Morgunblaðið - 18.10.2016, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016
Eins og við minn-
umst pabba.
Pabbi var ein-
staklega kærleiksríkur og um-
hyggjusamur maður sem mátti
ekkert aumt sjá. Allir sem þekkja
hann vita að hann var mikill húm-
oristi og fengu flestir að finna það
strax við fyrstu kynni. Enginn
var óhultur fyrir gríninu og til
dæmis leiðrétti hann barnabörn-
in sín þegar þau heilsuðu honum
og sagðist vera amma þeirra,
ekki afi.
Hann var iðjusamur og orð-
lagður handverksmaður. Allt lék
í höndunum á honum, sama hvað
hann tók sér fyrir hendur. Það
var alltaf mikið hlegið þegar við
hittumst og sama hversu langt
leið á milli heimsókna var samt
alltaf eins og við hefðum hist dag-
inn áður, enda frábær gestgjafi.
Pabbi var gríðarlega orðhepp-
inn og enginn sagði sögur á sama
hátt eða jafn skemmtilegar. Sög-
urnar þínar væru efni í bók, lík-
legast nokkur bindi og fæstar við
hæfi í minningargrein.
Magnús Bjarni
Guðmundsson
✝ Magnús BjarniGuðmundsson
fæddist 29. nóv-
ember 1944. Hann
lést 4. október
2016.
Útför Magnúsar
Bjarna fór fram 14.
október 2016.
Þegar við vorum
börn sagði hann
okkur klassískar
sögur með breytt-
um söguþræði. Eitt
skiptið lét hann til
dæmis Rauðhettu
gleypa úlfinn sem
hafði bankað í sak-
leysi sínu upp á til
að spyrja hvað
klukkan væri.
Allt til síðasta
dags var stutt í húmorinn. Þegar
hann veiktist fyrst og lá á spít-
alanum lá konan hans á sama
tíma á hæðinni fyrir neðan. Var
hann nýkominn úr aðgerð og
tengdur við allskyns slöngur þeg-
ar hann ákvað að kíkja á hana.
Þegar hann fór í lyftuna voru þar
fyrir tvær hjúkrunarkonur sem
höfðu áhyggjur af því hvert hann
væri að fara. Pabbi var fljótur að
svara: „Á ball ... Hvar eru leigu-
bílarnir?“
Pabbi átti alltaf hunda. Meðal
annars Lassa, allavega þrjá
Prinsa og einn Rex. Einnig sá
hann ótal köttum fyrir fæði, sér-
staklega í seinni tíð. Dýrin voru
honum mjög hjartfólgin. Síðasti
hundurinn, Rex, sem Elfa gaf
honum í afmælisgjöf var í ein-
stöku uppáhaldi.
Þó það verði nú ekki lengur
hægt að hlæja með þér að sög-
unum þínum munum við geta ylj-
að okkur við minningar af sam-
Afi. Takk fyrir
margar góðar
stundir á Hámund-
arstöðum. Margar af góðu
minningum æskunnar koma
einmitt þaðan. Amma í eldhús-
inu að rista brauð fyrir okkur
krakkana og búa til skyr meðan
þú, afi, hlustaðir á fréttirnar.
Allan daginn vorum við frænd-
systkinin úti að leika og á
kvöldin áttum við góðar stundir
með ykkur. Það var gaman að
sjá vinnuaðstöðu þína í kjallar-
anum og nákvæmu vinnubrögð-
in þín í innrömmun. Heilindin
voru ávallt í fyrirrúmi hjá þér
og ömmu, sem er ávallt besta
fararnestið. Ég veit að þú ert
kominn til ömmu núna og þarft
ekki að sakna hennar lengur.
Ólafur Helgi.
Elsku afi, kallið er komið og
þú ert búinn að yfirgefa okkur.
Það er sárt að missa þig en við
vitum að þú ert kominn á stað
þar sem þér líður vel. Það var
yndislegt að fá að alast upp hjá
ykkur ömmu, allar góðu stund-
irnar eru ljóslifandi í huga mín-
um. Það er margs að minnast og
sakna, t.d. bara það að heyra í
flautunni á skutlunni þegar þú
mættir í innkeyrsluna og fékkst
Ólafur Helgi
Jónsson
✝ Ólafur HelgiJónsson fædd-
ist 24. ágúst 1925.
Hann lést 9. októ-
ber 2016.
Útför Ólafs
Helga fór fram 15.
október 2016.
í kjölfarið kakó og
ristað brauð. Í
seinni tíð minnist
ég þess vel hve
ánægður og áhuga-
samur þú varst um
sjómennsku Tóm-
asar og síðar Kára.
Ánægjusvipurinn
þegar vel fiskaðist
leyndi sér ekki.
Þegar Alexandra
mín lét skíra sitt annað barn í
höfuðið á ömmu fannst mér
kvikna ljós innra með þér,
ánægja og gleði. Unnur Ólöf og
Jóhanna Marín náðu að hitta
þig nýlega og eiga góða stund
með þér, en elsku Jóhanna
Marín mín virtist þó alltaf hafa
eitthvað á tilfinningunni. Nú
hefur þú góða yfirsýn yfir okk-
ur öll og getur fylgst með af
sama áhuga og áður.
Góða ferð, elsku afi minn, og
takk fyrir allt.
Dagmar Helga.
Elsku afi Olli.
Þú munt alltaf eiga stóran
stað í hjarta mínu. Eins erfitt
og það er að kveðja þá hlýjum
við okkur við þá hugsun að nú
færð þú loksins að hvílast við
hlið ömmu Lólóar, sem hefur ef-
laust tekið á móti þér með
pönnukökum og kakói. Eins og
fjögurra ára Tómas Rafn sagði
sorgmæddur við fréttirnar, þá
er hann alveg viss um að fót-
urinn þinn sé orðinn góður nú
þegar þú ert orðinn engill á
himnum.
Þakklæti er mér efst í huga
þegar ég hugsa um okkar tíma
saman. Ég var svo heppin að fá
að alast upp á Norðfirði og eiga
alltaf samastað hjá ykkur
ömmu. Takk fyrir að gefa þér
tíma til að sitja yfir mér á
hverjum degi til að kenna mér á
píanó. Þú spilaðir öll lögin í bók-
inni aftur og aftur fyrir mig svo
litla barnabarnabarnið þitt gæti
lært lögin utan að. Takk fyrir að
sitja yfir sjónvarpinu og taka
upp allar myndir sem þér datt í
hug að mér gætu þótt skemmti-
legar. Takk fyrir að baka alltaf
góða brauðið þitt fyrir mig.
Takk fyrir að vera alltaf til
staðar.
Ég mun alltaf muna eftir ein-
læga brosinu þínu og stolti sem
þú sýndir þegar við skírðum
Ólöfu Töru í höfuðið á ömmu.
Hlátrinum þínum þegar litla
eins og hálfs árs breddan sagð-
ist af sjálfsdáðum heita Lóló.
Þú varst allt sem maður gæti
óskað sér í afa og miklu meira
en það. Takk fyrir allt, afi minn.
Hlýjar kveðjur,
Alexandra.
Elsku langafi okkar, mikið
sem við eigum eftir að sakna
þín. Við geymum allar fallegu
minningarnar í hjörtum okkar
og munum aldrei gleyma þér.
Undir háu hamra belti
höfði drúpir lítil rós.
þráir lífsins vængja víddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan
hjartasláttinn rósin mín.
Er kristallstærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað,
krjúpa niður kyssa blómið
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei það er minning þín.
(Guðmundur G. Halldórsson.)
Þín barnabörn
Kristjana Vala,
Viktoría Sólveig og
Alexander Óli.
✝ Gerður Gunn-laugsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 22. mars 1928.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli 30. sept-
ember 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Katrín
Sigurðardóttir,
fædd í Miðhúsum,
Oddasókn í Rang-
árvallarsýslu, 9. mars 1900, d.
18. ágúst 1968, og Gunnlaugur
Júlíus Sæmundsson, f. í
Reykjavík 19. júlí 1903, d. 26.
maí 1941. Gerður ólst upp hjá
fósturforeldrum, þeim Þor-
grími Jónssyni, f. 26. mars
1878 í Reykjavik, d. 9. janúar
1945, og Sigurbjörgu Illuga-
dóttur, f. 27. júní 1879 í Stóra
Lambhaga, Skilmannahreppi,
d. 15. mars 1954, ásamt stórum
systkinahópi þeirra hjóna á
börn Sigurbjargar og Ragnars
eru átta. 4. Kristjana Katrín, f.
14. febrúar 1962, gift Þór
Gunnarssyni, þau eiga tvo syni,
Bergsvein og Eyþór Jón.
Barnabörn Kristjönu Katrínar
og Þórs eru þrjú.
Gerður átti eina hálfsystur,
Ingibjörgu Jónu Gunnlaugs-
dóttur, f. í Reykjavík 22. apríl
1930. Ingibjörg Jóna giftist
Ólafi V. Sigurjónssyni, f. 7.
júní 1928, d. 1. apríl 1995. Ingi-
björg og Ólafur eignuðust fjög-
ur börn.
Starfsævi Gerðar fólst í ýms-
um störfum. Lengst af var hún
heimavinnandi húsmóðir. Úti-
vera var hennar líf og yndi.
Hún elskaði að anda að sér
fersku lofti og kom því ekki á
óvart að hún skyldi velja starf
þar sem útivera kom við sögu
en það var að bera út póst.
Hún starfaði við póstburð í 10
ár. Gerður tók meðal annars
þátt í félagsstarfi eldri borg-
ara og söng í Gerðuberg-
skórnum.
Útför Gerðar fer fram frá
Langholtskirkju í Reykjavík í
dag, 18. október 2016, og hefst
athöfnin klukkan 13.
Laugavegi 151.
Gerður giftist
þann 27. mars
1948 Þorgrími
Kristmundssyni, f.
12. maí 1925, d. 29.
apríl 2013. Þor-
grímur og Gerður
eignuðust fjögur
börn; 1. Jón, f. 10.
desember 1947,
giftur Margréti
Ólafsdóttur, þau
eiga þrjú börn, Ólaf, Björgu og
Þorgrím. Barnabörn Jóns og
Margrétar eru sjö. 2. Hrafn-
hildur, f. 8. nóvember 1949,
sambýlismaður hennar er Jón
Marteinn Guðröðsson. Börn
Hrafnhildar eru; Þorgrímur,
Gerður, Eva Ósk og Inga Dís.
Barnabörn Hafnhildar eru sjö.
3. Sigurbjörg, f. 17. apríl 1954,
gift Ragnari Guðjónssyni, þau
eiga þrjár dætur, Sólrúnu,
Margréti og Guðnýju. Barna-
Elskulega mamma mín,
mjúk er alltaf höndin þín.
Tárin þorna í sérhvert sinn
sem þú strýkur vanga minn.
Með þessum orðum minnist
ég þín, elsku góðu mömmu
minnar. Þú varst elskuleg og
góð og vildir öllum vel. Ég man
vel þegar ég var lítil og kom
heim með vinkonur mínar í
„drekkutímanum“. Þá varstu
með heitt kakó og ristað brauð
handa okkur.
Mamma var heimavinnandi í
mörg ár og lagði mikinn metnað
í að sauma og prjóna föt á okk-
ur. Seinna sagðir þú mér að þú
hefðir viljað nota tímann meira í
að lesa og vera með okkur börn-
unum þínum heldur en að sauma
og prjóna. En svona var þetta á
þessum tímum. Þá var ekki ver-
ið að bruðla með peninga og
kaupa fatnað og aðra munaðar-
vöru.
Við brölluðum margt
skemmtilegt saman í gegnum
árin. Gönguferðir, búðarráp og
kaffihús eru mér efst í huga. Ég
tala nú ekki um ísbíltúr. Það
fannst þér alltaf jafn skemmti-
legt.
Þið pabbi áttu sumarbústað í
Skyggnisskógi í tíu ár. Þangað
kom stórfjölskyldan og við átt-
um góðar stundir saman og
margar skemmtilegar minning-
ar ylja manni um hjartarætur.
Oft var þröngt um okkur en það
gerði samveruna ennþá
skemmtilegri.
Ég var í stórum vinkonuhópi
þegar ég var unglingur. Því
fylgdu stöðugar símhringingar,
heimsóknir og ýmis uppátæki.
Þú og pabbi voruð alltaf skiln-
ingsrík og áhugasöm um vinkon-
ur mínar og það sem við tókum
okkur fyrir hendur.
Þú tókst strax ástfóstri við
Tóta minn þegar við vorum í til-
hugalífinu. Sagðir hann vera
góðan dreng. Alltaf, já ég meina
alltaf, tókstu afstöðu með
tengdasonum þínum. Við syst-
urnar áttum oft í vök að verjast,
en þó oftast í gríni. Við grín-
uðumst oft og hlógum mikið
saman en ég veit að þú gekkst í
gegnum erfið tímabil á þinni
lífsævi og ég veit að þér leið ekki
alltaf vel. En þú varst mamma
mín og ég ætla að geyma góðu
stundirnar með þér í hjarta
mínu alla tíð.
Elsku mamma mín, ég á eftir
að sakna þín mikið og minning-
arnar um þig lifa með okkur ást-
vinum þínum og þeim verður
haldið við um ókomin ár.
Þín
Kristjana Katrín
Þorgrímsdóttir.
Voða finnst mér mikið vanta í
líf mitt þessa dagana.
Það hefur alltaf verið stór
þáttur í lífi mínu að vera með
ömmu og afa. Sem barn sótti ég
fast að fá að vera hjá þeim um
helgar og þegar unglingsárin
tóku við kom ég alltaf við hjá
þeim á föstudögum því þá var ég
snemma búin í skólanum og
amma komin snemma heim úr
vinnunni.
Amma var á undan sinni sam-
tíð með margt. Hún aðhylltist
Gerður
Gunnlaugsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og
ömmu,
MAGNÚSÍNU SIGURÐARDÓTTUR,
Vogartungu 89,
Kópavogi.
Starfsfólki líknardeildar LSH í Kópavogi
færum við þakkir fyrir góða umönnun og elskulegheit við hana.
.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Klara Sveinbjörnsdóttir Helgi Valgeirsson
Sigríður Sveinbjörnsdóttir
Kim Brigit Sorning Guðm. Baldursson
Lára G. Vilhjálmsdóttir
Þór Vilhjálmsson Elsa K. Helgadóttir
Hjördís Vilhjálmsdóttir Anton Sigurðsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ARNGRÍMUR MARTEINSSON
frá Ystafelli í Þingeyjarsveit,
lést föstudaginn 7. október á Vífilsstöðum.
Útförin verður haldin föstudaginn 21.
október í Grensáskirkju klukkan 13.
.
Kári Arngrímsson, Birna Óskarsdóttir,
Reynir Arngrímsson, Nanna Maja Norðdahl,
Kara Arngrímsdóttir,
Sveinn Arngrímsson, Elísabet I. Marteinsdóttir,
Auðbjörg Arngrímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þakka innilega samúð og hlýhug við andlát
og útför eiginmanns míns,
SIGHVATS JÓNASSONAR,
Fróðengi 1.
Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust
hann á Eirborgum og hjúkrunarheimilinu
Hömrum.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
.
Valborg Lárusdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
SVÖVU KRISTJÁNSDÓTTUR,
Samtúni 26.
Starfsfólkinu Sóltúni 2 færum við sérstakar
þakkir fyrir hlýtt viðmót og vinarþel við
umönnun móður okkar.
.
Þröstur Jónsson, Ellý Kratsch,
Kristján Örn Jónsson, Þórunn J. Júlíusdóttir,
Guðmundur Haukur Jónsson, Jóhanna Benediktsd.,
Guðrún Jónsdóttir,
börn, barnabörn og barnabarnabörn.