Morgunblaðið - 18.10.2016, Page 30

Morgunblaðið - 18.10.2016, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016 Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran- söngkona er aðalskipuleggjandi tón- listardagskrárinnar Brautryðjendur sem haldin verður í Salnum í Kópa- vogi fimmtudaginn 20. október kl. 20 og síðan í Selfosskirkju laugardag- inn 22. október kl. 16. Þar verður í tóni, tali og myndum sagt frá þrem- ur brautryðjendum í óperusöng á Ís- landi; þeim Maríu Markan, Þuríði Pálsdóttur og Sigurveigu Hjalte- sted, en Ingibjörg Aldís er einmitt sonardóttir Sigurveigar. Aríur, einsöngsperlur og dúettar Ásamt Ingibjörgu Aldísi koma fram á dagskránni Egill Árni Páls- son tenór, Sigríður Ósk Kristjáns- dóttir mezzosópran, Signý Sæ- mundsdóttir sópran, Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari og svo Ólafur B. Ólafsson harmonikkuleik- ari, sonur Sigurveigar, en hann þekkti allar þessar söngkonur per- sónulega frá því að hann var barn. „Signý Sæmundsdóttir verður kynnir á sýningunni og leiðir gestina í gegnum feril þessara söngkvenna. Við vörpum myndum upp á vegg frá ferli þeirra og syngjum úr söng- skrám þeirra, bæði aríur, einsöngs- perlur og dúetta,“ segir Ingibjörg Aldís. „Fluttir verða m.a. tveir ís- lenskir dúettar sem amma og María áttu þátt í að frumflytja og Íslenskir tónar gáfu út á sínum tíma. Annar dúettinn er Blikandi haf, sem amma frumflutti með Sigurði Ólafssyni hestamanni og söngvara 1953 og við Egill Árni ætlum að flytja, hinn er Við eigum samleið, sem María frum- flutti með Sigurði 1955 og þau Egill Árni og Sigríður Ósk munu syngja.“ Metrópólitan og Þjóðleikhúsið Ingibjörg Aldís segir að fjallað verði um söngkonurnar í þeirri röð sem þær komu fram á sjónarsviðið í söngnum. „María var elst, Þuríður var fjór- um árum yngri en amma, en ferill hennar hefst samt miklu fyrr. Amma var búin að eiga fjögur börn og alveg að verða þrítug þegar hún sló í gegn með laginu Blikandi haf. Þá fór hún á flug í klassíska söngnum. Kennar- inn hennar Sigurður Demetz, hafði mikla trú á henni, sem varð til þess að hún fór út í nám til Salzburg og München.“ María Markan starfaði stærstan hluta ferilsins erlendis. Hún söng mikið í Þýskalandi en ferðaðist líka til Ástralíu og Kanada, þar sem hún söng á tónleikum og í útvarpi. Hún endaði svo á Metropolitan í New York og varð fyrsti íslenski söngv- arinn til að fá samning þar. „Þuríður átti hins vegar feril sinn hér heima eins og amma, en Þuríður er t.d. á meðal stofnenda Íslensku óperunnar. Þær amma voru í óperu- sýningunum sem haldnar voru í Þjóðleikhúsinu áður en Íslenska óperan var stofnuð. Þær voru þar í fremstu víglínu úrvalssöngvara og sungu saman í mörgum sýningum í Þjóðleikhúsinu.“ Heyskapur og óperusöngur Ingibjörg Aldís segir að vissulega hafi þær allar verið mjög miklar dív- ur, þótt persónuleikar þeirra hafi verið mjög ólíkir. „Þær voru allar mjög sterkar kon- ur sem áorkuðu miklu og áttu glæsi- legan feril. Bæði amma og Þuríður voru með stórar fjölskyldur og börn og samt á kafi í að syngja og fóru síðar á fullt í kennsluna. Amma var mikil húsmóðir og stóð heimilisvakt- ina uppi í Fagranesi við Vatnsenda en vílaði ekki fyrir sér að grípa hríf- una ef mikið lá við í heyskap áður en hún stökk upp í Landleiðavagninn og fór niður í Þjóðleikhús og söng heila óperusýningu eins og ekkert væri. Stundum eftir óperusýningar að vetrinum hljóp hún niður á torg til þess að ná Lækjarbotnavagninum og óð svo mjöllina fjóra kílómetra frá Rauðavatni og heim í kolvitlausu veðri svo varla sá út úr augum. Þetta myndu nú ekki allir gera í dag.“ Augljóst má vera að margir aldurshópar geta haft gaman af þessari dagskrá. „Það er auðvitað gaman fyrir fólk sem man eftir þessum söngkonum að rifja upp þessi lög og þennan tíma. En í dagskránni felst einnig heilmikill fróðleikur fyrir yngri kyn- slóðir söngvara og tónlistarfólk til að kynnast þessum merkilegu konum. Það er svo mikilvægt að við vitum hvað þessar konur gerðu fyrir tón- listarlífið hér í landinu. Þær voru ekki einu brautryðjendurnir en voru í hópi þeirra og eru hluti af tónlistar- sögunni,“ segir Ingibjörg Aldís að lokum. Úr söngskrám óperudíva  Þær voru meðal brautryðjenda í flutningi óperutónlistar á Íslandi  María, Þuríður og Sigurveig voru sterkar konur sem mörkuðu spor sín í íslenska tónlistarsögu og nú skal sungið þeim til heiðurs Morgunblaðið/Golli Aðstandendur tónleikanna Hrönn Þráinsdóttir, Signý Sæmundsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Ingibjörg Al- dís Ólafsdóttir, Egill Árni Pálsson og Ólafur B. Ólafsson sem er sonur Sigurveigar og þekkti hinar tvær vel líka. Dívur Þuríður Pálsdóttir og Sig- urveig Hjaltested í Þjóðleikhúsinu árið 1966 að syngja Ævintýri Hoff- mans eftir Offenbach. Dáð María Markan átti á sinni tíð glæsilegan feril sem söngkona. Frisland Goð viðhafnar útgáfa Hraun skífa með ösku úr Eyjafjallajökli Rispufrítt safírgler Handútskorið í fornum víkinga stíl og höfðaletri Handsaumuð ól úr hákarlaskinni Svissneskt hágæða sjálftrekkt gangverk www.gilbert.is Hjartasteinn, fyrsta kvikmynd Guð- mundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, vann til þrennra verð- launa í aðalkeppni kvikmyndahá- tíðarinnar í Varsjá í Póllandi. Guð- mundur Arnar var valinn besti leikstjórinn, Baldur Einarsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik sinn í myndinni og mynd- in vann til Kirkjuverðlauna hátíðar- innar. Engin önnur mynd hlaut jafn mörg verðlaun á hátíðinni í ár. Dómnefnd Kirkjuverðlaunanna (e. Ecumenical Award) hafði eftirfar- andi að segja um ástæðu valsins: „Verðlaunin eru veitt ekki aðeins vegna listrænna gæða myndar- innar, heldur einnig andlegra og mannlegra þátta hennar. Myndin sýnir á víðtækan hátt erfiðleika æskunnar í óblíðri náttúru af- skekkts íslensks þorps. Mikilvægur þáttur myndarinnar er hvernig hún sýnir á lágstemmdan hátt getu mannsins til að vaxa og þroskast.“ Guðmundur Arnar var við- staddur hátíðina og veitti verðlaun- unum viðtöku. Sigursæl stuttmynd Guðmundar Arnars, Hvalfjörður, var valin besta leikna stuttmyndin á kvikmyndahátíðinni í Varsjá árið 2013. Hjartasteinn „Mikilvægur þáttur myndarinnar er hvernig hún sýnir á lág- stemmdan hátt getu mannsins til að vaxa og þroskast,“ segir dómnefnd. Hjartasteinn hreppti þrenn verðlaun í Varsjá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.