Morgunblaðið - 07.11.2016, Side 12

Morgunblaðið - 07.11.2016, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Inga Mekkin Beck, höfundurSkóladraugsins, tileinkarbróður sínum bókina meðþessum orðum: „Fyrir Hans Ágúst, sem kom alltaf til bjargar í martröðum og kvaldi mig í vöku, eins og aðeins stór bróðir getur. Hann hrelldi mig með marg- víslegum hætti, en þó ekki draugasögum,“ segir Inga Mekk- in, sem í síðasta mánuði bar sigur úr býtum fyrir Skóladrauginn í samkeppninni um Íslensku barna- bókaverðlaunin 2016. Best er að láta samskipti systkinanna liggja á milli hluta og spyrja frekar hvort hún hafi trúað á drauga og kannski verið hrædd við þá? „Ég trúði statt og stöðugt á drauga þegar ég var yngri.“ svar- ar hún. „Myrkrið allt um kring heima í sveitinni á veturna ýtti undir ímyndunaraflið og stundum varð ég hræddari við það heldur en sjálfa draugana. Svo var heldur ekki einleikið með skrifstofustól sem pabbi átti og ískraði í, ég heyrði brakið oft þótt enginn væri í honum. Pabbi hafði reyndar þá kenningu að afabróðir hans væri að gera vart við sig.“ Trúir á Skóladrauginn Þótt Inga Mekkin sjái Reyð- arfjörð fyrir sér sem sögusviðið, kveðst hún hafa kappkostað að lýsa öllu þannig að lesendur gætu í huganum staðsett atburði í sínu þorpi, bæ eða borg. Sjálf fluttist hún í ljósadýrðina í Reykjavík fyr- Skóladraugurinn á ábyrgð skólastjórans Myrkrið allt um kring í sveitinni fyrir austan ýtti undir ímyndunarafl Ingu Mekkinar Beck þegar hún var krakki og stundum var hún hrædd- ari við það en sjálfa draugana. Núna trúir hún bara á einn draug, Skóladrauginn, sem færði henni Íslensku barnabókaverðlaunin 2016. Þótt sagan sé á léttum nótum veit hún um einn eða tvo sem fellt hafa tár. Með stóra bróður Inga Mekkin ásamt Hans Ágústi, stóra bróður sínum. Á gelgjuskeiðinu reyndi mjög á vináttu þeirra systkina. Grunnskólinn á Reyðarfirði Inga Mekkin sá gamla grunnskólann sinn fyrir sér sem sögusvið Skóladraugsins þegar hún skrifaði söguna. Áhugafólki um prjón og hekl ætti að þykja fengur í að geta sótt sér ókeyp- is uppskriftir á netið. Gústa, hönn- unar- og framleiðsluhús fyrir prjón og hekl, býður upp fjölda uppskrifta að peysum, húfum, vettlingum og öðrum flíkum fyrir konur, karla og börn á vefsíðu sinni www.gusta.is. Einungis þarf að skrá sig sem not- anda á síðuna til að fá aðgang og þá er ekkert að vanbúnaði að skoða úr- valið og taka upp prjónana. Vefsíðan er einkar aðgengileg og hægt að þysja inn á myndirnar til að gaum- gæfa mynstur og snið betur. Uppskriftirnar miðast við MOSA mjúkull, sem fyrirtækið framleiðir og er blanda af íslenskri ull og alpakka frá Perú. Stofnandi Gústu er Ágústa Þóra Jónsdóttir, höfundur tveggja prjónabóka sem hafa komið út á Ís- landi og í Noregi, og flestra upp- skriftanna á gusta.is. Notendur eru hvattir til að deila myndum af flíkum sem þeir hafa prjónað eftir uppskrift- unum gegnum Facebook og/eða á Instagram. Vefsíðan www.gusta.is Geimkallar Unisex Uppskrift að þessari mynstruðu peysu, sem ætluð er jafnt konum sem körlum, er gefin upp í mörgum stærðum. Ókeypis prjónauppskriftir Sólveig Magnúsdóttir þverflautuleik- ari heldur útskriftartónleikana sína frá Listaháskóla Íslands í Salnum í Kópavogi kl. 20 í kvöld, mánudaginn 7. nóvember. Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, F. Devienne, C. Nielsen og Þorkel Sigurbjörnsson. Kristján Karl Bragason leikur á pí- anó. Sólveig hóf nám við Skóla- hljómsveit Kópavogs níu ára. Haust- ið 2009 byrjaði hún í Tónlistarskóla Kópavogs og lauk þaðan framhalds- prófi árið 2013 og hóf sama ár nám við Listaháskóla Íslands. Veturinn 2015-16 stundaði hún skiptinám við Norges Musikkhøgskole í Osló. Sól- veig hefur spilað með ýmsum hljómsveitum og kammerhópum, s.s. Ungsveit Sin- fóníuhljómsveitar Íslands, Ungsveit Noregs, Sinfón- íuhljómsveit unga fólksins, Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands, Sin- fóníuhljómsveit tónlistarskólanna, Nordic Harmony, Blásarasveit Reykjavíkur og Íslenska flautukórn- um. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. Endilega … … hlýðið á útskriftartónleika Sólveig Magnúsdóttir Íslendingar eru yfirleitt við öllu bún- ir eftir að vetur konungur gengur í garð. Þótt víða hafi verið ómunatíð hafa trúlega flestir komið vetr- arbörðum undir bílana sína og þeir skynsömu hafa mannbroddana til- tæka til að verða ekki hált á svellinu þegar þar að kemur. Mannbrodd- arnir fást í ýmsum útgáfum, yfirleitt gerðir úr gúmmíböndum með áföst- um járnbroddum sem smeygt er yfir skótauið. Áður fyrr þegar menn notuðust helst við sína tvo jafnfljótu voru mannbroddar jafnvel enn meira þarfaþing. Búnaðurinn var vitaskuld allt öðru vísi en nú tíðkast. Á vef Þjóðminjasafnsins skrifar Lilja Árnadóttir eftirfarandi fróðleik um mannbrodda, sem eru gripur nóv- embermánaðar þetta árið: „Þetta eru lítil járnstykki, oft þrí- hyrningslaga með broddi niður úr hverri álmu. Nokkrir slíkir mann- broddar hafa fundist við forn- leifauppgröft og eru dæmi um það meðal gripa sem fundist hafa í Þjórsárdal. Broddarnir hafa verið Gripur nóvembermánaðar á Þjóðminjasafninu Mannbroddar fyrir þá sem vilja vera sterkari á svellinu Morgunblaðið/Kristinn Vetrarfærð Mörgum getur orðið hált á svellinu á veturna. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Föst lág söluþóknun - Allt innifalið 399.990 Verðmat - Gagnaöflun - Fagljósmyndun - Sýningar Opin hús - Eftirfylgni við kaupendur - Skjalagerð Lárus Óskarsson Lögg. fasteignasali 823-5050 Ólafur Sævarsson Nemi til löggildingar 820 - 0303 Anna Teitsdóttir Nemi til löggildingar 787-7800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.