Morgunblaðið - 07.11.2016, Page 18

Morgunblaðið - 07.11.2016, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 ✝ Lilja Sigurð-ardóttir var fædd á Selalæk í Vestmannaeyjum 26. júní 1942. Hún andaðist á Land- spítalanum 24. október 2016 eftir skamma legu. Foreldrar Lilju voru hjónin Kristín Hanna Jóhanns- dóttir frá Selalæk í Vestmannaeyjum, f. á Stokkseyri 24. ágúst 1922, d. í Reykjavík 20. sept. 2006, og Sigurður Guð- mundsson, húsasmiður, frá Sunnuhvoli á Stokkseyri, f. þar 23. júní 1920, d. á Selfossi 25. maí 1981. Einkasystir Lilju er Guð- rún Sigurðardóttir, hússtjórn- arkennari, f. 16. janúar 1951, m. Valur Steinn Þorvaldsson, bú- fræðingur og bóndi, f. 15. apríl þeirra er Jóhann Snorri, f. 4. apr- íl 2014. Lilja ólst upp hjá foreldrum sínum í Vestmannaeyjum í nán- um tengslum við afa sinn og ömmu, fram yfir fermingu, og gekk þar í barna- og gagnfræða- skóla, en eftir það í Reykjavík. Hún tók landspróf frá Héraðs- skólanum á Laugarvatni 1957 og þaðan lá leið hennar í Mennta- skólann í Reykjavík og síðan í Hjúkrunarskóla Íslands þaðan sem hún brautskráðist sem hjúkrunarfræðingur haustið 1964. Hún lauk námi í ljósmóð- urfræðum frá Ljósmæðraskóla Íslands 1973. Lilja hleypti snemma heimdraganum og sótti nám og störf erlendis, starfaði við Hultafors Sanatorium í Sví- þjóð, nam við Newbold College í Bretlandi og starfaði við sjúkra- hús í Darmstadt í Þýskalandi. Hún starfaði sem hjúkr- unarfræðingur við Héraðshælið á Blönduósi, við St. Jósefsspítala í Reykjavík á lyflækningadeild og barnadeild og við sjúkrahúsið á Patreksfirði. Hún starfaði í tvö ár við Barnaskóla aðventista í Vestmannaeyjum. Lilja starfaði við sjúkrahús aðventista í Tan- saníu 1969 til 1971, í Kenía 1973 til 1978 og Sambíu 1981 til 1983. Síðari hluta ævinnar starfaði Lilja á eigin vegum að líkn- armálum og trúboði, aðallega á Íslandi en einnig erlendis, m.a. í Albaníu, Rúmeníu, Búlgaríu og á Grænlandi. Sérstaklega var henni umhugað um velferð barna og rann mjög til rifja hve víða börn búa við bágar aðstæður. Stór hluti af þessum störfum hennar var umfangsmikil útgáfa á bókum og ritlingum um trúar- leg efni, bæði á Íslandi og erlend- is. Einnig gaf hún út og seldi jóla- kort og önnur kort og myndir til fjáröflunar fyrir líknarstarf sitt. Lilja verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni í Reykjavík í dag, 7. nóvember 2016, kl. 12. á hádegi. Jarðsett verður í Stokks- eyrarkirkjugarði. 1945. Börn þeirra eru 1. Hanna Lilja, ferðamálafræð- ingur og kennari, f. 22. apríl 1975, d. 14. ágúst 2011, m. Gísli Kristbjörn Björns- son, hdl., f. 8. janúar 1971. Börn þeirra eru: a) Þorkell Val- ur, f. 15. ágúst 2003, b) Guðrún Filippía, f. 18. apríl 2007, c) Valgerður Lilja, f. 13. ágúst 2011, d. 20 ágúst 2011, d) Sigríð- ur Hanna, f. 13. ágúst 2011. 2. Sigríður Þóra, viðskiptafræð- ingur MBA, f. 9. mars 1977, m. Ingólfur Kristján Guðmundsson, viðskiptafræðingur, f. 28. nóv- ember 1975. 3. Sigurður Már, verkfræðingur, f. 2. ágúst 1982, m. Dröfn Helgadóttir, verkfræð- ingur, f. 22. mars 1984. Sonur Ég man okkar fyrstu kynni eins og þau hefðu gerst í gær. Lilja kallar á eftir okkur Styrmi þar sem við göngum úr kirkju áleiðis að bílastæðinu. Lilja var með gjöf handa okkur. Útsaum- aðan dúk. Brúðargjöf. Við höfðum ekki hist áður og ég man hvað ég var hissa en ánægð. Svona var Lilja. Alltaf að gefa og hún þurfti ekki að þekkja fólk til að færa því gjafir. Kynni okkar Lilju áttu eft- ir að vaxa og dafna í gegnum árin. Við störfuðum saman þegar Lilja gaf út kortin sín og gaf allan ágóð- an í Líknarfélagið Alfa. Lilja var dugleg í útgáfustarfseminni. Gaf út bækur og kort, allt kristilegt því henni var umhugað um náung- ann. Hún var ótrúleg kona sem lét fátt stoppa sig. Fór meðal annars til Grænlands nokkrum sinnum eftir að hún frétti að þar fara mörg börn svöng að sofa. Lilja lét verkin tala en talaði aldrei um góðverkin sín. Einu sinni bakaði ég smákökur fyrir hana sem hún gaf ógæfufólki á götum Reykja- víkurborgar. Já, Lilja átti stórt hjarta, stærra en flestir sem ég þekki. Lilja gisti oft hér á Hlíðó. Hér fannst henni gott að vera, heyra fuglana syngja. Lilja átti auðvelt með að dást að sköpunar- verki Guðs og hún átti einstaklega gott og traust samband við skap- ara sinn. Oft gekk hún á móti mér þegar ég gekk heim eftir nætur- vakt, þá deildi hún með mér því sem hún hafði lesið í Biblíunni þá um morguninn. Þessar stundir voru mér dýrmætar. Svo oft gaf hún mér góð ráð og var alltaf tilbúin til að hlusta og hugga. Allt- af jákvæð og uppörvandi. Meira að segja eftir að hún greindist með krabbamein, eftir að við grétum saman var hún viss um að eitthvað gott kæmi út úr þessu öllu saman. Lilja var góð fyrir- mynd og einstakur trúboði. Það er mikill missir að hún sé fallin frá. Ég mun sakna hennar óend- anlega mikið. Hláturinn hennar var einstaklega smitandi og frá hjartanu eins og allt sem hún gerði. En það er mikil huggun að vita að Lilja mun vakna aftur þeg- ar frelsarinn kemur og sækir okk- ur öll. Þá mun Lilja mín ekki vera lasin og þá munu verða fagnaðar- fundir. Lilja mun alltaf eiga sér- stakan stað í hjarta mínu. Hún var mikil blessun fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Það er því með mikl- um söknuði sem ég kveð Lilju í dag. Ég votta fjölskyldu Lilju mínar dýpstu samúðarkveðjur. Anna Margrét Þorbjarnardóttir. Við kveðjum í dag Lilju Sigurð- ardóttur skólasystur okkar sem lést 24. október síðastliðinn. Við vorum 22 ungar stúlkur sem hófum nám við Hjúkrunar- skóla Íslands í ágúst 1961 og af þeim hópi er Lilja sú sjötta sem kveður. Lilja var góðum gáfum gædd og gekk að námi og störfum með elju, áhuga og gleði. Hún var glöð í góðum hópi og mætti okkur allt- af með vináttu og hlýju þegar fundum bar saman. Lilja talaði aldrei mikið um sjálfa sig og sín störf, en sýndi okkar málum áhuga jafnt í starfi sem einkalífi. Eftir útskrift úr HSÍ árið 1964 starfaði Lilja við hjúkrun hér heima. En árið 1969 fór hún til starfa á vegum Aðventista í Tan- saníu í Afríku og var þar til 1971. Er heim kom settist hún í Ljós- mæðraskóla Íslands og lauk námi þaðan 1973 og fór þá til starfa í Kenía 1973-1978 og síðar til Zam- bíu 1981-1983. Eftir að heim var komið starf- aði hún við hjúkrun og líknarþjón- ustu eftir því sem kraftar leyfðu. Lilja var í söfnuði Aðventista frá ungum aldri og starfaði síðar á þeirra vegum. Hennar köllun var að þjóna guði og náunga sínum og það gerði hún svo sannarlega án þess að gera miklar kröfur fyrir sjálfa sig. Fyrir ári greindist hjá Lilju það mein sem varð henni að ald- urtila. Við skólasystur úr HSÍ þökkum henni samfylgdina og allt það sem hún var okkur. Guðrúnu systur hennar, mági og fjölskyldu þeirra allri flytjum við samúðarkveðjur. Fyrir hönd hollsystra, Brynhildur Ósk Sigurðardóttir. Þegar sameiginleg vinkona okkar er fallin frá minnumst við Lilja Sigurðardóttir ✝ Þórunn Gísla-dóttir fæddist í Tungu á Höfn í Hornafirði 2. maí 1931. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 23. október 2016. Foreldrar henn- ar voru Valgerður Gísladóttir, hús- móðir frá Vagns- stöðum í Suðursveit, f. 5. des- ember 1898, d. 28. júní 1984, og Gísli Teitsson, verkamaður frá Lambleiksstöðum á Mýrum, f. 29. nóvember 1881, d. 2. sept- ember 1968. Eiginmaður Þórunnar var Jón Sölvi Ögmundsson frá Kaldárhöfða í Grímsnesi, f. 25. nóvember 1917, d. 4. desember 1978. Foreldrar hans voru Kristín Elísabet Guðmunds- dóttir frá Efra-Apavatni, f. 27. maí 1884, d. 18. ágúst 1951, og Ögmundur Jónsson, Stóru- Borg, Grímsnesi, f. 8. febrúar 1873, d. 15. október 1940. Þór- unn og Jón giftust 15. janúar 1955. Jón starfaði lengst af hjá Jarðborunum ríkisins. Börn þeirra eru: 1. Elísabet Jóns- dóttir, leikskólakennari, f. 18. apríl 1954. Eiginmaður hennar er Magnús Þór Sveinþórsson, atvinnurekandi, f. 18. mars íana Rut Valgeirsdóttur, f. 17. ágúst 1988. Unnusti hennar er Einar Guðnason, f. 10. október 1988. Fyrir átti Þórunn Gyðu Valgerði Kristinsdóttur, sjúkra- liða, f. 24. mars 1951. Eig- inmaður hennar var Kolbeinn Baldursson, f. 14. október 1944, d. 24. febrúar 2008. Börn þeirra eru: a) Þóra Guðbjörg, f. 11. september 1975, eig- inmaður Árni Gunnarsson, f. 28. desember 1975. Börn þeirra eru Gísli Kolbeinn, Hilmar Ingi og Gyða Matthildur. Þóra og Árni skildu. b) Baldur, f. 18. desember 1990. Faðir Gyðu var Jóhann Kristinn Jónsson, f. 14. mars 1927, d. 9 september 1998. Þórunn ólst upp á Höfn í Hornafirði og stundaði þar hefðbundið nám þess tíma. Hún byrjaði ung að vinna og gegndi á sínum yngri árum hinum ýmsu störfum. Þórunn og Jón bjuggu að Brún við Írafoss, Grímsnesi, alla sína búskap- artíð. Um tíma starfaði Þórunn í Ljósafossskóla en fljótlega eft- ir að Jón féll frá, 1978, gerðist hún matráðskona hjá Lands- virkjun á Írafossi og vann þar allt til starfsloka. Árið 2001 flutti Þórunn til Reykjavíkur að Þangbakka 10 þar sem hún undi sér vel til æviloka. Útför Þórunnar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 7. nóvember 2016, og hefst at- höfnin klukkan 11. Jarðsett verður í Stóru-Borg í Gríms- nesi. 1953. Börn þeirra eru: a) Anna Jóna, f. 18. nóvember 1978. Eiginmaður hennar er Brynjar Örvarsson, f. 1. júlí 1976. Börn þeirra eru Elísa Lind og Freyr Elí. b) Tinna María, f. 25. ágúst 1982. Sambýlis- maður hennar er Tryggvi Gunnar Tryggvason, f. 16. október 1972. Barn þeirra er Ísabella Dís en fyrir átti Tinna Anítu Rut Alfreðsdóttur. c) Ellen, f. 4. júní 1985. 2. Ögmundur Jóns- son, lyfjafræðingur, búsettur í Þýskalandi, f. 6. júlí 1955, eig- inkona Hendrika Sauer, lyfja- fræðingur, f. 4. júlí 1958. Börn þeirra eru: a) Björn Thorin, f. 13. desember 1978, sambýlis- kona hans er Monika Gerlach. b) Jón Hendrik, f. 7. janúar 1985. Eiginkona hans er Nicolé Jónsson, f. 22. ágúst 1983. Barn þeirra er Lilja Sofie. c) Sören, f. 21. ágúst 1987. Ögmundur og Hendrika skildu. 3. Gísli Jóns- son, framkvæmdastjóri, f. 24. júlí 1964. Eiginkona hans er Júlíana Þorvaldsdóttir, fjár- málastjóri, f. 5. júní 1964. Börn þeirra eru: a) Þórunn, f. 26. apríl 1993, og b) Ingibjörg, f. 8. nóvember 1995. Fyrir átti Júl- Þá er hún móðir mín lögð upp í ferðalagið mikla eins og hún kallaði það. Hún sagði okkur, hennar nánustu, að hún væri spennt að sjá hvað tæki við hin- um megin. Hún var þakklát fyr- ir þá ævi sem að baki var. Hún ólst upp á Höfn í Hornafirði hjá foreldrum sínum og var hún eina barn þeirra. Hún flutti þó ung kona frá Höfn en hélt alla tíð mikilli tryggð við heimahag- ana og ættingja og vini fyrir austan. Við bjuggum á Brún við Írafoss og þar var yndislegt að búa. Pabbi var þó langdvölum burtu vegna vinnu sinnar og reyndi þá oft mjög á mömmu en hún kvartaði þó aldrei og stóð sig ávallt sem hetja. Hún var mjög sjálfstæð, sem reyndist henni dýrmætt veganesti þegar hún varð ekkja aðeins 47 ára að aldri. Upp úr 1970 lærði hún á bíl og var ég þá ávallt með henni í ökutímum á Selfossi hjá Þorfinni ökukennara. Rúmum 10 árum seinna þegar ég fór í ökutíma hjá Þorfinni sagði hann við mig að hann gæti lítið kennt mér, ég væri búinn að fara í gegnum þetta allt áður. Hún keyrði um allar jarðir og hræddist fátt í þeim efnum. Ár- ið 1974 fórum við tvö (ég 10 ára) ásamt Siggu frænku akandi austur á Höfn. Þetta varð hin mesta ævintýraferð enda veg- irnir í Öræfum nánast troðn- ingar, margar ár óbrúaðar og það rigndi einhver ósköp, en hvergi var hikað og austur kom- umst við og heim aftur að dvöl fyrir austan lokinni, þó ökutæk- ið væri fólkbíll af minni gerð- inni. Hún fór líka margar ferð- irnar ein að vetri til í misjöfnum veðrum milli Írafoss og Reykja- víkur en var alltaf óhrædd að takast á við válynd veður á ferð- um sínum. Framan af ökuferl- inum var þó eitt sem henni var afburðailla við og forðaðist eins og heitan eld, það var fyrirbæri sem kallast hringtorg. Hún lagði oft töluverða lykkju á leið sína til að forðast þau. Það kom þó að því að sett var eitt slíkt á Selfossi sem ekki var hægt að sneiða hjá. Nú voru góð ráð dýr og valið um að hætta að koma á Selfoss eða takast á við þennan forna fjanda. Hún lagði til at- lögu og eftir nokkrar ferðir var ekki minnst á þennan vágest framar. Hún var dugleg að sækja félagsstarf, bæði þegar þún bjó fyrir austan og eftir að hún fluttist til Reykjavíkur. Það var fátt sem stoppaði hana. Þegar hún eignaðist barnabörn í Þýskalandi lagði hún það með- al annars á sig að sækja þýsku- námskeið á veturna á Selfossi til að geta talað við barnabörnin sín. Eftir hana liggur mikið af handverki, glerlist, málverkum, útsaum og mörgu fleiru. Hún starfaði mörg ár við Ljósafoss- skóla við ræstingar, í eldhúsi og við heimavist skólans. Það varð henni mikið gæfuspor þegar hún gerðist matráðskona hjá Landsvirkjun á Írafossi og starfaði þar um árabil með mörgu góðu og skemmtilegu fólki. Þar eldaði hún daglega fyrir starfsfólk og útbjó einnig margar veislur til handa fyrir- mönnum og jafnvel forseta. Hún var dugleg að ferðast til hinna ýmsu landa og var aldrei í vandræðum með að finna sér ferðafélaga. Hún var dugleg að sinna sínum afkomendum og var þeim glæsileg fyrirmynd. Hún var þó ávallt mjög hrein- skilin, óhrædd að láta álit sitt í ljós. Góða ferð.Takk fyrir allt. Gísli Jónsson. Það verða kaflaskil í lífi manns þegar nákominn ættingi sem manni er kær fellur frá, þá leitar margt á hugann því þá breytist svo margt. Hún mamma er horfin úr þessari til- veru. Hún var stórbrotin kona, hafði ákveðnar skoðanir á lífinu og tilverunni, stundum hvöss og beinskeytt, en trygglynd og trú sínum. Mamma var ótrúlega ættrækin, hélt tengslum við ættmenni sín alla tíð. Hún átti engin systkini, en Vagnstaða- systkinin voru henni sem slík, einnig var hún Sigga frá Króki, „stórafrænka“, henni mjög kær. Þó að hún hafi búið meiri hluta ævinnar á Brún í Grímsnesi voru tengslin austur á Horna- fjörð alltaf sterk. Þess má geta að lengi spiluðu fjórar Horna- fjarðarkonur saman meðan heilsa þeirra leyfði. Mamma varð ung ekkja, aðeins 47 ára gömul. Hún var það lánsöm að fá matráðskonustöðu hjá Landsvirkjun við mötuneytið á Írafossi sem hún sinnti fram að starfslokum og þar var hún á heimavelli. Hún flutti búferlum til Reykjavíkur 2001 þar sem hún kom sér vel fyrir í Þang- bakka 10. Hún naut sín vel í fé- lagsstarfi eldri borgara, var m.a. í olíumálun, glerlist, keilu og spilamennsku ásamt ferða- lögum meðan heilsan leyfði. Það eru ótal fallegir hlutir sem hún skilur eftir sig, t.d. gerði hún ótrúlega fallega glermynd af gömlu Bjarnaneskirkjunni sem stóð við Laxá í Nesjum. Annars var hún myndarleg í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Það er margs að minnast þegar litið er til baka. Þorra- blótin austur á Borg í Gríms- nesi voru árviss, ógleymanlegur viðburður. Þá fylltist húsið á Brún af frábæru fólki sem skemmti sér saman fram undir morgun. Þar sá mamma um all- an matarundirbúning af miklum myndarskap og alltaf var kjöt- súpa á borðum áður en haldið var heim á leið daginn eftir. Það var oft farið austur á Brún um helgar, því það var eins og eitt- hvað togaði í mann í sveitina, góð nærvera, spilamennska, veiði og oft spjall fram undir morgun. Því mamma var meira en mamma mín, einnig vinkona og trúnaðarvinur sem hélst fram á síðustu stundu. Ég er alin upp hjá ömmu og afa austur á Höfn í Hornafirði, þannig að samverustundirnar voru takmarkaðar, en þær urðu þeim mun fleiri þegar fram liðu stundir, því við áttum ótrúlega skemmtilega tíma saman, ferð- uðumst talsvert til útlanda. T.d. nokkrar ferðir til Þýskalands til Aua bróður, einnig til Spánar þar sem við vorum í góðu yf- irlæti með frábæru fólki. Þú tókst slæmum fréttum af langt gengnum erfiðum sjúk- dómi af ótrúlegu æðruleysi, tal- aðir um dauðann á þann hátt sem er aðdáunarvert. Varst sátt við það sem lífið hafði gefið þér og lagðir línurnar að þinni kveðjustund. Elsku mamma, takk fyrir all- ar góðu stundirnar okkar. Nú ert þú laus við erfiðan sjúkdóm sem hefti lífsgæði þín mikið síð- ustu árin. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér í „Sum- arlandinu“, þar hittumst við þegar minn tími kemur. Þín dóttir Gyða. Elsku hjartans mamma mín. Takk fyrir að ala okkur systkinin upp í guðsótta og góð- um siðum. Allt sem þú kenndir mér og ég get miðlað til minna barna, það er ómetanlegt. Fjöl- skyldan þín var alltaf í fyrir- rúmi. Nú er komið að leiðarlok- um. Þú varst sátt við að vera að kveðja og laus við verki. Á líkn- ardeildinni áttum við fjölskyld- an þín góðar stundir, þar starf- ar frábært fólk. Hvíl í friði, elsku mamma. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir ver megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Elísabet Jónsdóttir og Magnús Þór Sveinþórsson. Það eru 26 ár síðan ég kom í fjölskylduna. Við Þórunn náð- um strax mjög vel saman og áttum ýmis sameiginleg áhuga- mál og bárum alltaf mikla virð- ingu hvor fyrir annarri. Henni fannst svo gaman að kynnast Rut og var ánægð með hvað hún var dugleg að borða mat og að hún drykki ekki gos, þá tveggja ára. Hún smitaði mig strax af sín- um mataráhuga og hefðum. Á fyrstu jólunum sem við áttum saman smakkaði ég hjá henni hamborgarhrygg og heimalag- aðan ís í fyrsta skipti. Þetta varð til þess að ég hef síðan allt- af búið til jólaís eins og hún gerði. Ég dáðist oft að því hvað hún var sjálfstæð, ekkert stoppaði hana af, ávallt mikill kraftur í henni og bjó öll þessi ár ein í sveitinni sinni sem var henni mjög kær. Þegar við Gísli fórum að búa á Hringbrautinni þá varð að sækja hana í Breiðholtið því hún treysti sér ekki til að keyra í Vesturbæinn og þurfa að fara í gegnum hringtorgið við Suður- götu. Hún varð því ósköp fegin þegar við fluttum í Breiðholtið, þar voru þá engin hringtorg og hún gat brunað beint til okkar. Hún talaði oft um hvað það Þórunn Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.