Morgunblaðið - 07.11.2016, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 07.11.2016, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Matvæla- og veitingafélag Íslands Félagsfundir MATVÍS boðar til félagsfunda með sveinum og nemum. Fundirnir verða haldnir í húsakynnum félags- ins Stórhöfða 31 í Reykjavík og á Akureyri á Hótel Kea. 8. nóvember félagsmenn í matreiðslu og framreiðslu kl. 15.00 í Reykjavík 9. nóvember félagsmenn í matreiðslu og framreiðslu kl. 14.30 á Akureyri 9. nóvember félagsmenn í bakstri kl. 15.30 á Akureyri 9. nóvember félagsmenn í kjötiðn kl. 17.00 á Akureyri 16. nóvember félagsmenn í bakstri kl. 15.00 í Reykjavík. 16. nóvember félagsmenn í kjötiðn kl. 17.00 í Reykjavík Hollvinasamtök líknarþjónustu á Íslandi Aðalfundur Aðalfundur Hollvinasamtaka líknarþjónustu á Íslandi verður haldinn í húsi Krabbameins- félags Íslands, Skógarhlíð 8, þriðjudaginn 15. nóvember kl. 17:30. Dagskrá: 1. Fræðsluerindi. Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur á Akureyri kynnir starfsemi Heimahlynningar á Akureyri og hugmyndir um útvíkkun þónustunnar. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45. Eftir hádegi hefjast félagsvist, útskurður I og frjáls tími í myndlist kl. 13. Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 8.30–16, botsía með Þóreyju kl. 9.30–10.10, útvarpsleikfimi kl. 9.45, ganga um nágrennið kl. 11–11.40, bútasaumur Ljósbrotsins kl. 11–15, handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30–16.30, félagsvist með vinningum kl. 13–15, myndlist með Elsu kl. 16, steinamálun hefst þriðjudaginn 8. nóvember frá kl. 10–12. Boðinn Leikfimi kl. 10.30, félagsvist og myndlist kl. 13. Dalbraut 18-20 Brids kl. 13. Félagsmiðstöðin Vitatorgi/Lindargata 59 Leirmótunarnámskeið kl. 8–12, postulínsmálun kl. 9–12, lestur framhaldssögu kl. 12.30–13, frjáls spilamennska kl. 13–16.30, stólaleikfimi kl. 13–13.30. Nýtt! söngstund í matsal kl. 13.30–14.15, Sigríður Norðkvist leikur á flygil- inn. Bókbandsnámskeið kl. 13–17. Allir velkomnir! Garðabær Opið og heitt á könnuni í Jónshúsi frá kl. 9.30–16, meðlæti selt með síðdegiskaffinu frá kl. 14–15.45, vatnsleikfimi kl. 8 og 14. Kvennaleikfimi í Sjálandsskóla kl. 9.10, stólaleikfimi í Sjálandsskóla kl. 10, kvennaleikfimi í Ásgarði kl. 11, brids í Jónshúsi kl. 13. Gjábakki Handavinna kl. 9, botsía kl. 9.10, gler- og postulínsmálun kl. 9.30, jóga kl. 10.50, lomber kl. 13, ipad kennsla kl. 13 til 14.30, kanasta kl. 13.15, Gullsmári Postulínshópur kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl.10, handavinna og brids kl. 13, félagsvist kl. 20, hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum, allir velkomnir! Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9, opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9–14, bænastund kl. 9.30–10. Gönguhóp- ur kl. 10.30 – þegar veður leyfir. Dóra djákni í heimsókn kl. 10–12, hádegismatur kl. 11.30, prjónaklúbbur kl. 14, kaffi kl. 14.30 Hvassaleiti 56–58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8–16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi. Léttar erobik- æfingar með Milan kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30. Mömmuhópur kl. 12, frjáls spilamennska kl. 13, kaffi kl. 14.30. Fóta- aðgerðir 588-2320. Hæðargarður 31 Qigong kl. 6.30, við hringborðið kl. 8.50, glerlist kl. 9, ganga kl. 10, botsía kl. 10.15, æðstaráðsfundur kl. 10.20, myndlist hjá Margréti Zóphoníasd. kl. 12.30, handavinnuhornið kl. 13, félags- vist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu. Nánar í síma 411-2790. Korpúlfar Hugleiðsla kl. 9 í Borgum, ganga frá Borgum og frá Graf- arvogskirkju kl. 10 línudans með Eddu kl. 11 í Borgum, Skargripagerð með Sesselju kl. 13 í Borgum, félagsvist kl. 13 í Borgum, tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum og heimsókn frá félagi eldri borgara í Hvera- gerði í Borgum kl. 15 í dag, Qigong fellur niður í dag. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest- ur kl. 11, trésmiðja kl. 13–16, ganga með starfsmanni kl. 14, bíó á 2. hæð kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Selið, Sléttuvegi Húsið er opið kl. 10–14 en starfsemi verður þó fram til 16, upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi, gott að koma í spjall og kíkja í blöðin, hádegismatur kl. 11.30–12.30, félagsvist er kl. 13.15 í umsjón Sesselju og Erlu. Molasopinn er frammi eftir hádegi og vest- ursalurinn opinn kl. 14–16. Allir hjartanlega velkomnir. Skráning í leik- fimi hjá Guðnýju stendur yfir. Stangarhylur 4, Zumba Gold námskeið kl. 10.30 LeiðbeinandiTanya. Djöflaeyjan samlestur námskeið kl. 14, umsjón Jónína Guðmunds- dóttir, danskennsla; samkvæmisdansar kl. 17, línudans kl. 18 og samkvæmisdansar framhald kl. 19, kennari Lizy Steinsdóttir. Smáauglýsingar Bækur Bækurnar að vestan frítt með Póstinum Hornstrandabækurnar 7,900 kr. allar 5. Sönnu vestfirsku þjóðsögurnar 1,980 kr. allar 3. Góðar í jólapakkann. Eða afmælisgjöfina. Vestfirska forlagið jons@snerpa.is 456-8181 Upp með Vestfirði! Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Óska eftir Staðgreiðum og lánum út á: gull, demanta, vönduð úr og málverk! Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kost- naðarlausu! www.kaupumgull.is Opið mán.– fös. 11–16. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 782 8800 Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Hjólbarðar Ódýru dekkin Hágæða sterk dekk. Allar stærðir. Sendum hvert á land sem er. Bílastofan, Funahöfða 6, sími 562 1351. Húsviðhald Tökum að okkur viðhald, við- gerðir og nýsmíði fasteigna fyrir fyritæki húsfélög og einstak- linga. Fagmenn á öllum sviðum. Tilboð/ tímavinna. S. 896 - 4019. fagmid@simnet.is Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? ✝ Árni ÓlafurStefánsson var fæddur á Möðru- völlum í Hörgárdal 4. apríl 1927. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 29. október 2016. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Árnason, bóndi í Hólkoti í Hörg- árdal, f. 2.9. 1895, d. 19.4. 1958, og Sigríður Jóns- dóttir húsmóðir, f. 12.7. 1886, d. 31.3. 1972. Árni átti einn bróð- ur, Jón Gunnlaug Stefánsson, f. 20.1. 1926, d. 7.12. 1956. Með Jórunni Rannveigu Ragnarsdóttur átti Árni soninn Ragnar, f. 1951. Maki Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 1954. Þeirra börn eru: 1. Sigurður, f. 1974. Maki Steinunn Valdís Jónsdóttir, f. 1973. Þeirra börn eru: Inga Sól- veig, f. 2003, Veigar Þór, f. 2005. Fyrir átti Steinunn synina: Brynjar Loga, f. 1995, og Krist- in Frey, f. 1999. 2. Árni Eyfjörð, f. 1976. Maki Sigurrós Einarsdóttir, f. 1977. Börn þeirra eru: Elínrós, f. 2001, Ragnar Gabríel, f. 2005, og Kristófer Smári, f. 2007. 3. Smári Hallmar, f. 1991. Sambýliskona Halla Mjöll Stef- ánsdóttir, f. 1991. Árni giftist Gunni Júl- íusdóttur 1955. Saman áttu þau synina Stefán Jóhann, f. 1956. Maki Vaka Jónsdóttir, f. 1956. Þeirra börn eru: 1. Ingibjörg Ösp, f. 1976. Maki Magnús Geir Þórðarson, f. 1973. Börn Ingibjargar og Kar- els Rafnssonar eru: Arna Ýr, f. 1997, Andrea Björk, f. 1999, og Stefán Daði, f. 2003. Synir Ingi- bjargar og Magnúsar eru: Árni Gunnar, f. 2013, og Dagur Ari, f. 2014. 2. Gunnur Ýr, f. 1978. Maki Sindri Björn Hreiðarsson, f. 1978. Þeirra börn eru: Fannar Smári, f. 2001, Aldís Vaka, f. 2003, og Sara Dögg, f. 2008. Gunnlaugur, f. 1960. Maki Berg- þóra Guðmunds- dóttir, f. 1960. Börn þeirra eru: 1. Elva, f. 1981. Maki Kristján Sturluson, f. 1980. Þeirra börn eru: Bjarmi, f. 2007, og Máni, f. 2011. 2. Georg, f. 1987. Sambýlis- kona Jenný Grettisdóttir, f. 1988. Þeirra börn eru: Grettir, f. 2012, og Sandra, f. 2015. Fyrir átti Gunnur soninn Júl- íus Kristjánsson, f. 1947. Maki Steinunn Benna Hreiðarsdóttir, f. 1956. Börn þeirra eru: 1. Gunnur Lilja Júlíusdóttir, f. 1988. Sambýlismaður Jón Mel- stað Birgisson, f. 1986. Sonur þeirra er Natan Leó, f. 2012. 2. Berglind Lilja, f. 1990. 3. Herdís Júlía, f. 1994. Árni átti heima í Mið-Samtúni þar til hann flutti þriggja ára gamall með foreldrum sínum að Hólkoti í Hörgárdal. Þar bjó hann til ársins 1956 er hann flutti til Akureyrar. Gunnur og Árni hófu búskap 1954 fyrst í Hólkoti og síðar á Akureyri. Á Akureyri bjuggu þau lengst af í Fjólugötu 8. Eftir að Gunnur lést 1984 flutti Árni í Borgarhlíð þar sem hann bjó til haustsins 2015 er hann flutti á Dval- arheimilið Hlíð. Árni stundaði vörubílaakstur frá því hann flutti til Akureyrar 1956 en síð- ustu starfsárin vann hann á Plastiðjunni Bjargi. Útför Árna fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 7. nóv- ember 2016, frá Akureyr- arkirkju kl. 13.30. Á hverju hausti þegar fyrsti snjórinn fellur verðum við jafn- hissa, við erum ekki alveg tilbúin þó að við þekkjum gang náttúr- unnar. Þannig er þetta líka með lífið sjálft. Laugardaginn 29. október kom náttúran okkur á óvart, í tvígang. Morgunninn var mjallahvítur og seinna þennan dag hafði afi Árni kvatt þennan heim. Afi var sveitamaður. Hugur hans var við vegaframkvæmdir og heyskap, mannvirki, farartæki og skepnur. Þetta tók hann út í bíltúrum um sveitirnar, hann ók lúshægt svo ekkert færi framhjá honum. Afi naut þess líka að ganga um bæinn, fara í sund og ganga í búðir þar sem hann gerði verðkannanir til að undirbúa inn- kaup vikunnar. Það var alltaf fínt hjá afa. Regla var á hlutunum og hann kaus að hafa þá einfalda. Stund- um notaði hann tækifærið þegar við komum til hans og skilaði okkur hlutum, jafnvel hlutum sem við höfðum nýlega gefið hon- um. Hann var með hillusam- stæðu í stofunni sem hægt var að bæta við hillum eða fækka eftir smekk og það duldist engum að hillunum fór fækkandi. Samstæð- an lækkaði jafnt og þétt. Eftir stóð hillan með myndinni af ömmu Gunni og önnur með myndum af börnum og barna- börnum. Þrátt fyrir mikið skipulag og vanafestu í daglegum verkum var það iðulega þannig þegar við hringdum til að bjóða afa í heim- sókn að tilsvarið var „ég er svo sem ekkert að gera“. Þrátt fyrir að hann treysti sér ekki til að slá neinu föstu á meðan á símtalinu stóð kom ætíð á daginn að afi var mættur manna fyrstur og þá iðu- lega með súkkulaðirúsínur handa barnabörnunum. Á okkar yngri árum komu afi og amma alltaf færandi hendi í sveitina með tvo bláa ópalpakka. Eflaust hefði afi ekki séð ástæðu til að skipta bláum ópal út fyrir súkkulaðirús- ínur nema fyrir það eitt að hann fékkst ekki lengur. Afi Árni var á margan hátt dæmigerður fulltrúi sinnar kyn- slóðar sem útivinnandi heimilis- faðir en eftir að amma Gunnur féll frá tók hann málin í sínar hendur. Hann eldaði og þreif, þvoði og gerði við þvottinn. Afi var afar spurull, fylgdist vel með fólkinu sínu og var stoltur af því sem það var að gera. Hann var bara ekkert að hrópa það á torg- um frekar en margir af hans kyn- slóð. Hann hafði mikinn áhuga á farartækjum ýmiskonar. Hann vildi gjarnan tala um þá bíla sem við vorum á hverju sinni og þá frekar við karlmennina í fjöl- skyldunni en konurnar, eðlilega. Orðaforði afa var ekki beinlínis sá sem við kennum börnum okk- ar í dag enda stóðu langafabörnin stundum stóreyg þegar afi sagði frá. Afi var ekki góður í því að þiggja aðstoð við hlutina en þeg- ar það þurfti þá hringdi hann; „ætli sé mikið að gera hjá strák- unum?“ Og símtalið endaði: „Það liggur ekkert á.“ Allir vissu hvað það þýddi. Afi vildi nefnilega drífa hlutina af og þeirri aðferða- fræði hélt hann til síðustu stund- ar. Á næstu jólum verður það ekki afi sem mokar leiðið hennar ömmu og kveikir þar á kerti eins og hann hefur gert frá árinu 1984. Við förum, líkt og áður, í garðinn og kveikjum þar á kerti fyrir bæði afa Árna og ömmu Gunni og hugsum til þeirra með mikilli hlýju. Blessuð sé minning þeirra. Ingibjörg og Gunnur. Árni Ólafur Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.