Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 LANDSKJÖRSTJÓRN Fundur um úthlutun þingsæta Landskjörstjórn kemur saman til fundar mánudaginn 7. nóvember, kl. 16 til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir almennar alþingiskosningar sem fram fóru 29. október sl. Hér með er umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram við alþingiskosningarnar gefinn kostur á að koma til fundarins, sem haldinn verður á 2. hæð í Austurstræti 8-10, Reykjavík, húsnæði nefndasviðs Alþingis. Gengið er inn frá Vallarstræti. Reykjavík, 1. nóvember 2016. Landskjörstjórn. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Einn þeirra sem nú setjast á þing er Njáll Trausti Friðbertsson, flug- umferðarstjóri á Akureyri. Þar sem flugumferð- arstjórar eru ekki á hverju strái á Akureyri snéri Morgunblaðið sér til Isavia og spurðist fyrir um hvernig brugðist yrði við því að einn af þremur flugumferð- arstjórum á Akureyrar- flugvelli léti nú af störfum. „Verið er að skoða hvernig við get- um áfram sinnt sem bestri þjónustu til notenda flugvallarins í ljósi þess að einn af starfandi flugumferðastjórum hefur verið kosinn á þing,“ segir Gunnar K. Sigurðsson hjá Isavia. Þrír flugumferðarstjórar eru nú þegar í þjálfun fyrir Akureyr- arflugvöll að sögn Gunnars. Þeir verða komnir með réttindi til þess haustið 2017 en þangað til verða tveir fastir flugumferðarstjórar á Akureyri í fullu starfi. Þá sé verið að skoða möguleikann á því að manna einstaka tímabil með fluguferðarstjóra úr Reykjavík, sem hefur réttindi á Ak- ureyri. Gunnar segir að á þeim tíma- bilum sem ekki sé hægt að veita flug- umferðarþjónustu verði veitt AFIS-þjónusta líkt og t.d. á flugvöll- unum á Egilsstöðum og Ísafirði. Í AFIS-þjónustu felst flugupplýs- ingaþjónusta þar sem ekki er um að ræða beina stjórnun flugumferðar. Þess í stað eru flugmanni veittar nauðsynlegar upplýsingar um veð- urskilyrði, ástand brauta og aðra flugumferð sem varðar öryggi flugs- ins að flugvellinum og lendingu á hon- um, segir Gunnar. Flugfélag Íslands flýgur margar ferðir á dag til Akureyrar. Á Ak- ureyrarflugvelli hefur Norlandair bækistöðvar sínar og þar er miðstöð sjúkraflugs á Íslandi sem Mýflug sinnir. Fækkar um einn í flug- turninum á Akureyri Njáll Trausti Friðbertsson  Tveir flugumferðarstjórar verða í föstu starfi á vellinum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Umferð Frá Akureyrarflugvelli. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Niðurstaðan núna er að fela for- manni Sjálfstæðisflokksins umboð til myndunar ríkisstjórnar sem njóti stuðnings meirihluta á Alþingi,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, for- seti Íslands, er hann ávarpaði fjöl- miðlamenn á Bessastöðum í gær eftir fund sinn með Bjarna Bene- diktssyni, formanni Sjálfstæðis- flokksins. Eftir nýliðnar alþingiskosningar er Sjálfstæðisflokkurinn langstærsti flokkurinn á þingi, með tæplega 30% fylgi í kosningunum og 21 þingmann. „Það er ljóst að í stöðunni, eins og hún er núna, er þessi kostur vænlegastur til árangurs,“ sagði Guðni Th. ennfremur, en hann bað jafnframt Bjarna um að gefa sér „skýrslu“ um gang stjórnarmynd- unarviðræðna. Að sögn forseta mun Bjarni setja hann inn í gang mála um helgina eða við upphaf næstu viku. Bjarni og Katrín funda næst Fyrstu skref Bjarna, eftir að hafa fundað með þingflokki sínum í Val- höll að loknum fundi með forseta, var að eiga samtal með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsókn- arflokksins. Hittust þeir í ráð- herrabústaðnum við Tjörnina í Reykjavík. Bjarni vildi ekki veita viðtal að fundi loknum en sagðist þó ætla að funda næst með Katrínu Jakobs- dóttur, formanni Vinstri grænna. Munu þau hittast klukkan 10 í dag en því næst ætlar Bjarni að ræða við hina formenn stjórnmálaflokka á þingi og verða þeir fundir haldnir í röð sem ákvarðast eftir þingstyrk flokkanna. Áður en Bjarni fór frá Bessastöð- um í gær ræddi hann stuttlega við fjölmiðlamenn. Sagðist hann m.a. ætla að nýta næstu daga vel. „En þetta getur auðvitað alltaf tekið ein- hvern tíma, sérstaklega þegar fyrir liggur að það mun ekki duga að fá tvo flokka saman til að mynda meirihluta,“ sagði hann. Þá sagðist Bjarni ekki vera með „neina fyrirframgefna niðurstöðu“ og útilokar því enga valkosti – þeir ráðast af samtölum hans við for- menn hinna stjórnmálaflokkanna. Horfi í átt til framtíðar Formenn allra flokka á þingi hafa undanfarna daga átt í samtölum sín á milli, þótt engar formlegar við- ræður hafi hafist fyrr en í gær, og sagði Bjarni þessi samtöl m.a. hafa leitt í ljós að menn væru að verða „afslappaðri“ með hverjum degi. „Mér hefur þótt vera ákveðin þversögn í því að menn segi annars vegar að það séu skilaboð í þessum kosningum að menn vilji breiðara samstarf, en síðan eru menn upp- teknir í því að útiloka hver annan. Mér fannst það ekki alveg nógu góð byrjun á því að vinna úr niðurstöðu kosninganna. En ég er ágætlega bjartsýnn á að við náum að horfa aðeins lengra inn í framtíðina og líta á kosningarnar sem upphaf á nýju kjörtímabili þar sem öllu skiptir að velta fyrir sér málefnasamningi inn í framtíðina, en vera ekki of upp- tekin af því hvað var á dagskrá á síðasta kjörtímabili,“ sagði Bjarni við fjölmiðlamenn. Var hann á fundinum m.a. spurð- ur út í hugsanlegt stjórnarmynstur Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíð- ar og Viðreisnar, sem gæfi 32 þing- menn. Sagði Bjarni það vera „mjög knappan“ meirihluta. Málefnin ráða för Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, staðfesti við Morg- unblaðið í gærkvöldi að hún ætti fyrsta fund með Bjarna í dag. „Ég var kosin til að vinna að mál- efnum félagshyggjunnar. Það hefur auðvitað verið langt á milli okkar málefnalega, en auðvitað fer ég og hitti Bjarna og heyri hvað hann hef- ur að segja,“ sagði hún. „Samtal er alltaf þess virði – sama hverju það kann að skila.“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í samtali við blaðið það hafa verið „frekar óraunhæft“ hjá Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, að sækjast eftir því að leiða stjórnarmyndun. „Ég held að forseti vilji stíga varlega til jarðar og átti því ekki von á neinu öðru en að Bjarni fengi umboðið,“ sagði hún. Aðspurð sagðist hún ekki eiga sér neitt óska stjórnarmynstur sem innihéldi Sjálfstæðisflokkinn sem leiðandi afl. „Mér þætti hins vegar mjög jákvætt ef hægt yrði að koma á minnihlutastjórn. Það væri mjög hollt fyrir lýðræðið okkar, einkum í ljósi þess að áhersla hefur verið á að ná fram meiri sátt og breyta andanum á þingi,“ sagði Birgitta. Óttarr Proppé, formaður Bjartr- ar framtíðar, sagði tíðindi gærdags- ins ekki hafa komið sér á óvart. „Þetta er bara næsta skref í þessari óvenjulegu og óljósu stöðu. Það verður eflaust þrautin þyngri að koma þessu saman,“ sagði hann og bætti við: „Björt framtíð og Viðreisn hafa ákveðið að standa saman, ef til kem- ur, í stjórnarmyndunarviðræðum. Við tökum auðvitað ábyrgðina al- varlega, þ.e. að mynda starfhæfa stjórn, en við tökum ekki þátt í slíku nema það sé utan um málefni og áherslur sem við trúum á og treystum.“ Logi Már Einarsson, nýr formað- ur Samfylkingarinnar, sagði að hann hefði heldur viljað sjá for- mann Vinstri grænna fá tækifæri til að mynda nýja ríkisstjórn. Ekki náðist í Benedikt Jóhann- esson, formann Viðreisnar. Sjálfstæðisflokkurinn er „vænlegastur til árangurs“  Bjarni Benediktsson fékk umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar Íslands Morgunblaðið/Árni Sæberg Bessastaðir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hittust á fundi í gær þar sem Bjarni fékk umboð til að mynda næstu ríkisstjórn. Fyrsti fundur hans var með Framsókn. Nafn Gunnars Braga Sveinssonar, oddvita Framsóknarflokks í Norð- vesturkjördæmi, var oftast strikað út af nöfnum þeirra sem buðu sig fram í kjördæminu. Nafn hans var alls strikað út 371 sinni, eða í 10,65% atkvæða B-listans, sem voru 3.482 talsins. Alls strikuðu 198 manns yfir nafn Birgittu Jónsdóttur, oddvita Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, eða 2,98% þeirra sem kusu flokkinn í kjördæminu. Á lista Sjálfstæðisflokks var oftast strikað yfir nafn oddvitans Guð- laugs Þórs Þórðarsonar, en 161 strikaði út nafn hans, sem jafn- gildir 1,89% atkvæða flokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, í 2. sæti listans, var strikuð út 123 sinnum. Í Reykjavíkurkjördæmi suður var oftast strikað yfir nafn Ólafar Nordal efsta manns á lista Sjálf- stæðisflokksins, alls 111 sinnum eða í 1,24% tilvika. Í Suðurkjördæmi var oftast strikað yfir nafn sjálfstæð- ismannsins Ásmundar Friðriks- sonar eða 168 sinn-um sem nemur um tveimur prósentum af at- kvæðatölu listans. Í Norðausturkjördæmi var oft- ast strikað yfir nafn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og í Suð- vesturkjördæmi yfir nafn Þorgerð- ar Katrínar Gunnarsdóttttur eins og greint var frá í blaðinu í gær. Byggt er á skýrslum yfirkjör- stjórna til landskjörstjórnar og Hagstofu Íslands. Gunnar Bragi oft strikaður út Hæstiréttur hefur heimilað fram- kvæmd krufningar á líki óþekkts einstaklings sem fannst við Sela- tanga skammt frá Grindavík í síð- ustu viku. Hugsanlega er líkið af skipstjóra frönsku seglskútunnar Red Hélol sem hefur verið saknað síðan í sumar. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður hafnað beiðni lögreglustjór- ans á Suðurnesjum um réttarkrufn- ingu. Í beiðni lögreglustjóra kemur fram að ekki er unnt að útiloka að dauðsfall hins látna verði rakið til refsiverðrar háttsemi og af þeim sökum sé nauðsynlegt að kryfja lík viðkomandi einstaklings. Fram kom fyrir dómi að leit- arhópar hafi fundið hægri fótlegg og síðar um daginn búk. Hæstiréttur heim- ilar krufningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.