Morgunblaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 23
ar hún myndi vakna, en innst inni vissi ég að raunin var önnur og vildi ekki hugsa það til enda, en allt hrundi þegar hjúkrunarkonan sagði við okkur: hún er farin, og fór með okkur yfir í herbergið til þín, elsku mamma mín. Ég tók í hönd þín og strauk hana og kyssti og hún var svo mjúk ég strauk kinn þína og kyssti enni þitt og húð þín var svo mjúk, ég strauk yfir hár þitt sem er eins og silki. Þú varst svo falleg, elsku mamma mín, bæði að utan sem innann. Ég er svo þakklát með þig fyrir mömmu og ömmu barnanna okk- ar. Þú varst svo mikill listamaður, allt sem þú gerðir varð fallegt í þínum höndum, sama hvað það var. Það er svo sárt til þess að hugsa að nú getur maður ekki heimsótt þig í Grundarfjörð sest niður og talað eins og maður gerði þegar maður kom. Ég ætlaði að fara að kíkja oftar til þín en það er of seint núna. Ó, hvað ég sakna þín, mamma. Guð geymi þig, hvíl í friði, mamma. Ég elska þig að ei- lífu. Engillinn mamma mín Ó, hve sárt er þig að missa, söknuðurinn mikill er. Mig langar þig að knúsa og kyssa, ég geri það seinna þegar ég fer. Sterk ert þú mamma mín, veikindin á þig herja. samt þú skapar, listin er þín, dauðinn fór dyrnar að berja. Þennan heim þú kvaddir fljótt, þú gekkst í ljósið bjarta. Svefninn tók þig ansi hljótt, með Guð í þínu hjarta. (Líney Rakel Jónsdóttir.) Þín dóttir, Líney Rakel Jónsdóttir. Elsku Helga amma, mikið var ég sorgmædd þegar ég fékk fréttir af því að þú værir dáin. Þú varst svo mikil listakona og prjónaðir bangsa handa mér sem var í flott- um ballettfötum sem þú prjónaðir líka. Þegar ég bjó í Grundarfirði þá kom ég oft í heimsókn til þín með ömmu og Jasmín og þá leyfðir þú mér að lita mynd, spila spilið þitt og fara stundum í tölvuleik. Þú bauðst alltaf upp á kex og mjólk og lést mig fá lítinn bolla með und- irskál svo ég gæti hellt mjólkinni á undirskálina og drukkið hana þannig. Svo varstu svo dugleg að vinna í fallega garðinum ykkar afa sem er algjör lystigarður og ég og Alba systir vorum oft að hlaupa eftir steinunum sem voru á stígn- um og fórum í steinaleik í garð- inum, svo voru líka fallegir steinar í beðinu sem þú varst búin að mála og gera fína, fullt af fallegum blómum og trjám sem gerðu garð- inn svo fallegan. Ég, Alba og Magnús bróðir söknum þín enda- laust og elskum þig mjög mikið, ég bið góðan guð um að passa þig þangað til við hittumst aftur, ég sakna þín mikið, elsku besta Helga amma. Kveðja, Emma Lind. Elsku amma, mikið er erfitt að þurfa að sætta sig við það að þú sért farin, en ég veit samt að þér líður vel núna og þarft ekki að þjást lengur. Ég get rétt ímyndað mér hvernig himnaríki lítur út eft- ir að þú komst þangað, allt í blóm- um og svo fallegt og friðsælt. Margar eru minningarnar sem þú skilur eftir og það eru þær sem munu ylja manni um hjartarætur á erfiðum dögum. Ég var ekki auð- veldur krakki og skammarstrikin mín svolítið mörg en þú vissir allt- af hvernig átti að taka á því. Þú varst svo ákveðin en samt alltaf svo hlý. Þú og Steini pössuðuð allt- af svo vel upp á mig og ég mun allt- af vera svo þakklát fyrir það, þið voruð í svo miklu uppáhaldi hjá mér. Það var alltaf svo gaman að koma heim til ykkar, húsið yfirleitt fullt af fólki. Fjölskyldan safnaðist alltaf saman heima hjá ykkur og gerði alls konar saman. Til dæmis man ég vel eftir því þegar við vorum öll að föndra úr trölladeigi, það var svo gaman og þú varst svo hæfi- leikarík í öllu föndri. Þú kenndir okkur svo margt, til dæmis að búa til blómvendi úr nælonsokkabux- um, mála á keramik, prjóna, hekla og það er endalaust hægt að telja upp fleira. Og öll þín listaverk voru svo fal- leg og gerð með ást og umhyggju. Svo er mér líka minnisstætt þegar fjölskyldan kom saman í garðin- um og hjálpaðist að við að gera hann fallegan, þú varst svo mikill snillingur í að gera garðinn flott- an. Og þú varst svo mikill dýravin- ur enda sást það hvað öllum dýr- um leið alltaf svo vel hjá þér og þú hugsaðir alltaf svo vel um öll dýrin þín. Ég man líka hvað það var gaman að fara með þér í göngu- túra hjá Kirkjufelli að tína fallega steina. Það var líka alltaf svo kósí, þegar við krakkarnir vorum yngri, þá fengum við oft að gista hjá þér og þá útbjóstu alltaf svo skemmti- legt, settir dýnur út um allt og við bjuggum til hús úr borðinu með því að setja teppi yfir það og svo horfðum við á mynd saman og fengum okkur auðvitað popp með… við áttum það sameiginlegt (ásamt svo mörgu öðru) að við elskuðum popp. Þú varst líka allt- af svo fljót að læra á allt nýtt. Til dæmis get ég nefnt að þú varst ábyggilega klárari en mörg okkar ungmennanna í tölvu og þú varst alltaf til í að læra eitthvað nýtt. Elsku besta amma, fallegi eng- illinn minn, sofðu rótt og við sjáumst þegar minn tími kemur. Ég elska þig að eilífu. Kristjana Ósk. Elsku amma, þú varst besta amma í öllum heiminum, ég á eftir að sakna þín svo mikið, ég trúi því varla að þú sért farin. Það var svo margt sem við áttum sameigin- legt, t.d. elskuðum við báðar öll dýr og okkur fannst báðum gaman að teikna og mála og föndra ým- islegt. Við vorum heldur ekki mik- ið fyrir að vera í fjölmenni. Það var alltaf svo gott að tala við þig, þú hlustaðir og skildir allt sem maður sagði og komst alltaf með góð ráð. Mér fannst alltaf gott að vera í pössun hjá þér þegar ég var lítil og fá að aðstoða þig við að passa litla strákinn sem var hjá þér í pössun. Mér og Aroni fannst alltaf svo gaman að fara að veiða og koma með fiskinn til þín fyrir kisurnar þínar sem kunnu vel að meta það. Og ekki urðu fuglarnir út undan þeir fengu alltaf brauð, ávexti og korn. Elsku amma, ég veit að við hittumst aftur þegar minn tími kemur en þangað til mun ég sakna þín. Ágústa Hrönn Smáradóttir Stolzenwald. Elsku Helga amma. Ég man svo vel eftir því þegar ég kom í heimsókn til þín og bað um kex, þá varst þú alltaf tilbúin að gefa mér kex og leyfðir mér meira að segja stundum að klára pakkann þótt mamma leyfði mér það ekki. Af því að þannig eru ömmur. Einn daginn gafst þú mér penna og liti og meira að segja sérstaka liti sem var hægt að nota með vatni svo þeir breyttust í vatnsliti. Þú gafst mér þetta út af því að þú vildir að ég væri listamaður eins og þú. Elsku amma, ég sakna þín mjög mikið, viltu knúsa hana systur mína á afmælisdaginn hennar fyr- ir mig. Þinn Alfreð Ragnar. Æ elsku amma mín, manstu eftir öllum góðu minningunum sem við áttum saman? Eins og þegar ég, þú og Kristófer vorum alltaf að gista saman og þú varst að passa okkur, við vorum ekki þeir auðveldustu til að passa en það skipti þig aldrei neinu máli því þú sást alltaf fyrir það sem við vor- um að gera, hvort sem það var að læðast út á nóttinni eða með fífla- læti og vesen. Þessi minning mun sitja í mér alla ævi því þetta voru tímarnir sem ég var mest með þér. Þú varst ótrúleg manneskja og það er ekki hægt að líkja þér við neinn. Þú varst svo hjartahlý og ótrúlega hæfileikarík. Það mátti ekki segja neitt illt um neinn því þú sagðir að það væri enginn al- slæmur. Mér fannst líka einstak- lega gaman að fá að koma í fallega garðinn þinn sem þú hafðir búið til frá grunni og tína jarðarber og fá sykur í skál til að dýfa í meðan ég sat með þér og spjallaði um allt mögulegt, það var svo notalegt. Það var hægt að tala við þig um allt því þú varst einstaklega góður hlustandi og þú vissir einhvern veginn alltaf eitthvað um allt. Ég hef alltaf getað talað við þig um hvað sem er. Þú varst einstaklega mikill dýravinur, og það fór alltaf í taugarnar á mér þegar þú bann- aðir mér að drepa köngullærnar því ég var svo skíthræddur við þær. Ég man líka svo vel eftir því þegar ég kom í heimsókn til þín með Klaudiu í fyrsta skiptið, mér fannst svo gaman að sjá hvað ykk- ur kom strax vel saman. Klaudiu þótti afar vænt um þig og hana langaði að hafa meiri tíma til þess að hitta þig og kynnast þér. Hún talaði svo oft um það hversu ynd- isleg þú værir og hún sá strax um leið og hún hitti þig fyrst hversu hjartahlý og yndisleg þú værir. Elsku amma, það mun alltaf vanta eitthvað í hjartað mitt eftir að þú fórst frá okkur, þú áttir svo stóran part í hjarta mínu. Ég er svo þakklátur fyrir það að hafa farið upp á spítala til þín og fá að spjalla aðeins við þig áður en þú fórst frá okkur. Klaudiu langaði svo að koma með upp á spítala að hitta þig en hún var upptekin, hún hélt að hún hefði miklu meiri tíma til þess að fá að kynnast þér og hún var alveg viss um að þú myndir hressast og hún beið spennt eftir því að fá að hitta þig. Ég mun aldr- ei gleyma seinasta knúsinu okkar því þetta var eitt dýrmætasta knús sem ég hef fengið á ævinni. Ég og Klaudia vorum ekki tilbúin en þetta gekk alltof fljótt yfir. Ég mun hlakka til að fá að hitta þig aftur og spjalla um allt því sam- tölin við þig voru þau bestu og lær- dómsríkustu. Elsku amma, þang- að til næst farðu vel með þig, við hugsum til þín alltaf. Við elskum þig endalaust. Hvíldu í friði Ljóð til ömmu Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. (Halldór Jónsson frá Gili.) Aron Freyr og Klaudia. Elsku Helga amma. Ég hugsa um þig á hverjum einasta degi, elsku amma mín, og þín er afar sárt saknað. Ég man svo vel eftir því að þú varst alltaf með flottasta garðinn í bænum og okkur barnabörnunum fannst allt- af svo gaman að koma og hjálpa til við að gera garðinn fallegan og reyta arfa og svona. Ég sakna þess að geta talað við þig og heyrt röddina þína. Ég elska þig, amma, og hafðu það sem allra best á himnum þangað til að við hittumst aftur. Vertu blessuð, elsku amma, okkar hugsun með þér fer yfir hafið hinum megin horfnir vinir fagna þér. Þó við dóminn skapa ei skiljum, skýrist margt við kærleiks yl. Lítil barnssál líka getur leitað, saknað, fundið til. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Langt úr fjarlægð, elsku amma mín, ómar hinzta kveðja nú til þín. En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál. Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín þá lýsa mér hin góðu áhrif þín. Mér örlát gafst af elskuríkri lund, og aldrei brást þín tryggð að hinztu stund. Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. Þín blessun minning býr mér ætíð hjá, ég björtum geislum strái veg minn á. (Höf. ók.) Þín Freyja Líf. Elskuleg systir mín er borin til grafar í dag. Hún lést eftir stutt veikindi, en það átti enginn von á því að hún myndi kveðja svo fljótt. Veikindi hennar voru lengra gengin en nokkurn grunaði. Hún er nú engill á himnum, og hún mun fylgjast með öllum sínum af- komendum um aldur og ævi. Hún náði tæplega 62 árum í aldri en hafði lifað tímana tvenna. Hún fullorðnaðist mjög snemma og má nefna að hún var orðin þriggja barna móðir aðeins 17 ára og gifti sig 16 ára. Og var aðeins 24 ára þegar börnin voru orðin fimm. Hún var einstök hæfileikakona, með mikla listhæfileika í sér. Börnin hennar hafa öll fengið í vöggugjöf þá dásamlegu hæfileika sem hún hafði. Elsku Helga var sáluhjálp fyrir marga og fann frið- inn í handavinnu og listsköpun. Hún kenndi mér margt, til dæmis að baka, hún var þolinmóð og skipti aldrei skapi. Hún kenndi mér að prjóna og hekla, og gaf mér fyrstu jólagjöfina mína, þegar ég var fjögurra ára, ég man að ég var svo feimin að ég skreið undir borð. Hún kom með jólin líka til okkar hinna systkinanna, þegar hún flutti að heiman þá var ég bara þriggja ára og hún hélt jól og afmæli með sinni fjölskyldu og ég gleymi aldrei hvað það var gaman að vera þátttakandi í undirbún- ingnum fyrir jólin, að fá að hjálpa til við að pakka inn og baka og skreyta. Helga bakaði fullkomn- ustu smákökur sem ég hef nokk- urn tíma séð, þær eru ekki bara fullkomnar í útliti, líka bragðbestu smákökurnar. Garðurinn hennar við Nesveg í Grundarfirði er eins og lystigarð- ur og einn sá fallegasti sem ég hef séð. Hún fann friðinni í garðvinn- unni og áður en hún flutti til Grundarfjarðar bjó hún til lysti- garð við gamla húsið í Selási, þar sem fjölskylda okkar áður bjó í á Háaleitisbrautinni, en hafði verið flutt upp á Selásblett í Norðlinga- holti. Hún ólst upp í þessu húsi þar til hún var 11 ára. Ég var mikið hjá Helgu sem barn og unglingur, en þegar ég var barn þá var ég bara ein af hennar fjölskyldu og var að passa alla krakkana og hjálpa til við heimilisstörfin að einhverju leyti. Á mínum unglingsárum var gott að eiga athvarf hjá Helgu því þeg- ar unglingaþvermóðskan var í hæstu hæðum var alltaf gott að leita til hennar með þau mál sem upp komu. Helga var eins og skjöldur sem gott var að koma til og skýla sér við og finna ró. Hún var stoð og stytta barna og ömmubarna sinna, hlustaði og ráðlagði, huggaði og var alltaf til staðar fyrir þau. Mig langar að enda kveðjuorðin mín til Helgu á orðum sem hljóma svo rétt. Við getum grátið yfir dauða hennar eða við getum glaðst yfir lífi hennar. Við getum lokað aug- unum og beðið bæn um að fá að sjá hana aftur, eða við getum opnað augun og séð allt sem hún skildi eftir. Elsku hjartans Helena, Bald- vin, Linda, Líney og Anna Björg og fjölskyldur, við biðjum góðan Guð um að styrkja ykkur á þess- um erfiðu tímum. Nú er Helga ein af englunum sem yfir okkur vakir. Ólöf Rún Tryggvadóttir og fjölskylda. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Útför DR. JÓNS ÞÓRS ÞÓRHALLSSONAR, fv. forstjóra Skýrr, Akurgerði 31, fer fram í Kópavogskirkju fimmtudaginn 27. október klukkan 13. . Vinir og vandamenn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, KJARTAN GÚSTAFSSON, Ólafsfirði, lést 14. október síðastliðinn. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju fimmtudaginn 27. október og hefst klukkan 14. . Ólöf Þorvaldsdóttir Jóhanna Kjartansdóttir Atli Hörður Bjarnason Margrét A. Kjartansdóttir Andrés Ingiberg Leifsson Ari Jón Kjartansson Elín Ása Hreiðarsdóttir Sveinn Þór Kjartansson Ástkær eiginmaður minn, GUÐNI RUNÓLFSSON frá Bakkakoti 1, Meðallandi, síðast til heimilis að Sigöldu 6 á Hellu, lést 18. október á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Útförin fer fram frá Oddakirkju á Rangárvöllum laugardaginn 29. október klukkan 11. F.h. aðstandenda, . Ingunn Anna Hilmarsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRIÐMEY EYJÓLFSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést 20. október. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 28. október klukkan 15. . Gunnlaugur Ástgeirsson Ósk Magnúsdóttir Kristín Ástgeirsdóttir Ólafur Ástgeirsson Aldís Einarsdóttir Kári Gunnlaugsson Árný Bergsdóttir Freyja Gunnlaugsdóttir Egill Arnarson Ástgeir Ólafsson Baldur Kárason Elskulegur og hjartkær faðir okkar og bróðir minn, INGVAR EMILSSON haffræðingur, lést á sjúkrahúsi í Mexíkóborg föstudaginn 21. október. Minningarathöfn fer fram síðar í Reykjavík. . Kristján Ingvarsson, Tryggvi Ingvarsson Emilsson, Elín Margrét Emilsson Ingvarsdóttir, Hulda Emilsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.