Morgunblaðið - 25.10.2016, Side 33

Morgunblaðið - 25.10.2016, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016 Myndlistarmað- urinn Birgir Breiðdal, Biggi, snýr aftur eftir nokkurra ára fjarveru og opn- ar sýningu á Bryggjunni Brugghús i í dag kl. 18. Innblástur sinn í listinni sækir Birgir beint í arkitektúr, en hann nam fagið í Míl- anóborg til margra ára. Á árunum 2005-2008 helgaði Biggi sig ein- göngu myndlistinni, hélt margar sýningar og prýða myndir hans fjölmörg heimili hérlendis sem og erlendis. Birgir sýnir á Bryggjunni Birgir Breiðdal Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is FUBAR nefnist nýtt sólódansverk sem Sigríður Soffía Níelsdóttir, eða Sigga Soffía, frumflytur í Gamla bíói annað kvöld kl. 20. Til liðs við sig hefur hún fengið Jónas Sen tónskáld sem semur tónlistina, Hildi Yeoman fatahönnuð sem sér sér búninga og Helga Má Kristinsson myndlist- armann sem hannar sviðsmynd og ljós. Sýningarnar þar verða alls sex og síðan mun hún ferðast út á land. Einnig munu Sigga Soffía og Jónas koma fram á Airwaves í Kaldalóni í Hörpu hinn 2. nóvember með lögin úr sýningunni og fleiri til. Afsprengi hryðjuverkaógnar Sigga Soffía segir þessa sýningu mun persónulegri enn fyrri verk sín. „Yrkisefnið er ég sjálf. Í verkinu segi ég skemmtisögur af kómískum mómentum sem ég hef upplifað sem dansari, atvikum sem ég hef lent í og hafa áhrif á líf mitt. Og sumar sög- urnar eru frekar persónulegar,“ segir hún. Sigga Soffía segir frá því að hún hafi verið stödd í París í nóvember í fyrra þegar hryðjuveraárásin átti sér stað. „Sýningin er afsprengi þess að ég og maðurinn minn vorum stödd 400 metra frá árásarstaðnum, en vorum sem betur fer inni á hóteli þegar skothríðin byrjaði. Tveimur dögum seinna voru sprengdir flug- eldar á Place de la Republique torginu, og hundrað manns komu hlaupandi og öskrandi inn í hverfið að það væri maður að sprengja sig í loft upp. Við lentum inni í hópi fólks sem var skelfingu lostið, hlupum með því og enduðum inni í verslum í felum ásamt 40 öðrum túristum. Þessi ótti og skelfing var afleiðing hryðjuverka. Þannig að ég segi sögur af því þegar ekkert gerðist, en allt gerðist,“ segir Sigga Soffía. „Upplifun mín og mannsins míns var svo ólík. Mér fannst þetta vera 4 mínútur en hann vill meina að við höfum verið í 20 mínútur í felum. Það er eins og við höfum ekki upp- lifað sama atburðinn. Verkið er abstrakt nálgun á því hvernig ég upplifði atburðinn.“ Meginþemað er hraðabreytingar „Inn í þessa frásögn tvinna ég sögur af dansferli mínum og hvern- ig þær tengjast því hvernig ég hegðaði mér þennan dag. Þannig að þessi litlu sögubrot eru tengd þessu, þótt það sé ekki á mjög greinilegan hátt. Þetta eru eins og brotakenndir kaflar sem eru ekki einu sinni í réttri tímaröð. Þetta eru í raun brot úr undirmeðvitund minni,“ segir Sigga Soffía til að lýsa verkinu. „Ég var í sirkusskóla fyrir nokkr- um árum og söng í óperu eftir Barða Jóhannsson, Sjón og Keren Ann í Frakklandi árið 2011 þannig að inn í þetta verk tek ég þá hluti sem ég hef verið í sem dansari, alla mína reynslu. Ég hef unnið mjög stór verk undanfarin ár, eins og flug- eldasýninguna á Menningarnótt 2013-2015,“ segir Sigga Soffía sem hefur verið að vinna að FUBAR sl. hálft ár. „Mig langaði núna að vinna bara nákvæmlega það sem mér finnst spennandi í hreyfingu. Dansinn er mitt heimasvæði og ég vildi fara djúpt í hreyfiefni, því mér finnst það mest spennandi við listir. Meg- inþemað í dansinum sjálfum eru hraðabreytingar, eins og þegar mað- ur upplifir eitthvað í „slow motion“, eins og tíminn stoppi af því að eitt- hvað hræðilegt er að gerast. Ég tek þetta inn í dansinn. Allt í einu dansa ég í „slow motion“ í heila mínútu. Verkið er í raun líka rannsókn á hreyfiefni.“ Spuni í stúdíói Sigga Soffia segir að samvinna þeirra Jónasar hafi verið mjög náin, en hann frumsemur alla tónlistina við verkið. „Það er búið að vera mjög skemmtilegt og við höfum verið mjög mikið tvö saman að gera spuna í stúdíóinu og vinnum alltaf út frá sama yrkisefninu. Ég prófa að syngja einhverjar laglínur inn á og hann vinnur þær áfram. Einn daginn vinnum við bara með einhvern þátt; þoku, tíma eða hræðslu og Jónas spinnur lag út frá því og ég bý til dans. Þetta er allt frumsamin tónlist hjá honum og hann spilar auk þess á öll hljóðfærin í sýningunni; píanó, flautu, rafhljóðfæri og fleira, það er nóg að gerast.“ Listaspjall og djassgjörningur „Mig langaði að gera meira úr sýningunum í Gamla bíói, búa til stærri viðburð og fá fleiri listamenn til liðs við mig. Leikhúsin eru orðin eini staðurinn þar sem fólk kemur saman reglulega, hittist í hléi og spjallar um lífið og listina,“ útskýrir Sigga Soffía. „Það verður lista- mannaspjall eftir allar sýningarnar leitt af mismunandi fólki, eins og rit- höfundum, uppistandara, leikstjóra og tónlistarfólki. Þannig getur fólk setið lengur og hlustað á spjallið. Frammi í anddyri verður líka djass- band, stýrt af Haraldi Ægi, sem verður með gjörninginn Composual. Þeir flytja lifandi djass og á meðan málar listmálari mynd af tónlistinni. Þetta verður skemmtileg kvöldstund fyrir fólk í æðislegu húsi sem er svo ríkt af sögu og list,“ segir Sigga Soffía og bendir á að hægt sé að velja sér sýningu út frá því hver stjórni listaspjallinu, og fyrir þá sem vilji frekar með verkinu sé gott að kíkja á SiggaSoffiaInc á Instagram. Brot úr undirmeðvitundinni  Í nýju dansverki sínu sem byggist á kómískum atriðum úr lífi Siggu Soffíu sem dansari og persónulegri upplifun á hryðjuverkaógn mun hún nýta reynslu sína af mörgum sviðum listarinnar eins og söng og sirkuslistum Ljóssmynd/Marinó Thorlacius Ég sjálf „Yrkisefnið er ég sjálf. Í verkinu segi ég skemmtisögur af kómískum augnablikum sem ég hef upplifað sem dansari, atvikum sem ég hef lent í og hafa áhrif á líf mitt. Og sumar sögurnar eru frekar persónulegar,“ segir Sigríður Soffía Níelsdóttir um nýtt dansverk sitt sem frumsýnt verður á morgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.