Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 Birgir Hermannsson, stunda-kennari í stjórnmálafræði, eiginmaður Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, fyrrverandi þing- manns Samfylking- arinnar og fyrrver- andi aðstoðarmaður Össurar Skarphéð- inssonar, fjallaði á mánudag um ESB og þjóðaratkvæða- greiðslur.    Fór Birgir háðuglegum orðumum umræðuna hér á landi um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ESB-aðildar og benti jafnframt á að lítið hefði farið fyrir umræðum um kosti aðildar, sem „hljóta þó að vera forsenda aðildarvið- ræðna“.    Eftir að hafa farið yfir hinafurðulegu umræðu um þjóð- aratkvæði um aðildarviðræður að ESB lauk Birgir skrifum sínum á þessum orðum: „Flokkar eru inn- byrðis ósamstiga og geta ekki komið sér saman um málið sín í millum og því er gripið til þess ráðs að krefjast þjóðaratkvæða- greiðslu. Staðreyndin er hins veg- ar sú að stjórnmálaflokkar sem telja aðild að ESB æskilega og vilja þess vegna halda áfram við- ræðum, njóta lítils stuðning hjá þjóðinni. Viðreisn er smáflokkur, Björt framtíð og Samfylkingin ör- flokkar. Enginn þessara flokka getur borið uppi ríkisstjórn og tryggt eðlilegar samninga- viðræður. Við þessar aðstæður er sérstakt að boða til þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðildarvið- ræður, nema þeir sem boði til hennar telji sig vissa um að þjóðin segi nei.“    Þetta er auðvitað rétt hjá BirgiHermannssyni og sýnir glöggt að umræður um ESB geta ekki átt erindi inn í þær viðræður sem nú fara fram um stjórn- armyndun. Birgir Hermannsson Smáflokkar gera ekki kröfur um ESB STAKSTEINAR Háskóli Íslands og Landspítalinn hafa skipað nefnd óháðra sérfræð- inga til að rannsaka aðkomu stofn- ananna og starfsmanna þeirra að plastbarkamálinu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Nefndarmenn eru þrír, þau Páll Hreinsson, dómari við EFTA- dómstólinn, María Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í geðlækningum við réttargeðdeildina í Dikemark í Noregi, og Georg Bjarnason, krabbameinslæknir og vísinda- maður við Sunnybrook-stofnunina í Toronto í Kanada. Í ágúst sl. lauk tveimur viða- miklum rannsóknum á plastbarka- málinu af hálfu Karolinsku stofn- unarinnar og Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Hlut- verk nefndarinnar er að rýna nið- urstöður sænsku rannsóknanna, ræða við skýrsluhöfunda og skoða sérstaklega aðkomu íslenskra stofnana og/eða starfsmanna þeirra að málinu. Einnig að veita rökstutt álit sitt á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna á LSH í tengslum við málið hafi verið í samræmi við lög og reglur. Plastbarka- málið í óháða nefnd  Nefndin skoðar aðkomu stofnana Vegagerðin hefur opnað tilboð í byggingu á um 200 metra löngum sandfangara við Vík í Mýrdal auk lagfæringar á sandfangara sem byggður var árið 2011. Tvö tilboð bárust í verkið. Suður- verk hf. í Kópavogi bauðst til að vinna verkið fyrir 273,5 milljónir og LNS Saga ehf. í Kópavogi bauðst til að vinna verkið fyrir 724,1 milljón. Áætlaður verktakakostnaður var 262 milljónir. Tilboð Suðurverks er 11,5 milljónum yfir kostnaðaráætlun en tilboð LNS Sögu er heilum 450,6 milljónum yfir áætlun. Nýbyggingu sandfangara skal lokið 30. september 2017 og verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 31. júlí 2018. Ríkissjóður greiðir meg- inhluta kostnaðarins en sveitarfélag- ið í Vík lítinn hluta. Sjórinn hefur verið að brjóta land í Vík á síðustu áratugum. Mikið óveður gerði til dæmis í desember 2015. Reynt hefur verið að verjast því með ýmsum aðgerðum, meðal annars landgræðslu. Vegna ágangs sjávar eru mann- virki á iðnaðarsvæðinu í hættu Sandfangari var byggður í til- raunaskyni 2011 og er hann talinn hafa sannað gildi sitt. Hann var byggður þvert á fjöruna og hefur safnað sandi innan við sig og lengt fjöruna framan við íbúðarbyggðina á sandinum. sisi@mbl.is Hátt tilboð í sandfangara við Vík  Suðurverk bauð 273,5 milljónir í verkið  LNS Saga bauð 724,1 milljón Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Vík Brimið hefur valdið landbroti. Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. Aldrei hefur verið auðveldara að heyra GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Veður víða um heim 2.11., kl. 18.00 Reykjavík 5 rigning Bolungarvík 6 rigning Akureyri 6 alskýjað Nuuk -4 skýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló 17 léttskýjað Kaupmannahöfn 3 skúrir Stokkhólmur 0 snjóél Helsinki 0 snjókoma Lúxemborg 8 léttskýjað Brussel 8 skúrir Dublin 8 skýjað Glasgow 8 léttskýjað London 9 heiðskírt París 10 léttskýjað Amsterdam 9 skúrir Hamborg 6 léttskýjað Berlín 6 skúrir Vín 8 rigning Moskva -2 alskýjað Algarve 21 léttskýjað Madríd 21 heiðskírt Barcelona 20 heiðskírt Mallorca 22 léttskýjað Róm 19 léttskýjað Aþena 15 léttskýjað Winnipeg 2 alskýjað Montreal 8 þoka New York 16 rigning Chicago 18 rigning Orlando 27 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:20 17:04 ÍSAFJÖRÐUR 9:38 16:55 SIGLUFJÖRÐUR 9:22 16:38 DJÚPIVOGUR 8:53 16:30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.