Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 Ég er að gefa út ljóðabók í dag, á afmælisdaginn,“ segir Guð-mundur Sæmundsson sem er orðinn sjötugur. Bókin heitir Ísjöunda himni býr sólin og verður útgáfuteiti haldið í Penn- anum-Eymundsson í Borgarkringlunni kl. 17.00-18.30. „Ég hef í hyggju að halda áfram að yrkja og stefni að því að gefa út fleiri bækur með gömlum og nýjum ljóðum og ljóðaþýðingum og mun hver um sig fjalla um af- markað efni. Fyrsta bókin er um ástina. Ég hélt svo veglega veislu þegar ég varð sextugur að ég lifi á því enn og ætla því að leyfa bókinni minni að eiga daginn að þessu sinni. Hún verður til sölu í versl- unum Pennans á höf- uðborgarsvæðinu og Akureyri og í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. „Ég hef alltaf verið að yrkja þótt ekki hafi áður komið út ljóðabók eftir mig. Ég hef þó gefið út þýðingar eftir þrjá höfð- ingja, þá Hó Chí-Mính, Maó Tse-túng og Leonard Cohen. Ég þýddi einnig á sínum tíma 40 söngva eftir Bob Dylan en fékk ekki leyfi til að gefa þá út. Ég kíkti á þessar þýðingar nýverið og er með þrjár þeirra í ljóða- bókinni. Ég tel Nóbelsverðlaun Dylans mjög verðskulduð, þau vekja athygli á honum sem skáldi og á þessari tegund ljóðlistar.“ Guðmundur lætur af störfum sem aðjunkt við Háskóla Íslands í dag. Hann vinnur þó áfram að rannsóknum sínum á afstöðu Íslendinga til siðferðis í íþróttum. „Þeirri rannsókn lýkur í vetur og er ég einnig að skrifa bók um sama efni. Doktorsritgerð mín var um orðræðu um íþróttir og þetta er hvorttveggja framhald af því.“ Guðmundur lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2014. Hann hefur m.a. starfað við rit- og útgáfustörf og kennt við Framhaldsskólann í Skógum og Menntaskólann á Laugarvatni og við Verkmenntaskólann á Akureyri sem fjarkennari. Einnig hefur hann verið fjarkennari við Linné- háskólann í Växjö í Svíþjóð. Hann hefur starfað við KHÍ, síðar Menntavísindasvið HÍ, frá 2001 sem aðjunkt í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands á Laugarvatni og í Reykjavík. Eiginkona Guðmundar er Ingibjörg Jónsdóttir Kolka, doktorsnemi og menntaskólakennari, og börn hans eru Ólafur Kristinn, Guðrún Árný, Friðrik, Atli Sævar, Heimir Dúnn og Kristófer Jökull. Hann á níu barnabörn og tvö barnabarnabörn. Í Ósló Guðmundur Sæmundsson. Gefur út sína fyrstu ljóðabók í dag Guðmundur Sæmundsson er sjötugur Ó lafur fæddist í Reykja- vík 3.11. 1986 en ólst upp í Mosfellsbæ. Fyrir utan það að prakkarast í Mosfellsbænum dvaldi Ólafur stundum hjá frændfólki sín- um í móðurætt í Húnavatnssýslunni á sumrin: „Þetta var skemmtileg til- breyting frá malbikinu í Mosó en þetta var nú aldrei lengi í einu, yfir- leitt með pabba og mömmu og ég var aldrei alvöru vinnumaður í sveit eins og tíðkaðist með stráka hér áð- ur fyrr. En ég kynntist engu að síður lífinu á landsbyggðinni og er þakk- látur fyrir það.“ Ólafur gekk í Varmárskóla, stund- aði tónlistarnám við Tónlistarskól- ann í Mosfellsbæ frá sex ára aldri, fyrst á píanó í einn vetur en síðan á trommur, stundaði nám við Tónlist- arskóla FÍH á unglingsárunum, lauk stúdentsprófi frá Borgarholtsskóla af listnámsbraut og stundaði nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands í eitt ár. Ólafur hefur starfað með ýmsum Ólafur Arnalds tónlistarmaður – 30 ára Með systkinum sínum Frá vinstri: Stefán, Ásdís Aðalbjörg, Ari Pálmar, Hólmfríður Ósk (Fríða) og afmælisbarnið. Ætíð með tónlist í höfðinu Margverðlaunaður Ólafur er kampakátur er hann hampar BAFTA- verðlaununum fyrir tónlistina í bresku sjónvarpsþáttunum Broadchurch. Kópavogur Marey Kjartansdóttir fæddist í Reykjavík 8. september 2015. Hún vó 4.032 g og var 50,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Kjartan Benediktsson og Lísa Anne Libungan. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjónAllir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið hjá Progastro Heildarlausnir fyrir heimilið Allt fyrir eldhúsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.