Morgunblaðið - 18.10.2016, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 18.10.2016, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016 Katrín Axels- dóttir flytur er- indið Orðasaga í dag kl. 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Katrín er höfundur bókarinnar Sög- ur af orðum (2014). Bókin er doktorsritgerð hennar og fjallar um beygingar- sögu nokkurra orða og orðahópa, einkum fornafna, sem eiga það sameiginlegt að hafa tekið miklum breytingum frá elsta skeiði í ís- lensku – máli sem er frægt fyrir íhaldssemi, ekki síst hvað varðar beygingu orða. Erindi um orðasögu Katrín Axelsdóttir Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Kvikmyndatökumaðurinn Arnar Þórisson var tilnefndur sem besti tökumaðurinn á lettnesku kvik- myndaverðlaununum. Tilnefninguna fékk hann fyrir vinnu sína við Mellow Mud, eða Es esmu šeit. Myndin var valin sú besta á hátíðinni og hlaut einnig nýverið Kristalbjörninn fyrir bestu myndina í flokknum Genera- tion 14Plus á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Berlín. Myndinni var leikstýrt af Renars Vimba en að- koma Arnars að verkefninu er til komin vegna þess að upphaflega stóð til að meðframleiðendur yrðu ís- lenskir. „Leikstjórinn kom hingað til lands árið 2013 og ræddi við nokkra kvikmyndatökumenn. Hann fann svo það sem hann leitaði að hjá mér. Á endanum varð ekkert úr meðfram- leiðslunni. Þá vorum við hins vegar búnir að skjóta svokallaðan „teaser“ og okkur leikstjóranum var orðið vel til vina og þá ákvað hann að ráða mig samt. Því endaði ég sem eini íslenski starfsmaðurinn,“ segir hann. Rík kvikmyndagerðarhefð er í Lettlandi og þaðan komu kvik- myndagerðarmenn á borð við Sergej Eisenstein og Edouard Tisse sem Arnar segir að séu ein helsta ástæða þess að hann fékk áhuga á kvik- myndagerð. „Við höfum alltaf talið þá vera Rússa en þeir eru fæddir í Lettlandi. Kvikmyndatökufélagið þar er frá því á 3. áratug 20. aldar,“ segir Arnar sem er uppnuminn af fagmennsku þeirra sem starfa í lettn- eskum kvikmyndaiðnaði. Hann var viðstaddur þegar lettn- esku kvikmyndaverðlaunin voru af- hent en auk þess að fá verðlaunin fyr- ir bestu mynd fékk hún einnig verðlaun fyrir besta handrit, þá var hún einnig söluhæsta kvikmyndin í Lettlandi á árinu. Myndin slær á streng Í stuttu máli snýr söguþráður myndarinnar að systkinum, 17 ára stúlku og 12 ára strák, sem skilin eru eftir í forsjá ömmu sinnar í lettneskri sveit. Faðirinn er látinn en móðirin heldur til London í leit að betra lífi og endar á því að yfirgefa börnin sín. Eftir að amman lætur lífið ákveða börnin að fela dauða hennar í því skyni að innheimta áfram bætur frá ríkinu. „Þetta slær ákveðinn streng hjá mörgum í austantjaldslönd- unum,“ segir Arnar. Hann segir að í heild hafi hann dvalið í Lettlandi í um sex mánuði í tökuferlinu en myndin var tekin upp árið 2014 í fimm hlutum. Samskipti fóru að mestu fram á ensku en að auki lærði Arnar lettneskt tæknimál. „Tökur fóru að mestu fram í sveitum og það var framandi, meira að segja fyrir marga Letta sem höfðu bara al- ist upp í Riga, höfuðborginni. Þar er rússneska töluð í meira en helmingi tilfella og fullt af fólki sem hætti aldr- ei að vera Rússar,“ segir hann. Jákvæðni í garð Íslendinga Að sögn Arnars fékk hann mikla og jákvæða athygli fyrir það eitt að vera Íslendingur. Ástæðan er sú að Íslendingar voru fyrstir þjóða til þess að viðurkenna sjálfstæði Letta. Af þeim sökum fór hann í nokkur sjónvarpsviðtöl auk þess sem rætt var við hann í útvarpi. Mest var rætt um viðurkenningu Íslendinga á sjálfstæðinu en einnig hvernig stæði á því að hann væri staddur þarna. „Í rauninni erum við kvikmyndagerðarfólk eins og sí- gaunaþjóð og ég rak mig á það að þarna voru sömu týpur og ég kynnt- ist í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem ég hef búið. Þetta er lítill sí- gaunaflokkur sem vinnur allur sína sérhæfðu vinnu eilítið afskiptur frá umheiminum. Nú á ég þarna góða vini og myndin var sýnd þrisvar á Riff-hátíðinni. Við vorum t.a.m. sam- an með Q & A (spurt og svarað),“ segir Arnar. Á slóðir átrúnaðargoða  Arnar Þórisson var tilnefndur til lettnesku kvikmyndaverðlaunanna  Rúss- nesku átrúnaðargoðin reyndust lettnesk  Í sjónvarpsviðtöl vegna þjóðernisins Mellow Mud Á frummálinu heitir myndin Es esmu šeit sem mætti þýða sem Ég er hér. Alþjóðlegur titill mynd- arinnar er hins vegar Mellow Mud. Myndin vann á dögunum til lettnesku kvikmyndaverðlaunanna. Að störfum Arnar er hér til hægri ásamt leikstjóranum Renars Vimba við tökur á myndinni í Lettlandi. Arnar var hálft ár í Lettlandi við tökur. Heimur í brotum: GKS 1812 4to og alfræði miðalda er yfirskrift alþjóð- legrar ráðstefnu sem haldin verður í Viðey á fimmtudag og föstudag. Til hennar er boðið þrettán fyr- irlesurum af ólíkum sviðum mið- aldafræða – handritafræði, list- fræði, latínu, heimspeki, stærðfræði, stjörnufræði og landa- fræði – til þess að fjalla um hand- ritið og efni þess frá ólíkum sjón- arhornum. Ráðstefnan er haldin í tilefni af því að öld er liðin frá því að íslensk- ir alfræðitextar frá miðöldum voru gefnir út undir heitinu Alfræði ís- lenzk I–III. Bindin þrjú komu út á árunum 1908-1918 á vegum Sam- fund til udgivelse for gammel nord- isk litteratur. Það var danski fræði- maðurinn Kristian Kålund sem bar hitann og þungann af útgáfunni, en við útgáfu annars bindis (1914-16) – þar sem einkum eru prentuð rímtöl – naut hann fulltingis Svíans Nat- anaëls Beckman. Eitt mikilvægasta handritið sem þeir Kålund og Beckman notuðu við útgáfuna er GKS 1812 4to og á ráðstefnunni verður sjónum beint sérstaklega að því. Handritið var um langt skeið varðveitt í Konungs- bókhlöðu í Kaupmannahöfn en var afhent Íslendingum árið 1984 í sam- ræmi við samkomulag sem gert var um lausn handritamálsins. Elsti hluti handritsins er frá því um 1190-1200. Morgunblaðið/Kristinn Viðey Miðaldafræðingar munu leggja eyna undir sig síðar í vikunni. Miðaldafræðingar koma saman í Viðey Allt fyrir gluggana á einum stað Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is - mán-föst 10-18 - lau 11-15 INFERNO 8, 10:30 MIDDLE SCHOOL 6 MAGNIFICENT 7 9, 10:30 BRIDGET JONES’S BABY 8 FRÖKEN PEREGRINE 6 STORKAR 2D ÍSL.TAL 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.