Morgunblaðið - 18.10.2016, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016
✝ Ragna Bjarna-dóttir (oftast
kölluð Lóa) var
fædd 6. júlí 1921 í
Hafnarfirði. Hún
lést á Landakoti 8.
október 2016.
Móðir hennar
var Guðbjörg
Gunnlaugsdóttir, f.
1898, d. 9. október
1929. Yngri systk-
ini Rögnu voru
Svanur Jónsson, Jónas Jónsson
og Guðbjörg Jónsdóttir. Öll
látin.
Hinn 27. nóvember 1942
giftist Ragna Hermanni Sig-
urðssyni, f. 6. júlí 1921, d. 9.
mars 1956. Börn þeirra eru: 1.
Sigrún Hermannsdóttir, f.
28.12. 1944, gift Sveini Að-
alsteinssyni og Jónas Her-
mannsson, f. 25.10. 1946, gift-
ur Önnu Sigurlínu
Karlsdóttur. Börn Sigrúnar:
Ragna Björg Sigrúnardóttir, f.
3.7.1964, Árni Sveinsson, f. 9.5.
Ágústsson, Stefán Snær
Ágústsson, Gunnar Jökull
Ágústsson, Alma Hildur
Ágústsdóttir, Ágúst Bjarki
Ágústsson, Atli Feyr Ágústs-
son, Breki Freyr Ágústsson. Jó-
hanna Birna Halldórsdóttir.
Barnabarnabarnbörn: Esjar
Kjartansson, Eldar Kjart-
ansson.
Ragna ólst upp í Hafnarfirði
til átta ára aldurs. Eftir lát
móður hennar var hún send í
Kotvog í fóstur til Hildar Thor-
arensen, ekkju Ketils Ketils-
sonar í Höfnunum. Ragna fór
ung til Reykjavíkur og starfaði
fyrst í húsmennsku en hóf fljót-
lega störf í Víkingsprenti. 1942
tók við stofnun fjölskyldu henn-
ar og Hermanns og barnaupp-
eldi. Hermann var sjómaður og
Ragna hélt heimilið. Eftir svip-
legan dauða Hermanns fór
Ragna á ný út á vinnumark-
aðinn, í þetta sinn í tvöfalda
vinnu. Fyrri hluta dags hjá
Prentsmiðju Gutenbergs og um
kvöld og helgar í Austurbæj-
arbíói. Seinna meir vann hún
eingöngu í Austurbæjarbíói og
var þar til 65 ára aldurs.
Útför Rögnu fer fram frá
Laugarneskirkju í dag, 18.
október 2016, klukkan 15.
1976, Hrönn
Sveinsdóttir, f.
25.7. 1977, Marta
María Sveins-
dóttir, f.11.3.
1980. Börn Jón-
asar: Soffía Jón-
asdóttir, f. 30.8.
1966, Halldór Jón-
asson, f. 29.10.
1967, Hermann
Jónasson, f. 31.8.
1969, Karl Friðrik
Jónasson, f. 14.6. 1975, Ragnar
Jónasson, f. 25.7. 1978, Jónas
Valur Jónasson, f. 31.7. 1984.
Barnabarnabörn:
Melkorka Kevyn Licea,
Katla Matthildur Owens. Lóa
Árnadóttir. Nína Thyrí
Meyers, Úrsúla Sigrún Meyers,
Mía Margrét Meyers. Anna
Brynhildur Hermannsdóttir,
Elín Friðrikka Hermannsdótt-
ir, Bríet Stefanía Her-
mannsdóttir. Emelía Anna Jón-
asdóttir. Egill Almar
Ágústsson, Kjartan Logi
Þegar ég kveð tengdamóður
mína, Rögnu Bjarnadóttur,
hinstu kveðju er margs að minn-
ast. Lóa, en það gælunafn hlaut
Ragna barnung, missti móður
sína, Guðbjörgu Gunnlaugsdótt-
ur, 8 ára gömul og fór þá til
Hildar Jónsdóttur Thorarensen,
sem stýrði stórútgerðarbúi í
Kotvogi í Höfnum. Lóa fór ung
að heiman, fyrst til Reykjavíkur
í húsmennsku en síðar fór hún
að vinna hjá Birni Jónssyni í
Víkingsprenti. Lóa giftist Her-
manni Sigurðssyni, sjómanni frá
Neskaupstað, 1942. Þau eignuð-
ust tvö börn, Sigrúnu 1944 og
Jónas 1946. Segja má að Lóa og
Hermann, sem voru jafnaldrar
upp á dag, hafi verið hin dæmi-
gerða lýðveldiskynslóð, sem
upplifði um tvítugt þær ótrúlegu
breytingar, sem urðu í síðari
heimsstyrjöldinni á Íslandi. Lífs-
glöð og full væntinga um fram-
tíðina tókust þau á við það verk-
efni að búa sér og börnum sínum
heimili.
9. mars 1956 varð það hörmu-
lega slys að vélbátur Hermanns,
Vörður, fórst með allri áhöfn við
Selvog á Reykjanesi. Lóa, 34 ára
gömul, stóð við áfall þetta eigna-
laus eftir með tvö ung börn. Með
dugnaði og harðfylgi tókst henni
að verða sér úti um íbúð fyrir sig
og börnin, fyrst í Hólmgarði og
síðar við Stigahlíð. Til að svo
mætti verða varð hún um
margra ára skeið að vinna tvö-
falda vinnu, annars vegar í
Prentsmiðjunni Gutenberg og
hins vegar í Austurbæjarbíói.
Síðari vinnustaðurinn varð henn-
ar aðalvinnustaður um áratuga
skeið, þaðan sem margir bíó-
gesta liðinna áratuga minnast
hennar.
Lóu kynntist ég vorið 1975,
þegar við Sigrún hófum sambúð
ásamt 11 ára dóttur Sigrúnar,
Rögnu Björgu. Þegar við upp-
hafskynni var mér ljóst að í Lóu
bjó mikilhæfur persónuleiki,
sem ekki hafði látið mótlætið
buga sig, heldur barðist af hörku
fyrir sig og sína. Ragna Björg
var Lóu sem önnur dóttir, sem
átti gott athvarf hjá ömmu sinni
á unglingsárunum, þegar fjölga
tók í fjölskyldunni. Á sama hátt
nutu börn okkar Sigrúnar, Árni,
Hrönn og Marta María, góðs af
frábærri „bíó ömmu“ til að leita
til og heimsækja. Sama átti við
um syni Jónasar og Önnu Karls-
dóttur, þá Hermann, Karl Frið-
rik, Ragnar og Jónas, sem nutu
heimsókna til ömmu sinnar í bíó-
ið.
Lóa hafði alla tíð unun af að
ferðast til útlanda og þrátt fyrir
litlar tekjur gat hún með dugn-
aði og útsjónarsemi, m.a. með
prjónaskap, ferðast meðan heils-
an leyfði.
Lóa var mikil dama og var
ætíð vel klædd og snyrt. Einnig
var dans hennar uppáhald.
Þannig höfðu þau Hermann ver-
ið danspar, sem eftir var tekið í
danshúsum Reykjavíkur á
fimmta áratugnum.
Lóa flutti 1994 í vistlega íbúð í
fjölbýlishús VR við Háaleitis-
braut. Hún var þeirrar gæfu að-
njótandi að vera heilsuhraust
alla tíð. Einasta sem háði henni
síðustu árin var sjóndepurð, sem
varð til þess að hún varð fyrir
nokkrum árum að hætta við að
spila brids og vist, en auk dans-
ins var spilamennska hennar að-
aláhugamál.
Um leið og við fjölskyldan
kveðjum Lóu er okkur hollt að
minnast þrautseigju hennar og
staðfestu við að sigrast á erf-
iðleikum, sem nútímafólki myndi
virðast óyfirstíganlegir.
Blessuð sé minning Rögnu
Bjarnadóttur.
Sveinn Aðalsteinsson.
Elsku Lóa amma mín. Þú
varst alltaf svo sæt og fín. Ég
elska þig svo heitt. Þú varst með
svo falleg blá augu og flottar
krullur. Þú varst alltaf svo góð
við mig. Ég mun sakna þín á jól-
unum því það var svo gaman að
koma til þín á aðfangadag og fá
heitt súkkulaði, og þú gafst mér
alltaf svo falleg náttföt. En nú
ertu komin til afa og hann mun
hugsa vel um þig.
Ég sakna þín og elska þig,
þín Emilía Anna.
Jónas Valur Jónasson
Elsku flotta amma mín.
Sterk, úrræðagóð, sjálfstæð,
tignarleg, tímalaus, elegant, með
fallegustu hendur á Íslandi.
Ég var lítil stelpa sem átti
yndislega táningsmömmu en
engan pabba, afa eða föður-
ömmu. En ég átti þig, amma, og
þú varst mitt annað foreldri.
Þökk sé þér og mömmu er
barnæska mín stútfull af falleg-
um, sólríkum minningum.
Á hverju vori fórstu með mig í
Sundhöllina á sundnámskeið og
beiðst á meðan Ernst Bachman
kenndi mér sundtökin og keyptir
svo appelsín fyrir mig fyrir
dugnaðinn. Síðan gekk ég með
þér í vinnuna, fylgdist með þér í
pínulitlu reykmettuðu miðasöl-
unni, stalst inn á mynd eða hljóp
um anddyrið í Austurbæjarbíói.
Heima hjá þér í Stigahlíðinni
stóð ég á stól við háan svefn-
herbergisgluggann og horfði á
umferðina á Miklubraut. Á
brennuna í mýrinni. Fálmaði of-
an í fínan lakkskó og fann mand-
arínu og múrsteinakökur.
Á aðfangadag kúrði ég í sóf-
anum sem ég seinna um kvöldið
svaf í og gæddi mér á marm-
araköku sem þú galdraðir fram
en mundir aldrei uppskriftina
að.
Á jóladagsmorgun færðir þú
mér síðan heitt súkkulaði í rúm-
ið. Alvöru súkkulaði.
Sex ára var ég send í sveit.
Mamma var einstæð móðir en
hennar sumarfrí var ekki í sam-
ræmi við skólafríið. Mér leið illa
í sveitinni og þú, amma, varst í
sumarvinnu hjá orlofi húsmæðra
og komst að heimsækja mig.
Klæddri fallegri dragt og háhæl-
uðum skóm leiddi ég þig inn um
skítugar bakdyr og það tók þig
fimm mínútur að ákveða að
þetta var barnabarni þínu ekki
samboðið. Áður en ég vissi af
varstu búin að pakka niður
dótinu mínu og hafa mig með
þér á brott. Út um framdyrnar!
Ég gleymi aldrei gleðinni þegar
við ókum á brott. Með tóp-
aspakka í aftursætinu sá ég bæ-
inn fjarlægjast. Þú amma, hetj-
an mín.
Þú varst ekki amma sem sast
í ruggustól og þú prjónaðir ein-
göngu til að safna fyrir utan-
landsferðum. Og þú sast ekki
með mér yfir kverum og æv-
intýrum en saman sáum við Á
Hverfanda hveli í Gamla bíói og
allar Apaplánetumyndirnar í
Nýja bíói. Á þjóðhátíðardaginn
trommaðir þú með mig 7 ára á
ball á Hótel Borg.
Sem unglingur átti ég athvarf
hjá skilningsríkri ömmu sem
stjanaði við skapþunga barna-
barnið og hvatti það til að dansa
og fara seint að sofa.
Mörgum árum síðar gerði ég
mér grein fyrir því að þú varst
ekki bara flotta amma sem
bauðst vinum mínum í bíó. Þú
varst ótrúlega sterk kona. Mun-
aðarlaus 8 ára og ekkja með tvö
börn 34 ára. Þú vannst myrkr-
anna á milli svo að við sem þér
þótti vænst um liðum ekki skort.
En þrátt fyrir það hefði enginn
nokkurn tímann gripið þig utan
hússinsdyra án eyrnalokka eða í
lummó skóm. Þú varst prinsipp-
kona og tókst aldrei stuttu leið-
ina ef sú langa var heiðarlegri og
réttsýnni.
Löngu seinna lærði ég að þú
áttir draum um að verða dansari
sem þótti út í hött á fjórða ára-
tugnum.
En þú elskaðir að dansa og
lést aldurinn aldrei halda aftur
af þér ef Haukur Morthens eða
Raggi Bjarna hljómuðu.
Ég hélt að þú værir ódauðleg.
Fegurð þín og styrkur virtust
aldrei þverra.
Ég vona að mér takist að
miðla einhverjum af öllum þín-
um guðsgjöfum til dætra minna.
Bless í bili amma mín eina.
Ragna Björg.
Í dag kveðjum við ömmu Lóu
en hún lést á 96. aldursári.
Amma var ein af þessum kjarna-
konum sem þurftu að hafa mikið
fyrir lífi sínu. Hún var ótrúleg
kona og ég held að við í fjöl-
skyldunni eigum eftir að átta
okkur á því hversu mikil ætt-
móðir hún var í raun. Það lýsir
ömmu vel að hún lék í tónlistar-
myndbandi sem dóttursonur
hennar framleiddi nokkrum
mánuðum áður en hún kvaddi
þennan heim.
Ég hef alla tíð metið ömmu
mikils og haft dugnað hennar og
þrautseigju að leiðarljósi þegar
ég hef þurft að takast á við erf-
iðleika í mínu lífi. Eftir að ég
varð fullorðinn urðu tengsl mín
og samskipti við ömmu nánari.
Ég á góðar minningar um ömmu
þegar hún sagði mér frá upp-
vaxtarárum sínum og lífshlaupi.
Þeim erfiðleikum sem hún
kynntist þegar hún missti mann-
inn sinn 36 ára gömul með tvö
ung börn á framfæri. Hún stóð
ein og þurfti að koma undir sig
fótunum á ný í þeim erfiðu að-
stæðum sem þá ríktu í Reykja-
vík. Amma giftist aldrei aftur,
hún syrgði Hermann afa til ævi-
loka. Nú eru þau sameinuð á ný
og vona ég að næsti kafli verði
ömmu minni léttari, hún á það
skilið eftir allt sem hún lagði á
sig hérna megin. Hún skilur eft-
ir sig stóra fjölskyldu sem mun
halda arfleifð hennar í heiðri.
Okkur hjónunum þótti yndis-
legt að heimsækja hana í
Hvassaleitið með stelpurnar
okkar Önnu, Ellu og Bríeti á að-
fangadag og fá heitt súkkulaði
og marmaraköku sem amma
Lóa framreiddi af svo mikilli al-
úð, meira af vilja en mætti í síð-
ustu skiptin. Við munum halda
hefðinni og minnast hennar yfir
heitu súkkulaði og marmara-
köku á aðfangadag í framtíðinni.
Stelpurnar mínar eiga eftir að
sakna ömmu Lóu, þær eru þakk-
látar fyrir að hafa náð að kveðja
hana á spítalanum. Þegar ég
heimsótti ömmu Lóu fyrst á
spítalann nú í september sagði
amma mér að hún vildi fara í
endurhæfingu eftir óhappið og
drífa sig heim. Þetta lýsir þér,
elsku amma, alltaf þessi dugn-
aður og þrautseigja. Nú ertu
komin á góðan stað með afa
Hermanni. Minningin lifir.
Hermann og fjölskylda.
Ég var um það bil fimm ára
þegar ég lærði að rata alla leið í
Austurbæjarbíó frá heimili okk-
ar á Flókagötunni. Árið hefur
verið 1982 og amma mín, Ragna
Bjarnadóttir, hafði unnið í Aust-
urbæjarbíói um áratugaskeið.
Amma var kölluð Lóa af öllum
sem hana þekktu og var órjúf-
anlegur hluti af töfraveröld kvik-
myndanna. Svo mikilvæg var
viðvera hennar í endurminning-
um þeirra sem biðu í röð eftir
þrjúbíó að þegar skáldsagan
Punktur punktur, komma strik
var kvikmynduð í bíóinu kom
ekki annað til mála en að amma
stæði vaktina í miðasölunni í
myndinni. Í senunni er hún látin
segja krökkunum sem eru að
kaupa af henni miðana að „passa
á sér krumlurnar“ en hún sagði
mér sjálf að það hefði hún aldrei
sagt í raunveruleikanum. Hún sá
oft aumur á krökkunum sem
stóðu í röðinni, tínandi aura upp
úr vösum – og hleypti þeim frítt
inn. En raunveruleikinn er ekki
alltaf einsog við viljum sjá í bíó.
Þegar ég hafði komist upp á lag
með að rata til ömmu af sjálfs-
dáðum í Austurbæjarbíó dvaldi
ég þar löngum stundum. Bíóið
var sveipað dulúð, forboðnum
hlutum og glamúr, og Lóa amma
mín var þar í aðalhlutverki. Í
endurminningum bernskunnar,
þar sem Íslendingasögurnar
blandast saman við Stjörnustríð,
Enter the Dragon við Eddu-
kvæðin, er amma mín einhvers
konar hliðvörður himnaríkis og
film noir-karakter úr hinum
dularfulla heimi fullorðna fólks-
ins. Íbúðin hennar í Stigahlíð
geymdi anda þeirra tíma þegar
tilveran var ívið glæsilegri, pól-
eraðri og plussklæddari heldur
en litlausu úthverfin þar sem ég
var að alast upp. Amma átti
marmaraöskubakka og drakk
vodka í kók úr kristalsglasi. Afi
minn leit út einsog kvikmynda-
stjarna á svarthvítum myndum á
veggjum. Amma leyfði okkur að
borða sælgæti og horfa á seinni
myndina í Ríkissjónvarpinu sem
var bönnuð börnum. Þetta var
alvöru líf.
Seinna kynntist ég ömmu
minn sem fullorðin kona. Ég átt-
Ragna
Bjarnadóttir
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu
og umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.
Þorsteinn Elísson
✝ Jóhanna Pét-ursdóttir fædd-
ist á Breiðdalsvík
2. maí 1948. Hún
lést á kvennadeild
Landspítalans 5.
september 2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Pét-
ur Sigurðsson
kaupfélagsstjóri og
athafnamaður frá
Ósi í Breiðdal, f.
1917, og Bergþóra Sigurð-
ardóttir húsmóðir, f. 1922 að
Skjöldólfsstöðum í Breiðdal. Jó-
hanna var næstelst systkina
sinna. Þau eru: Arnleif, f. 1946,
Sigurður, f. 1950, Hreinn, f.
1953, og Pétur, f. 1958.
Eftirlifandi eiginmaður Jó-
hönnu er Sveinn Frímann Jó-
hannsson, f. 1944. Barn þeirra
stundaði nám við Héraðsskól-
ann á Laugavatni í tvo vetur og
síðar við Húsmæðraskólann,
einnig á Laugavatni. Hún vann
sem au-pair stúlka einn vetur í
Englandi en síðan starfaði Jó-
hanna lengi vel sem dagmóðir á
höfuðborgarsvæðinu. Árið 1980
flutti hún svo á Breiðdalsvík og
vann við bókhald hjá hrað-
frystihúsinu í rúman áratug. Þá
ráku þau Sveinn um nokkurra
ára skeið ljósmyndafyrirtæki í
Mosfellsbæ. Lengst af starfaði
Jóhanna þó sem launafulltrúi á
Reykjalundi. Þar átti hún far-
sælan starfsferil og var nýbúið
að heiðra hana fyrir dygga
þjónustu í tvo áratugi. Jóhanna
lést á kvennadeild Landspít-
alans þann 5. september og fór
útförin fram í kyrrþey að ósk
hennar.
er Elsa Guðrún, f.
1990. Sonur Sveins
er Heiðar, f. 1968.
Jóhanna átti fyr-
ir tvö börn með
Stefáni Hallgríms-
syni, f. 1948. 1)
Hallgrímur, f.
1970, maki Una
Björg, f. 1977.
Barn þeirra er Orri
Hrafn, f. 2015.
Hallgrímur átti
fyrir Stefán Fannar, f. 2005, og
Una átti Örnu Eiri f. 2009. 2) Ír-
is f. 1973, maki Jóhann Sveinn,
f. 1971. Börn þeirra eru Sara
Hlín, f. 2000, Birkir Ísak, f.
2002, og Daði Freyr, f. 2013.
Jóhanna ólst upp á Breið-
dalsvík og gekk í heimavist-
arskóla á Staðarborg. Við 18
ára aldur fór Jóhanna suður og
Elsku amma Jóhanna.
Takk fyrir alla þá umhyggju
og ástúð sem þú sýndir okkur.
Það var alltaf svo gott að heim-
sækja ykkur afa í Mosó og kíkja
í garðinn ykkar sem þú hugsaðir
svo vel um. Við fengum oft að
gista hjá ykkur og þá var stund-
um spilað, kubbað, lesnar bækur
eða horft á mynd. Það voru góð-
ar stundir. Marengstertan þín
var einstök og var hún ómiss-
andi í afmælin okkar. Þú gafst
þér ávallt tíma fyrir okkur og
varst alltaf tilbúin að rétta okk-
ur hjálparhönd. Þú varst okkur
svo góð. Við söknum þín, amma.
Þér ég þakka
vináttu og góðar stundir.
Hlýja hönd og handleiðslu,
okkar stundir saman.
Bjartar minningar lifa
ævina á enda.
Sara Hlín, Birkir Ísak
og Daði Freyr.
Jóhanna systir er látin eftir
baráttu við illvígan sjúkdóm. Á
kveðjustund leita minningar á
hugann.Ég læt hugann reika til
uppvaxtaráranna í litlu þorpi
austur á landi þar sem við systk-
inin fæddumst og ólumst upp.
Breiðdalsvík var að verða til,
nokkur hús á fjörukambinum.
Þá var mikil atvinna á síldarár-
unum og mikið af ungu fólki sem
kom austur til að vinna í síldinni
yfir sumartímann. Jóhanna vann
mikið við síldarsöltun og var
handfljót og rösk. Átti hún oft
Jóhanna Pétursdóttir