Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Afkoma rjúpna var mjög misjöfn í fyrra eftir landshlutum. Verst var hún á Austurlandi þar sem hver kvenfugl kom upp aðeins 2,7 ungum. Best var afkoman á Norðausturlandi þar sem voru 6,9 ungar á hvern kven- fugl. Að meðaltali kom hver kvenfugl á landinu upp 5 ungum. Þegar rjúp- unni gekk vel á árum áður kom hver kvenfugl upp í kringum 8 ungum á sumri. „Viðkoman hjá rjúpunni var léleg í fyrra. Stofninn er á niðurleið eða í lágmarki um allt land,“ sagði Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ). Hann sagði viðkomu rjúpunnar hafa frekar hnignað en hitt á undan- förnum árum. Tveir þættir eru eink- um taldir hafa áhrif á ungaafkomuna: Veðurfar og sníkjudýr. Tengsl eru t.d. á milli úrkomu og vinds yfir sum- arið og þess hve margir rjúpnaungar komast upp. Unnið hefur verið að rannsókn á tengslum heilbrigðis og stofnbreyt- inga rjúpnastofnsins á hverju hausti frá 2006. Sýnatöku lýkur 2017. Um er að ræða samstarfsverkefni NÍ, Nátt- úrustofu Norðausturlands og Há- skóla Íslands og þriggja erlendra há- skóla. „Við vitum að það eru tengsl á milli ákveðinna sníkjudýrasýkinga og þess hvað mikið kemst upp af ung- um,“ sagði Ólafur. Hugsanleg áhrif eldgoss Hann sagði það vekja athygli hvað viðkoma rjúpna var léleg á Austur- landi í fyrra. Ólafur nefndi að Holu- hraunsgosið hefði hafist í haustbyrj- un 2014. Um haustið og fram eftir vetri 2015 var mikil gasmengun frá gosinu, einkum á Austurlandi. Hár styrkur flúors mældist í beinum rjúpna á Austurlandi í kjölfar eld- gossins. Ólafur sagði að möguleg áhrif gossins og gosmengunar á afkomu rjúpna hefðu ekki verið rannsökuð. Sú hugsun væri þó áleitin að rjúp- urnar fyrir austan hefðu verið útsett- ar fyrir ýmis ókræsileg efni frá eld- gosinu í meiri mæli en aðrar rjúpur. Styrkur gosefnanna á Austurlandi hafi verið mun meiri en t.d. á Norð- austurlandi þar sem afkoma rjúpna var best í fyrra. Skoðar eiturefni í fæðu rjúpna Jennifer Forbey, prófessor við Boise háskóla í Idaho, er í samstarfi við NÍ um rannsókn á meltingu rjúp- unnar. Hún rannsakar hvernig rjúp- an vinnur á ýmsum varnarefnum í plöntum sem hún étur. Plönturnar framleiða eiturefni til að fæla frá sér grasbíta, eins og rjúpur. Efni þessi geta haft truflandi áhrif á grasbítana. Fuglarnir ýmist taka eiturefnin upp og gera þau óvirk eða binda þau og losa með úrgangi. Komið hefur í ljós í heilbrigðis- rannsókninni að mikill munur er á stærð meltingarvegar rjúpna á milli ára og eins innan ársins. Ólafur sagði þetta endurspegla breytingar í melt- anleika fæðunnar. „Ef fæðan er tormelt, eins og á veturna, þá stækkar meltingarkerfi fuglanna á undrastuttum tíma. Melt- ingarkerfið inniheldur þá meiri fæðu og gegnumstreymið er hægara en ef fæðan er auðmelt,“ sagði Ólafur. Hann sagði að meltingarvegur orra- fugla, sem rjúpan tilheyrir, lengdist, það er bæði garnir og botnlangar. Fóarnið, sem hefur svipað hlutverk hjá rjúpum og munnur manna, stækkar einnig. Rjúpan safnar stein- um í fóarnið sem hjálpa við að mylja fæðuna og samsetning steinanna breytist einnig með fæðunni. Breyt- ingin á meltingarkerfinu gengur svo til baka þegar fæðan verður auðmelt- ari, eins og t.d. á sumrin. Vill fá vængi, hausa og innyfli Sem fyrr óskar Ólafur eftir því að rjúpnaveiðimenn sendi honum annan vænginn af þeim fuglum sem þeir veiða ásamt upplýsingum um veiði- mann og veiðislóð. Einnig óskar hann eftir að fá senda sarpa og melting- arvegi úr nokkrum rjúpum vegna eit- urefnarannsókna Jennifer Forbey. „Ef menn eru tilbúnir að taka þátt í þessu þá bið ég þá að halda eftir sarpi og meltingarvegi þegar gert er að afla. Hafa hvern fugl sér í poka þ.e. garnir, sarp, haus og væng, og frysta,“ skrifaði Ólafur í bréfi til rjúpnaskyttna. Léleg afkoma rjúpna á Austurlandi 2015  Spurning hvort eldgosið í Holuhrauni hafði áhrif? Viðkoma rjúpu á Norðausturlandi 1981-2016 Hver punktur táknar eitt ár Heimild: Náttúrufræðistofnun Íslands 10 8 6 4 U ng ar á kv en fu gl 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 Hinn 1. janúar á næsta ári tekur gildi lagabreyting sem snýr að lögum um veitingastaði, gististaði og skemmt- anahald. Meginmarkmið breyting- anna er að koma til móts við þá þróun sem orðið hefur í framboði gistirýma, segir á vef atvinnuvegaráðuneytisins. Eftirlitsaðili með heimagistingu er Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæð- inu, samkvæmt reglugerð um gisti- staði og veitingastaði sem hefur verið send út til umsagnar. Þar kemur fram að Sýslumann- inum á höfuðborgarsvæðinu verður heimilt að leggja stjórnvaldssektir á hvern þann sem rekur heimagistingu án skráningar eða selur gistingu til samanlagt lengri tíma en 90 daga inn- an hvers almanaksárs af lögheimili eða öðru húsnæði í persónulegri eigu, eða hvort tveggja, eða hefur hærri tekjur af sölu gistingar en nemur við- miðunarfjárhæð. Viðmiðunarfjár- hæðin stendur nú í einni milljón kr. á ári. Auk framangreinds atriðis kveður reglugerðin á um að lögreglu verði heimilt að leita atbeina lögreglu við eftirlit með heimagistingu til þess að sannreyna hvort útleiga í formi heimagistingar sé starfrækt á við- komandi stað. Þá skal Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu meðal annars fylgjast með þeim miðlum þar sem heimagisting er auglýst. Aukið eftirlit með heima- gistingu Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framsýn skólafélag ehf., sem rekur grunnskólann Nú, hefur sótt um undanþágu frá viðmiðunarreglum um fjölda salerna í húsnæði skólans í Flatahrauni 3 í Hafnarfirði. Sam- komulag hefur verið gert við aðra sem eru með starfsemi í húsinu um að nemendur fái sérafnot af þeim klósettum sem eru á hæð skólans en starfsfólk í húsinu noti önnur klósett í húsinu. Í skólanum sem tók til starfa í haust eru 35 nemendur í 8.-10. bekk. Samkvæmt pappírum sem miðað er við þarf 3 sérstök salerni fyrir skóla ef nemendur eru á bilinu 25 til 50. Samkvæmt því ætti skólinn að hafa þrjú klósett til reiðu fyrir nemendur. Svo háttar til í Flatahrauni 3, þar sem vel að merkja lengi var rekinn iðnskóli, að tvö klósett eru á annarri hæð hússins þar sem skólinn er til húsa ásamt annarri starfsemi. Á neðri hæðinni eru átta eða níu kló- sett til viðbótar. Skólafélagið telur að tvö klósett dugi nemendum, eins og starfsem- inni er háttað, og sótti um undan- þágu til umhverfisráðuneytisins. Jafnframt þurfti að sækja um und- anþágu frá þeirri reglu að vaskur skuli vera í hverju kennslurými. Þarna eru þrjár stofur og hafa verið settir upp tvær handlaugar og einn vaskur í einu rýminu. Ráðuneytið hefur ekki afgreitt erindið. Nemendur kvarta ekki Af þessum ástæðum hafa orðið tafir á því að heilbrigðisnefnd Hafn- arfjarðar og Kópavogssvæðis veiti skólanum starfsleyfi. Stjórnendur skólans hafa nú gert samkomulag við önnur fyrirtæki í húsinu um að starfsfólk noti salernin á fyrstu hæð- inni og klósettin tvö á efri hæðinn verði sérmerkt nemendum. Sigríður Kristjánsdóttir, rekstr- arstjóri skólans, segir að kannanir meðal nemenda sýni að gott aðgengi er að vöskum og salernum, engar biðraðir eða önnur vandamál. Hún segir að skólastarfið sé óhefðbundið, nemendur allir á aldrinum 13-16 ára og þjóti á milli kennslurýma í Flata- hrauni, Tækniskólanum, Flensborg- arskóla og Suðurbæjarlaug. Segist hún sammála því að reglurnar geti átt við fjölmenna grunnskóla en óþarfi sé að vera með sömu viðmið þar sem kennsluhópar eru ólíkir, eins og í þeirra skóla. Hún bætir því við að iðnskóli hafi verið starfræktur í þessu sama húsnæði við sömu að- stæður. Þar hafi einnig verið börn við nám, aðeins eldri. Heilbrigðisnefndin veitti skól- anum starfsleyfi til bráðabirgða, á meðan erindi skólans er til með- ferðar hjá ráðuneytinu. Starfsleyfið gildir þó aðeins til áramóta. Morgunblaðið/Þórður Nú Gísli Rúnar Guðmundsson skólastjóri og Kristján Ómar Björnsson heilsustjóri stofnuðu nýja unglingaskólann í Hafnarfirði. Þriggja salerna krafist þótt tvö dugi Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum 2.990kr 3.990kr Jólatilboð LED útiseríur 50 ljósa Samtengjanlegar LED. 14500290-293 LED Seríur, margir litir LED útiseríur 100 ljósa Samtengjanlegar LED. 14500294-297 4.490kr 5.990kr Jólatilboð 25% afsláttur HLUTI AF BYGMA Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur og m yn da ví xl ,ú rv al ge tu rv er ið m is m un an di m ill iv er sl an a. mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.