Morgunblaðið - 07.11.2016, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.11.2016, Qupperneq 23
á sumrin í Skaftafelli, á Þingvöllum og að Fjallabaki 1977, 1978, 1982, og 1985. Finnur Torfi sat í Stúdentaráði HÍ 1958-59, var formaður Æskulýðs- fylkingarinnar 1960-61, varaforseti Sambands ungra sósíalista 1962-63, formaður Alþýðubandalagins í Kópavogi 1968-70, sat í náms- bókanefnd 1968-70, formaður Vest- firskra náttúruverndarsamtaka 1971-72, sat í stjórn Náttúruvernd- arfélags Suðurlands 1973-74, for- maður stjórnar Landvarðafélags Ís- lands 1978-79, sat í stjórn Skotveiðifélags Íslands 1979-81 og formaður þess 1980-81, sat í skóla- og náttúruverndarnefndum á Ísa- firði og í Kópavogi og sat í ráðum og nefndum á vegum Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins. Finnur Torfi hefur samið kennslu- bækur og kennsluleiðbeiningar í ís- lensku, einkum um ljóðakennslu, sendi frá sér þrjár ljóðabækurnar og endurminningarnar Vestan fóru, útg. 2016, var ritstjóri Kaldbaks, rit Vestfirskra náttúruverndarsamtaka, og hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit um stjórnmál, skólamál, náttúruvernd og lögfræði. Fjölskylda Fyrri kona Finns Torfa er Hulda Árnadóttir, f. 3.10. 1934, fyrrv. handavinnukennari. Þau skildu 1963. Synir Finns og Huldu eru Árni, f. 28.3. 1958, formaður Náttúruvernd- arsamtaka Íslands, en kona hans er Hrafnhildur Arnkelsdóttir, tölfræð- ingur og skrifstofustjóri á Hagstofu Íslands, og eiga þau tvær dætur, og Magnús Einar, f. 21.7. 1959, d. 13.2. 2005, tæknifræðingur hjá Hita- og vatnsveitu Akureyrar, var kvæntur Jóhönnu Erlu Birgisdóttur guðfræð- ingi og eru börn þeirra þrjú. Seinni kona Finns Torfa var Helga Kristín Einarsdóttir, f. 19.9. 1941, d. 31.10. 2014, bókasafnsfræðingur. Þau skildu 1988. Börn Finns Torfa og Helgu Krist- ínar eru Einar Torfi, f. 13.8. 1965, leiðsögumaður, en kona hans er Ingi- björg Guðjónsdóttir, leiðsögumaður og þjóðfræðingur, og eiga þau tvö börn; Hjörleifur, f. 28.3. 1969, heim- spekingur hjá Íslandsstofu og á hann tvo syni, og Glóey, f. 29.10. 1970, lög- fræðingur hjá Isavia, gift Scott Rid- del, umhverfisfræðingi og dokt- orsnema í fornleifafræði. Systkini Finns Torfa: Hjördís, f. 25.2. 1926, d. 30.8, 2012, skólastjóri við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði og að Holti í Önundarfirði og va- raþm.; Ingibjörg Sigríður, f. 20.8. 1928, d. 5.4. 2010, húsfreyja, ljóð- skáld og lagahöfundur á Ísafirði; Ás- dís, f. 21.4. 1939, húsfr. í Kópavogi; Kristjana, f. 10.2. 1932, húsfr. í Nor- egi; Hringur, f. 30.6. 1933, d. 30.1. 2007, skipstjóri og framkvæmda- stjóri í Grundarfirði, og Örn, f. 11.9. 1939, skipstjóri á Snæfellsnesi. Foreldrar Finns Torfa voru Hjör- leifur Guðmundsson, f. 1.10. 1896, d. 12.11. 1984, verkstjóri og pípulagn- ingamaður á Sólvöllum á Flateyri, síðast í Kópavogi, og k.h., Gunnjóna Sigrún Jónsdóttir, f. 7.9. 1899, d. 9.9. 1974, húsfreyja á Sólvöllum. Úr frændgarði Finns Torfa Hjörleifssonar Finnur Torfi Hjörleifsson Ingibjörg Eiríksdóttir húsfr. á Arnarnesi Jón Halldórsson b. á Arnarnesi í Dýrafirði Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir húsfr. á Veðrará Jón Guðmundsson búfr. á Veðrará og kennari og bókavörður á Flateyri Sigrún Jónsdóttir húsfr. á Sólvöllum Guðrún Jónsdóttir húsfr. á Ketilsstöðum Guðmundur Pantaleonsson b. á Ketilsstöðum Sigríður Þórarinsdóttir húsfr. í Hvilft, frá Vöðlum Finnur Magnússon b. í Hvilft, bróðursonur Torfa alþm. á Kleifum, Ásgeirs, alþm. á Þingeyrum, og Ragnhildar, langömmu Snorra skálds og Torfa sáttasemjara Hjartarsona Gróa Finnsdóttir húsfr. í Görðum Guðmundur Júlíus Jónsson útvegsb. á Görðum Hjörleifur Guðmundsson verkstj. og pípul.m. á Sólvöllum á Flateyri Margrét Jónsdóttir húsfr. í Breiðdal Jón Andrésson b. í Breiðdal Hjördís Hjörleifsdóttir fyrrv. skólastj. Barnaskólans í Holti í Önundarfirði Torfi Halldórsson kaupm. á Flateyri og stofnandi stýrimannaskóla á Ísafirði Guðrún Torfadóttir húsfr. á Hólmum Ásgeir Torfason skipstjóri á Flateyri María Jóhannsd. húsfr. á Sólbakka á Flateyri Önundur Ásgeirsson forstj. Olíuverslunar Íslands Einar Oddur Kristjánsson alþm. Ragnar Önundarson viðskiptafr. Teitur Björn Einarsson nýkjörinn alþm. Guðrún Guðmundsdóttir húsfr. á Flateyri Georg J. Guðmundsson stýrim. Í Rvík Finnur Magnússon kaupm. á Ísafirði Finnur Finnsson b. í Hvilft í Önundarfirði Guðmundur Georgsson yfirlæknir og prófessor Stefán Finnsson læknir Ragnheiður Finnsdóttir skólastjóri Magnús Finnsson fyrrv. framkv. stj. Kaupmanna- samtaka Íslands Hjálmar Finnsson forstjóri Áburðar- verksmiðjunnar Gunnlaugur Finnsson b., alþm. og skólastj. í Hvilft ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 Óskar Guðfinnur Sigurður Óla-son fæddist 7. nóvember1916 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Óli Sigurjón Vigfússon sjómaður, f. 18.11. 1892 á Norðfirði, d. 2.11. 1923, og k.h. Gréta María Þorsteinsdóttir, f. 18.9. 1892 í Reykjavík, d. 18.2. 1973. Óskar stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugarvatni 1936-38 og tók námskeið hjá lögreglunni í Reykjavík 1943 og 1945. Hann var í námi í sænska lögregluskólanum í Stokkhólmi í sex mánuði árið 1946. Óskar hóf störf hjá lögreglunni 1943 og starfaði í rannsóknarlög- reglunni 1949-1961. Þá varð hann aðalvarðstjóri í almennu lögreglunni til 1966 og var þá skipaður yfirlög- regluþjónn umferðarmála og gegndi því starfi til ársloka 1986. Hann starfaði síðan sem móttökustjóri í utanríkisráðuneytinu til dauðadags. Óskar var nokkur ár í stjórn Lög- reglufélags og sat auk þess í samn- inganefnd og sjóðstjórn. Hann kenndi við Lögregluskólann. Óskar átti sæti í Umferðarráði um árabil frá stofnun þess 1969 og allt til árs- ins 1990. Hann barðist alla tíð fyrir bættri umferðarmenningu og skrif- aði fjölda greina í blöð og tímarit um umferðarmál. Óskar var sæmdur orðum frá öll- um löndum á Norðurlöndunum og Lúxemborg, svo sem hinni dönsku orðu Riddara af Danneborg. Hann hlaut riddarakross hinar íslensku fálkaorðu árið 1985 fyrir lög- reglustörf. Hann sagði við það tilefni að hann tæki við henni fyrir hönd lögreglumanna almennt. Meðan Óskar var í sænska lög- regluskólanum tók hann þátt í æf- ingum hjá sænska hernum og hlaut hann þar verðlaun fyrir skotfimi. Síðar átti hann oft eftir að vinna fyrstu verðlaun í skotkeppni lögregl- unnar hér heima. Eiginkona Óskars var Ásta Ein- arsdóttir, f. 7.2. 1919 í Reykjavík, d. 23.9. 2002, verslunarmaður. Börn þeirra eru Ágústa, f. 1940, og Einar, f. 1941. Óskar Ólason lést 14.4. 1994. Merkir Íslendingar Óskar Ólason 90 ára Sveinn Jónsson Þóra Karitas Ásmundsdóttir 85 ára Guðmunda Hjartardóttir Skúlína Sigurveig Stefánsdóttir 80 ára Finnur Torfi Hjörleifsson Guðni Þór Magnússon Hildur Jónsdóttir Pétur Georg Þorkelsson 75 ára Bjarni Tómasson Elínrós Blomquist Eyjólfsdóttir Gísli Sævarr Guðmundsson Guðný Kristrún Óskarsdóttir Gunnar Bjarnar Randrup Lísbet Bergsveinsdóttir Tryggvi Magnússon Ulrich Schmidhauser 70 ára Elín Valgerður Guðmundsdóttir Gunnar Stefánsson Ingvi Hrafn Laxdal Magnússon Kjartan Sigurðsson 60 ára Ásrún Matthíasdóttir Dusko Veselinovic Ester Ólafsdóttir Guðbjörn Steinþór Ólafsson Guðrún Ásgeirsdóttir Karl Þór Björnsson Louisa Sigurðardóttir Margrét Stefánsdóttir Sigurlín Gunnarsdóttir Valtýr Guðmundsson Þorsteinn Sigurðsson Þórir Lárusson 50 ára Auður Hörn Freysdóttir Guðrún Kristín Erlingsdóttir Guðvarður Steinþórsson Hrönn Auður Gestsdóttir Sawsan Hussein A. Qasem Al-Said Una Steinsdóttir Úlfar Ingi Haraldsson Þóra Valný Yngvadóttir 40 ára Anna Maria Lesniewska Árni Gunnarsson Bjarki Þór Árnason Gísli Þór Einarsson Halla Vilbergsdóttir Hugrún R. Hjaltadóttir Leó Jarl Arnarson Lilja Sigurðardóttir Rie Miura Sonja Jónsdóttir Sölvi Þór Bergsveinsson 30 ára Berglind Ýr Baldvinsdóttir Ewa Katarzyna Koprowska Halldór Pétur Hilmarsson Hjörvar Orri Arason Hulda Finnsdóttir Ingveldur Marion Hannesdóttir Íris Gunnarsdóttir Karl Eiður Karlsson Kolbrún Arnardóttir María Kristinsdóttir Mathieu Gossiome Óskar Davíð Heimdal Sigrúnarson Páll Guðfinnur Jónsson Tryggvi Pálsson Þorgerður Sveinsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Lilja er Ólsari, en býr í Kópavogi. Hún er launafulltrúi og viður- kenndur bókari hjá Fjár- stoð ehf. Kærasti: Jón Kristinn Þórsson, f. 1971, lög- reglumaður Börn: Birna Erika, f. 2001, Metta Sigurrós, f. 2002, og Pétur Leó, f. 2009. Foreldrar: Sigurður Pétur Jónsson, f. 1950, og Metta Guðmundsdóttir, f. 1949, bús. í Ólafsvík. Lilja Sigurðardóttir 30 ára Halldór er Reyk- víkingur, er fæddur og uppalinn í miðbænum. Hann er sjálfstætt starf- andi kvikmyndatöku- maður. Systkini: Ragnheiður Björk Aradóttir, f. 1997. Foreldrar: Hilmar Stein- grímsson, f. 1952, fast- eignastjóri hjá eignar- haldsfélaginu Grjóti, bús. í Reykjavík, og Sigríður Hjaltested, f. 1962, nudd- ari, bús. í Reykjavík. Halldór Pétur Hilmarsson 30 ára Ingveldur er Reyk- víkingur og er í diplóma- námi í mannfræði við HÍ. Kærasti: Böðvar Markan, f. 1968, pípulagninga- meistari. Systkini: Sigríður K. Di Dino, f. 1974, Anna M. Hannesdóttir, f. 1988, og Jóhanna B. Steinsdóttir, f. 1995. Foreldrar: Hannes E. Jóhannsson, f. 1946, d. 2012, og Björg Jón- mundsdóttir, f. 1956. Ingveldur M. Hannesdóttir bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á k júklinginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.