Morgunblaðið - 07.11.2016, Page 1

Morgunblaðið - 07.11.2016, Page 1
M Á N U D A G U R 7. N Ó V E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  261. tölublað  104. árgangur  SKÓLADRAUG- URINN LIFIR GÓÐU LÍFI SPÁ ÁFRAM VEIKINGU ALFREÐ Á ÓSKALISTA ÞJÓÐVERJA BRESKA PUNDIÐ 14 HANDBOLTI ÍÞRÓTTIRBÓKAVERÐLAUN 12 AFP Kosningar FBI segir ekkert saknæmt hafa fundist í nýjum tölvupóstum Hillary Clinton.  Yfirmaður bandarísku alríkislög- reglunnar (FBI), James Comey, segir ekkert saknæmt hafa fundist í tölvupóstum forsetaframbjóðand- ans Hillary Clinton, en stofnunin tók tölvupóstana aftur til rann- sóknar eftir að áður óséðir póstar fundust í lok síðasta mánaðar. Í júlí sagði Comey að Clinton hefði sýnt kæruleysi þegar hún sendi og tók við tölvupóstum þegar hún gegndi embætti utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, en það væri ekki saknæmt. Kosið verður til forseta Banda- ríkjanna á morgun og hefur Clinton forskot á Donald Trump samkvæmt nýjustu könnunum. Báðir fram- bjóðendur hafa þéttbókaða dagskrá í dag. »15-16 FBI segir ekkert saknæmt vera í póstum Hillary Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Lögregla hefur grunsemdir um að hingað komi menn til starfa, til dæmis í byggingariðnaði, sem séu gerðir út á vegum mansalshringja erlendis. Til stendur að kanna þessi mál frekar á næstunni. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður deildar skipulagðrar glæpastarfsemi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Morgunblaðið. Hjá deildinni, sem tók til starfa fyrir nokkrum misserum með breyt- ingum og uppstokkun á starfsemi LRH, er sérstakur fulltrúi sem sinn- ir mansalsmálum, sem eru nokkuð stór málaflokkur. Fulltrúinn hefur kannað stöðu mála þar sem ýmsar stórframkvæmdir standa yfir, það er hvort byggingaverkamenn þar svo og fólk af erlendum uppruna sem starfar í ferðaþjónustunni hér á landi séu hugsanleg fórnarlömb mansals. Í þessari vinnu hefur lögreglan haft með sér fulltrúa stéttarfélaga, ríkisskattstjóra, Vinnueftirlits og fleiri. Ekkert staðfest hefur þó kom- ið út úr þessari rannsókarvinnu, enn sem komið er, svo sem að slíkt mál endi með aðkæru og dómi. „Með nýjum aðferðum í rannsóknum og betri þekkingu getum við kafað dýpra í þessi mansalsmál, til dæmis þau sem tengjast vændi,“ segir Grímur. Grunsemdir um mansal  Byggingariðnaður og ferðaþjónusta í skoðun hjá lögreglu  Fólk við störf á Íslandi hugsanlega gert út á vegum aðila erlendis  Nýjar rannsóknaraðferðir MViljum ofar... »6 PJ Harvey, sem verið hefur í fremstu röð hljóm- listarkvenna í langan tíma, sló botninn í tón- listarhátíðina Iceland Airwaves þegar hún hélt stórtónleika í Valshöllinni í gærkvöldi. Hátíðin er sögð hafa gengið afar vel í ár, en alls komu þar fram um 220 listamenn á tæplega 300 tón- leikum. Áhorfendur eru ekki einir um að hafa skemmt sér á hátíðinni því erlendu listamenn- irnir eru einnig sagðir vera í skýjunum. »26-27 Morgunblaðið/Freyja Gylfa Um 220 listamenn á nærri 300 tónleikum á Iceland Airwaves og almenn ánægja með hátíðina Rokkuðu sig inn í nóttina  Alls tóku ríf- lega 400 björg- unarsveitarmenn víða um land þátt í útköllum helgarinnar, þar af nærri 200 í leit að tveimur rjúpnaskyttum á Snæfellsnesi. Skytturnar komu í leitirnar í gær, hraktar og kaldar, eftir að hafa verið týndar í sólarhring. Þá var leitað að rjúpnaskyttu við Botns- súlur á laugardag og í gærkvöldi var maður sóttur upp í Gunnólfs- víkurfjall á Langanesi, en sá kom sér þar í sjálfheldu. »2 og 4 Um 400 manns tóku þátt í leit um helgina „Okkur hérna á Orkustofnun finnst mikilvægt að eiga þessi samtöl. Ég tel að sveitarfélögin hafi ekki áttað sig á stöðunni. Sjálfsagt halda marg- ir að einhver beri ábyrgð á því að tryggja orkuöryggi og framboð raf- orku en svo er ekki,“ segir Erla Björk Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri hjá Orkustofnun, sem hefur verið að funda með sveitarfélögum um stöð- una í orkumálum á viðkomandi svæði. Áhyggjur eru uppi víða um land um flutningskerfi raforku og ótryggt afhendingaröryggi. „Þetta er virkilegt áhyggjuefni því byggðalínan ræður ekki við þetta,“ segir Anna Alexandersdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Erla Björk segir að flutningskerf- ið sé nánast sprungið. „Það hefur gengið illa að byggja upp flutnings- kerfið, þannig að það gengur mjög erfiðlega að flytja orku um landið. Ef menn vilja uppbyggingu á sínum svæðum verða þeir hinir sömu að láta sig orkumál varða. Þetta mun ekki gerast af sjálfu sér,“ segir Erla, en Orkustofnun hefur óskað eftir samvinnu við sveitarfélögin um að kanna möguleika á virkjunum. »10 Flutningskerfi raf- orku nær sprungið Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi í gær símleiðis við Guðna Th. Jóhannes- son, forseta Íslands. Þetta staðfestir forsetaskrifstofan við blaðið, en efni símtalsins fékkst ekki uppgefið. Bjarni hafði áður sagst ætla veita forseta upplýsingar um gang kom- andi stjórnarmyndunarviðræðna og var helgin m.a. nefnd í því samhengi. Frá því að Bjarni tók við umboði til stjórnarmyndunar frá forseta Ís- lands hefur hann átt formlega fundi með forsvarsmönnum allra flokka á Alþingi auk þingflokks síns. Morgunblaðið hafði í gær samband við forsvarsmenn flestra þessara flokka og segja þeir m.a. næstu skref byggjast á trausti og trúnaði. „Staðan er þessi; það eiga sér stað óformleg samtöl á milli forystufólks. Menn eru bara að hugsa hvað ber í milli, hverjir geta starfað saman og hvernig næsta kjörtímabil mun líta út,“ sagði einn þeirra. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði Bjarna hafa hringt í sig síðdegis í gær. »2 og 4 Kynnti forseta stöðuna  Bjarni hringdi í Guðna og formann Bjartrar framtíðar Bjarni Benediktsson Guðni Th. Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.