Morgunblaðið - 07.11.2016, Side 17

Morgunblaðið - 07.11.2016, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 Jólabasar Hringsins Víða má gera góð kaup síðustu vikur fyrir jól og fullt var út úr dyrum á árlegum jólabasar Hringsins í gær þar sem kaupa mátti jólavörur og fleira til styrktar góðu málefni. Golli Í haust birtust frétt- ir í fjölmiðlum þess efnis að erfitt væri að manna leikskólana á höfuðborgarsvæðinu. Voru börnin send heim í einhverjum mæli. Komu þá upp hug- myndir um hvort ekki væri hægt að fá eldri borgara til að brúa mannekluna. Ekki er mér kunnugt um hvort það gekk eftir en allavega fækkaði fréttunum um heimsendingu barna. Ný lög um lífeyrisréttindi voru samþykkt á Alþingi fyrir nokkrum vikum. Mig grunar að margir sem þar réttu upp hönd eða réttara sagt ýttu á græna takkann hafi ekki vitað hvað þeir voru að sam- þykkja. Málið er mér tengt því ég fæ í dag 48.500 krónur í lífeyri en hann mun hækka í 77.631 krónur um ára- mót. Þakka skal fyrir það en einhverjum mun þó þykja nóg um hve vel er í lagt. Þá gerðist það einn- ig við lagabreytinguna að frítekjumark gaml- ingjanna var lækkað úr 100 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund kr. og skerðing sett á ellilífeyrinn sem gerir það að verkum að nú munu eldri borgarar hugsa sig um áður en þeir bjóða sig til vinnu. Ég set hér upp einfalt dæmi: Lífeyrisþeginn ræður sig í hluta- starf upp á 100 þúsund kr. á mán- uði. Þar af eru 75 þúsund kr. yfir frítekjumarki. Það þýðir að ellilíf- eyririnn lækkar um 33.750 krónur og svo þarf að borga skatt af 100 þúsund kallinum sem er 37.000 kr. Þá eru eftir 29.750 krónur fyrir vinnuna en ríkið „fær“ 70.250 krón- ur. Í dag er frítekjumarkið 100 þús- und kr. Af því greiðir lífeyrisþeginn 37.000 kr. í skatt og á eftir 63.000 kr. Á ársgrundvelli eru það 756 þús- und kr. Eftir áramót koma aðeins 357.000 kr. í vasa lífeyrisþegans. Ég velti fyrir mér hvernig svona ákvarðanir eru teknar. Af hverju mega ellilífeyrisþegar ekki drýgja tekjur sínar? Fjármálaráðherrann kom á fund lífeyrisþega í Háskóla- bíói og það var baulað á hann. Hann segist vilja ræða málin og segir að aldrei á lýðveldistímanum hafi verið betur gert við gamlingjana og dreg- ur upp ýmsar prósentutölur. Við hann og aðra þingmenn vil ég segja þetta: Við þurfum að kaupa mat og aðr- ar nauðsynjar. Við þurfum að borga í Íbúðalánasjóð, greiða fasteigna- gjöld, hita og rafmagn og við þurf- um að eiga bíl og reka hann. Síðast en ekki síst þurfa margir eldri borg- arar á lyfjum að halda. Mig grunar að eldri borgarar láti ekki bjóða sér svona niðurlægingu og hverfi af atvinnumarkaðnum um áramótin. Mér skilst að þeir sem eru á ör- orkubótum megi ekki vinna því þá skerðast bætur þeirra jafn mikið og þeir fá í laun. Aumingjavæðing stjórnmálamanna er algjör. Ör- yrkjar og eldri borgarar greiða sína skatta eins og aðrir þegnar. Skilur einhver þessa afstöðu ráðamanna? Eftir Arnór G. Ragnarsson »Ný lög um lífeyris- réttindi voru sam- þykkt á Alþingi fyrir nokkrum vikum. Mig grunar að margir sem þar ýttu á græna takkann hafi ekki vitað hvað þeir voru að samþykkja. Arnór G. Ragnarsson Höfundur er ungur, hraustur og talnaglöggur ellilífeyrisþegi. Eldri borgarar hraktir út af vinnumarkaðnum Um nokkra hríð hef- ur sá sem þetta skrifar reynt að vekja athygli þjóðarinnar og þá ekki síst forráðamanna hennar á óviðunandi ástandi við æðsta dóm- stól þjóðarinnar, Hæstarétt. Þar er málaálagið svo mikið að öllum ætti að vera ljóst að dómararnir eiga þess ekki nokkurn kost að vinna þau verk sem þeim er ætlað að vinna á þann hátt sem nauðsynlegt er. Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál, því dómar rétt- arins skipta flestir afar miklu máli, ekki aðeins fyrir málsaðila sem kunna að eiga lífshagsmuni sína undir, heldur einnig fyrir þjóðina alla. Stafar það af því að með dóm- unum eru mótuð svokölluð fordæmi um túlkun og fram- kvæmd laga, sem síðan verða lögð til grund- vallar í sambærilegum málum. Einn réttur á jú að gilda í landinu. Lítum á dæmi um starfsannir eins dóm- aranna. Samkvæmt upplýsingum á heima- síðu Hæstaréttar sat þessi dómari í 342 mál- um á árinu 2015. Sama heimild greinir að hann hafi dæmt í 247 málum á þessu ári fram til 30. október. Þegar tekið hefur verið til- lit til frídaga um helgar og rétt- arhlés um sumar, jól og páska er ljóst að dómarinn hefur átt þátt í tveimur dómum á hverjum einasta starfsdegi sínum á þessu tímabili. Honum hefur auðvitað borið skylda til að kynna sér af nákvæmni sak- arefni málanna allra til að geta tekið afstöðu til þess í dómi. Málin eru auðvitað misjafnlega mikil að vöxt- um. Mörg þeirra eru gríðarlega um- fangsmikil og skjalarík, jafnvel mörg þúsund blaðsíður. Það er ein- faldlega útilokað að einn maður hafi getað leyst þetta verk af hendi; raunar fer því víðsfjarri og ættu allir menn að geta áttað sig á því. Þessi sami maður gegnir jafnhliða emb- ætti sínu sem dómari við Hæstarétt prófessorsembætti við lagadeild Há- skóla Íslands sem og ýmsum öðrum aukastörfum við kennslu og fræði- skrif sem krefjast sýnilega mikils tíma og yfirlegu. Augljóst má vera að dómarinn sem hér um ræðir hef- ur ekki nokkur tök á að kynna sér með viðhlítandi hætti málin sem hann tekur þátt í að dæma við Hæstarétt. Það ættu allir að geta séð. Þetta er svo sem ekki sér- staklega vegna þeirra umfangsmiklu aukastarfa sem hann hefur tekið að sér. Þau eru kannski frekar til marks um að maðurinn hefur gefist upp á því vonlausa verki að geta sinnt aðalstarfinu sómasamlega. Það er ekki á færi nokkurs manns, slíkur er málafjöldinn og umfang málanna. Þess vegna á hið sama við um aðra dómara, þó að þeir hafi kannski ekki allir sökkt sér ofan í aukastörf á borð við þann sem hér er nefndur í dæmaskyni. Ný lög um millidómstig eru til þess fallin að létta álagi af Hæstarétti að einhverju marki. Þar er hins vegar að mínum dómi gengið allt of stutt og tækifærið alls ekki nýtt til að gera þær umbætur á starfsháttum réttarins sem nauð- synlegar eru. Þar að auki eiga þau lög ekki að koma til framkvæmda fyrr en í ársbyrjun 2018. Írafárið í starfsemi réttarins mun því ríkja áfram að minnsta kosti til þess tíma og líklega lengur. Spurningin er: Vill þjóðin þetta? Vill hún að starfsskil- yrðin við æðsta dómstól hennar séu með þeim hætti að dómararnir eigi þess einfaldlega engan kost að sinna málunum á þann veg sem nauðsyn- legt er og gefist þannig upp á verk- efninu? Svari hver og einn fyrir sig. Nú þegar ný ríkisstjórn verður mynduð ættu fréttamenn að spyrja forkólfa hennar hvort til standi að gera úrbætur á þessu sviði í starf- semi ríkisins. Að mínu mati er þetta mál brýnna en önnur þjóðfélagsmál um þessar mundir. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Þegar tekið hefur verið tillit til frídaga um helgar og réttarhlés um sumar, jól og páska er ljóst að dómarinn hefur átt þátt í tveimur dómum á hverjum ein- asta starfsdegi sínum á þessu tímabili. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er er fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands. Brýnasta verkefnið?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.