Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Listahátíð ungs fólks, Unglist, hefur göngu sína í dag, 3. nóvember og stendur dagskrá hátíðarinnar fram til 12. nóvember. Ungt fólk á aldr- inum 16-25 ára tekur þátt í unglist, fólk sem ýmist er að mótast sem listamenn eða stíga sín fyrstu skref í listinni. Friðrik Agni Árnason er verk- efnastjóri Unglistar í ár. „Hátíðin er nú haldin í 25. skipti og er hún alltaf vel sótt. Markmiðið með Unglist er að vera með ólíka viðburði og vekja athygli á hinum fjölbreytta menn- ingarheimi ungs fólks í samfélaginu. Þetta er kjörið tækifæri fyrir unga listamenn að koma list sinni á fram- færi,“ segir Friðrik. Í samstarf við Þjóðleikhúsið Viðburðirnir verða á víð og dreif um borgina en Unglist hefur hafið samstarf við Þjóðleikhúsið og verða því þrír af helstu viðburðum hátíð- arinnar haldnir þar í ár. „Stóru viðburðirnir hjá okkur eru Danssýningin, Leiktu betur og Ung- leikur sem verða sýndir núna í Þjóð- leikhúsinu. Okkur þykir það virki- lega skemmtilegt að fara í samstarf við Þjóðleikhúsið, enda mikilvægt fyrir unga listamenn að kynnast þessari helstu menningarstofnun í landinu. Einnig er það hin árlega tískusýning sem verður haldin í Ráðhúsinu. Hún hefur alltaf verið mjög vinsæl.“ Leiktu betur er spunakeppni þar sem framhaldsskólar landsins mæt- ast og keppast um það á vingjarn- legan hátt hver getur leikið betur. Á ungleikum gefst skáldum, leik- stjórum og leikurum framtíðarinnar kostur á því að sýna hvað í þeim býr, vinna í skipulögðu umhverfi og framkvæma verk sín á sviði. Þá verður haldið Myndlistarmaraþon þar sem þátttakendur fá frjálsar hendur og mála á staðnum og einnig verður haldin myndlistarsýning í Gallerí Tukt þar sem nemendur á Listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti sýna verk sín. Klassískt tónaflóð verður haldið í Dómkirkj- unni og einnig munu ungskáld ausa úr skáldabrunni sínum. Um 60 umsóknir bárust Auk fastra liða á hátíðinni verður hún einnig hluti af „off venue“- dagskrá tónlistarhátíðarinnar Ice- land Airwaves 3.-5. nóvember. „Tón- leikarnir fara fram í Hinu húsinu og koma þar fram 17 hljómsveitir, ís- lenskar og erlendar. Til okkar bár- ust alveg um 60 umsóknir sem er al- veg frábært og margir sem spiluðu í fyrra sóttu um aftur, sem sýnir sig að stemningin hefur verið góð. Það var því mjög erfitt að velja úr,“ segir Friðrik. Hljómsveitir frá Frakklandi, Bandaríkjunum, Póllandi, Noregi og víðar munu stíga á stokk í Hinu hús- inu næstu daga, auk ýmsra íslenskra hljómsveita. „Allir viðburðirnir hjá okkur eru ókeypis svo það er um að gera að mæta og sjá alla þessa skemmtilegu, ungu sköpun,“ segir Friðrik að lokum. Morgunblaðið/Eggert Teymi Friðrik Agni Árnason, verkefnastjóri Unglistar, og Ása Hauksdóttir, deildarstjóri menningardeildar í Hinu húsinu, eru spennt fyrir hátíðinni. Ungir listamenn stíga á stokk  Unglist haldin í 25. sinn í ár  Hönd í hönd við Þjóðleikhúsið Morgunblaðið/Styrmir Kári Tónlist Hljómsveitin Amber mun spila í Hinu húsinu á föstudag. David Baldwin, prófessor í geðlæknisfræðum við Há- skólann í Southampton, heldur í kvöld, fimmtudag kl. 20, erindi í Hannesarholti við Grundarstíg um þraut- seigju persóna í skáldsögum Halldórs Laxness. Gljúfra- steinn – hús skáldsins stendur fyrir viðburðinum. Baldwin fékk brennandi áhuga á verkum Halldórs eft- ir að hafa lesið Sjálfstætt fólk og hefur heillast af per- sónusköpun skáldsins, þrautseigju og seiglu persón- anna. Í rannsóknum sínum hefur Baldwin skoðað leiðir til að bæta líðan sjúklinga sem þjást af þunglyndi og kvíða og segir hann frá áhugaverðum hugmyndum um persónur Halldórs í því sambandi. Óttar Guðmundsson geðlæknir og Steinunn Inga Óttarsdóttir bókmenntafræðingur munu ræða við hann. Dagskráin fer fram á ensku og er aðgangur ókeypis. Þrautseigjan í sögum Halldórs Laxness David Baldwin Dr. Stephen Vincent Strange slasast svo illa á höndum í bílslysi að hann verður ófær um framkvæmd skurðaðgerða. Til að leita sér lækninga heldur hann út í heim og hittir að lok- um "hinn forna" sem kennir honum að nota hendurnar og hæfileika sína á alveg nýjan hátt. Metacritic 74/100 IMDb 8,2/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.25 Sambíóin Álfabakka 17.30, 18.30, 20.00, 21.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 19.00, 20.00, 21.30, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 Doctor Strange Grimmd 12 Íslensk spennumynd sem segir frá því þegar tvær ungar stelpur hverfa spor- laust af leikvelli í Ár- bænum. Stúlkurnar finnast látnar í Heið- mörk og rannsókn í leit að sökudólgum fléttast saman nokkrar sögur. IMDb 5,8/10 Smárabíó 17.20, 19.30, 20.00, 22.20 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00 Jack Reacher: Never Go Back 12 Jack Reacher þarf að fletta ofan af stóru samsæri til þess að sanna sakleysi sitt IMDb 7,9/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 The Accountant 16 Christian Wolff er stærð- fræðingur sem hefur meiri áhuga á tölum en fólki. Metacritic 51/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Egilshöll 22.20 Eiðurinn 12 Þegar Finnur hjartaskurð- læknir áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu koma fram brestir í einkalífinu. Morgunblaðið bbbbb IMDb 7,7/10 Smárabíó 19.50 Háskólabíó 18.10 Bíó Paradís 17.45 The Girl on the Train 16 Metacritic 47/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Inferno 12 Laugarásbíó 22.30 Smárabíó 16.30, 19.50, 22.00, 22.30 Borgarbíó Akureyri 22.10 Bridget Jones’s Baby 12 Metacritic 59/100 IMDb 7,4/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.40 Borgarbíó Akureyri 17.40 Sully 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 74/100 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10 Masterminds David Ghantt keyrir um göt- urnar dag eftir dag og sér enga undankomuleið frá þessu leiðindalífi. Metacritic 47/100 IMDb 5,8/10 Smárabíó 19.50, 22.10 Háskólabíó 18.10, 20.50 Borgarbíó Akureyri 20.00 The Magnificent Seven 12 Metacritic 54/100 IMDb 7,2/10 Smárabíó 22.15 Middle School Metacritic 51/100 IMDb 5,8/100 Smárabíó 15.30 Eight Days a Week - The Touring Years Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 22.10 Heimili fröken Peregrine 12 Metacritic 53/100 IMDb 7,2/10 Smárabíó 17.10 Storkar Storkar komu. Núna afhenda þeir pakka fyrir alþjóðlega netfirsann Corner- stone.com. Metacritic 55/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 18.00 Sambíóin Kringlunni 18.00 Sambíóin Akureyri 18.00 Tröll Metacritic 45/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 18.00 Smárabíó 15.30, 17.45 Háskólabíó 18.00 Borgarbíó Akureyri 17.40 Pete’s Dragon Bönnuð yngri en 6 ára. Metacritic 71/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.50 Absolutely Fabulous Metacritic 59/100 IMDb 5,9/10 Háskólabíó 21.10 Ransacked „Partíið. timburmennirnir. Rándýrin. Slagurinn. Úr- skurðurinn.“ Íslensku bank- arnir voru einkavæddir á ár- unum 2000-2003. Morgunblaðið bbbmn IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 18.00 Captain Fantastic Metacritic 72/100 IMDb 8,1/10 Bíó Paradís 20.00 Embrace of The Serpent Karamakate vinnur með tveimur vísindamönnum í leit að hinni heilögu plöntu. Bíó Paradís 22.00 Innsæi InnSæi býður áhorfendum í ferðalag inn í hulinn heim. Bíó Paradís 20.00 Child Eater Helen grunar ekki hversu hryllilegt kvöld hún á í vænd- um Bíó Paradís 20.00, 22.00 Fire At Sea Metacritic 85/100 IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 22.30 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.