Morgunblaðið - 07.11.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.11.2016, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 Forsprakki hljómsveitarinnar er Sydney Bennett, sem notar sviðs- nafnið Syd the Kid. Hún er með snöggan hanakamb, stráksleg í útliti og klæðaburði og á auðvelt með að ná til áhorfenda. Í einu laginu reynir hún að fá áheyrendur til að syngja með í viðlaginu. „Þetta er um minn fyrrverandi,“ segir hún, „og viðlagið er „You Fucked Up“.“ Í fyrstu er hálfvelgja í salnum, en þegar hún segir „nú skulið þið ímynda ykkur að þetta sé ykkar fyrrverandi“ taka allir undir. Á efri hæðinni hefur Alexander Jarl nú tekið við rappkeflinu. Hann vakti athygli á Músíktilraunum fyrir þremur árum og ný plata hans, Aldrei sáttur, kemur út samhliða há- tíðinni. Það hefur fjölgað í salnum og stemmingin magnast í samræmi við það. Skrifari virðist einn um að koma af fjöllum því að viðstaddir eru vel með á nótunum og gólfið hristist og titrar. Í íþróttasalnum í Valsheimilinu er rappsveit með sögu stigin á svið. Fyrst heyrðist í Digable Planets í upphafi tíunda áratugarins. Hún var þó ekki langlíf og leystist upp 1995. Hljómsveitin hefur verið sundur og saman undanfarinn áratug. Á þessu ári hefur hún verið á tónleika- ferðalagi og gestir Airwaves nutu á laugardagskvöld góðs af því. Dig- able Planets er þekkt fyrir texta sína og má búast við vísunum í allt frá Al- bert Camus til Star Trek. Meðlimir sveitarinnar hafa sagt að þeir vilji leika sér að tungumálinu líkt og ljóð- skáldið Robert Frost. Hér var hvorki kvenfyrirlitning né heimskudýrkun á ferð. Kvöld á Airwaves er aldrei full- komið án viðkomu á Gauknum. Þegar inn er komið gýs upp daunn af gömlum bjór, jafnvel bjórnum sem maður hellti niður þegar maður kom síðast. Og þannig á það að vera. Finnskt pönk Finnska hljómsveitin Pertti Ku- rikan Nimipäivät er væntanleg á svið. Fyrir þá sem ekki kveikja er hér á ferð framlag Finna til Euro- vision frá því í fyrra. Pertti Kurikan Nimipäivät er pönkhljómsveit og lifa félagar hljómsveitarinnar allir við fötlun af einhverju tagi. Stundvísi er hið skilyrðislausa skylduboð Air- Konur fara á kostum  Hrekkjavaka hinna valkvíðnu Morgunblaðið/Freyja Gylfa Kynngimögnuð AJ Haynes, söngkona og gítarleikari Suðurríkjahljómsveitarinnar Seratones, fór á kostum á sviðinu í Nasa á laugardagskvöld. Hljómsveitin leikur hrátt og hratt rokk og styður vel við kröftuga rödd Haynes. Hráir og hrjúfir Pönkhljómsveitin Pertti Kurikan Nimipäivät, sem var framlag Finna til Eurovision 2015, gaf hvergi eftir á sviðinu á Gauknum. AF TÓNLIST Karl Blöndal kbl@mbl.is Tónlistarhátíðin Iceland Airwa-ves hlýtur að vera hrekkja-vaka hinna valkvíðnu. Það er laugardagskvöld, fjórði í tónlistar- veislunni og ekkert lát er á kræs- ingum. Til að auðvelda valið er ágætt ráð að sniðganga þekktar stærðir og fara frekar á það sem maður hefur ekki séð áður. Á efri hæðinni í Valsheimilinu rappar Þriðja hæðin, sex strákar úr Breiðholtinu, af miklum móð. Þeir eru með sitt á hreinu, allir sem einn, en það er fámennt fyrir framan svið- ið og erfitt að ná upp stuði. Ljúffengur eyrnakokkteill Það er öllu meiri stemming á neðri hæðinni þar sem hljómsveitin The Internet frá Bandaríkjunum er að stíga á svið. Hljómsveitin hefur verið að frá 2011 og vakti athygli í fyrra með plötunni Ego Death. Hljómsveitin spilar sálarskotna hipphopptónlist og hefur merkimið- anum nýsálartónlist brugðið fyrir. Rætur tónlistarinnar liggja víða. Það má grein svalan blæ í anda Miles Davis, fönkáhrif frá Isaac Hayes og bræðingsstrauma frá spor- göngumönnum á borð við Billy Cob- ham. Útkoman er ljúffengur eyrna- kokkteill. AF TÓNLIST Eftir Ingvar Bates ingvarbates@mbl.is Einn af hápunktum IcelandAirwaves-tónlistarhátíðar-innar árið 2016 var án efa tónleikar Kronos Quartet og Múm með snarpri innkomu hins nýstofn- aða kórs myndlistarmanna og tón- skálda, Kórus. Skemmst er frá því að segja að tónleikarnir voru stór- brotnir, en Kronos-liðar hafa alla tíð brotið sér eigin veg gegnum tón- listarmúra og -geira. Fræg er sam- vinnan við Elvis Costello í Juliet Letters og snúningar á Hendrix- rokkslögurum í virðulegum tón- leikasölum undir lok síðustu aldar. Í seinni tíð hafa þeir stillt skörpum fókus á hinn staðbundna tón – á lókalinn, á sérkennin, hið grófa og staðbundna, eða með eigin orðum David Harrington, fyrstu fiðlu: „Ég hef alltaf viljað að strengjakvar- tettinn væri lifandi, kraftmikill og svalur, þannig að hann væri ekki hræddur við að berja frá sér og vera fallegur eða ljótur eftir þörf- um. En hann verður að tjá lífskraft. Hann verður að segja söguna með reisn, kímnigáfu og dýpt. Og segja alla söguna ef hægt er.“ Helst saknaði maður ítarlegrar efnisskrár, til upplýsingar og svo til minningar um atburðinn. Nokkuð reyndi á óinnvígða að fóta sig og ná fullum áttum, og þó; tónlistin er eft- ir allt lifandi athöfn, eins og kom seinna eftirminnilega upp úr kafinu hjá dj. flugvél og geimskipi. Ruddi nýjar brautir Múm-liðar sjö talsins byrjuðu settlega með nokkrum ljúfum söngvum með afbrigðum, líkt og til að slétta völlinn og afmarka fyrir komandi átök, báru fram hráefnið ef svo má segja; efnivið í þrástef, andrúmsloftið, örlítið krúttlegt en af einbeitni og metnaði. En krafturinn og snerpan sem fylgdi Kronos-strokkvartettinum einum og sér fyrir hlé líður seint úr minni; frjóleikinn var alls staðar, strokbogum beitt á alla kanta, hringsnúið og höggvið í loftið líkt og væri verið að reka burtu anda, ellegar vekja upp, en á þeim tíma- punkti spilaði kvartettinn lög úr ný- legu Afríkuverkefni. Þá fylgdi með The Who-slagari hvar nánast guð- leg nærvera Pete Townshend hljómaði á fiðlu Davids. Kronos- hópurinn ruddi enn og aftur nýjar brautir andstætt viðteknum hefð- um með yfirreið sem á fáa sína líka, en var engu að síður auðmýktin uppmáluð. Slegið í eftir hlé Eftir hlé var slegið vel í. Bæði Múm og Krónos, með innkomu Kórus, spiluðu útsetningar við lög Múm, eins konar þrástef er sneru upp á sig með nokkru glossi og krúttskap, en af innlifun og fágun. Sérstakar, hálf-bernskar söng- raddir tvíburasystranna Gyðu og Önnu Valtýsdætra bættu í þennan áhrifaríka bræðing. Vel beittur trymbillinn gætti þess að ávallt var sláttur og lífsmark. Allt ætlaði um koll að keyra þennan seinni hluta tónleikanna. Það sem tengir þessa listamenn saman er að þeim virðist sterk þörf á að leita og rannsaka, jafnvel upplýsa, sem er þó ekki að- alatriðið því eftir situr andrúms- loftið og tilfinning sem vart er hægt að koma orðum að. Eftir hlé tók rýnir óvænta stefnu eftir nokkrar hrókeringar í prógrammi; kvenfólkið tók öll völd sem eftir lifði kvölds. Warpaint er nafn á fjögurra manna kvenna- rokkbandi frá Los Angeles sem Einn af hápunktum hátíðarinnar  Krafturinn og snerpan sem fylgdi Kronos líður seint úr minni  Innblástur í dauða hluti Morgunblaðið/Freyja Gylfa Skemmtun Tónleikar Kronos Quartet og Múm með snarpri innkomu Kórus voru einn af hápunktum Iceland Airwaves að þessu sinni. Morgunblaðið/Freyja Gylfa Warpaint Kvennarokkbandið spilaði draumkennt indírokk í Silfurbergi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.