Morgunblaðið - 07.11.2016, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.11.2016, Qupperneq 13
Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðlaunahafi Inga Mekkin segir Íslensku barnabókaverðlaunin vera sér mikla hvatningu til að halda áfram að skrifa. ir átta árum þegar hún hóf nám við Háskóla Íslands. Núna trúir hún bara á einn draug, Skóla- drauginn. Með honum öðlaðist hún þá trú að hugsanlega ætti hún framtíð fyrir sér á ritvellinum. „Verðlaunin voru mér mikil hvatn- ing til að halda ótrauð áfram og reyna að standa mig,“ segir hún. Árið 1999 þegar Inga Mekkin var ellefu ára, jafngömul Gunn- vöru, söguhetjunni í Skóladraugn- um, fékk hún ásamt sex ungum Austfirðingum viðurkenninguna Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga. Í frétt Morgunblaðsins frá þeim tíma segir að hún hafi sýnt framúrskarandi árangur bæði í bók- og tónlist- arnámi. „Þá var ég ekkert farin að skrifa að ráði nema fyrir skól- ann. Þegar ég kom í Mennta- skólann á Egils- stöðum skrifaði ég hins vegar heilmikið, en bara fyrir skúffuna. Aðallega fram- hald af þáttum sem ég horfði á í sjónvarpinu eða ég skáldaði framhald bóka sem ég las. Smám saman þróuðust skrifin í alls konar sögur og ég fór að gæla við þá hugmynd að verða rit- höfundur, að minnsta kosti í hjá- verkum, þegar fram liðu stundir.“ Inga Mekkin lauk tvöfaldri BA-gráðu; í ensku og japönsku máli og menningu árið 2012. Loka- verkefnið í ensku var nóvella, en hún var þá orðin ákveðin í að fara í MA-nám í ritlist og fannst sig vanta gott verk til að skila með umsókninni um námið. „Skóladraugurinn er hluti af meistaraverkefninu sem ég lauk í fyrra. Hinn hlutinn er þýðing á þremur köflum úr ungmenna- skáldsögunni og fantasíunni The Graveyard Book,“ útskýrir hún. Sorgleg á köflum Líkt og Hámundur skólastjóri í skólanum hennar Gunnvarar, segir Inga Mekkin að skólastjór- inn í Grunnskóla Reyðarfjarðar hafi oft minnst á skóladrauginn. „Þaðan er hugmyndin komin. Gamli skólastjórinn minn ber að vissu leyti ábyrgð á Skóladraugn- um,“ segir hún brosandi. „Hann sagði þó engar draugasögur, held- ur plantaði hugmyndinni og skír- skotaði til draugsins með svip- uðum hætti og menn tala um leikhúsdrauginn,“ bætir hún við. Inga Mekkin verður þögul sem gröfin þegar hún er spurð hvers vegna Gunnvör er sannfærð um að Skóladraugurinn geti hjálp- að henni. „Það er hluti af plott- inu,“ útskýrir hún, en ljóstrar því þó upp að leit Gunnvarar og Petru vinkonu hennar eigi rætur að rekja til sorgaratburðar í fjöl- skyldu þeirrar fyrrnefndu. Með hvaða hætti gefur hún hins vegar ekki upp. „Ég veit um einn eða tvo sem fellt hafa tár,“ segir Inga Mekkin. „Þótt sagan sé á köflum sorgleg er hún engin sorgarsaga, heldur þvert á móti oftast á léttari nót- unum. Flestir verða fyrir því að missa einhvern sér nákomin og því held ég að börn hafi bara gott af að upplifa sorg gegnum bækur. Mér finnst mikilvægt að börn viti að þau mega ræða um sorgina og vanlíðan sína. Sjálf var ég heilluð af afar dramatískum kafla í einni af Sossubókum Magneu frá Kleif- um þar sem Sossa missir yngri systur sína. Ég las þennan kafla aftur og aftur – og geri enn þann dag í dag.“ Rýnt til gagns Inga Mekkin segir að þegar hún hóf nám í skapandi skrifum hafi margir tjáð henni að slíkt væri ekki hægt að kenna. „Föður mínum, elskulegum, þótti ég til dæmis alveg kolrugluð að skrá mig í þetta nám,“ segir hún. „Þessar hugmyndir eru á mis- skilningi byggðar því námið er fyrst og fremst vettvangur fyrir þá sem geta skrifað til að þróa sína rödd. Okkur er ekki sagt hvað og hvernig við eigum að skrifa heldur ræða nemendur undir leiðsögn kennara um verk sín og læra hverjir af öðrum – við rýnum til gagns.“ Inga Mekkin er enn með heilan rithring í kringum sig. „Hópur sem ég var með á nám- skeiði í skapandi skrifum fyrir mörgum árum hjá Endurmenntun hittist reglulega á alvöru rýnif- undum. Tvö okkar hafa þegar sent frá sér bók og einn hefur skrifað fjölmargar smásögur bæði á íslensku og ensku sem birtar hafa verið bæði hérlendis og er- lendis. Við erum náttúrlega öll óskaplega efnileg,“ segir hún sposk. Eins og aðrir í hópnum sinn- ir Inga Mekkin skáldagyðjunni á kvöldin og um helgar. Á daginn sinnir hún nemendum og kenn- urum við þjónustuborð Háskóla Íslands. Af Skóladraugnum er það að frétta að hann gengur að öllum líkindum aftur í annarri sögu. „Ég er komin með smá beinagrind,“ upplýsir hún, stað- föst í sinni draugatrú. Á rithringsfundi Penni og blað koma ennþá að góðum notum við ritstörfin. bundnir með bandi eða þveng upp og yfir skó- tauið. Af þessum elstu mannbroddum eru engar bindingar varðveittar en menn geta sér þess til að þeir hafi verið bundn- ir við skótauið með bönd- um eða einhvers konar þvengjum. Nokkrir mann- broddar eru gerðir úr skeifnabrotum og eru þeir dæmi bæði um nýtni og útsjónarsemi. Allt varð að gagni og hver hlutur nýtt- ur til hins ýtrasta.“ Ennfremur er upplýst að síð- ustu mann- broddarnir sem bárust safninu hafi verið meðal 800 gripa sem Nor- ræna safnið í Stokk- hólmi afhenti því árið 2008: „Þeir eru þrír talsins og er einn skemmtilegur fyrir þær sakir að á honum eru bindingar úr leðri og snæri. Má ætla að þeirra hafi ver- ið aflað beint frá þeim sem áttu þá og notuðu. Því miður fylgja þær upplýs- ingar ekki með en þessi hvers- dagslegi búnaður hefur vak- ið eftirtekt þeirra sænskra sem fóru um héruð og söfnuðu gripum til Nor- ræna safnsins. Enskur maður að nafni Pike Ward safnaði munum á Íslandi kringum aldamótin 1900. Safn hans kom til Þjóðminja- safnsins 1950 og þar má finna áhugaverða mannbrodda með bindingum úr sel- skinni og er talið að þeir séu vest- firskir.“ Á vefnum er svo vitnað í frásögn manns sem fæddist árið 1923. Hann kvað mann- brodda ekki hafa tíðkast þegar hann var að alast upp vestur á Mýrum. Menn hafi farið leiðar sinnar á þeim skóm sem tíðkuðust og sneitt hjá hálkublettum. Dæmi hafi verið um að menn færu í sokka utan yfir skó til að renna síður á svelli. 19. öld Mann- broddar frá seinni hluta 19. aldar, líkleg- ast af Vestfjörðum. Nútíminn Fisléttir mannbroddar úr gúmmíi. 9.-11. öld Mannbroddur úr járni frá 9.-11. öld fannst á Skeljastöðum í Þjórsárdal. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 „Það var kvöld eitt fyrir rúm- lega fjörutíu árum, þá var hér, inni í þessari stofu þar sem þið sitjið, kennarastofa. Flestir voru löngu farnir heim, enda föstu- dagur, en einn kennari sat hér enn við að fara yfir verkefni og gefa einkunnir. Skyndilega finn- ur hún hvernig kaldur gustur fer um kennarastofuna. Hún stendur upp til að athuga hvort það séu ekki örugg- lega allir gluggar lokaðir, sem þeir eru, en það er þá sem hún sér hann, af- myndaðan og hræðilegan, og þegar hann kemur í áttina að henni þá …“ Hávarður komst ekki lengra með söguna því að skólabjallan hringdi með látum svo öllum krossbrá … Hávarður segir sögu BROT ÚR BÓKINNI Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is Ertu í sölu hugleiðingum? Guðrún Antonsdóttir Lögg.fasteignasali Sími 697 3629 Viltu kraftmikinn fasteignasala sem vinnur fyrir þig, er heiðarlegur og traustur. Bjóddu mér í heimsókn og fáðu frítt söluverðmat og tilboð í söluferlið þitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.