Morgunblaðið - 18.10.2016, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016
Sölvi Sigurður Kjerúlf fæddist í Húsum í Fljótsdal en ólst upp íReykjavík. Hann var í gagnfræðaskóla og stundaði síðar nám viðStóriðjuskóla Íslands og lauk þaðan prófum sem stóriðjugreinir.
Sölvi var til sjós á varðskipunum í nokkur ár en flutti að Búðum á Fá-
skrúðsfirði 1962 og starfaði þar lengst af hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirð-
inga. Hann flutti aftur til Reykjavíkur árið 1981 og hóf þá störf hjá Ís-
lenska álfélaginu í Straumsvík, þar sem hann starfaði til 2006. Hann
flutti síðan til Egilsstaða árið 2007 og hefur átt þar heima síðan. „Ég
hætti að vinna 65 ára og hef verið í góðu yfirlæti á æskuslóðunum.“
Sölvi sat um árabil í stjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðs-
fjarðar og Leikfélags Fáskrúðsfjarðar. „Ég starfaði í nokkuð mörg ár í
leikfélaginu og tók þátt í nokkrum mörgum uppfærslum. Ég fer ein-
staka sinnum í leikhús en það hefur verið minna um það eftir að ég
flutti aftur austur. Þetta er þó alltaf smá áhugamál. Ég hef alltaf verið
bókmenntalega sinnaður og verið sérstaklega mikið fyrir bundið mál,
ljóð og vísur, og mínir menn eru m.a. Steinn Steinarr og Karl Ísfeld.“
Sölvi er hæstánægður með að jafnaldri hans, Bob Dylan, hafi hlotið
Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. „Ég byrjaði að hlusta á hann um 1968,
ég er ekki mikið músíklega sinnaður og textarnir hans drógu mig að
honum fyrst, lýríkin var númer eitt, en svo kom tónlistin. En ég hef
áhuga á ýmsu öðru en bókmenntum og leiklist, hef stúderað t.d. jarð-
fræði og flug, og tók einn kúrs hjá Ara Trausta Guðmundssyni. Ég er
enginn flugmaður sjálfur en fylgist með þróuninni þar.“
Eiginkona Sölva er Ingibjörg Ragnarsdóttir, fyrrverandi skrifstofu-
stjóri Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins að Mógilsá. Börn Sölva
frá fyrra hjónabandi eru Eiríkur, María, Ingunn Fjóla, Bjarni og Sig-
urður.
Sölvi ætlar að halda upp á 75 árin á kosningadaginn með fjölskyldu
og nánustu vinum.
Kjerúlf Sölvi ásamt tveimur kanadískum frænkum sínum af Kjerúlfsætt.
Er í góðu yfirlæti
á æskuslóðunum
Sölvi Kjerúlf er 75 ára í dag
U
nnur Guttormsdóttir
fæddist í Reykjavík
18.10. 1941 og ólst þar
upp. Hún var í sveit á
sumrin á Kverná í
Eyrarsveit hjá móðursystur sinni,
Jarþrúði Ásmundsdóttur.
Unnur gekk í Miðbæjarbarna-
skólann, Kvennaskólann og tók
stúdentspróf frá Öldungadeild MH.
Hún útskrifaðist sjúkraþjálfari
frá Sydsvenska sjukgymnast-
institutet í Lundi í Svíþjóð, 1968.
Unnur starfaði við Bräcke Öster-
gård í Gautaborg í Svíþjóð á árunum
1969-72, sem er leikskóli og heima-
vistarskóli fyrir fötluð börn frá
tveggja ára aldri að mennta-
skólastigi. Hún var sjúkraþjálfari
hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatl-
aðra 1972-74, tók þá þátt í uppbygg-
ingu fyrsta leikskóla á Íslandi fyrir
fötluð börn, sem seinna nefndist
Múlaborg, var deildarsjúkraþjálfari
á Barnaspítala Hringsins við Land-
spítala 1974-76, yfirsjúkraþjálfari
Endurhæfingardeildar Landspítal-
ans 1976-82, var yfirsjúkraþjálfari
Barnaspítala Hringsins, þar með
talin Vökudeild, 1982-93, í náinni
teymisvinnu við aðra starfsmenn
Barnaspítalans, þar sem m.a. var
byggt upp hert eftirlit svokallaðra
áhættubarna, með tilliti til mats á al-
mennum þroska. Þar var lögð
áhersla á að greina börnin og hefja
meðferð sem fyrst. Hún sinnti þjálf-
un í vatni með kornabörnum sem
viku frá í þroska á árunum 1982-95.
Það var í fyrsta sinn sem slíkt var
Unnur Guttormsdóttir barnasjúkraþjálfari – 75 ára
Frumkvöðlar Fyrstu sjúkraþjálfararnir sem lærðu erlendis og halda hópinn. Unnur liggur útaf, fremst.
Hefur stuðlað að færni
og þroska barna
Sjúkraþjálfarinn Unnur að störfum.
Reykjavík Ívar Helgi Stefánsson
fæddist 7. júní 2016 kl. 09:34.
Hann vó 4.152 g og var 53 cm að
lengd. Foreldrar hans eru Guðbjörg
Halldórsdóttir og Stefán Árnason.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt