Morgunblaðið - 18.10.2016, Page 27
reynt hér á landi, en nokkrum árum
síðar varð ungbarnasund mjög vin-
sælt.
Unnur vann með greiningarteymi
Miðstöðvar heilsuverndar barna (nú
Þroska- og hegðunarstöð) á árunum
1998-2007 en þar fór fram uppbygg-
ing á nýrri starfsemi innan Heilsu-
gæslunnar, þar sem börn upp að sex
ára aldri voru tekin til athugunar, ef
þau sýndu frávik í þroska.
Unnur var stundakennari við
Hjúkrunarskóla Íslands, við Náms-
braut í hjúkrunarfræði við HÍ,
Tannlæknadeild HÍ og Námsbraut í
sjúkraþjálfun við HÍ, sinnti kennslu
í líkamsbeitingu og starfstækni, m.a.
hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkur-
borgar, Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur, Tónskóla Reykjavíkur
og Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Þá hefur hún sinnt handleiðslu
sjúkraþjálfaranema og nýútskrif-
aðra sjúkraþjálfara.
Unnur sat í stjórn Félags ís-
lenskra sjúkraþjálfara (nú Félag
sjúkraþjálfara) á ýmsum tímum, var
m.a. gjaldkeri, endurskoðandi,
fulltrúi í skemmtinefnd og í ritnefnd
Félagsmiðils FÍSÞ (málgagni sj.þj.).
Hún var aðalhvatamaður að stofnun
og formaður Áhugahóps um barna-
sjúkraþjálfun á árunum 1988-94, sat
í stjórn Starfsmannaráðs Land-
spítalans 1978-86, var m.a. formaður
þess síðustu tvö árin, sat í stjórn
Umhyggju, félags til stuðnings sjúk-
um börnum í nokkur ár, starfaði
með „Frá foreldri til foreldris“ á
vegum Þroskahjálpar 1988-92, var
einn af stofnfélögum Leikfélagsins
Hugleiks 1984 og hefur setið í stjórn
þess nokkrum sinnum frá stofnun.
Unnur hefur skrifað greinar í ým-
is blöð og tímarit, haldið fyrirlestra
og námskeið fyrir faghópa og fé-
lagasamtök og samdi pésa fyrir
Landlæknisembættið og Heilsu-
gæsluna 2008: Að verða maður með
mönnum.
Unnur er eitt af leikskáldum leik-
félagsins Hugleiks í Reykjavík og
hefur sent frá sér ljóðabókina Það
kviknar í vestrinu, auk þess sem ljóð
eftir hana hafa birst í safnritum
Ljóðahóps Gjábakka, Kópavogi.
„Helstu áhugamál mín hafa lengi
snúist um leikhús, bókmenntir, ís-
lenska tungu og óendanlega mögu-
leika hennar, ljóðlist, útivist, náttúr-
una og náttúruvernd og síðan golf
eftir að ég hætti að ganga í fjöll-
unum.“
Fjölskylda
Hálfbróðir Unnar samfeðra er
Þorfinnur Guttormsson, f. 1.9. 1945,
framreiðslumaður.
Foreldrar Unnar voru Jakobína
Á. Ásmundsdóttir, f. 6.8. 1904, d.
17.8. 1990, en hún rak hálsbinda-
gerðina Jaco hátt í hálfa öld, og
Guttormur Erlendsson, f. 13.4. 1912
d. 17.7. 1966, hæstaréttarlögmaður
og aðalendurskoðandi Reykjavíkur-
borgar. Þau bjuggu í Reykjavík.
Úr frændgarði Unnar Guttormsdóttur
Unnur
Guttormsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
húsfr. á Skrauthólum
Einar Magnússon
b. á Skrauthólum á Kjalarnesi
Katrín Arndís Einarsdóttir
verkak. í Rvík
Ásmundur Sigurðsson
útvegsb. og kennari á
Suður-Bár í Eyrarsveit
Jakobína Á. Ásmundsdóttir
saumakona og iðnrekandi í Rvík
Helga Ásmundsdóttir
húsfr. á Vallá
Sigurður Sigurðsson
b. á Vallá á Kjalarnesi
Oddný E. Sen
kennari
Jarþrúður
Ásmunds-
dóttir
húsfr.
Pétur Sigurðsson
smiður
Einar Ásmundsson
forstj. Sindra
Kjartan Ásmundsson
gullsmiður
Ásmundur Ásmundsson
bakarameistari
Jón Sen
fiðluleikari
Þórarinn
Eldjárn
b. á Tjörn
Ásmundur
Arndal
Jóhannsson
rennismiður
Gunnar Valberg
Pétursson
bílamálari í Rvík
Ragnar Einars-
son viðskiptafr.
Óskar Kjartansson
gullsmiður
Gylfi Ásmundsson
sálfræðingur
Þórdís
Kjartansdóttir
Kjartan
Valdimarsson
tónlistar-
maður
Jónas Sen
tónlistarmaður og
tónlistargagnrýnandi
Kristján Eldjárn
forseti Íslands
Jarþrúður
Ásmundsdóttir
viðskiptafr. og form.
sjálfstæðiskvenna
Pétur
Gunnarsson
rithöfundur
Magnús
Ragnarsson
kórstjóri
Hjörtur
Þórarinsson
b. á Tjörn
Signý Sen
lögfr. og fyrrv. fulltr. hjá
lögreglustjóraembættinu
Þórarinn Eldjárn
rithöfundur
Árni Hjartarson
jarðfr.
Ingibjörg Hjartard.
rithöfundur
Hjörleifur Hjartars.
tónlistarmaður
Hugleikur
Dagsson
listamaður
Sigríður
Hrafnhildur
Jónsdóttir
sendiherrafrú
í Austurríki
Erlendur Jónsson
dr. í heimspeki
Sigríður Jóhannesdóttir
vinnukona
Sveinn
Jónsson
b. og skipa-
smiður í
Gufunesi
María Sveinsdóttir
húsfr. á Breiðabólsstöðum
Erlendur Björnsson
útvegsb. og hreppstj.
á Breiðabólsstöðum
á Álftanesi
Guttormur Erlendsson
lögfr. og aðalendurskoðandi
Reykjavíkurborgar
Björn
Björnsson
leiðsögum,
útvegsb. og
hreppstjóri á
Breiðabólsst.
Petrína Soffía
Hjörleifsdóttir
húsfr. á Tjörn í
Svarfaðardal
Oddný Hjörleifsdóttir
húsfr. á Breiðabólsstöðum
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016
Aðalgeir Pálsson fæddist á Ak-ureyri 18.10. 1934. Foreldrarhans voru Páll Bjarnason,
yfirsímvirkjastjóri á Akureyri, og
k.h., Aðalbjörg Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja.
Föðurforeldrar Aðalgeirs voru
Bjarni Kristjánsson, bóndi á Kambs-
stöðum, og k.h, Guðný Þorláks-
dóttir, en móðurforeldrar hans voru
Jón Jónsson, bóndi á Kjarna, og k.h.,
Aðalbjörg Hallgrímsdóttir hús-
freyja.
Eftirlifandi eiginkona Aðalgeirs
er Guðfinna Thorlacius, hjúkrunar-
fræðingur og hjúkrunarkennari, og
eru dætur þeirra Kristjana, arkitekt
í Finnlandi; Guðfinna, dósent í jökla-
fræði við jarðvísindadeild HÍ, búsett
í Reykjavík, og Margrét Th., kenn-
ari á Akureyri.
Aðalgeir ólst upp á Akureyri, lauk
stúdentsprófi frá MA 1953, fyrri-
hlutaprófi í verkfræði 1956 frá HÍ og
prófi í rafeindaverkfræði frá DTH í
Kaupmannahöfn 1963.
Aðalgeir var verkfræðingur hjá
verksmiðjum SÍS á Akureyri 1963-
65, kennari við undirbúningsdeild
tækniskóla á Akureyri og við Iðn-
skólann á Akureyri frá 1963, yfir-
kennari þar 1970, skólastjóri 1978 og
aðstoðarskólameistari við VMA
1984-85 og kennari þar 1985-2004.
Aðalgeir stofnaði Verkfræðistof-
una Delta hf. 1977, sem sinnti ráð-
gjöf í raflagna- og lýsingartækni.
Hann var dómkvaddur matsmaður
og meðdómari í ýmsum málum við
sýslumannsembættið á Akureyri.
Aðalgeir sat í skólanefnd Iðnskólans
á Akureyri 1966-78; í skólanefnd MA
1990-94 og í nefnd Akureyrarbæjar
um stofnun Háskólans á Akureyri
1986-87. Hann sat í stjórn Ferða-
félags Akureyrar og var virkur í
starfi skátahreyfingarinnar frá því á
æskuárunum. Hann sat í stjórn st.
Georgsgildisins á Akureyri, var gild-
ismeistari þess 1969-71 og 1974-77
og sat í stjórn Landsgildis st.
Georgsgilda frá 1983-97 og Lands-
gildismeistari 1993-97.
Aðalgeir lést 11.2. 2016.
Merkir Íslendingar
Aðalgeir
Pálsson
90 ára
Svanfríður Steinsdóttir
80 ára
Grétar V. Pálsson
75 ára
Ása Ágústsdóttir
Einar Kjartansson
Elsa Þorsteinsdóttir
Jóna Hallgrímsdóttir
Óli Árni Vilhjálmsson
Sölvi Sigurður Kjerúlf
Unnur Guttormsdóttir
70 ára
Ari Jónsson
Ágúst G. Kristinsson
Áslaug Hringsdóttir
Flemming Jessen
Guðrún Sigurjónsdóttir
Gyða B. Flóventsdóttir
Halldóra Kristinsdóttir
Jóhann Már Jóhannsson
Sigurður Tómas
Sigurbjarnason
Sigþór Þorgrímsson
Sveinn Leósson
Víðir Tómasson
60 ára
Bryndís Olgeirsdóttir
Elísabet Eygló Jónsdóttir
Gréta Hrönn
Ebenezersdóttir
Guðrún Árnadóttir
Jenný Lind Grétudóttir
Jófríður Gilsdóttir
Júlíus Þór Júlíusson
Ólöf Pálína Úlfarsdóttir
Sigurbjörn Egilson
Vilhelmína Haraldsdóttir
Þóra Vigdís
Guðmundsdóttir
Þórir Kjartansson
50 ára
Agnes Vaka Steindórsdóttir
Ah Suan Ooi
Conor Joseph Byrne
Erla Sesselja Jensdóttir
Guðmundur Haraldsson
Halla Margeirsdóttir
Hans Andes Þorsteinsson
Inga Margrét
Guðmundsdóttir
Kailiang Liu
Kristján Rafn Gíslason
Maria Beatriz Fernandes
Ólafur Árnason
Snorri Waage
Sævar Helgi Geirsson
40 ára
Björg Ólafsdóttir
Cristian Sandi
Guðni Kári Gylfason
Gunnar Rúnar Gunnarsson
Heiða Sigurrós Gestsdóttir
Hilmar Örn Kolbeins
Júlíus Guðlaugur Ingason
Radoslav Major
Róbert Marinó Sigurðsson
Sylvía Sigurðardóttir
30 ára
Guðbjörg Halldórsdóttir
Guðmundur S.
Sigurgeirsson
Guðrún Jóna Stefánsdóttir
Margrét Birna Björnsdóttir
Nadine Dias Goto
Steinn Rúnarsson Steinsen
Svavar Rúnarsson Steinsen
Til hamingju með daginn
30 ára Guðmundur ólst
upp í Hveragerði, býr í
Reykjavík, lauk stúdents-
prófi og sveinsprófi í raf-
virkjun og starfar hjá Mar-
el í Garðabæ.
Maki: María Erla Kjart-
ansdóttir, f. 1989, blaða-
maður.
Börn: Sigurgeir Flóki, f.
2012, og Edda Kolfinna, f.
2016.
Foreldrar: Sigurgeir Guð-
mundsson, f. 1957, og
Guðný Gísladóttir, f. 1953.
Guðmundur S.
Sigurgeirsson
30 ára Guðbjörg ólst upp
á Dalvík, býr í Reykjavík,
lauk BSc-prófi í sálfræði
og leikskólafræði frá HÍ
og er í fæðingarorlofi.
Maki: Stefán Árnason, f.
1986, gæðastjóri hjá Stolt
Seafarm.
Synir: Árni Heiðar, f.
2011, og Ívar Helgi, f.
2016.
Foreldrar: Ingileif Ást-
valdsdóttir, f. 1964, og
Halldór Sigurður Guð-
mundsson, f. 1959.
Guðbjörg
Halldórsdóttir
40 ára Heiða ólst upp í
Reykjavík, býr þar og er
heimavinnandi sem
stendur.
Börn: Svanur Þór, f. 1999;
Gestur Magnús, f. 2000,
og Selma Rós, f. 2006.
Foreldrar: Þóra Þor-
grímsdóttir, f. 1938, fyrrv.
skrifstofumaður hjá Líf-
eyrissjóði verslunar-
manna, og Gestur Jóns-
son, f. 1943, d. 2002,
loftskeytamaður við Loft-
skeytastöðina í Gufunesi.
Heiða Sigurrós
Gestsdóttir
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Vertu viðbúinn vetrinum
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna