hafa markið gal-
opið með engan í marki. Hann fór í
mark og í sóknina með þeim árangri
að landinn þurfti ekki lengur að horfa
á tærnar á sér í samræðum við út-
lendinga.
Þið gáfuð hrægömmum veiði-
leyfi á almenning og fyrirtæki. At-
vinnutæki voru hirt af verktökum
fyrir slikk og seld úr landi fyrir gjald-
eyri. Milliliðir hirtu gróðann. Fyrr-
verandi eigendur sátu eftir jafn
skuldugir og áður. Mörgum hefði
mátt bjarga með því að bjóða út
grunn að nýjum spítala.
Óskiljanlegt er að þið skylduð
selja Kaupþing í Lúxemborg án þess
að gramsa fyrst í því hvað bankinn
hefði að geyma. Sagt var að fyrr
myndi snjóa í helvíti áður en sæist
hvað þar væri falið. Sérstakur þurfti
svo að fara bónleiðina til að fá gögn úr
bankanum, sem var mjatlað í hann.
Þú felldir niður tugmiljarða
skuldir hjá ýmsum fyrirtækjum, sem
t.d. í sjávarútvegi seldu seinna kvóta
úr byggðarlaginu. Kvóta sem var og
er þjóðareign. Eitt loforða þinna var
að skila honum til þjóðarinnar.
Skjaldborgin um heimilin var
skjaldborg um fjármagnseigendur.
Með 20% leiðinni héldu lánardrottnar
áfram að innheimta lán. Verðtrygg-
ingin sá um hækkun höfuðstóls. Á
nokkrum árum varð staðan enn verri.
Svo var það Hitaveita Suður-
nesja, Sjóvá, Sparisjóðurinn, Askja,
Straumur-Burðarás, Byr, VBS, Saga
& Askar Capital, Drómi og allt hitt.
Í liði VG var góður hagfræðing-
ur, Lilja Mósesdóttur. Lyklafrum-
varp hennar hefði bjargað mörgum
heimilum. Jarðfræðiþekking þín vó
þyngra en hagfræðikunnátta hennar
og um að gera að losna við hana sem
fyrst úr stjórninni.
Jón Bjarnason stóð vörð um
fullveldið og makrílkvótann, sem þið
Össur vilduð semja um við ESB. Jón
vildi setja samskonar kvóta á makríl-
inn og var á skötuselnum, en fékk
ekki. Þú vildir losna við Jón úr ráðu-
neytinu. Það tókst sem betur fer ekki
fyrr en í lokin.
Þið læstuð niður skjöl í meira en
100 ár vegna persónuverndar, sem
tók við af bankaleynd. Hvað er svo
ljótt að skal falið 4-5 kynslóðum?
Þið senduð reglulega tilkynn-
ingar um það hversu mikið ástand
heimila og fyrirtækja hefði batnað
undir ykkar stjórn. Hvernig gat ann-
að gerst, þegar þeir verst settu höfðu
misst íbúðir sínar og mörg þúsund
fyrirtæki farið á hausinn? Við það
bættist landflótti fólks sem ekki átti
sér viðreisnar von í landinu okkar
góða. Er ekki ljóst að þeir sem lifðu
af stóðu betur en hinir, sem þið gáfuð
veiðileyfi á?
Þú munt segja þetta tóma dellu
miðað við hvað þið skiluðuð góðu búi
þrátt fyrir rústirnar sem þú tókst
við. Ég spyr, hvernig hefði þetta end-
að hjá ykkur hefði almættið ekki
blessað þjóðina með makríl og túr-
istum? Hvað væri skuldin há hefði
ykkur tekist að fá að greiða Icesave
og deila makrílnum með ESB?
Að lokum: Er trúverðugt að svara
því sem kemur fram í skýrslu Vigdís-
ar með því að skýrslan sé klippiplagg
og ekki-skýrsla full af stafsetningar-
villum? Reyna svo að gera Vigdísi
ótrúverðuga hjá alþýðu manna með í
senn ísmeygilegum og illyrmislegum
ásökunum rætnifullra rægitungna
um gegndarlaust og einskis nýtt hjal
um stafsetningarstagl. Þykir mér
sýnt að trúverðugleiki Vigdísar vaxi
við að þú, Steingrímur, reynir að
gera hana ótrúverðuga.
Opið bréf til Steingríms
Eftir Sigurð
Oddsson »Ekki var spurt hvað-
an gjaldeyririnn
kæmi eða hvernig hans
var aflað.
Sigurður Oddsson
Höfundur er verkfræðingur.