Morgunblaðið - 07.11.2016, Síða 25

Morgunblaðið - 07.11.2016, Síða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hlustaðu á röddina innra með þér sem segir að tími sé kominn til að slaka á. Ef- astu ekki um hæfileika þína sem þér eru gefnir. 20. apríl - 20. maí  Naut Það hefnir sín síðar að stinga höfðinu í sandinn og halda að öll vandamál séu þar með úr sögunni. Haltu þínu striki og þá mun allt fara vel. Hægðu ferðina, það er nægur tími til að skemmta sér síðar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það vantar ekki mikið upp á að þér takist að klára það verkefni sem þér hefur verið falið. Hver er sinnar gæfu smiður. Ekki fara í fýlu þó að þú fáir þitt ekki fram, þú ert ekki lengur tveggja ára. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hraðinn í þínu daglega lífi eykst dag frá degi. Vertu tillitssamari við nágrannan. Hann er ekki alslæmur þó að þér finnist það. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Leyndarmál gætu verið afhjúpuð fyrir þig í dag. Einhver manneskja kemur inn í líf þitt á næstunni sem mun hafa gríðarmikil áhrif á framvindu ástamálanna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Rifrildi eru einstaklega líkleg. Hvað er það sem veitir þér gleði í lífinu? Reyndu að komast að því. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hæfileiki þinn til þess að ná einbeitingu er aðdáunarverður. Ekki reyna lengur að ganga í augun á fólki. Þú kannt ekki að meta leti annarra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Tíminn flýgur svo þú verður að hafa þig alla/n við til þess að geta staðið við fyrirætlanir þínar. Verið viss um hvað þið vilj- ið, þegar á hólminn er komið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Áhrifamiklir félagar birtast í öll- um stærðum og gerðum. Allt snýst um orð – þau búa yfir mætti til bölvunar eða blessa. Þú vilt hafa nóg fyrir stafni og ert líka afar for- vitin/n. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú geturðu ekki lengur þráast við að framkvæma það sem þú veist innst inni að er óhjákvæmilegt. Hafðu ekki áhyggjur og reyndu bara að slaka á og njóta lífsins. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ráðleggingar þínar geta komið sér vel fyrir samstarfsmann þinn. Lykillinn að vel- gengni er ekki flókinn, gerðu meira af því sem gengur vel. 19. feb. - 20. mars Fiskar Frestaðu öllum framkvæmdum með- an þú ert að gera þínum nánustu grein fyrir því hvað það sem þú raunverulega vilt. Leyfðu þér að njóta góða veðursins. Ég hef alltaf haft gaman af velog létt kveðnum vísum sem segja sögu og halda uppi spennu í frásögninni. Pétur Stefánsson yrkir á Boðnarmiði um draugagang: Ei er mér í anda rótt, allar nötra taugar, að mér sóttu nú í nótt nokkrir ærsladraugar. Skelk í bringu skutu mér. Skalf ég líkt og hrísla, er þeir riðu húsum hér hátt, og fóru að sýsla. Mér fannst ég heyra fótatak frammi í íbúðinni, ískur, hvísl og eitthvað brak sem ógnaði geðró minni. Upp úr rúmi ofurhljótt með ímynduðum þótta, fram í stofu skaust ég skjótt skjálfandi af ótta. Engan draug var unnt að sjá, eftir þessa brýnu. En kveikt hafði þó einhver á útvarpstæki mínu. Inni í minni íbúð hér er ýmislegt á sveimi sem ég veit að eflaust er ekki af þessum heimi. Limrur Kristjáns Karlssonar koma alltaf upp í hugann: Ég festi ekki blíðan blund fyrir bölvaðri rökfestu um stund. Loks tókst mér að sofna, fann samhengi rofna og símastaur pissaði á hund. Einn kvenmaður kenndur við Fljót fór í hvirfilbyl norður í Grjót. Þar kom upp úr grasi undir könnunarglasi hálf kunta, ein tala, fornt spjót. Einn sægreifi sunnan úr Höfnum sat á fundi með hröfnum. Þeir settu sig á hann þeir sóðuðu á hann og sendu hann til baka með dröfnum. Er eitthvað til fallegra en Stína? Ég undanskil konuna þína og Þingvallahraun sem þó er mér raun loks kvað vera fallegt í Kína. „Ég er,“ sagði Ásgrímur, „fauti, því mín eistu eru stærri en í nauti. Og grimmum hundum og háðslegum sprundum ég hef verið þungur í skauti.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af draugagangi og limrur eftir KK Í klípu „ÉG ER AÐ LEITA AÐ SÓFA SEM BREYTIST Í RÚM MEÐAN ÉG ER Í HONUM, SVO ÉG ÞURFI EKKI AÐ FARA Á FÆTUR TIL AÐ FARA AÐ SOFA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „GUÐ HJÁLPI ÞÉR!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hjörtu ykkar tvinnast saman. MANSTU ÞEGAR ÞÚ KOMST MEÐ BLÓM HANDA MÉR? EINMITT...NEI. ER ÉG AÐ MISSA AF EINHVERJU? ÞEGAR ÉG VAR STRÁKUR... ÞAÐ ER EKKI SVO SLÆMT! ...VAR TVEGGJA MÍLNA GANGA Í SKÓLANN! NEI, EN ÉG GEKK ÁTTA MÍLUR TIL AÐ FORÐAST SKÓLANN! Svefn- sófar Strákarnir á verkstæði Sólningar íKópavogi voru eins og storm- sveipur þegar Víkverji fór þangað á laugardagsmorgun til þess að láta skipta yfir vetrardekk á hans fjalla- bíl. Þetta voru sennilega pólskir eða litháískir piltar, harðduglegir fýrar sem hafa greinilega gaman af vinnu- törnum. Ekki var annað hægt en fyllast aðdáun að röskleika þeirra. Allt gekk upp á örfáum mínútum og bíllinn er klár í vetrarumferðina. x x x Þessa dagana er uppi í Smáralindáhugaverð málverkasýning sem ber yfirskriftina Poppart. Efnt er til þessa viðburðar í tilefni af 15 ára af- mæli verslunarmiðstöðvarinnar sem er á næstu dögum. Þarna sýna Ingv- ar Björn, Oddur Eysteinsson og Hjalti Paríus, sem vinnur stór verk í stíl Errós sem þekja stóra veggi. Laust búðarpláss á neðri hæð versl- unarmiðstöðvarinnar var notað fyrir sýninguna og það er góð tilbreyting sjá falleg listaverk á svona stöðum. x x x Hjá Eymundsson var forsmekkurað hátíð. Fyrstu jólabækurnar eru komnar í búðir, Petsamo Arn- aldar Indriðasonar, CoDex eftir Sjón og alls konar matreiðslubækur, ævisögur, fróðleikskver og fleira. Heimsókn í bókabúð er alltaf skemmtileg. x x x Óvænt og af bragðgæðum erulambakótelettur komnar í tísku og þykja herramannsmatur. Í skemmtanalífi landans hafa kótel- ettukvöldin slegið í gegn og eru fjöl- sótt. Víkverji var í slíkri veislu aust- ur í Flóa fyrir nokkrum vikum, þar sem kokkarnir báru fram heilu trog- in af röspuðum kótelettum steikum upp úr smjöri. Meðlætið var líka ein- falt; kartöflur, sósa, rauðkál og grænar baunir. Þetta hnossgæti, sem Víkverji ólst upp við að væri jólamatur, er nú komið á matseðilinn á Café Adesso í Smáralind og selst þar eins og enginn sé morgundag- urinn. Þetta er skemmtileg þróun. Maturinn er virkilega góður og kóte- lettukvöldin mikilvæg því landinn þarf alls konar skemmtanir og sam- verustundir nú þegar svart og þrúg- andi haustmyrkur hellist yfir. víkver- ji@mbl.is Víkverji Sælla er að gefa, en þiggja. (Post. 20.35)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.