Morgunblaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 5. O K T Ó B E R 2 0 1 6
Stofnað 1913 250. tölublað 104. árgangur
BRÝNT AÐ SJÁ
SIG EKKI SEM
SJÚKLING
HEIMUR
VAFÞRÚÐNIS-
MÁLA
ÍSLENSKIR LISTA-
MENN SÝNA
Í NEW YORK
DAGLEGT LÍF 12 ÁHRIF LISTAR 30MERGÆXLI RÆDD 4
Samstöðufundir í tilefni kvennafrídagsins
voru haldnir víða um land í gær, í fimmta
sinn frá árinu 1975. Fjölmennast var á
Austurvelli, en þar kom m.a. fram að kon-
ur hefðu að meðaltali 70,3% af vinnutekjum
karla. Því var boðað til kvennafrís kl. 14.38,
á þeirri mínútu þegar konur hætta að með-
altali að fá tekjur samanborið við karla.
Lögðu þúsundir kvenna því niður störf á
þeim tíma.
Árið 2010 voru störf lögð niður kl. 14.25.
Var á það bent í yfirlýsingu BSRB sem lesin
var upp á Austurvelli að með sama hraða
tæki 52 ár að ná launajafnrétti. Krafa
fundargesta var hins vegar ljós, að jafna
launamun strax. Kynnt var framtíðarstefna
um launajafnrétti á ráðstefnu í gær, þar
sem m.a. kom fram að mun færri karlar
störfuðu í hefðbundnum kvennastörfum hér
en á hinum Norðurlandaríkjunum. »6 og 18
Krafa á fjöldafundi um tafarlaust launajafnrétti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Hinar miklu rigningar í október hafa
reynst Landsvirkjun sannkölluð
himnasending.
Mikið innrennsli hefur verið í öll
lón Landsvirkjunar, samkvæmt upp-
lýsingum Magnúsar Þórs Gylfason-
ar, yfirmanns samskiptasviðs Lands-
virkjunar. Nýtt vatnsár hófst hjá
fyrirtækinu 1. október og í meðalári
er reiknað með að orkuverin byrji að
nýta vatnið úr lónunum um það leyti.
Í gær, 24. október, var niðurdráttur í
miðlunum á vatnasvæðum Lands-
virkjunar ekki enn hafinn; þvert á
móti bættist enn í lónin.
Það sem af er október hefur orkan
í innrennsli til miðlunarlóna Lands-
virkjunar verið um 78% yfir vænt-
ingum miðað við sama tíma í meðal-
ári, samkvæmt upplýsingum
Magnúsar.
Hálslón er enn fullt og hefur verið
það síðan 20. ágúst. Því hefur runnið
vatn á yfirfalli og myndað fossinn
Hverfanda í rúma tvo mánuði. Það
stendur nú í 625,64 metrum yfir
sjávarmáli og rennur á yfirfalli við
625 m y.s. Framhjárennslið við Háls-
lón í dag er 133 m3 á sekúndu, sem er
mun meira en Fljótsdalsstöð notar
núna, sem er 108 m3/sek.
Minnkar líkur á skerðingu
Þórisvatn hefur hækkað um heilan
metra í október og er stutt í að það
fyllist. Það stendur nú í 578,97 m y.s.
og vantar aðeins 3 cm á að það fyllist,
sem er við 579 m y.s. Þórisvatn miðl-
ar vatni til virkjana á Þjórsársvæð-
inu.
Blöndulón hefur hækkað um hálf-
an metra í október. Það stendur nú í
477,81 m y.s. og vantar aðeins 19 cm
á að það fyllist, sem er við 478 m y.s.
„Þessi staða minnkar líkur á því að
takmarka þurfi framboð af skamm-
tíma eða skerðanlegri orku síðar í
vetur þótt ekkert sé hægt að fullyrða
í þeim efnum,“ segir Magnús.
„Þetta eru góð tíðindi fyrir Lands-
virkjun en minnir okkur líka á hvað
við höfum mikil tækifæri til að full-
nýta auðlindina betur og finna leiðir
til að nýta þessa orku betur í svona
góðum árum,“ bætir hann við.
Rennsli í miðlunarlón
langt yfir væntingum
Rigningin í október er himnasending fyrir Landsvirkjun
Ljósmynd/Landsvirkjun
Búrfellsvirkjun Vonir standa til að virkjanir fái nægt vatn í vetur.
Póst- og fjarskiptastofnun hefur
ekki lagt dagsektir á 365 miðla
þrátt fyrir að fyrirtækið hafi á eng-
um tímapunkti uppfyllt útbreiðslu-
skilmála sem það undirgekkst þeg-
ar það tryggði sér einkarétt á
mikilvægu tíðnisviði á fjarnetsþjón-
ustu árið 2013, þ.e. fyrir 3G og 4G-
netin. Samkvæmt útboðslýsingu
bar fyrirtækinu að tryggja 98% út-
breiðslu og uppbyggingu kerfisins
fyrir árslok 2014 og 99,5% út-
breiðslu fyrir árslok 2016. Enginn
reki hefur verið gerður að því fram
til þess að mæta þessum kröfum.
Samkvæmt sömu útboðslýsingu
áskilur PFS sér rétt til að leggja
dagsektir á fyrirtækið að fjárhæð
100.000 krónur þar til útbreiðslu-
kröfum verður náð. Hrafnkell V.
Gíslason, forstjóri PFS, segir að
stofnunin hafi ákveðið að veita til-
slakanir gagnvart fyrirtækinu þar
sem það hafi lagt fram áætlanir um
með hvaða hætti það hygðist standa
við skilyrðin. Ákvörðun um fyrr-
nefndar tilslakanir lá fyrir 30. des-
ember síðastliðinn en þrátt fyrir
það hefur 365 ekki enn hafist handa
við uppbyggingu kerfisins. »16
365 slepp-
ur undan
dagsektum
Uppfyllir ekki skil-
mála um útbreiðslu
Aðeins þrjú kúabú eru í lífrænni
framleiðslu hér á landi og mun
þeim líklega ekki fjölga á næstunni.
Á sama tíma hefur eftirspurn eftir
lífrænum vörum aukist mikið. „Það
er stöðug aukning, við sem erum í
þessu nú þegar höfum orðið að
auka framleiðslu okkar til að geta
svarað markaðnum og kælirinn hjá
Bio-Bú er alltaf tómur,“ segir Krist-
ján Oddsson, eigandi Bío-Bú; fram-
tíð matvælaframleiðslu sé í lífrænni
ræktun. »14-15
Segir framtíðina
í lífrænni ræktun