Morgunblaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016 þriðjudaginn 25. október, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is þriðjudag kl. 10–17 Jóhann Briem Tolli Uppboð í 20 ár Forsýning á verkunum Björn Þorfinnsson, alþjóð-legur skákmeistari, er37 ára í dag. Hann hef- ur náð tveimur stórmeistara- áföngum en til að verða út- nefndur stórmeistari þarf að fá þrjá stórmeistaraáfanga auk þess að ná 2.500 ELO-stigum. Björn stefnir á að ná stórmeist- aratitlinum áður en hann verð- ur fertugur. „Ég var aldrei með neinar gloríur um að verða stórmeist- ari, ég ætlaði mér að verða al- þjóðlegur meistari en setti mér ekki hærri markmið en það. Ég hélt samt áfram að tefla. Það er hægt að tefla fram eftir öllu, maður þarf ekki að hætta í skák út af aldri eða meiðslum. Eftir að ég eignaðist tvö börn þá hafði ég minni tíma til að sinna skák- inni, en þá gerðist það að ég náði stórmeistaraáfanga í einu móti og þá fór maður að láta sig dreyma. Ég náði öðrum stórmeistaraáfanganum í fyrra og það er spurning hvort þriðji stórmeistaraáfanginn kemur með þriðja barninu. Það er því enginn tími til að sinna öðrum áhuga- málum, skákin tekur það mikinn tíma. Það var reynt að draga mig í golfið en það verður að bíða þangað til ég er orðinn stórmeistari.“ Einu mótin sem Björn er búinn að fastsetja eru hér innanlands, Opna Reykjavíkurskákmótið og Íslandsmótið í skák, en hann hyggur á að keppa í fleiri mótum erlendis. „Það er kannski ekki gott fyrir vinnuveitendurna að lesa það hér í Mogganum að ég sé að fara að sækja um frí til að keppa á mótum, en ég er að skoða t.d. mót í Bangkok í Taílandi sem verður haldið um páskana. Það eru haldin skákmót í öllum kimum veraldarinnar og því fæ ég líka útrás fyrir ólæknandi ferðabakteríu í skákinni.“ Björn starfar sem blaðamaður á DV og hefur verið duglegur að skrifa um skák þar. „Jú, ég geri það í og með. Ég er búinn að vera á DV í tæplega tvö ár og þetta er mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf . Ég skrifa fréttir um allt milli himins og jarðar, bara það sem kemur upp hverju sinni.“ Eiginkona Björns er Kristín Erla Jóhannsdóttir, forstöðumaður eignastýringar Landsbankans, og börn þeirra eru Brynja Mist 6 ára og Róbert Óliver sem verður 4 ára í nóvember. „Í tilefni þess að ég bý í Garðabæ og við erum loksins búin að fá ann- an veitingastað en IKEA í bæinn þá ætlum við fjölskyldan út að borða í Mathúsi Garðabæjar í kvöld. Sá staður er í göngufæri og ég ætla að leggja mitt af mörkum til þess að halda honum á floti.“ Skákmeistarinn Björn Þorfinnsson. Stefnir á stórmeist- aratitil fyrir fertugt Björn Þorfinnsson er 37 ára í dag Ó lafur Maríusson fæddist í Reykjavík 25.10. 1921 og ólst þar upp: „Það var mikið basl á fólki á kreppuárunum – mikið atvinnuleysi og þótti gott að hafa í sig og á. Við vorum sex systkinin, pabbi var stundum atvinnulaus eins og svo margir aðrir og húsnæði var almennt lítið og lélegt, en við börnin höfðum ekki miklar áhyggur af því. Við bjuggum á tímabili á Berg- þórugötunni og við krakkarnir lék- um okkur á Skólavörðuholtinu. Síð- an fluttum við vestur í bæ, á Ljósvallagötuna, og þá var kirkju- garðurinn aðalleiksvæði okkar. Síðan bjuggum við á Sólvallagötu 6, hjá Markúsi Ívarssyni, forstjóra Vélsmiðjunnar Héðins. Markús var heiðursmaður, mikill málverkasafn- ari, hafði gaman af að sýna okkur myndir og kenndi okkur að skoða þær og meta. Af Sólvallagötunni fluttum við síðan á Brávallagötu 4. Ég hafði alltaf haft gaman af myndlist, dundaði mér snemma við að krafsa út myndir með steinum á svelli. Ég fór svo í Myndlista- og handíðaskólann á unglingsárunum, hann var þá á Grundarstígnum. Þar lærði ég hjá Kurt Zier sem var með okkur, nokkra nemendur, í kvöld- tímum, enda var ég að vinna á dag- inn. Þar man ég sérstaklega eftir Kristjáni Eldjárn sem síðar varð þjóðminjavörður og forseti.“ Þú hefur byrjað ungur að vinna? „Já, já, en ég vann alltaf á sama stað. Ég byrjaði 10 ára sem sendi- sveinn í Haraldarbúð sem var í Austurstræti og ein vinsælasta fata- Ólafur Maríusson kaupmaður – 95 ára Stór hópur Ólafur með börnum sínum, tengdabörnum, barnabörnum og langafabörnum er hann varð níræður. „Allt frá hatti o’ní skó – Herradeild PÓ“ Glæsiverslun og flottir strákar Ólafur og Pétur með verslunarmönnum sín- um, m.a. þeim Ólafi Maríusi, syni Ólafs, og Garðari, síðar í Herragarðinum. Reykjavík Agnar Hörð- ur fæddist 28. júní 2016 klukkan 00.07. Hann vó 3.828 g og var 52 cm að lengd. Foreldrar hans eru Thelma Hinriks- dóttir og Axel Guðni Úlfarsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.