Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 Óhóf, megalúxus, græðgi, sælusýki, en þó einhver óseðjandi ófullnægja og leiði hvert sem litið er. Það þarf að leiða börn þessa lands í skilning um tilgang- inn með jarðvistinni. Vegna óstjórnlegrar ágirndar í gerviþarfir og ímynduð verð- mæti, hafa margir rofnað úr sam- bandi við arkitekt alheimsins og lögmál tilverunnar allt um kring. Þetta ójafnvægi milli mannsins og náttúrunnar felst í röngum lífs- háttum og óeðli mannsins, því hann lifir sem óværa í umhverfi sínu, sníkjudýr, sem tekur stöðugt án þess að vilja gefa nokkuð í staðinn og þannig umgengst hann náunga sína af samviskulausu mis- kunnarleysi. Bent hefur verið á, að offita sé eingöngu eitt lítið ein- kenni þessa lífsstíls. Í aldir og árþúsund hefur Guð, þessi alheims arkitekt, reynt að forrita manninn með boðorðum sínum og lögmáli, til þess, að hann sé í samhljóman við náttúruna. Þegar Ísraelsmenn hlýddu Guði sínum með því að halda boðorðin gekk þeim allt í haginn, en þegar þeir viku af leið lögmálsins fór allt að ganga illa. Þannig var lögmálið að starfi í lífi þeirra. Svo stendur ritað í Guðs heilaga orði: „Verið vitrir í Guði og hyggnir og gerið ykkur grein fyr- ir skipulagi boðorða hans og lögmála sér- hverra athafna, svo Drottinn elski ykkur.“ (Testamenti hinna tólf ættfeðra. Samkvæmt Naftalí 8:10) Farsælt samfélag byggist á boðorðum Guðs, til þess eru þau sett. Það byggist á réttri hugsun, sem leiðir til réttra athafna, sem aftur skapar samfélag sannrar vel- ferðar. Líf manna þessa lands snýst því miður fremur um söfnun veraldlegra forgengilegra muna, heldur en andleg auðæfi. „Sá mað- ur, sem er fátækur og laus við öf- und, sem þakkar Guði í öllum hlutum, er ríkastur allra manna.“ (Testamenti hinna tólf ættfeðra. Samkvæmt Gad 7:6) Sú óstjórnlega neysla og rudda- legu kröfur, sem svipt hafa fólk viti og skynsemi í þjóðfélagi nú- tímans mun eingöngu leiða til auk- innar vansældar, vandamála og hnignunar. „Hegðið yður eigi eftir öld þess- ari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna hver sé vilji Guðs, hið góða fagra og full- komna.“ (Rómverjabréfið 12:2) Við erum hvött til þess í Guðs orði, „að afneita óguðleik og ver- aldlegum girndum og lifa hóglát- lega, réttvíslega og guðrækilega í heimi þessum“. (Títusarbréfið 2:12) Líftími manna er eingöngu um það bil áttatíu ár. Í samanburði við eilífð annars heims er líftími mannsins ákaflega stuttur. Vegna vanþekkingar á guðsorði er verð- mætaskyn mannsins eingöngu bundið við áþreifanlega og tím- anlega hluti og glingur, sem hann skilur alla eftir við brottför af þessum heimi. Það er í musteri hjartans, sem hin sönnu auðæfi eru að finna, þó ósýnileg séu mannlegum augum. Það er með þessum sérstöku andlegu fjár- sjóðum, sem fylla þarf með tóma- rúm hjartans, því þangað inn fær hið veraldlega og verðlausa gling- ur ekki komist. Fólk streitist þó af öllum lífs og sálarkröftum við að yfirfylla botnlausa hít græðginnar með gerviþörfum neyslusýkinnar í græðgifaraldri nútímans, sem enga lífsfyllingu megnar að veita glorsoltnum sálum. Samkvæmt lögum Eftir Einar Ingva Magnússon Einar Ingvi Magnússon » Líf manna þessa lands snýst því mið- ur fremur um söfnun veraldlegra forgengi- legra muna, heldur en andleg auðæfi. Höfundur er áhugamaður um kristni og samfélag. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Tvímenningsmót Súgfirðingafélagsins Í byrjun gormánaðar var önnur lota um Súgfirðingaskálina, tvímenn- ingsmót Súgfirðingafélagsins, spiluð. 14 pör mættu til leiks á mildu vetr- arkvöldi í sláturtíð og skemmtu sér vel. Ásgeir Ingvi Jónsson og Sigurður G. Ólafsson unnu öruggan sigur enda voru þeir forystusauðir allt kvöldið. Úrslit úr annarri lotu, meðalskor 156 stig: Ásgeir I. Jónsson - Sigurður G. Ólafss. 195 Kristján Pálsson - Ólafur Karvel Pálss. 178 Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 176 Alda S. Guðnad. - Ólöf Þorsteinsd. 172 Heildarstaðan: Ásgeir I. Jónsson - Sigurður G. Ólafss. 373 Kristján Pálss. - Ólafur Karvel Pálsson 370 Gróa Guðnad. - Alda S. Guðnad. 336 Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 334 Alls verða spilaðar sjö lotur um Súgfirðingaskálina og gilda sex bestu skorin til verðlauna. Næst verður spilað 28. nóvember í fyrri hluta ýlis. Guð hafði séð Björn Eysteinsson missa bústofninn og flytja til heiðar með fjölskylduna heyrt þaðan bænir blandaðar hrotum erfiðismannsins en núna kom barnslegt hrópandi ákall ó haltu mér í hönd og leiddu vil ég þín minnast viti ég snauðan kenna á köldu. Sjálfsævisaga Björns Eysteins- sonar (1848-1939) er hin merkasta og þá einkum sem heimild um lífs- baráttu fólks á harðindaárunum upp úr 1880. Þessi húnvetnski harðjaxl komst ungur í allgóð efni en vegna harðinda og hallæris missti hann nær allt sitt og komst í örbirgð og skuldir. Hann greip þá til þess ráðs að reisa nýbýli frammi á heiði og flytja þangað. Óhöppin héldu þó áfram og margt varð til þess að stýra honum stormi í fang. Kom svo að fjölskyldan lifði mjólk- urlaus á grasalími vikum saman og lá við örvæntingu. Þá leitaði Björn til Guðs. Bæn- arsamtal hans við Guð og bæn- heyrslan er hin fegursta ást- arsaga ef svo má að orði komast. Hér er gripið niður í kjarna bók- arinnar: „Nú fækkuðu ráð. Ég lít yfir mitt lifða líf og sé engan árangur af því nema eintómt arg og amst- ur, fáir sólskins- blettir … Ég skil varla, að guð hafi bara til þess arna skapað mig og ætli mér svo ekki lengra líf og dettur mér í hug, að guð hafi gjört þetta eins og annað af vísdóms- fullu ráði sínu allt mér til góðs til að beygja mig undir sína voldugu hönd og sýna mér hvað þeir ættu, sem væru í svipuðum kringumstæðum. Ég bið drottin minn og knýi á, að hann láni mér efni mín aftur, hann einn geti hjálpað og hann ætti ég hægast með að biðja og lofa á móti, þar sem ég sæi þann, sem bágt ætti, skyldi ég gleðja hann ætíð ef hægt væri. Ég stend mikið rólegri upp frá bæninni og taldi víst, að það myndi rætast úr þessu, fer til konu minnar og hughreysti hana og legg niður, hvernig við skul- um hafa þetta og þetta, þetta lagist brátt aftur, ég sé fullviss um það, ég hafi góða heilsu enn og fullt þrek til að vinna…“ Björn varð vellríkur og gleymdi aldrei samningnum við Guð sinn. Hann stórgaf fátækum og skuldugum allt sitt líf án þess að hrópa á torgum. Björn Eysteinsson, fjallabónd- inn á Réttarhóli, er forfaðir margra þekktra Íslendinga. Guð og Björn Eysteinsson Eftir Helga Kristjánsson Helgi Kristjánsson » Björn Eysteinsson, fjallabóndinn á Réttarhóli, er forfaðir margra þekktra Íslendinga. Höfundur býr í Ólafsvík. Í Morgunblaðinu 19. september síðastliðinn á Guðni Einarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, athyglisvert spjall við Ólaf K. Nielssen, helsta rjúpnasérfræðing Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þar kemur fram að rjúpnastofninn sé mjög lítill, varla sjálfbær, en orsak- ir þess óþekktar. Rjupnastofninn hafi tekið stórarn vaxtarkipp 2003 og 2004. Þá telur Ólafur ekki rétt að sleppa rjúpnaveiði í ár því fuglinn eigi að njóta vafans. Skilji nú fræðinginn hver sem getur, en það sem mér sýnist án vafa er að það þarf að ná rjúpunni upp jafn- vel með einhverra ára friðun. Ólafur segir einnig að veiðiafföll hafi verið vanmetin þannig að stress og ónæði 12 veiðidaganna undangengin haust virðist hafa valdið óvæntum búsifjum og dregið úr viðkomu þessa, við eðlilegar aðstæður þessa gríðarlega frjósama, fuglastofns. Ég og fleiri gamalreyndir veiðimenn hafa opinberlega margbent á að heimskulegur, ólöglegur og siðlaus haglaaustur úr marghlæðum allt of margra veiðimanna á fljúgandi rjúpur sem særist þá og lim- lestist valdi gríðarlegum duldum afföllum. Síðan svar- ar Ólafur spurningu um áhrif refs á fuglastofninn svo: „Áhrif tófunnar, ef einhver eru, eru væntanlega þau að halda rjúpnastofninum niðri.“ Tveir fremstu og merkustu vísindamenn þjóð- arinnar á þessum vettvangi, Páll Hersteinsson og Snorri Baldursson, hafa báðir bent á að rjúpa sé allan ársins hring aðalfæða refa. Fyrir tilverknað stjórn- valda meðal annars, húsbænda Ólafs, hefur refastofn- inn margfaldast á síðustu 30 árum. Í áratugi var rjupnaveiðitímabilið um 80 dagar, sem fóru svo nýver- ið niður í 12 og ef að þeir, að mati Ólafs, fara svona illa í fuglinn, hvað má þá segja um heilsufarsáhrif af því að hafa gapandi refaskolta við stélfjaðrirnar 365 sólarhringa á ári? Indriði á Skjaldfönn. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Ógæfuleg rjúpnaspeki Rjúpa á veiðislóð Nú fer rjúpnaveiðitímabilið í hönd. Morgunblaðið/Ingó ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.