Morgunblaðið - 07.11.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.11.2016, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 konu sem var falleg persóna, jafnt innan sem utan. Hún Lilja var alltaf hjálpfús og svo mikill vinur í raun. Ýmist kom hún færandi hendi, var með í að halda sameig- inleg matarboð eða var fús til að bjóða bílinn sinn í skemmtilegar bæjarferðir. Lilja var meðlimur í söfnuði að- ventista og sótti samkomur þar af mikilli alúð. Daglegur biblíulestur var henni hjartans mál og sátum við vinkonurnar oft með ritn- inguna, þar sem hún leiddi. Það var henni kært að bjóða okkur á samkomur með sér eða á kristileg mót í Hlíðardalsskóla. Lilja var menntaður hjúkrun- arfræðingur, sem og ljósmóðir. Hún starfaði einnig við trúboð í Afríku. Hún var mjög hjálpleg við sína nánustu og hjúkraði móður sinni áður en að hún fór öldruð á stofnun. Við vinkonurnar kynnt- umst Lilju allar í gegnum veikindi og var hún strax fús að aðstoða okkur og létta okkur daglegt líf. Þegar Lilja lét af störfum fór hún að vinna við bókaútgáfuna Berglindi. Þar vandaði hún mjög til verks og fékk ein af okkur að vera með henni í að þýða barna- bók sem gefin var út fyrir nokkr- um árum. Megi góður Guð blessa minn- ingu hennar, veita henni gæfu og taka henni opnum örmum. Sigrún Jóhannsdóttir, Sigríður Ásta Örnólfsdóttir, María Magdalena Carrilha. væri mikilvægt að konur hefðu bílpróf og bíl fyrir sig og væru þá ekki háðar öðrum. Þar talaði hún af eigin reynslu því hún tók bílprófið aftur ca. 10 árum áður enn hún varð ekkja. Hún sagði líka að sér fyndist að allar kon- ur sem væru með börn ættu að hafa bíl fyrir sig og börnin. Hún passaði stelpurnar oft fyrir okkur og nokkrum sinnum í nokkra daga samfellt þegar við fórum utan. Þetta varð stelpunum ávallt mikil upplifun og skemmtilegur tími. Þá var elduð dýrindis kjötsúpa og margt fleira gott sem ekki er oft á boðstólum á nútímaheim- ilum. Við fórum nokkrum sinnum saman í sumarbústað og við vorum líka dugleg að heim- sækja hana í sveitina og ávallt var tekið vel á móti okkur þar. Það tók nú samt mikið á hana þegar hún flutti í bæinn 2001 eftir tæplega 50 ár í Grímsnes- inu, hún minnkaði við sig hús- næði og þurfti að skera niður búslóðina, en hún var samt bara jákvæð, það var svo margt sem kom í staðinn, sagði hún. Félagsstarfið í Gerðubergi og Árskógum, með glerlist, olíu- málun og fleira föndri, fara að spila með vinkonum sínum og fleira. Það var yndislegt að sjá hvað hún undi sér vel í Reykja- vík og átti þar mörg góð ár í ná- munda við vini og ættingja. Í vor, þegar hún varð 85 ára, óskaði hún sérstaklega eftir því við mig að ég bakaði mareng- stertu í desert fyrir hana og það var mér sérstaklega ljúft að verða við þessari ósk hennar. Sama dag og hún lagðist inn á spítalann fórum við Gísli í frí erlendis í tvær vikur. Ég heim- sótti hana tveimur dögum áður og sýndi henni peysuna sem ég hafði prjónað handa Lilju, ný- fæddri langömmutelpunni, sem býr í Þýskalandi. Hún var mjög glöð að fá að sjá hana og hand- fjatla. Eitt er víst að það er ekki sjálfgefið að eignast svona ynd- islega tengdamóður eins og hana Þórunni mína. Hún sagði alltaf að ég væri uppáhaldstengdadóttir hennar, en ég var svo heppin að vera sú eina og samkeppnin því lítil. Júlíana Þorvaldsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Þórunni Gísladóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Sólrún BentsýJóhannesdóttir fæddist 23. maí 1942 í Reykjavík. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Ísa- fold í Garðabæ þann 28. október 2016. Foreldrar henn- ar voru Kristín María Sæmunds- dóttir, húsfreyja og listamaður, f. í Reykjavík 15. september 1906, af Lækj- arbotnaætt, d. 27. maí 1981, og Jóhannes Ingimar Gíslason múr- arameistari, f. 8. september 1902 á Reykjum í Hrútafirði, d. 20. nóvember 1982. Systkini Sólrúnar eru Unn- steinn Reynir, f. 31. mars 1929, og Elsa Mosdal, f. í Reykjavík 9. febrúar 1936, d. 25. janúar 2013 í New York. Sólrún giftist 29. janúar 1965 Stefáni Finnboga Siggeirssyni, sjómanni og matsveini, f. 26. október 1938. Þau bjuggu í Ból- staðarhlíð og á Lindarbraut, Sel- tjarnarnesi. Þau slitu samvistum. Foreldrar hans voru Siggeir Stefánsson, útgerðarmaður og Elsa Stefánsdóttir, f. 22. maí 1966. Hennar dóttir er Kristín Valdimarsdóttir, f. 10. sept- ember 1988. C) Jóhannes Stef- ánsson, f. 23. febrúar 1973. Móðurforeldrar Sólrúnar voru Guðlaug Jóhannsdóttir, f. í Stokkseyrarsókn (Baugs- stöðum), og Sæmundur Þórð- arson steinsmiður, f. í Fellsmúla, Landsveit. Föðurforeldrar henn- ar voru Halldóra Steinunn Pét- ursdóttir, f. á Melum, Stranda- sýslu, og Gísli Guðmundsson, f. á Skárastöðum, Miðfirði. Sólrún ólst upp á Háteigsvegi 23 í Reykjavík og gekk í Austurbæjarskóla og Lind- argötuskóla. Hún lauk námi í snyrtifræði í kringum 1962, vann á tímabili sem símadama á Land- spítalanum. Sólrún hóf störf í Domus Medica um 1974, fyrst í veitingasalnum en seinna við símavörslu og eftir það kom hún á fót kaffiteríu í Domus Medica en alls starfaði hún um þrjá ára- tugi þar. Hún starfaði síðustu ár- in á Hótel Holti en hætti að vinna 67 ára en þá var farinn að gera vart við sig sá sjúkdómur sem breytti öllu en hún greindist með Alzheimer. Frá árinu 2012 var Sólrún fyrst á Vífilsstöðum og svo á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ þar sem hún dvaldi til dánardægurs. Útför Sólrúnar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 7. nóvember 2016, kl. 13. skipstjóri á Fá- skrúðsfirði, f. í Höfðahúsum, Fá- skrúðsfirði, 6. jan- úar 1906, d. 25. nóv- ember 1970, og Helga Finn- bogadóttir, hús- freyja og verka- kona, f. á Fáskrúðsfirði 13. mars 1912, d. 26. nóvember 1985. Ár- ið 2006 kynntist Sólrún Borgþóri Björnssyni, f. 5. apríl 1937, og hélst traust vinátta þeirra allt til loka. Sólrún og Stefán eignuðust þrjú börn: 1) Siggeir Stefánsson, f. 21. desember 1962, eiginkona Hrafngerður Ösp Elíasdóttir, f. 25. ágúst 1967. Þeirra börn eru: 1. Elías Mikael Vagn Siggeirs- son, f. 23. janúar 1989, unnusta Guðrún María Guðjónsdóttir, f. 13. ágúst 1990. 2. Sólrún Arney Siggeirsdóttir, f. 1. maí 1990, unnusti Þorsteinn Ægir Eg- ilsson, f. 8. júní 1984, þeirra barn er Írena Móey, f. 17. janúar 2015. 3. Rakel Brá Siggeirsdóttir, f. 5. mars 1995. 4. Svanhildur Björt Siggeirsdóttir, f. 24. júní 2001. B) Elsku mamma mín, í dag er komið að kveðjustund þó að minn- ing mín um þig muni lifa í hjarta mínu um alla framtíð. Það er svo skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hér með okkur, að ég geti ekki heimsótt þig á Ísafold, kysst þig og knúsað, borðað með þér og hlegið að öllu og engu eins og við gerðum saman, þú og ég alla tíð. Ég á eftir að sakna þín óendanlega mikið. Síðustu ár hafa verið þér erfið og eftir því sem veikindin þín juk- ust varð hver dagur í þínu lífi að áskorun sem þú mættir af reisn eins og öllum öðrum verkefnum í lífinu. Þú hefur verið dýrmætur hluti af lífi mínu alla tíð og ég hugsa til þín með hjartans þakk- læti. Þú varst fyrirmyndin mín, kenndir mér svo margt og ég leit upp til þín og dáðist að þér fyrir allt það sem þú gafst af þér. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig en líka fyrir alla hina sem þurftu á öruggu skjóli að halda, þeir voru alltaf velkomnir til þín. Þegar ég var ein með Kristínu mína gat ég alltaf treyst á stuðning þinn og þú sýndir okkur alla þá ást og hlýju sem þú hafðir að gefa. Með þér urðu ferðalögin innan- lands og erlendis að ævintýrum sem við nutum allar jafn mikið. Eins og t.d. í ferðalaginu okkar þriggja á Vestfirðina þar sem við höfðum með okkur nesti sem við borðuðum liggjandi í móa og lyngi eins og þegar ég var lítil, heim- sóttum öll kaffihúsin og að sjálf- sögðu kaupfélagið í hverju þorpi enda hefur okkur aldrei þótt leið- inlegt að fara í búðir. Í þessari ferð heimsóttum við Siggeir bróður og fjölskylduna hans og áttum með þeim góða daga þar sem mikið var hlegið að ferðagallanum þínum, stuttbuxum og sokkum upp á miðja kálfa. Það var auðvitað bara til gamans því þú klikkaðir auðvit- að ekki á klæðaburðinum í þeirri ferð frekar en vanalega, klæddir þig alltaf í takt við tilefnið hverju sinni, óaðfinnanleg og vaktir at- hygli hvert sem þú fórst fyrir glæsileika. Í mínum augum varst þú best, fallegust og glæsilegust og mun ég minnast þín þannig. Elsku besta mamma mín, nú skilja leiðir um sinn, ég veit að það er tekið vel á móti þér hjá öllum englunum, afa, ömmu, Elsu frænku og öllum hinum. Við hér, Kristín mín, Jóhannes bróðir, Sig- geir bróðir og fjölskylda munum standa saman, styðja hvert annað, varðveita minningu þína, hlæja saman og gleðjast yfir öllum góðu stundunum og lífinu sem þú gafst okkur. Takk mamma mín fyrir allt. Ég elska þig. Þín Elsa. Ástkær móðir mín er látin. Nú er komið að kveðjustund og ég kveð þig með trega og sorg í hjarta en um leið með þakklæti fyrir allt sem þú varst mér. Þín verður sárt saknað og það verður erfitt að fylla í það tómarúm sem myndast við brottför þína. Það er ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið hratt. Það er óhætt að segja að engin mann- eskja hafi stutt mig eins mikið og verið jafn mikill áhrifavaldur í mínu lífi eins og þú. Þú varst vakin og sofin yfir velferð minni og það var sama hver vitleysan var, alltaf varstu til staðar. Það er margt að þakka fyrir og eins eru margar skemmtilegar minningar um sam- verustundir fjölskyldunnar sem munu lifa með okkur. Hvað þú varst glöð þegar barnabörnin fóru að koma og lagðir á þig til að geta heimsótt þau og verið með okkur. Það var oft mikið hlegið og margt brallað. Þú tókst á hendur ýmsar svaðilfarir bæði vestur á firði og austur til að geta verið með þeim. Það var gaman að fylgjast með þér hvað þú varst ánægð og stolt þegar þú varst viðstödd fæðingu yngsta barnabarnsins og sjá svo hvað þú náðir vel til allra ömmu- barnanna og gast hlegið með þeim. Það var alltaf lykilatriði ef það átti að halda veislu, hvort sem það voru fermingar, afmæli eða annað, að amma Sólrún væri á staðnum því það var þér eðlislægt að taka stjórnina og drífa aðra með þér og sjá til þess að allt yrði sem glæsilegast. Mér verður oft hugsað til þess hve óeigingjörn og dugleg þú varst í að aðstoða og styðja foreldra þína síðustu æviár þeirra og sýndir með því hve vænt þér þótti um þau. Þú máttir aldrei neitt aumt sjá og tókst málstað þeirra sem voru minnimáttar. Síð- ustu ár hafa verið þér erfið eftir að sjúkdómurinn tók þig frá okkur og það var erfitt að upplifa þessar miklu breytingar en ótrúlegt hvað þú hélst góða skapinu og hve það var stutt í brosið þegar þú sást okkur, þó það hafi ekkert annað komið. Guð geymi þig, mamma mín. Við söknum þín, þú verður alltaf með okkur. Nú grætur minning gengnu æskusporin um grýtta strönd við ysta norðurhaf þar mildur blærinn leikur létt á vorin og ljúfa gleði móðurástin gaf. Sú ást, er enga eigingirni þekkti. Sú ást, sem vildi létta hverja raun. Sú ást, er aldrei, aldrei nokkurn blekkti. Sú ást, sem gaf, en þáði sjaldan laun. Nú brosir vor í byggðum okkar heima. Þar blíðlát gola strýkur unga grein. Létt af brúnum lindir bjartar streyma, ljóðar alda hljótt við fjörustein. Þar ljómar sólin, lauguð hafsins bárum um ljósa nótt, er syrgir horfinn dag. Þar grætur jörðin djúpum daggartárum, frá duldum strengjum ómar kveðjulag. Haf hjartans þökk, þótt sigi sól í hafið og sorgartári væti föla kinn. Þitt móðurstarf er morgunljóma vafið og minning besta, kærleikshugur þinn. (ÞM) Þinn sonur, Siggeir. Elsku Sólrún mín. Fyrir tæpum 30 árum kynntist ég konu sem átti eftir að auðga líf mitt svo um munaði, sú kona varst þú, tengdamóðir mín, amma barnanna minna og móðir eigin- manns míns. Allar minningarnar sem við getum ornað okkur við núna, þegar skammdegið skríður að okkur, geta orðið ljóslifandi í hugum okkar. Ég er svo lánsöm að hafa fengið að vera tengdadótt- ir þín og ekki frá því að ásamt því að vera tengdamóðir mín þá hafir þú verið ein af mínum bestu vin- konum. Tímarnir okkar saman, árin þegar við bjuggum á Þing- eyri, þegar þú komst til okkar hvort sem um ræddi jól, páska eða sumar. Þrjú af börnunum fædd þá og mikið sem þér þótti vænt um þau. Þegar Rakel Brá fæddist á Ísafirði þá var ófærð um alla Vest- firði og þegar hún var fjögurra daga gömul þá ætluðum við að „skjótast“ heim á Þingeyri með póstvélinni og lentum í Reykjavík tæplega fimm um daginn. Það var glöð en áhyggjufull amma sem tók á móti okkur og fór með okkur heim til sín þar sem við gistum um nóttina. Henni fannst nú ekkert leiðinlegt að hafa séð nýja barnið á undan pabbanum. Það var mikið hlegið að þessu, eftirá! Þegar fjórða barnið fæddist, Svanhildur Björt, á Akureyri, og þú varst viðstödd fæðinguna sem mér fannst alveg ómetanlegt og ég held, eða ég veit, að þér þótti þetta ómetanlegt að sjá stelpu- skottið skjótast í heiminn, komst svo með okkur heim og bættir þar af leiðandi enn fleiri minningum í minningarbankann okkar sem eft- ir sitjum í dag og söknum þín. Oft ef það ber á góma að tengdamóðir mín hafi verið viðstödd fæðinguna þá finnst mörgum það vera hálf- skrítið, kannski finnst þeim að tengdamæðgur eigi að vera alltaf nöldrandi og afskiptasamar eða ég veit það ekki, en allavega er málið þannig farið hjá mér að þú varst besta tengdamóðir sem nokkur gæti hugsað sér að eignast, góð, trú og traust vinkona. Þannig er það bara. Það eru svo ótal margar minn- ingar sem ég ætla að geyma fyrir mig, í hjartanu mínu. Elsku yndislega Sólrún mín, missir okkar allra er mikill, að sjá á eftir þér er erfitt, en ég veit að þú ert frelsinu fegin því fjötrar þeir sem hafa bundið þig síðustu ár hafa verið skelfilegir og sorg- legt að horfa upp á ástvin fastan í þeim. Ég heyri röddina þína hljóma í símanum: „ Hæ þetta er Sólrún.“ Ég segi á móti: „Hæ, hitt- umst síðar.“ Elsku Siggeir, Elsa og Jóhann- es, móðir ykkar var dásamleg og minning hennar lifir með afkom- endum ykkar. Elsku Kristín, Elí- as, Sólrún, Rakel, Svanhildur og litla Írena Móey, minningin um yndislega ömmu og langömmu lif- ir með ykkur. Elsku Borgþór, missir þinn er mikill. Traustari vin hefðum við ekki getað hugsað okkur fyrir Sól- rúnu. Guð styrki ykkur öll í sorg ykkar. Við kveðjum þitt milda móðurhjarta megir þú vaka yfir oss. Stattu við veginn stjörnubjarta streymir til okkar kærleiksfoss. Biðjum að Alfaðir himna hafi höndum þér tekið og veiti skjól. Girði nú um þig geislatrafi gæti og veiti þér dýrðarsól. (höe) Þín tengdadóttir, Hrafngerður Ösp Elíasdóttir. Sólrún Bentsý Jóhannesdóttir  Fleiri minningargreinar um Sólrúnu Bentsý Jóhann- esdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Okkar elskulega eiginkona, móðir, tengdamóðir, dóttir, systir og mágkona, DAGMAR HRÖNN GUÐNADÓTTIR, Sóleyjarima 9, Reykjavík, lést á deild E6 á Landspítalanum í Fossvogi 3. nóvember 2016. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju 14. nóvember 2016 klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. . Guðmundur Eiríksson, Guðni Eiríkur Guðmundsson, Guðni Arnberg Þorsteinsson, Þorsteinn Arnberg Guðnason, Hanna Björg Sigurðardóttir, Hallgerður Þórðardóttir, Ingigerður Þórðardóttir og aðrir aðstendendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HAUKUR STEINDÓRSSON, fyrrum bóndi Þríhyrningi, Stapasíðu 1, Akureyri, lést 3. nóvember. Útförin fer fram frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal laugardaginn 12. nóvember klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Möðruvallakirkju. . Marta Gestsdóttir Svanhildur Hauksdóttir Felix Sigurðsson Gestur Hauksson Helga Steinunn Hauksdóttir Þorgils G. Gunnþórsson Dóra Bryndís Hauksdóttir Örn Stefánsson Ásgeir Már Hauksson Soffía, María Ósk, Haukur Þór og Steinar Darri. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURVALDI GUÐMUNDSSON frá Stóruborg í Húnaþingi, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Húsavík, mánudaginn 31. október. Útförin verður gerð frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 8. nóvember klukkan 13. . Garðar Sigurvaldason, Guðmundur Sigurvaldason, Skúli Sigurvaldason, Ásgeir Sigurvaldason, Stefán Sigurvaldason, Kolbrún Lilja og fjölskyldur okkar. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN STEFÁNSSON bílasmiður, Ársölum 5, Kópavogi, lést á heimili sínu föstudaginn 4. nóvember. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 9. nóvember klukkan 11. . Börn, tengdabörn, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.