Morgunblaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016 Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100 Missið ekki af áhugaverðum þætti um hvalaskoðanir og viðtali við eiganda Gentle Giants auk starfsmanna. Hringbraut næst á rásum7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar í kvöld kl. 20.00 Heimsókn til Gentle Giants – Hvalaferða ehf. í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskráHringbrautar kl. 20.00 í kvöld (ath. breyttan frumsýn.tíma) • Fjölskyldufyrirtæki á Húsavík með sögu síðan 1860 • Skjálfandaflói er miðstöð hvalaskoðana við Ísland • Rib-bátar er nýjung í hvalaskoðunum • Allt að 20 ferðir á dag og ekkert lát á eftirspurn Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Sveitir Kúrda hafa umkringt borg- ina Bashiqa, sem er lykilborg í sókn Íraka gegn Íslamska ríkinu sem ræður ríkjum í Mosul, annarri stærstu borginni í Írak. Mosul féll í hendur Íslamska ríkisins í júní árið 2014. Bashiqa liggur í aðeins 12 kíló- metra fjarlægð frá Mosul. Pesh- merga-sveitir Kúrda hafa áður sótt að Bashiqa en þurftu frá að hverfa í fyrra skiptið. En nú virðast miklar líkur á að þær muni sigrast á her- mönnum Íslamska ríkisins og kom- ast yfir þessa mikilvægu smáborg á leið sinni til Mosul, sem er aðalmark- mið herferðarinnar. Hersveitir Kúrda fara sér hægt út af tíðum sjálfsmorðssprengjuárásum her- manna Íslamska ríkisins, að sögn BBC. Í gær hafði sveitum Kúrda tekist að umkringja borgina og voru að grafa skotgrafir allt í kring, áður en lokasóknin hæfist. Miklar loftárásir Bandamenn undir forystu Banda- ríkjanna, sem berjast við hlið íraskra hersveita, hófu það sem þeir kalla fordæmalausa öldu loftárása í orr- ustunni um Mosul. Mannúðarsamtök hafa miklar áhyggjur af því að óbreyttir borg- arar verði innlyksa í Mosul á meðan árásirnar standa yfir. Nokkur dæmi eru um að hermenn Íslamska rík- isins noti borgara sem mannlega skildi Vika er síðan íraski herinn hóf sókn sína að Mosul. Þeir sem fara fyrir hersveitum Bandaríkjamanna í aðgerðunum segja að loftárásirnar í gær hafi verið þær mestu í stríðinu hingað til. Búið að frelsa 78 þorp Á sjö daga tímabili, frá 17.-23. október, voru gerðar 32 loftárásir þar sem 1.776 sprengjum var varp- að. Þetta var staðfest af talsmanni bandarísku hersveitanna, hershöfð- ingjanum John Dorrian, í samtali við AFP. Samkvæmt fréttum frá CNN hef- ur íraska hernum tekist að frelsa 78 þorp á leið sinni til Mosul. Yfir 800 hermenn Íslamska ríkisins hafa fall- ið en hermenn þess veita enn harða mótspyrnu. Íslamska ríkið hefur vitað af því að sókn íraska hersins væri yfirvof- andi og hefur haft langan tíma til að undirbúa varnir og gildrur, ekki að- eins gagnvart hermönnunum held- ur einnig gagnvart almennum borg- urum sem snúa aftur til heimila sinna. Mörg dæmi eru um sprengju- gildrur í ísskápum á heimilum og inni í stofum og svefnherbergjum venjulegs fólks sem er að snúa aftur eftir að hafa flúið grimmd Íslamska ríkisins. Þá hafa sveitir Íslamska ríkisins verið með óvæntar árásir utan Mosul, eins og í Kirkuk, til að dreifa athygli íraskra hersveita. Flestir herfræðingar telja þó nokkuð ljóst að íraski herinn muni vinna Mosul og þar með hrekja Ísl- amska ríkið frá mikilvægasta vígi sínu í Írak, en spurningin sé hve langan tíma það taki og hve mikið mannfall það muni kosta. Sóknin að Mosul gengur vel  Hersveitir Kúrda umkringdu mikilvæga borg í nágrenni Mosul  78 þorp í ná- grenni Mosul komin í hendur íraska hersins  Miklar loftárásir bandamanna AFP Sigur Íraskir hermenn sýna sigurmerki í sókn sinni til Mosul. Sveitunum hefur gengið betur en búist var við. Í frönskumæl- andi hluta Belg- íu, Vallóníu, er hörð andstaða við fríversl- unarsamning við Kanada. And- staðan leiddi til þess að fríversl- unarsamningur Evrópusam- bandsins við Kanada, sem er búinn að vera í und- irbúningi í sjö ár, var stoppaður. Hin 27 ríki Evrópusambandsins vilja samþykkja samninginn. Sósíal- istar eru öflugastir í andstöðunni og óttast meiri alþjóðavæðingu í viðskiptum. BELGÍA Belgar á móti samn- ingi við Kanada CETA Sumir vilja ekki samning. Kjörstaðir í Flór- ída voru opnaðir í gær en Flórída er lykilfylki í kosningabaráttu milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Nú þegar hafa 6 milljón manns kosið í kosning- unum og talið er að um 46 milljónir manna verði búnar að kjósa þegar kemur að kjördeginum sjálfum eða um 40% þeirra sem munu kjósa. Í Flórída er mjótt á mununum en samkvæmt könnunum er Hillary Clinton með 46% en Donald Trump með 43%. BANDARÍKIN Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Flórída Hillary Clinton

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.