Morgunblaðið - 18.10.2016, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert metnaðarfullur og vilt vera
kominn framar en þú ert. Einhver slysa-
hætta vofir yfir en hún verður ekki að veru-
leika nema vegna flýtis, gremju eða hvat-
vísi.
20. apríl - 20. maí
Naut Áform þín um að bæta heimilið eða
fjölskylduna munu fá þann stuðning sem þú
hefur óskað eftir. Hins vegar myndi hjálpa
ef þú vissir að hverju þú stefnir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er eitt og annað sem hvetur
þig til varfærni þótt þig langi mest sjálfan til
að láta skeika að sköpuðu. Listinn er nánast
endalaus.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér finnast sumar persónulegar
skoðanir starfsfélaga þinna út í hött. Leyfðu
öðrum að njóta sín eins og þú vilt fá að
njóta þín sjálfur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er alltaf best að horfast í augu við
raunveruleikann og haga orðum og gerðum
í samræmi við hann. Nú er eins og allt geti
gerst.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það reynir á þig í samstarfi við
vinnufélagana. Meiri góðar fréttir: Þú þarft
ekki frægð, peninga eða aðdáun einhvers til
þess að ráða fram úr því.
23. sept. - 22. okt.
Vog Einhverjir hnökrar koma upp á vinnu-
stað og þú þarft að taka á honum stóra þín-
um til þess að samstarfið endi ekki með
ósköpum. Gerðu það sem þarf til að koma
þér í samt lag.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er spenna í loftinu varð-
andi peninga og sameiginlegar eignir.
Gættu þess að skrifa ekki undir neitt sem
gæti komið í bakið á þér seinna.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú færð góðar hugmyndir í dag
um það hvernig þú getur nýtt orku annarra
til að gera gagn. En ofmetnastu ekki, því
það hefur margur hlotið slæma skrokks-
kjóðu af því að sofa á verðinum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þar sem þú elskar ferðalög er
upplagt að gera framtíðarplön í þeim efn-
um. En þau eru kannski bara merkileg í
heimi þess er gerir þau.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það eru margir fúsir til þess að
rétta þér hjálparhönd en einhverra hluta
vegna vilt þú ekki þiggja aðstoð.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér á eftir að líða mun betur á næst-
unni en þér hefur gert að undanförnu. Farðu
þér samt í engu óðslega.
Áfimmtudaginn orti Páll Ims-land limru um „ástleysi“ – hún
var „dapurleg, en svoleiðis eiga
limrur ekki að vera“:
Hróðný á Harðbalavelli
var handfljót að öllu – í hvelli.
Hún átti’ ekki mann
og aldregi fann
ástríku kossanna smelli.
Fía á Sandi bætti við daginn eftir:
Hún Arnhildur gamla á Eir
æfilangt tilbað hann Geir
en táldregur aðra
sú tæfa og naðra
hvern dag alveg þartil hún deyr.
Og þann hinn sama dag spurði
Sigrún Haraldsdóttir: „Eru ekki
allir í bleiku í dag?“:
Þegar hún Borghildur bleika
BMW einn var að teika,
sögðu þær Hanna
og Sigríður Anna;
sú kann nú alveg að feika.
Fía á Sandi kannaðist við hana
líka:
Þó a ð hún Bogga sé bleik
og býsna frumleg í leik
segja þær Hanna
og Sigríður Anna
hún sé fyrir karlmönnum veik.
Og nú kom í ljós að Fía þekkti vel
til á Harðbalavöllum:
Hróðný með hárið sitt smarta
hrokkna síða og bjarta
var helvíti hress
nema hrjáðana stress
en þá kunni hún dável að kvarta.
„Í björtu hádeginu eftir óþurrk-
ana“ var Páll Imsland með hugann
hjá Boggu:
Flink er hún Bogga bleika
brosin sín ljúfu að feika.
Margföld er kella
og mörg hennar brella.
Hún er alltaf eitthvað að meika
„Þessar limru kvinnur fara bráð-
um að fylla heilt kvenfélag,“ sagði
Sigurlín Hermannsdóttir og bætti
við „kelin kona“:
Mildríður húsfrú á Melum
mjög svo var hrifinn af Kelum,
það var Þorkell og Hrafnkell
og Hólmkell og Rafnkell;
hún átti þá alla í felum.
Og að lokum Fía á Sandi – „Þessi
er ekki ný, en á við núna finnst
mér“:
Engilráð gamla á Enni
og englakroppurinn Benni
áttu sér ást
sem auðvitað brást
þegar Bjarni tók Benna frá henni.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Hróðnýju, Arnhildi
gömlu og fleiri fraukum
Í klípu
ÚTLITSDÓMSDAGUR.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„GETIÐ ÞIÐ SENT VIÐGERÐARMANN?
ÞAÐ KOMA EINHVER HÁTÍÐNIHLJÓÐ
ÚR SJÓNVARPINU.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að breiða yfir og
kyssa góða nótt.
ÞAÐ ER OF HEITT
TIL AÐ HREYFA SIG.
FULLKOMIÐ
VEÐUR.
SJÁÐU! ÞETTA ER
GULLNI RIDDARINN
VÍÐFRÆGI...
...BRYNVÖRNIN
HANS ER ÚR
SKÍRA
GULLI!
MJÖG
TILKOMU-
MIKIÐ!
JÁ...
EN EKKI MJÖG
HAGKVÆMT!
Þessi hattur fer þér illa.
Ekkert lát er á íslenska íþróttavor-inu og þegar það eru vonbrigði
að vinna „bara“ til silfurverðlauna á
Evrópumeistaramóti, eins og hóp-
fimleikalandsliðið gerði í Maribor
um helgina, sér maður í hvaða hæðir
væntingarnar eru komnar.
Stöllurnar í liðinu litu þó þrátt
fyrir þetta „áfall“ á björtu hliðarnar;
það yrði þá bara enn skemmtilegra
að endurheimta gullið næst.
x x x
Boginn er víðar spenntur hátt.Skammt er til dæmis síðan
landsliðsþjálfarinn í knattspyrnu
karla þurfi að berja fjölmiðlamenn
af sér eins og flugur þegar sama
spurningin var ítrekað borin upp:
„Er þetta ekki bara skyldusigur
gegn Tyrkjum?“
Íslenskir knattspyrnumenn eru
óvanir að vinna í svona umhverfi og
eðlilegt að Heimir Hallgrímsson
reyni allt sem í hans valdi stendur
til að tóna umræðuna niður. Það
verður þó erfiðara með hverjum
sigrinum.
x x x
Ein af hetjum Heimis, Gylfi ÞórSigurðsson, skoraði enn eitt
glæsimarkið fyrir Swansea City í
ensku úrvalsdeildinni um helgina
enda þótt það dygði skammt í æsi-
legum leik gegn Arsenal á Emir-
ates-leikvanginum. Víkverji fylgdist
með leiknum á erlendri sjónvarps-
stöð og fóru þulir fögrum orðum um
Gylfa og tæknina sem hann býr yfir.
Þetta virkar auðvelt en er það þó
alls ekki. Sérstaklega með veikari
fætinum, þeim vinstri.
x x x
Talandi um ensku knattspyrnunaog Arsenal þá heyrði Víkverji
skemmtilegt viðtal við Bjarna Felix-
son, íþróttafréttamann emeritus, í
þættinum Bergsson og Blöndal á
Rás 2 að morgni síðasta laugardags.
Þar kom meðal annars fram að
Bjarni er að mestu hættur að fylgj-
ast með ensku knattspyrnunni og
búinn að snúa sér að þeirri þýsku í
staðinn. Það er dapurlegt en Vík-
verji skilur þó röksemdir kappans;
enska knattspyrnan er orðinn hel-
víti mikill bisness.
Það er næsta víst! víkverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn er vörður þinn, Drottinn
skýlir þér, hann er þér til hægri
handar.
(Sálm.121:5)
Við trúum því að fegurðin sé lifandi,
sköpuð úr tilfinningum og fulll af lífi.
Alveg eins og náttúran sjálf. Til að
viðhalda æskuljóma húðar þinnar
höfum við tínt saman immortelle,
blómið frá Korsíku sem aldrei fölnar.
Divine Cream fegrar svipbrigði þín og
hjálpar við að lagfæra helstu ummerki
öldrunar. Húðin virðist sléttari,
*Ánægja prófuð hjá
95 konum í 6 mánuði.
Húðin virðist unglegri
Mimi Thorisson er
franskur matarbloggari.
Divine Cream með Immortelle blómum
HÚÐUMHIRÐA SKÖPUÐ
FYRIR LIFANDI FEGURÐ
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
L’Occitane en Provence - Ísland