Morgunblaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 19
Í grein minni í Frjálsri verslun í júní sl. sagði ég að það „ótvírætt réttlætismál að sömu laun [væru] greidd fyrir sömu vinnu“ og að „launa- mismunun milli kynjanna, sem og öll önnur launa- mismunun, [væri] samfélagslega óásætt- anleg“. Ég benti jafnframt á að þær kannanir á launamun kynjanna hér á landi sem birtar hefður verið væru töl- fræðilega alvarlega gallaðar og niðurstöð- urnar því í besta falli afar óáreiðanlegar. Þar að auki segðu þær ekkert um orsak- ir þess launamunar sem kynni að vera fyrir hendi. Í fram- haldi af því hvatti ég til þess að samtök vinnumarkaðarins tækju höndum saman um að láta framkvæma vandaða könnun á launamun kynjanna og fengju til þess færustu tölfræð- inga, hagfræðinga og félagsfræð- inga sem völ væri á. Á grundvelli slíkrar könnunar væri unnt að átta sig á því hvort um launamismunun væri að ræða, hversu umfangs- mikil hún væri og hvað einkum ylli henni. Þar með væri komin grund- völlur fyrir vitrænni stefnumörkun á þessu mikilvæga sviði. Í pistli á mbl.is 17.10. sl. sér Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður Verslunarmannafélags Reykjavík- ur, ástæðu til að andmæla þessum sjónarmiðum. Hún telur óþarfa að vandaðri kannanir séu gerðar og reynt sé að grafast fyrir um orsak- ir launamunar og kallar mig hrokafullan og gamladags fyrir að leggja slíkt til. Gott og vel; þetta er hennar mat. Til þessa hefur það hins vegar ætíð verið talið skyn- samlegt að huga vandlega að stað- reyndum áður en lagt er í aðgerð- ir. Þetta má auðvitað kalla gamaldags og jafnvel hrokafullt. Því miður er vandinn ekki svo einfaldur að stóryrðin ein dugi til að leysa hann. Launamismunun er flókið fyrirbæri sem á sér iðulega djúpar félagslegar rætur. Til að vinna bug á launamismunun er ekki einungis nauðsynlegt að mæla umfangið, og gera það sæmilega rétt. Það er ekki síður mikilvægt að skilja orsökina eða orsakirnar. Launamismunun hverfur ekki við það eitt að baða út öllum öngum og heimta bót og betrun. Sé það raunverulega ætlunin að vinna bug á launamismunun þarf að ráðast skipulega að rótum vandans. Þeir sem snúast gegn því að það sé gert eru í raun að vinna að áfram- haldandi launamismunun. Eftir Ragnar Árnason » Því miður er vandinn ekki svo einfaldur að stóryrðin ein dugi til að leysa hann. Ragnar Árnason Höfundur er prófessor í hagfræðideild Háskóla Íslands. Launamunur kynjanna: Mælingar og fullyrðingar 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2016 Óttalaus Stúlka gægist út um gin skrímslis sem börn bjuggu til í Skrímslaverksmiðjunni á KEX hosteli. Þar var haldið námskeið fyrir skólabörn í skrímslagerð og afraksturinn sýndur í gær. Ófeigur Í fullan aldarfjórð- ung og lengur hafa ís- lensk stjórnmál öðrum þræði snúist um af- stöðuna til aðildar að Evrópusambandinu. Um 1990 reru for- ystumenn sósíal- demókrata á Norð- urlöndum að því öllum árum að tengja nor- rænu ríkin við ESB. Niðurstaðan varð aðild Svíþjóðar og Finnlands að samband- inu, til viðbótar Danmörku, sem ásamt Bretlandi hafði gengist undir Rómarsáttmálann árið 1972. Norð- menn felldu aðildarsamning í þjóð- aratkvæðagreiðslu og Ísland og Noregur tengdust þá innri markaði ESB gegnum EES-samninginn. Átökin um aðild héldu hins vegar áfram hérlendis og voru fyrir alþing- iskosningarnar 1999 bakgrunnurinn í uppstokkun flokka á vinstri væng þegar til urðu Samfylkingin og Vinstri grænir. Alla götu síðan hefur Samfylkingin gert ESB-aðild að þungamiðju sinnar stefnu, en VG hafnaði aðild frá upphafi. Við það var staðið til vors 2009, en þá var merkið fellt með sögulegum svikum af hálfu forustu VG við myndun ríkisstjórnar að af- stöðnum kosningum. Um þau efni og fram- haldið í kjölfar aðild- arumsóknar að ESB í júlí 2009 geta menn les- ið í nýútkominni bók Jóns Torfasonar skjalavarðar Villikett- irnir og vegferð VG. ESB nú á barmi upplausnar Evrópusambandið hefur tekið miklum breytingum frá alda- mótum eftir að 18 aðildarríki tóku upp evru sem sameiginlega mynt og mörg lönd í álfunni austanverðri gerðust aðilar. Tilraunir til róttækra breytinga á grunnsáttmála ESB sigldu í strand 2005 og niðurstaðan varð útvatnaður sáttmáli 2009, kenndur við Lissabon. Jafnhliða dró verulega úr hagvexti á sam- bandssvæðinu og langvarandi at- vinnuleysi jókst í mörgum aðild- arríkjanna. Hefur það síðustu árin verið 10-11% að meðaltali og um 24% hjá fólki undir 25 ára aldri. Í Svíþjóð nemur atvinnuleysið nú 7% og tæp 9% í Finnlandi. Flótta- mannastraumurinn sunnan að hefur undanfarið magnað upp andstæður innan ESB og sett Schengen sam- starfið í uppnám. Síðasta höggið er síðan Brexit, ákvörðun meirihluta Breta í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja skilið við ESB eftir 44 ára veru í sambandinu. – Aðvörunum um framtíð ESB hefur rignt yfir und- anfarið, síðasti skellurinn yfirlýs- ingar þýska hagfræðingsins Otmar Issing (f. 1936) eins helsta hug- myndafræðings að baki evrunnar og frá 2006 forseti Center for Financial Studies (CFS) við Goethe-háskólann í Frankfurt. Viðtal við hann undir fyrirsögninni Spilaborg evrunnar mun óhjákvæmilega hrynja (sjá Við- skiptablaðið 20. okt. sl.) hefur farið sem eldur í sinu um fréttaheiminn. Hann segir þar framkvæmdastjórn ESB í Brussel vera „pólitíska ókind“ og Seðlabanka Evrópu „á hálli leið til Heljar“. Evran segir hann að hafi verið misheppnuð frá fyrsta degi og raunar áður en hún varð til. Leið stjórnarandstöðunnar inn í ESB Það er þetta Evrópusamband sem núverandi stjórnarandstaða og Við- reisn vilja leiða Ísland inn í á full- veldisafmælinu 2018. Þetta hefur verið staðfest með lítilsháttar blæ- brigðum af talsmönnum flokkanna í kosningasjónvarpi RÚV undanfarið, og helsta bindiefnið milli þeirra er að fá þjóðina til að samþykkja að taka á ný upp aðildarviðræður við ESB og knýja jafnframt fram stjórnarskrárbreytingar sem heimili slíka aðild. Enginn hefur kveðið fastar á um þetta en Össur Skarp- héðinsson sem sagði 18. okt. sl. að í utanríkismálum legði Samfylkingin mesta áherslu á „að við höldum áfram aðildarumsókninni, ekki síst vegna þess að við viljum taka upp nýjan gjaldmiðil, við teljum að krón- an hafi gengið sér til húðar.“ Í sama þætti sagði Ari Trausti frá VG „að ef það kemur upp ósk um að taka upp aðildarsamningana eða starta nýj- um, þá auðvitað tökum við þátt í því.“ – Núverandi utanrík- isráðherra, Lilja Dögg Alfreðs- dóttir, ítrekaði hins vegar að eftir afturköllun núverandi ríkisstjórnar liggi engin aðildarumsókn frá Ís- landi lengur fyrir hjá ESB. Hvernig sem því máli er háttað er ljóst að hugsanleg vinstristjórn með aðild Pírata hyggst knýja á um aðild Ís- lands að Evrópusambandinu, sem drjúgur meirihluti Íslendinga sem afstöðu taka samkvæmt skoð- anakönnunum hefur verið andvígur um langt árabil. Andstöðu VG við ESB-aðild stungið undir stól Fráhvarf forystu Vinstri grænna frá upphaflegri andstöðu við ESB- aðild er annað og djúpstæðara en al- menningur gerir sér grein fyrir. Eft- ir að einarðir ESB andstæðingar höfðu einn af öðrum hraktist úr þing- flokki VG hljóðnuðu andstöðuraddir forystumanna, sem eftir sátu, við ESB-aðild. Eftir að Ísland lagði inn aðildarumsókn að ESB sumarið 2009 minnist ég þess ekki að Steingrímur J. sem formaður eða arftakinn Katr- ín Jakobsdóttir hafi í blaðagreinum eða á öðrum vettvangi rökstutt og útskýrt þá formlegu afstöðu flokks- ins að vera á móti aðild. Klisjunni virðist eingöngu hafa verið viðhaldið til að villa á sér heimildir og til að missa sem fæsta eindregna andstæð- inga ESB-aðildar út úr röðunum. Öðru vísi verður ekki útskýrð þögn þessa fólks í örlagaríkasta máli Ís- lendinga um langt skeið. – Það sama er uppi á teningnum nú í aðdraganda kosninga. Í kosningaáherslum VG eins og þær birtast á heimasíðu flokksins er ekki að finna stakt orð um Evrópusambandið, af eða á. Þurfum við frekar vitnanna við? Eftir Hjörleif Guttormsson » Í kosningaáherslum VG eins og þær birt- ast á heimasíðu flokks- ins er ekki að finna stakt orð um Evrópu- sambandið, af eða á. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Á að farga fullveldi Íslands á aldarafmælinu 2018?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.