Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hún Sóla sögukona tók aðsér þetta verkefni, endafinnst henni mjög gam-an að vinna með krökk- um,“ segir Ólöf Sverrisdóttir leik- kona sem margir kannast við í hlutverki hinnar 116 ára Sólu á Sögubílnum Æringja, en Ólöf sá um verkefnið Friðarbrú þar sem tengd voru saman ólík hverfi og fólk á ólíkum aldri í gegnum ljóðagerð og myndskreytingu, og nú stendur yfir sýning í Gerðubergi á afrakstr- inum. „Þemað hjá Bókmenntaborg- inni Reykjavík þetta árið er orð og mynd, og bókasöfnin voru að leita eftir hugmyndum um sýningu þar sem unnið væri með þetta þema. Þá datt mér strax í hug að leiða saman kynslóðir í textagerð og myndgerð, með því að láta leikskólabörn skrifa ljóð og eldra fólk teikna myndir við þann texta. Ég hafði gert svipað áð- ur, þegar ég leiddi saman unglinga og yngri krakka í slíku verkefni,“ segir Ólöf og bætir við að í vor þegar hún var á röltinu niðri í bæ hafi hún fengið þá hugmynd að koma með nýja vídd inn í verkefnið og tengja saman hverfi á ólíkum stöðum í borginni. „Leikskólakrakkarnir sem lögðu sitt af mörkum við ljóðagerð- ina eru í leikskólum vestur í bæ, en textinn var svo sendur upp í Gerðu- berg þar sem eldri borgararnir myndskreyttu ljóðin. Ég er staðsett með Æringja sögubílinn í Gerðu- bergi svo það voru hæg heimatökin að fá eldri borgara sem koma reglu- lega þangað í félagsstarfið til að myndskreyta friðarljóð barnanna. Ég ákvað að láta ljóðin fjalla um frið af því að í Gerðubergi hefur verið friðarþema undanfarið og þar var sýning með myndum sem málaðar voru með vatninu úr friðarsúlunni í Viðey.“ Skoðuðu friðarsúluna í Viðey Ólöf segir að Sóla sögukona hafi að sjálfsögðu aðstoðað leikskóla- börnin við ljóðagerðina, þar sem þau eru of ung til að gera það ein og óstudd. „En það dettur svo margt frum- legt og skemmtilegt upp úr krökk- unum, ég sagði þeim alltaf sögu, stundum um stríð og frið, og bað þau svo um að leggja til málanna eina setningu hvert. Hópurinn hverju sinni samdi því saman ljóðin. Það sem krakkarnir lögðu til hverju sinni fór stundum eftir því hvað hafði ver- ið í gangi, ýmist í leikskólanum eða þjóðfélaginu. Sum börnin vissu til dæmis að það væri ekki friður í Sýr- landi. Börnin í einum leikskólanum höfðu farið út í Viðey að skoða frið- arsúluna og þau voru mjög upptekin af því fyrirbæri í tengslum við friðarumræðuna okkar. Sumum börnunum fannst friður fyrst og fremst ganga út á að fá að vera í friði og ró, fá að lesa bók í friði, fá að sofa í friði og og fleira í þeim dúr. Íslensk leikskólabörn þekkja sem betur fer ekki raunverulegt stríð, það er mjög fjarri þeirra veruleika, en samt sem áður eru þau meðvituð um að grunn- inntakið í friði er ró, það að takast ekki á.“ Ólöf segir að það hafi verið skemmtilegt fyrir eldri borgarana í félagsstarfi Gerðubergs að fá í hend- ur það verkefni að taka þátt í að byggja Friðarbrú. „Þetta eru reyndar allt konur, karlarnir eru eitthvað tregari til að mæta í myndlistina, en hún Sigur- björg Jóhannesdóttir sem hefur ver- ið að kenna þeim myndlist, hún lét hverja og eina konu mála eina mynd við eitt ljóð og þetta kemur mjög vel út á sýningunni, enda er hún Kristín Þóra Guðbjartsdóttir hönnuður sem setti upp sýninguna algjör snill- ingur. Hún sér líka um að hjálpa ljóðakrökkunum að búa til friðar- fugla þegar þau koma að heimsækja Gerðuberg ásamt Ingu Maríu Leifs- dóttur, en fuglana hengja þau á trjá- greinar.“ Mætast í friði og fegurð sköpunar Byggð var friðarbrú milli hverfa og milli kynslóða, leikskólabörn sömdu ljóð og eldri borgarar teikn- uðu myndir við textann. Líf og fjör Á opnun sýningarinnar Friðarbrúar var gaman, Sigurbjörg Jóhannesdóttir hönnuður aðstoðaði börnin við friðarfuglagerð. Fuglarnir voru hengdir upp á trjágreinar inni í Gerðubergi. Morgunblaðið/Golli Sóla Hún gladdi börnin frá Ægisborg á opnuninni enda skemmtileg kerla. Saman Börnin skoða myndir sem eldri borgarar gerðu við ljóðin þeirra. 1: Friðurinn er hvítur (Vesturborg) Það er klaki yfir öllu og grýlukerti. Ísbjörn og snjór og það er friður yfir öllu og allir að róa sig niður það er sól. Og einhver að róa á sléttum sjó. Mörgæs í snjó og varúlfur í friði og ró. 2: Ljóð um frið (Ægisborg) Allt er hljótt svanur og foss tré með hreiðri í. Heimurinn er friðsæll. Nema í Sýrlandi þar er enginn friður. Foss og hreiður svartur og friðsæll hrafn sléttur sjór og sól. Tré og gras og blóm. Stjörnur á himni. 3: Þegar það er friður (Mýri) Allir í friði og ró allir eru með og allir eru vinir öllum líður vel þá er enginn að tala allir að lita eða kubba engin dýr deyja því þá borðar engin dýr. Enginn að berjast. Því það er ekkert stríð. Sápukúlur hjá Friðarsúlu. Vináttuljósið lýsir um allan heim. Þrjú af ljóðum barnanna VINÁTTULJÓSIÐ LÝSIR UM ALLAN HEIM Fuglar Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri viðburða í Gerðubergi, aðstoðar börnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.