Morgunblaðið - 07.11.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.11.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 Áætlað er að halda bæjarstjórnar- fund í Grindavík á morgun þar sem starfslokasamningur við Róbert Ragnarsson bæjarstjóra verður tek- inn fyrir. Fundurinn verður lokaður og er ástæða þess sögð sú að á hon- um verða lögð fram trúnaðargögn. Marta Sigurðardóttir, bæjar- fulltrúi fyrir Samfylkinguna, stað- festi þetta við Morgunblaðið og gagnrýnir um leið að fundurinn verði haldinn fyrir luktum dyrum. Langur aðdragandi að baki „Samkomulag á milli bæjarstjóra og meirihlutans um starfslok liggur fyrir,“ sagði hún og bætti við að bæjarstjóri og meirihluti í bæjar- stjórn Grindavík- ur, þ.e. Sjálfstæðis- flokkur og Listi Grindvíkinga, hefðu unnið að starfslokasamn- ingnum í langan tíma. „Það hefur því verið ljóst í nokk- urn tíma í hvað stefndi en þetta hefur tekið lengri tíma en menn bjuggust við,“ sagði hún. Þá gagnrýnir Marta þá ákvörðun að loka fundinum. „Það er ekki verið að ræða brot í starfi eða eitthvað í þá áttina. Því finnst mér eðlilegra að þetta mál sé rætt á opnum fundi svo íbúar Grindavíkur viti hvernig að þessu er staðið,“ sagði hún. Róbert vildi sjálfur ekki staðfesta við blaðið að starfslok hans yrðu til umræðu á fundinum á morgun. „Ég get í raun ekki sagt neitt um þennan fund því ég mun sjálfur ekki sitja hann,“ sagði Róbert. Þá kemur fram á vefnum Grinda- vik.net að Róbert hafi í lok síðasta mánaðar tilkynnt samstarfsmönnum sínum að hann væri að hætta störf- um fyrir bæinn. Spurður út í það sagði hann það ekki vera rétt. „Nei, ég hef ekki tilkynnt starfsfólki það,“ sagði hann. khj@mbl.is Starfslokasamningur tek- inn fyrir á lokuðum fundi  Bæjarstjórn Grindavíkur kemur saman á morgun Róbert Ragnarsson Sigurður Bogi Sævarsson Kristján H. Johannessen „Sem annar stærsti flokkur lands- ins og ábyrgt stjórnmálaafl getum við ekki skellt í lás á fyrir fram ákveðna flokka í stjórnarmyndunar- viðræðum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, oddviti Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi og fyrrver- andi formaður flokksins. Í yfirstandandi viðræðum hefur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, rætt við for- menn allra flokka. Þau Bjarni og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, töluðu saman síðastliðinn fimmtu- dag. „Við höfum auðvitað talað mjög skýrt fyrir samstarfi til vinstri og alveg eins og ég mæti á þennan fund erum við alltaf tilbúin að hlusta,“ sagði Katrín í samtali við mbl.is fyrir helgina. Steingrímur J. Sigfússon segist í öllu vera sammála þeim sjónar- miðum sem Katrín Jakobsdóttir hefur sett fram eftir kosningar. „Mér finnst líklegt að viðræður um myndun ríkisstjórnar gætu tek- ið talsverðan tíma, því fulltrúar sumra flokka fara bratt í hlutina og ætla sér greinilega stóra hluti. Ef þetta fer svo að flækjast mikið munum við í VG sjálfsagt ekki skor- ast undan ábyrgð þó að áherslur okkar og Sjálfstæðisflokksins séu fjarlægar hvor annarri. Okkur í VG væri heldur enginn vandi á höndum í stjórnarandstöðu gagnvart væntanlega veikum stjórnarmeiri- hluta. Katrín hins vegar heldur á þessum viðræðum og sjálfur er ég afar sáttur við að vera kominn á hliðarlínuna,“ segir Steingrímur. Katrín Jakobsdóttir sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki hafa heyrt neitt frá Bjarna ný- lega. „Ég hef nú bara aðallega heyrt í þeim fjölmörgu fjölmiðlamönnum sem hafa verið að hringja í mig.“ Telur VG ekki geta skellt í lás fyrir fram  Steingrímur J. segir myndun ríkis- stjórnar geta tekið talsverðan tíma Steingrímur J. Sigfússon Katrín Jakobsdóttir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þegar við náðum sambandi við Neyðarlínuna, sem fann nákvæma staðsetningu, vorum við hólpnir. Við héldum því kyrru fyrir á sama stað, og eftir nokkra klukkutíma komu björgunarmenn,“ segir Valdimar Gunnar Sigurðs- son, en um kl. 14 í gær fundu björg- unarsveitarmenn hann og systur- son hans, Daða Rúnar Jónsson. Höfðu þeir þá verið villtir og týndir á rjúpnaveiðum á fjöllum á Snæfellsnesi í um sólarhring. Valdimar og Daði Rúnar lögðu upp frá Slitvindastöðum í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi á laugar- dagsmorgun og um kl. 14.30 ákváðu þeir að snúa aftur til byggða. Slökkt á farsímum „Við töldum okkur á réttri leið til baka en þegar við komum að þver- hníptu bjargi og háum fossi sem við höfðum ekki séð vissum við að leiðin væri ekki rétt. Snerum því við en komum aftur í landslag sem við þekktum ekki áður og héldum því aft- ur til baka,“ segir Valdimar. Þegar hér var komið sögu var orð- ið dimmt og ákváðu frændurnir þá að láta fyrir berast undir háum steini. „Við héldum um hvorn annan til þess að halda hita og sofnuðum aldrei,“ segir Valdimar. Rétt fyrir klukkan eitt um nóttina urðu þeir Daði Rúnar varir við þegar þyrla frá Landhelgis- gæslunni flaug yfir og ætluðu að þá myndu þeir finnast með hitamynda- vél, sem ekki tókst. „Við höfðum slökkt á símunum til að spara raf- hlöðurnar. Okkar feill var sá að halda að eigi að síður næði þyrlan að nema boð frá símanum. Síðar um nóttina heyrðum við líka hundgá og töldum okkur sjá björgunarsveitarmenn í nokkurri fjarlægð, en samt svo langt frá að við hefðum aldrei náð til þeirra og þokan var líka alveg svört,“ segir Valdimar. Einstakar hetjur Það var svo um klukkan tíu í gær- morgun, þegar bjart var orðið, sem frændurnir komust í gott farsíma- samband og gátu gert viðvart. Þá voru þeir í hlíðum Gráborgar, ofan Hestdala sem ganga inn af Kolgrafa- firði norðanvert á Snæfellsnesinu. Þangað fór björgunarsveitarfólk, en alls um 200 manns komu að aðgerð- um, sem voru erfiðar á alla lund. „Við vorum alveg búnir á því, blautir og hraktir. Björgunarsveitar- mennirnir, þessar einstöku hetjur, komu okkar strax í skjól, voru með þurr og hlý föt og fylgdu okkur svo til byggða,“ segir Valdimar, sem ásamt Daða Rúnari var í skoðun og til eftir- lits á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Stjórnstöð Um 200 björgunarsveitarmenn komu að aðgerðum á Snæfellsnesi, sem voru um margt mjög erfiðar. Vorum blautir, hraktir og alveg búnir á því  Rjúpnaskyttur týndar í sólarhring á fjöllum á Snæfellsnesi Leit að rjúpnaskyttum KO LG RA FA FJÖ RÐ UR Slitvindastaðir í Staðarsveit: Leggja af stað að morgni 5. nóv. Gráborg ofan Hestadala: Finnast um kl. 14 6. nóv. × × Lo ft m yn di re hf . Valdimar Gunnar Sigurðsson Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Samninganefndir Félags grunn- skólakennara og Sambands sveitarfélaga munu hittast á fundi í dag. Ólafur Loftsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara, segir að samninganefndin hafi nýtt helgina til funda með baklandi sínu. „Við höldum svo til fundarins og sjáum hvað við komumst langt með þetta. Við erum með ákveðið efni í höndunum og það eru öll efni til að ná þessu saman á fundinum,“ segir Ólafur. Kennarar hafa í tvígang fellt kjarasamning við Samband ís- lenskra sveitar- félaga. Fyrst felldu þeir samning sem samninga- nefnd Félags grunnskóla- kennara bar undir atkvæði þeirra í byrjun júní með ríflega 72% greiddra atkvæða. Í seinna skiptið var samningur felldur í byrjun september. Þá greiddu rúmlega 57% atkvæði gegn samningnum. jonth@mbl.is Ólafur Loftsson Segir að öll efni standi til að ná samningi í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.