Morgunblaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 21
✝ Erla Eyrún Ei-ríksdóttir var
fædd að Efri-
Brunnastöðum á
Vatnsleysuströnd
25. október 1929.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Skjóli
10. október 2016.
Á sjöunda ári
hennar fluttist fjöl-
skyldan að Réttar-
holti í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Eiríkur
Einarsson, f. 1891, d. 1973, síðast
bóndi í Réttarholti í Reykjavík,
og Sigrún Benedikta Kristjáns-
dóttir, f. 1896, d. 1969, húsmóðir.
Systur Erlu eru Rannveig Ing-
veldur, f. 1920, d. 2015, Unnur
Erling Valdimarssyni, f. 15.3.
1930, d. 6.1. 1998, hinn 20. októ-
ber 1951. Börn þeirra eru:
1. Ásta Sif Erlingsdóttir, gift
Gunnari Steini Jónssyni þau eiga
tvö börn: a. Arna Gunnarsdóttir,
b. Dagur Gunnarsson og sjö
barnabörn. 2. Valdimar Erlings-
son, kvæntur Unni Þórð-
ardóttur, þau eiga þrjú börn: a.
Erla Hrönn Valdimarsdóttir, b.
Erling Valdimarsson og c. Þór-
unn Valdimarsdóttir og átta
barnabörn. 3. Viðar Erlingsson,
kvæntur Maríu Magnúsdóttur,
þau eiga þrjá syni: a. Örn Við-
arsson, b. Hrafn Viðarsson og c.
Má Viðarsson og fjögur barna-
börn. 4. Erling Ragnar Erlings-
son í sambúð með Þóru Ragn-
heiði Stefánsdóttur. Erling á tvö
börn af fyrra hjónabandi, þau
eru: a. Ingi Erlingsson og b. Íris
Erlingsdóttir.
Útför Erlu fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 25. október 2016,
kl. 13.
Kristjana, f. 1921,
d. 1976, Magga
Alda, f. 1922, d.
1947, Jóna Krist-
jana, f. 1924, Auður
Halldóra, f. 1925, d.
2004, Lára Bryn-
hildur, f. 1926,
Svava Guðrún, f.
1928, d. 2008, Inga
Ásta, f. 1930, d.
2008, Björg Að-
alheiður Eiríks-
dóttir f. 1931, d. 2010, Stefanía
Salóme, f. 1933, d. 1999, Magn-
fríður Dís, f. 1934, Ólöf Svandís,
f. 1935, Lilja Ragnhildur, f. 1941,
d. 2012, og Rafnhildur Björk, f.
1943.
Erla giftist eiginmanni sínum,
Amma mín Erla, eða amma
langa eins og við kölluðum hana,
var mikill húmoristi og sögumað-
ur og ótrúlega flink í höndunum,
alltaf að búa eitthvað til, annað-
hvort í höndunum eða sögur.
Amma sagði sögur og ljóð sem
pössuðu við hvert tækifæri, allt
sem gerðist varð að sögu eða varð
til þess að henni datt eitthvað
sniðugt í hug til að segja frá.
Það var alltaf gott að koma til
ömmu og afa, þau voru samrýnd
og falleg hjón sem voru alltaf með
eitthvert verkefni í höndunum,
hún með handavinnu eða að mála
á postulín og hann úti í skúr við
rennibekkinn. Þau voru góðar fyr-
irmyndir og fannst mér alltaf gott
að horfa á þau vinna.
Þegar afi dó fór amma að fara á
alls kyns námskeið, fyrst lærði
hún glerskurð og körfugerð en svo
lærði hún bútasaum hjá Bóthildi
og það varð að mikilli ástríðu. Hún
saumaði mjög mikið og fallega
hluti sem við erum heppin að hafa
fengið að njóta. Ég held að öll
börnin sem fæðst hafa í fjölskyld-
unni hafi fengið a.m.k. eitt búta-
teppi.
Amma mín passaði öll börnin
mín og ég er ótrúleg glöð yfir því
að þau hafi öll fengið að kynnast
henni. Þegar Rán, elsta dóttir mín,
var lítil passaði amma langa hana
stundum. En ég held að ömmu hafi
fundist svo gaman að þetta var
meira eins og leiktími hjá þeim og
ekki pössun. Þær fóru oftast í búð-
arleik þar sem Rán var alltaf búð-
arkonan og amma þurfti að vera
viðskipavinurinn sem alltaf var
með vesen svo að búðarkonan gæti
reddað málum. Það er gott að hafa
átt langömmu sem nennti að leika
og fíflast með manni.
Amma var húmoristi og nennti
alveg að fíflast, við gátum setið
heilu kvöldin og grenjað úr hlátri.
Saman gátum við hlegið að öllu og
engu því hún var ótrúlega
skemmtileg og fyndin. Hún var
alltaf að segja sögur af sjálfri sér
og því sem á vegi hennar varð.
Hún kynntist fólki úti á stoppi-
stöð, talaði við rónana í bænum og
reyndi að borga í búðinni með síg-
arettunum sínum. Hún átti nefni-
lega í mjög góðu sambandi við síg-
aretturnar sínar og kallaði þær
Nikka. Hann kallaði oft á hana –
„jæja, Nikki er að kalla, hann þarf
að segja mér dálítið leyndó,“ sagði
hún og fór út að reykja.
Amma mín hefur alltaf verið
mér mikil fyrirmynd og við gátum
alltaf talað mikið um handavinnu
og myndlist og liti. Hvernig væri
best að fara að eða hanna ákveðna
hluti.
Hún sagði mér eitt sinn þegar
ég var í myndlistarnámi að ef hún
væri ung í dag hefði hún farið í
hönnun. En hún var hönnuður af
Guðs náð.
Ég er svo heppin að hafa fengið
að knúsa þig bara fyrir nokkrum
dögum.
Takk fyrir að hafa verið svona
skemmtileg fyrirmynd.
Arna.
Nú, þegar veturinn er að ganga
í garð, er komið að leiðarlokum
hjá elskulegri móðursystur minni,
henni Erlu. Erla var ein systranna
15 frá Réttarholti, hópi glæsilegra
og skemmtilegra kvenna sem ég
var svo lánsöm að kynnast og eiga
samverustundir með frá því ég
man fyrst eftir mér.
Það var alltaf kært með Auði,
móður minni, og Erlu, systur
hennar. Frá fyrstu tíð man ég eftir
heimsóknum til Erlu, sem alltaf
var boðin og búin að aðstoða varð-
andi prjóna- eða saumaskap, en
myndarlegri og flinkari hand-
verkskona var vandfundin. Ekki
var síðra að koma til hennar á
kaffi- eða matartímum því bakstur
og matargerð lék í höndunum á
henni. Eins voru Erla og Erling
dugleg að koma í heimsóknir til
okkar í Garðahreppinn og bjóða í
bíltúr með sér.
Bernskuminningarnar úr Rétt-
arholti eru margar og góðar. Sam-
band systranna var náið og þær
og fjölskyldur þeirra komu saman
við ýmis tækifæri. Alltaf var glatt
á hjalla og oft sungið og spilað.
Aðeins seinna á lífsleiðinni
kynntumst við Erla betur og urð-
um góðar vinkonur. Þá kynntist ég
nýjum hliðum á henni, leiftrandi
húmor, fjöri og smá stríðni. Ásta,
dóttir hennar, var flutt til Dan-
merkur og laust herbergi í Breiða-
gerði svo ég fékk að búa hjá þeim í
stuttan tíma. Síðan fóru Erla og
Erling að heimsækja Ástu til Dan-
merkur og fengu mig til að koma
og „passa“ Viðar. Hann var átján
ára og ég tvítug. Eitthvað fannst
þeim betra að við værum tvö í hús-
inu en að skilja hann einan eftir því
Valdimar var þá löngu farinn að
heiman og Erling yngri var skipti-
nemi í Ameríku. Þetta var upphaf-
ið að ævilangri vináttu okkar Erlu
og auðvitað Erlings líka, en sam-
rýndari og ljúfari hjónum hef ég
ekki kynnst. Virðingin, samvinnan
og umhyggjan sem einkenndi
hjónaband þeirra og heimilislíf var
einstök. Þar kynntist ég í fyrsta
skipti karlmanni sem tók fullan
þátt í heimilisstörfunum og ekki
var hún Erla lítið öfunduð þegar
eiginmaðurinn kom með mat
handa henni á vaktirnar hjá Land-
símanum. Svona menn voru alger-
lega óþekktir á þeim tíma.
Eftir að mamma dó þótti mér
ómetanlegt að eiga Erlu að. Þær
systur voru mjög líkar bæði í útliti
og háttum og fannst mér alltaf
mamma aðeins nær þegar ég var
með Erlu.
Erla sýndi mér og mínum mikla
umhyggjusemi og prjónaði og
heklaði gjafir handa barnabörn-
unum mínum þegar þau fóru að
fæðast. Sjálf á Erla mikinn fjölda
afkomenda sem öll hafa notið vel
myndarskapar ömmu og lang-
ömmu. Það var alltaf gaman að
koma til hennar og skoða mynd-
irnar af fjölskyldunni sem héngu
smekklega uppi á vegg í svefnher-
berginu hennar og líta yfir þennan
föngulega hóp sem stækkar ört.
Erla var mjög stolt af fólkinu
sínu og það reyndust henni líka vel
fram á síðasta dag.
Það er með þökk í hjarta sem
ég kveð mína kæru móðursystur
og óska henni góðrar ferðar yfir
móðuna miklu, til fundar við sinn
elskulega eiginmann, systur og
foreldra.
Hvíl í friði, elsku Erla.
Þórdís.
Erla Eyrún
Eiríksdóttir
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016
✝ Helgi SigurðurHaraldsson,
fyrrverandi yf-
irverkstjóri hjá
Vatnsveitu Reykja-
víkur, fæddist í
Reykjavík 5. janúar
1924. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Hrafnistu í Reykja-
vík 11. október
2016 eftir skamma
búsetu þar.
Foreldrar hans voru hjónin
Haraldur Sigurðsson, f. í Reykja-
vík 24. ágúst 1894, d. 6. maí
1987, og Signý Margrét Eiríks-
dóttir, f. á Eyvindarstöðum í
Álftaneshreppi 28. mars 1886, d.
26. júní 1960. Systir Helga var
Hólmfríður Gíslína, f. 12. sept-
ember 1926, d. 23. september
1999. Hún var gift Helga Ara-
syni, f. 1. febrúar 1930, d. 2.
mars 2005. Þau voru barnlaus.
Hinn 11. júní 1950 kvæntist
Helgi eftirlifandi eiginkonu
sinni, Guðlaugu Halldóru Guð-
mundsdóttur, f. 30. nóvember
1925 í Vík í Mýrdal. Foreldrar
hennar: Guðmundur Einarsson,
f. 9. júní 1891, d. 8. júní 1932. og
Anna Valgerður Grímsdóttir, f.
Daníel Darri, f. 16. ágúst 2010.
Fyrir átti Rannveig Unnar Óla,
f. 8. mars 1995, en faðir hans er
Arnar Haraldsson, Arnar, f. 2.
maí 1981, í sambúð með Láru
Ósk Hafbergsdóttur og Anna
Kristín, f. 23. febrúar 1988, í
sambúð með Jóni Ólafi Kjart-
anssyni. Þeirra barn er óskírð
stúlka, f. 3. október 2016 . 3)
Ásta Sigrún Helgadóttir, f. 2.
nóvember 1964, lögfræðingur.
Eiginmaður hennar er Þorsteinn
Einarsson, f. 11. mars 1962,
hæstaréttarlögmaður. Þau eiga
tvö börn: Einar Geir, f. 24. apríl
1990, í sambúð með Kristínu
Þóru Reynisdóttur, og Guðlaug
Dóra, f. 2. ágúst 1995.
Allan sinn búskap bjuggu
Helgi og Guðlaug í Reykjavík.
Helgi hóf störf hjá Hitaveitu
Reykjavíkur árið 1942 en stuttu
síðar hóf hann störf hjá Vatns-
veitu Reykjavíkur. Þar vann
hann allt til starfsloka árið 1994.
Hann var yfirverkstjóri þar árin
1975 allt til starfsloka. Eftir
starfslok stundaði Helgi tréút-
skurð í 10 ár á meðan heilsan
leyfði. Liggja mörg verk eftir
hann. Helgi var mikill áhuga-
maður um ljósmyndun, ferða-
lög, ættfræði og var mikill nátt-
úruunnandi. Hann var félagi í
Ferðafélagi Íslands og Ætt-
fræðifélaginu allt til æviloka.
Útför Helga verður gerð frá
Háteigskirkju í dag, 25. október
2016, klukkan 13.
13. október 1894, d.
2. júlí 1969. Helgi
og Guðlaug eign-
uðust þrjú börn.
Þau eru 1) Signý
Halla Helgadóttir,
f. 23. ágúst 1951,
kennari. Sambýlis-
maður hennar er
Hjörtur H.R. Hjart-
arson, f. 13. mars
1949, rafeindavirki.
Hann á tvær dætur
frá fyrra hjónabandi, Höllu Sig-
rúnu og Hildi Örnu. Synir Sig-
nýjar og Kristins Sigurðssonar,
fyrrverandi eiginmanns, eru:
Helgi Már, f. 14. janúar 1973,
sonur hans og Kristjönu Guð-
brandsdóttur er Andri Snær, f.
23. desember 1999, og Árni Val-
ur í sambúð með Önnu Sigríði
Pálsdóttur. Anna á eina dóttur,
Ísmeyju Myrru. 2) Vilberg Grím-
ur Helgason, f. 22. maí 1955, vél-
stjóri. Eiginkona hans er Krist-
jana Guðlaugsdóttir, f. 1. mars
1955, skrifstofumaður. Þau eiga
þrjú börn: Rannveigu, f. 13. júní
1974, gift Arnari Þórissyni, f. 5.
október 1978, þeirra börn eru:
Eva María, f. 12. maí 1999, Oli-
ver Arnar, f. 4. maí 2009, og
Helga, tengdaföður mínum,
kynnist ég á árinu 1985. Með okk-
ur tókust strax góð kynni og
reyndist hann mér og mínum vel
alla tíð. Helgi var greindur, vel
lesinn og fróður maður. Hann var
mikill áhugamaður um sögu og
náttúru Íslands og þekkti í raun
hvern krók og kima landsins.
Þeim stöðum, sem hann hafði
ekki sjálfur heimsótt, hafði hann
kynnst með lestri bóka. Ljós-
myndun átti hug Helga um árabil
og á seinni árum var ættfræði
helsta áhugamál hans. Mér er
minnisstæður bíltúr okkar Helga
um litla Skerjafjörð fyrir ekki
löngu en þar bjó Helgi fram á
unglingsár. Það var fróðlegt að
hlýða á Helga lýsa íbúum hverf-
isins á þeim tíma og sögu þeirra.
Helgi hefði vafalaust leitað sér
menntunar ef aðstæður hefðu
leyft, en á tímum seinni heims-
styrjaldar stóð það ekki öllum til
boða. Á þeim tíma hófu margir
lífsbaráttuna á táningsaldri, sem
vart þekkist nú. Helgi hóf störf
hjá Hitaveitu Reykjavíkur 18 ára
gamall og starfaði þar og síðar
hjá Vatnsveitu Reykjavíkur óslit-
ið í 52 ár. Hann var samvisku-
samur og mér er sagt að hann
hafi sjaldan vantað í vinnu á
langri starfsævi sinni. Helgi og
Guðlaug gengu í hjónaband 1950
og var hjónaband þeirra gæfu-
ríkt. Samband þeirra var einstak-
lega náið og er missir Guðlaugar
mikill.
Helgi var prúður maður og
hógvær. Hann hafði ekki mörg
orð um hlutina og heyrði ég hann
aldrei leggja neitt illt til nokkurs
manns. Það var ekki hans háttur
að láta mikið á sér bera og naut
hann sín best í fámenni og með
fjölskyldu sinni. Það var fróðlegt
og skemmtilegt að sitja á spjalli
með Helga. Helgi var mér kær og
áttum við margar góðar stundir
saman, sem ég minnist nú.
Ég kveð kæran tengdaföður
minn með virðingu og er mér
þakklæti nú efst huga fyrir að
hafa kynnst þessum góða manni.
Þorsteinn Einarsson.
Helgi Sigurður
Haraldsson
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi
og besti vinur,
HILMAR VILHJÁLMSSON,
fyrrverandi forstjóri,
lést á sjúkrahúsi í Bad Reichenhall
20. október.
Minningarathöfn verður auglýst síðar.
.
Hallgrímur Kr. Hilmarsson Nijole Hilmarsson
Hafdís Hilmarsdóttir Baldvin Baldvinsson
Berglind Hilmarsdóttir Óskar Borg
Elín Brynja Hilmarsdóttir Eyjólfur Kolbeins
barnabörn og langafabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
JÓNÍNA I. G. MELSTEÐ
hjúkrunarfræðingur,
Brekkuseli 26,
lést föstudaginn 21. október á
Landspítalanum Hringbraut. Útförin verður auglýst síðar.
.
Gunnar Hjörtur Gunnarsson
Gunnlaugur M. Gunnarsson Halla Gunnarsdóttir
Ingibjörg Gunnarsdóttir Pétur Daníelsson
Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir Eiríkur G. Ragnars
Gísli Héðinsson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
HALLDÓR GEORG MAGNÚSSON,
lést föstudaginn 14. október. Hann verður
jarðsunginn fimmtudaginn 27. október
klukkan 13. Athöfnin fer fram frá
Háteigskirkju.
.
Karítas Kristín Ísaksdóttir,
Hansína Sigríður Magnúsdóttir,
Ísak Kristinn Halldórsson, Aðalheiður Sigurjónsd.,
Hanna Dóra Halldórsdóttir, Gilbert Moestrup,
Sigríður Ólöf Halldórsdóttir,
barnabörn og systkini.
Hjartkær sonur okkar, bróðir, mágur, frændi
og barnabarn,
FINNBOGI FANNAR JÓNASSON
KJELD,
lést á heimili sínu fimmtudaginn
20. október.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Ragnhildur Kjeld,
Jónas Helgason.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
stjúpfaðir og tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORKELL BERGSSON,
lést föstudaginn 21. október. Útförin verður
auglýst síðar.
.
Ásta Aðalheiður Ingólfsdóttir,
Bergur Þorkelsson, Sigríður Ósk Halldórsdóttir,
Þórey Þorkelsdóttir, Anton Lundberg,
Kristi Jo Jóhannsdóttir,
Nancy Lyn Jóhannsdóttir,
Laufey Anna Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BRYNHILDUR G. HANSEN,
Aðalstræti 9, Reykjavík,
andaðist 16. október. Útför hennar verður
gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 26. október klukkan 13.
.
Guðjón Jóhannsson, Auður Inga Ingvarsdóttir,
Henry K. Hansen,
Jóhanna Hansen,
barnabörn og langömmubörn.