Morgunblaðið - 18.10.2016, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016
✝ GuðlaugHanna Frið-
jónsdóttir fæddist í
Hafnarfirði 12. jan-
úar 1937. Hún lést
á Landspítalanum
7. október 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Friðjón
Guðlaugsson, f. 7.
ágúst 1912, d. 28.
desember 1985, og
Hulda Hansdóttir,
f. 17. júlí 1912, d. 2. apríl 2007.
Hún átti fjórar systur og þrjá
bræður: Ólaf Helga, f. 5. apríl
1933, d. 10. febrúar 2012, Guð-
rúnu Höllu, f. 20. október 1943,
Friðrik Hans, f. 13. júlí 1948,
Sólveigu Hrönn, f. 3. mars 1951,
Júlíönnu Helgu, f. 23. október
1952, og Guðlaug Helgason, f.
22. desember 1956.
Eiginmaður Hönnu var Ólaf-
ur Ingimundarson, f. 5. janúar
1933, d. 27. maí 2003. Börn
Hönnu og Ólafs eru: 1) Hulda
ágúst 1996. Guðrún á fjögur
barnabörn. 4) Friðjón Ólafsson,
f. 13. maí 1961, og maki hans er
Erna Hrönn Herbertsdóttir, f.
11. júní 1960. Börn hans eru
Agla, f. 8. júní 1986, og Sunna, f.
22. mars 1994. 5) Gunnar Frið-
rik Ólafsson, f. 12. maí 1965, og
d. 29. janúar 2007.
Hanna stundaði hefðbundið
nám þess tíma og var heima-
vinnandi fyrstu ár hjúskapar.
Hún lærði síðar snyrtifræði hjá
Margréti Hjálmtýsdóttur og sér-
hæfði sig síðar í sjúkranuddi.
Hún hafði ætíð áhuga á end-
urhæfingu og starfaði í nokkur
ár á Sólvangi sem aðstoðarkona
sjúkraþjálfara. Síðan tók hún
við sjúkraþjálfun á Hrafnistu í
Hafnarfirði og veitti því for-
stöðu í mörg ár þar til löggiltir
sjúkraþjálfarar tóku við. Síð-
ustu starfsárin var hún með
snyrtistofu á Hjallabraut 33.
Hún tók virkan þátt í ýmsum fé-
lagsstörfum, starfaði meðal ann-
ars með Kvenfélagi Hringsins í
Hafnarfirði og Félagi eldri
borgara.
Útför hennar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 18.
október 2016, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Ólafsdóttir Scoles,
f. 14. febrúar 1955,
maki hennar er
Dave Scoles, f. 4.
júlí 1945. Hennar
börn eru: Ólafur
Hannes, f. 8. sept-
ember 1972, Sig-
urður Júlíus, f. 8.
september 1972, d.
22. september
2007, Karlotta Lilo,
f. 19. september
1975, Guðlaug Hanna, f. 30. nóv-
ember 1980, og Bonnie Lára, f.
23. ágúst 1989. Hulda á 15
barnabörn og þrjú barna-
barnabörn. 2) Anna Ólafsdóttir,
f. 17. júní 1956. 3) Guðrún Ólafs-
dóttir, f. 21. september 1958.
Börn hennar eru Ólafur Helgi, f.
24. mars 1977, d. 3. september
1982, Óskar Örn, f. 4. mars
1980, Adolf Örn, f. 8. nóvember
1983, Kristel Assa, f. 5. júní
1987, Ólöf Helga, f. 3. sept-
ember 1988, og Jóel Örn, f. 8.
Elsku besta amma Hanna
mín.
Þá er komið að kveðjustund,
allt allt of fljótt. Þetta er enn þá
svo óraunverulegt allt saman og
ég á svo hryllilega erfitt með að
sætta mig við að þú sért farin.
En, eins og ég sagði við þig á
spítalanum, þá ertu búin að halda
þéttingsfast í höndina á mér í 30
ár og fyrir það er ég óendanlega
þakklát. Allar dýrmætu sam-
verustundirnar okkar mun ég
geyma í hjarta mér um alla tíð.
Þú hefur alltaf verið stór part-
ur af lífi mínu enda var ég mikið
hjá ykkur afa á uppvaxtarárun-
um. Gæðastundirnar á Álfaskeiði
50 koma strax upp í hugann en
þar safnaðist stórfjölskyldan
saman í tíma og ótíma og þá var
mikið hlegið, borðað, dansað og
sungið. Þú varst svo mikil fé-
lagsvera og þér fannst fátt betra
en þegar þú varst umkringd öllu
fólkinu þínu. Hláturinn þinn og
söngur er eitthvað sem ég mun
aldrei gleyma – og sérstaklega
hvernig þú söngst alltaf bara
fyrstu setninguna í öllum lögum
og fylgdir því svo eftir með
„trallarallareiiii“. Matargerð var
þér mjög hugleikin og svignaði
borðstofuborðið á Álfaskeiðinu
oft undan kræsingunum þínum,
sérstaklega á jóladag þegar boð-
ið var upp á hamborgarhrygg,
hangikjöt og kalkún – með bestu
kalkúnasósu í heimi. Þegar allir
höfðu borðað á sig gat var tekið í
spil og spilaður manni, kani, ka-
sjón eða tíu, langt fram undir
morgun. Við frænkurnar héldum
líka fjöldamargar tískusýningar
á Álfaskeiðinu enda úr nógu að
taka í fataskápnum hjá ömmu
sem var alltaf hin glæsilegasta.
Þar mátti finna dýrindis kjóla
með axlapúðum og háhælaða skó
í öllum regnbogans litum. Amma
þú varst alltaf svo stórglæsileg
til fara og vel til höfð, á háum
hælum og með nýlagað hár allt
fram til síðasta dags.
Samverustundunum fækkaði
ekkert þrátt fyrir að árin liðu,
alltaf var jafnyndislegt að vera
innan um þig. Ævinlega tókstu á
móti mér með opinn faðm, skil-
yrðislausri ást og hlýju. Um-
hyggjusemi er orð sem lýsir þér
einna best en þú hafðir óbilandi
orku til að hugsa um fólkið þitt.
Þú varst alltaf til staðar fyrir mig
í gegnum árin, hvort sem um var
að ræða bakverk sem þú nudd-
aðir í burtu, ástarsorg sem þú
knúsaðir mig í gegnum eða þegar
ég fékk heimþrá í vinkonuheim-
sóknum í gamla daga og fékk að
„flýja“ til ykkar afa í hlýjuna og
öryggið. Ég gleymi heldur aldrei
deginum sem ég flutti út til LA
þegar ég var svo leið og ómögu-
leg yfir því að vera að fara frá
ykkur öllum. Rétt áður en ég fór
út á völl komstu og kvaddir mig
og eftir faðmlög og tár gafstu
mér fallega lærdómsuglu sem
hefur fylgt mér alla tíð síðan. Ári
síðar, eftir of langan aðskilnað,
gerðir þú þér lítið fyrir og flaugst
í heimsókn til mín hinummegin á
hnöttinn. Hvaða 75 ára amma
gerir það? Engin. Það er nefni-
lega engin eins og þú.
Tilhugsunin um hinstu kveðju-
stundina í dag er óbærileg en ég
brosi í gegnum tárin þegar ég
hugsa til baka og sé þig fyrir mér
syngjandi, dansandi og hlæjandi.
Þú lifir áfram í hjörtum okkar
allra og við munum heiðra minn-
ingu þína um alla tíð. Nú er kom-
ið að okkur að taka við kyndl-
inum þínum.
Ég elska þig, amma mín, og
þakka þér fyrir allt.
Þín Agla.
Elsku Hanna er farin heim.
Svona var komist að orði í fjöl-
skyldu minni. Við Hanna áttum
svo margar, góðar stundir saman
bæði í gleði og sorg. Hanna hélt
reisn sinni alla tíð og lét ekki
bugast á erfiðum stundum í lífi
sínu. Ég dáði Hönnu fyrir æðru-
leysi í hvívetna. Hanna stækkaði
við hverja raun og sýndi hetju-
lund. Við minnumst með þakk-
læti síðustu stundar með Hönnu
á Borgarspítalanum. Það var
okkur mikils virði að geta kvatt
hana nokkrum dögum fyrir and-
lát hennar. Við lítum upp til
hennar og munum alltaf minnast
hennar sem kærleiksríkrar og
geislandi konu. Fjölskyldan átti
öruggt athvarf á heimili hennar.
Nú er skarð fyrir skildi. Við
munum alltaf sakna hennar.
Elsku Hanna er nú á yndislegum
stað.
Við Hanna höfum þekkst í lið-
lega 30 ár. Leiðir okkar lágu oft-
ar saman, eftir að barnabörnin
fæddust. Tvær ömmur áttu tvö
barnabörn saman. Hún var
glæsileg kona, kjarkurinn óbil-
andi. Hún hafði góða lund og
söng fyrir börnin. Hún sýndi
mikla þolinmæði og kunni að
segja frá. Alltaf stækkaði fjöl-
skyldan. Þá reyndi oft á þolrifin
með stóran hóp af barnabörnum,
en hún tókst á við hvað sem að
höndum bar með ást og fyrir-
gefningu.
Matarveislur hennar voru
ógleymanlegar. Það er skemmti-
legt að rifja upp merka atburði,
svo sem skírnir sonardætra
hennar. Önnur veislan var heima
hjá okkur en hin á Álfaskeiði.
Svo liðu árin og börnin stækk-
uðu. Í fermingarundirbúningn-
um í Hafnarfjarðarkirkju var
gert ráð fyrir þátttöku ungling-
anna. Þeir fluttu helgileik. Við
sátum þarna tvær ömmur fram-
arlega í kirkjunni og dáðumst að
ömmubarninu okkar. Önnur son-
ardóttirin fermdist í Fríkirkj-
unni. Þetta voru yndislegar
stundir sem við áttum þarna
saman í bæði skiptin.
Ekki verður minnst á Hönnu
án þess að geta manns hennar,
Ólafs Ingimundarsonar. Hann
var lærður dúklagningarmaður
en starfaði lengst af á Keflavík-
urflugvelli. Ólafur lést úr erfið-
um sjúkdómi fyrir aldur fram og
annaðist Hanna hann eins vel og
hún gat. Ólafur og Hanna voru
samrýnd hjón. Fráfall hans var
mikill missir fyrir hana.
Hafnarfjarðarbær naut starfs-
orku hennar um árabil. Má þar
nefna Setbergsskóla og Hrafn-
istu. Henni fannst þessi störf ein-
staklega gefandi. Vistmenn á
Hrafnistu fengu nuddtíma hjá
Hönnu. Hún kom eins og sólar-
geisli í líf þeirra. En hún gegndi
slíku starfi einnig heima hjá sér
meðan kraftar leyfðu. Hanna tók
virkan þátt í starfsemi aldraðra í
Hraunseli. Hún gegndi for-
mennsku í nefndum á vegum fé-
lagsins af mikilli röggsemi.
Ferðirnar til Ameríku voru
alltaf tilhlökkunarefni í lífi
Hönnu. Hún var lengi að und-
irbúa þær og raðaði í töskuna
þannig að út úr flæddi. Þannig
minnti hún mig á barnfóstruna
góðu sem kom fljúgandi til
barnanna með regnhlíf sem hafði
mál. Hún prjónaði handa öllum
börnunum bæði hér heima og
vestan hafs. Þetta voru góðar
gjafir að ógleymdu namminu frá
Góu. Á jólunum sameinaðist fjöl-
skyldan yfir kræsingum sem
Hanna matreiddi af sinni al-
kunnu snilld. Svo var spilað og
allir voru í hátíðarskapi.
Við samhryggjumst ykkur
innilega, kæra fjölskylda.
Megi algóður Guð styrkja
ykkur í sorg ykkar.
María og Óskar.
Þegar kemur að kveðjustund
þeirra sem eru okkur kærir þá
verða orð svo fátækleg og hinsta
kveðja svo átakanlega endanleg
að mann brestur orð sem túlka
nógu vel sorgina sem fyllir hjart-
að.
Tíminn sem okkur er skammt-
aður á þessari jörð er sem betur
fer okkur hulinn flestum.
Við Hrafnhildur höfðum ætlað
okkur að fara og hitta Hönnu
vinkonu okkar og fá okkur að
borða saman þegar tími gæfist
til. Þegar hann gafst var Hanna
komin á Borgarspítalann svo að
við brugðum okkur þangað og
sem betur fer hittum hana þar
tiltölulega hressa og sjálfri sér
líka. Þá fengum við líka að vita að
rannsóknir hefðu sýnt að sjúk-
dómur hennar væri langt geng-
inn og stuttur tími eftir á þessari
jörð.
Þarna var hún, þessi elska,
umvafin börnum sínum og barna-
börnum sem viku ekki frá rúmi
hennar þennan tíma sem henni
var skammtaður. Næsta heim-
sókn til hennar var bara til að
kveðja og þakka fyrir allar góðu
stundirnar og fallegu minning-
arnar en þá var hún komin á
líknarmeðferð. Þessi lega varð
ekki löng og starfsfólk sjúkra-
hússins gerði greinilega allt sem
mannlegur máttur getur gert til
að líkna Hönnu þessa síðustu
daga.
Við eigum minningar um fal-
lega og góða vinkonu sem lagði
ekki illt til nokkurs manns, fyr-
irgaf allt og umbar allt. Ótal ljúf-
ar minningar eigum við frá sam-
verustundum.
Við munum gönguferð í
Haukadalsskógi þar sem Hanna
mín nennti ekki að rölta svona
hægt, skálmaði fram úr okkur og
við týndum henni í skóginum, við
hringdum í Önnu dóttur hennar
til að fá farsímanúmerið hennar
og hringdum í hana, þá var hún
óravegu í burtu hjá Haukadals-
kirkju og búin fyrir löngu að
hlaupa okkur af sér. Þá var mikið
hlegið. Við minnumst afmælis
Ingu í Vestmannaeyjum þegar
við gróðursettum tré til minning-
ar um elsku Gunna sem þá var
nýdáinn, þá grétum við saman
vinkonurnar.
Við minnumst þess þegar Inga
bauð Hönnu og Hrafnhildi á
þorrablót í Reykholti og þær
gistu í gistihúsinu í Dalbrún hjá
Svavari. Þá var tjúttað.
Alltaf var Hanna mín jafn fal-
leg og fín, skemmtileg og kát.
Samverustundir okkar vin-
kvennanna hefðu mátt vera fleiri
seinni árin en búseta og annríki
kom stundum í veg fyrir að þær
væru það, en sambandið var allt-
af jafn gott og gefandi.
Mikla móðir
alheimsins
taktu barn þitt
sem þú lánaðir
til að gefa
birtu og yl
og bæta heiminn.
Gefðu því hvíld
hamingju og frið
nýjan þrótt
og viðurkenningu
fyrir afrek sín
á sviði listarinnar
að lifa
Nú er hún komin til sumar-
landsins þar sem Óli hennar og
Gunnar ásamt öðrum ástvinum
bíða hennar og þar munum við
hittast aftur þegar þar að kem-
ur.
Söknuðurinn er vegna góðra
og fallegra minninga sem vara
meðan við lifum. Við þökkum
fyrir ánægjulega samfylgd og
vináttu sem átti djúpar rætur í
að deila kjörum í blíðu og stríðu í
mörg ár.
Börnum hennar, barnabörn-
um og aðstandendum öllum vott-
um við samúð okkar.
Inga Þyri Kjartansdóttir,
Hrafnhildur Þórarinsdóttir.
Ég sá þig fyrst í Firðinum í
ilmandi hausti fyrir þrátíu árum.
Anna, dóttir þín og vinkona mín,
kynnti mig fyrir þér. Þú tókst
mér fagnandi. Ég horfði á þig,
beina í baki með hlýtt bros og
fallegar hendur. Það var reisn
yfir þér; þú varst bæði tignarleg
og kvenleg og þú ilmaðir svo vel.
Eftir þessa fyrstu heimsókn
stóð heimili ykkar Óla í Álfa-
skeiðinu mér ætíð opið einsog
þétt faðmlag. Hvergi leið mér
betur. Ég gerði ykkur að fólkinu
mínu og ég sem var alltaf hjart-
anlega velkomin varð ykkar. Ef
ég var svo heppin að birtast á
matmálstíma, sagðirðu: „Viltu
ekki borða með okkur, Dúa
mín?“ Auðvitað vissirðu svarið.
Ég þáði ég boðið alltaf, enda var
matur á borðum sem enginn gat
staðist og þá ekki hún ég. Þú
þekktir þitt heimafólk.
Milli okkar myndaðist fljótt
bæði vinátta og virðing. Við átt-
um saman andlegt ríkidæmi og
endalaus spjallkvöld. Þú varst
húmoristi og hláturmild eftir því.
Pólitíkina bar oft á góma, rétt-
lætiskennd þín var heit og þú
vildir öllum í heiminum vel og
ekkert minna en það. Þú varst
líka ráðagóð hverjum þeim sem
leitaði til þín, góður sögumaður,
tónelsk og ljóðelsk, þuldir jafnvel
upp heilu ljóðabálkana ef því var
að skipta og ef þannig lá á þér.
Það var líka dásamlegt að tala
við þig um bækur – og enga
manneskju hef ég þekkt sem var
eins dugleg að nýta sér bóka-
safnið. Hvað þú gast lesið, Hanna
mín, þú varst eiginlega óseðjandi
alæta á bækur.
Þú elskaðir að dansa við góða
tónlist. Haukur Morthens og
Leonard Cohen voru þínir menn.
Eitt laga Cohens, af svo mörg-
um, fjallar um einmanaleikann.
Þú skynjaðir hann enda hafðir þú
kynnst sorginni djúpu þegar þú
misstir Óla, manninn þinn, og í
janúar 2007 Gunna, drenginn
þinn. Þá bergmálaði tómið í
hjarta þínu, en þú varst sterk og
lést ekki bugast. Styrkur þinn
fólst í því að þú hélst áfram að
lifa lífinu, lifandi. Þú varst fé-
lagsvera, tókst að þér ýmis fé-
lagsstörf og lagðir alúð í þau
einsog annað. Allt dansaði í
höndum þér einsog tindátar í
taktföstum takti. Hendur þínar
voru raunar gæddar töfrum, þær
voru töfrahendur; það sann-
reyndi ég oftar en einu sinni og
oftar en tvisvar.
Þú varst elskuð af barnabörn-
um og barnabarnabörnunum. Þú
lifir áfram í þeim og börnunum
þínum. Mikill er missir þeirra.
Ég mun alltaf sakna þín, sér-
lega þegar ég kem í Fjörðinn,
tindátatakturinn verður annar í
lífinu og það verða daufari litir í
haustinu. Nú ertu stödd í öðrum
Firði, Hanna mín, milli hvítra
blóma og blárra og Óli og Gunni
eru þarna hjá þér og svei mér ef
það er ekki glatt á hjalla .
Ég votta Önnu, vinkonu minni,
öðrum börnum þínum og fólkinu
þínu öllu mína dýpstu samúð.
Anna Þrúður Grímsdóttir.
Guðlaug Hanna
Friðjónsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Mig langar að minnast
elsku ömmu minnar.
Elsku amma Hanna mín.
Ég man allar heimsóknirn-
ar sem ég og mamma fór-
um í til þín. Þú tókst á móti
okkur svo brosmild og
faðmaðir mig lengi að þér.
Þú varst mér alltaf svo góð
og skildir mig svo vel. Núna
ertu komin til afa Óla, hann
passar þig vel er ég viss
um.
Ég er svo glaður að hafa
átt ykkur fyrir ömmu og
afa.
Takk fyrir allt, ég elska
þig.
Þinn
Björgvin Axel.
Það er fallegur
dagur og leiðin
liggur til Blönduóss
til að fylgja Helgu
Lárusdóttur til grafar. Hugur
minn hverfur aftur í tímann til
þeirra sumra sem ég var í Þór-
ormstungu hjá Helgu og Helga.
Ég var fimm ára gömul þegar
ég kom fyrst að Tungu. Allt var
tilbúið, mamma búin að merkja
fötin mín og kaupa handa mér
gúmískó. Ég hlakkaði mikið til
og var líka pínu kvíðin því ég
fékk nú stundum að skríða upp í
hjá foreldrum mínum þegar mér
leið illa. Ég komst fljótt að því
Helga Sigríður
Lárusdóttir
✝ Helga SigríðurLárusdóttir
fæddist 14. apríl
1922. Hún lést 26.
september 2016.
Útför hennar fór
fram 11. október
2016.
að kvíðinn var
óþarfur því ef mér
leið illa mátti ég al-
veg skríða upp í til
Helgu. Helga var
kærleiksrík kona
sem hugsaði vel um
okkur. Hún sat
stundum við eld-
húsborðið og lagði
kapal með snjáðum
spilum og drakk
kaffi úr bolla. Það
var alltaf viss spenna þegar við
krakkarnir fengum pakka.
Pakkana opnuðum við eldhús-
borðið og Helga tók nammið,
skammtaði okkur á helgidögum
og passaði upp á að allir fengu
jafnt.
Það var dýrmæt reynsla fyrir
fimm ára stelpuskott að kynnast
sveitinni og störfunum þar.
Fyrsta sumarið var ég í mánuð,
en sumrin eftir það dvaldi ég
frá því að skóla lauk á vorin og
þar til skóli byrjaði að hausti.
Mér er ofarlega í huga þegar
Helga kom til mín og sagðist
ætla að sýna mér svolítið. Hún
tók í höndina á mér og leiddi
mig út í fjárhús. Við settumst á
garðabandið. Helga benti mér á
kind og sagði mér að fylgjast
vel með henni. Fljótlega fædd-
ust tvö lömb og var þetta í
fyrsta skipti sem ég sá kind
bera.
Það var ýmislegt sem við
krakkarnir gerðum. Vinnan við
heyskapinn, Gísli keyrði trak-
torinn með rakstrarvélinni og
við Elva rökuðum á eftir með
hrífum. Við fórum með Helga á
Willisjeppanum í girðingavinnu
fram á Bungu. Helgi útbjó fyrir
okkur veiðistangir: hrífuskaft
með spotta og öngul á enda
spottans og kenndi okkur að
renna fyrir fisk í ánni. Þegar við
vorum ekki að sinna sveitastörf-
unum lékum við okkur í Fagra-
dal með leggi og horn og fórum
í útreiðatúra. Það var ekki flók-
in hestamennska, bara skottast
út í girðingu með beisli, lagt við
og vippað sér á bak og oft tví-
mennt á Bleik.
Gamli torfbærinn í Tungu var
ævintýraheimur fyrir okkur
krakkana. Þangað leiddi hún
Dísa okkur eitt sinn til að sjá
þjóðþekktan draug: Skinnpylsu.
Eitt kvöld að hausti til vorum
við að horfa í áttina að gamla
bænum þegar við sáum ein-
hverja veru koma gangandi frá
bænum og við Elva horfðum
hvor á aðra og vorum vissar um
að Skinnpylsa væri að koma, en
þegar veran kom nær sáum við
að þetta var Helga.
Í sumar sem leið vann ég
einn mánuð á Sjúkrahúsinu á
Blönduósi og fékk þá að annast
Helgu en hún dvaldi þar síðustu
ár ævi sinnar. Ég sat stundum
og rifjaði upp tímana í Tungu
og það var svo gaman að sjá
hvað glaðnaði yfir henni þegar
ég kom inn á stofuna til hennar.
Hún þekkti mig alveg og mundi
vel eftir því þegar ég kom fyrst
í sveitina til þeirra Helgu og
Helga. Í dag lít ég á það sem
forréttindi að hafa fengið að
kynnast sveitastörfunum og er
ævinlega þakklát fyrir sumrin í
Vatnsdalnum, fallegasta dal
landsins og fyrir dýrmæta sam-
veru með Helgu Lárusdóttur.
Ingibjörg M. Aadnegard.