Morgunblaðið - 07.11.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.11.2016, Blaðsíða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 waves og er þekkt orðið að jafnvel örgustu stjórnleysingjar beygja sig möglunarlaust undir járnaga há- tíðarinnar. Nema finnsku pönk- ararnir, sem eru ekki tilbúnir að segja skilið við glundroða og ringul- reið pönksins með öllu. Hljómsveitin kennir sig við for- sprakkann, Pertti Kurikan, og hann lætur ekki deigan síga þegar hljóm- sveitin stekkur inn á sviðið. Lögin eru stutt og laggóð. Kurikan syngur rámri röddu sem er eins og sand- pappír á striga. Þegar ljósmyndari bregður myndavélinni á loft upp við sviðið er hann ekki seinn á sér að reka löngutöng framan í linsuna. Kurikan er sviðsvanur. Milli radda blótar hann kröftuglega: „Saatana perkele!“ Blótið í Kurikan ómar enn í eyr- um þegar sest er niður í Kaldalóni í Hörpu. Á gólfinu liggur selló og bíð- ur þess að Kelsey Lu fari um það höndum. Lu er bandarísk og ein- hvers staðar sagði að hún hefði alist upp í strangtrúaðri fjölskyldu, hlaupist brott 18 ára og farið að læra á selló. Nú starfar hún í New York og er með mörg járn í eldinum. Tónleikarnir byrja á þekktustu sellótónum tónlistarsögunnar, stef- inu úr inngangi fyrstu sellósvítu Bachs, en fljótlega leysist laglínan upp í öllu meira framandi og annar- legri tóna og Lu hefur upp raust sína. Heillandi var að fylgjast með því hvernig hún notar tæknina til að byggja upp lögin, tekur upp lykkjur um leið og hún spilar og leggur þannig hvert lagið ofan á annað. Tónlist Lu er mjög persónuleg og draumkennd. Tónleikar hennar urðu fyrir valinu út af biðröðinni fyrir utan Gamla bíó þar sem breska ljóðskáldið Kate Tempest kom fram og reyndust eftirminnilegasta stund kvöldsins. Suðurríkjasveifla Eftir andaktina hjá Lu tekur smá tíma að koma sér í takt við Suðurríkjarokk hljómsveitarinnar Seratones, sem er komin á fulla ferð á sviðinu á Nasa við Austurvöll, en krafturinn í forsprakkanum, hinni kynngimögnuðu AJ Haynes, er slík- ur að ekki er annað hægt en að hríf- ast með. Haynes er fantasöngkona, mundar gítarinn af kunnáttu og slægð. Sér til fulltingis hefur hún trommuleikara, bassaleikara og gítarleikara, sem eru haldnir sama kraftinum. Þótt röddin sé ólík minnti krafturinn og innlifunin á köflum á Janis Joplin og hljómsveit hennar, Big Brother and the Holding Comp- any. Rætur The Internet liggja í sál- artónlistinni, en Seratones sækir inn- blástur í sýrurokk sjöunda áratugarins. Þegar kom að síðasta laginu var Haynes komin í slíkan ham að hún fór niður af sviðinu og út í sal þar sem hún lagðist niður á gólf og söng síðustu tónana. Á eftir Seratones steig dansk/ finnska rafhljómsveitin Liima á stokk. Í henni er finnski trommuleik- arinn Tatu Rönkkö og þrír félagar úr dönsku sveitinni Efterklang, Mads Brauer, Casper Clausen og Rasmus Stolberg. Liima var kannski enginn greiði gerður að koma fram á eftir Seratones, en allt um það er hér góð hljómsveit á ferðinni. Klukkan er að verða tvö þegar færeyska hljómsveitin Konni Kass stígur á svið í Iðnó. Enn ein sveitin þar sem kona er forsprakki þetta kvöld. Hljómsveitin heitir í höfuð söngkonunnar, Konni Kass. Hljóm- sveitin er ný og fyrsta plata hennar kemur út á föstudag. Kass er mögn- uð söngkona (hún mætti þó hlusta minna á Adele) og hljómsveitin er efnileg og gerði margt gott, þótt kannski mætti vera örlítið meiri broddur og áhætta í tónlistinni. Á sviðinu stóð saxófónn, sem Kass blés í af innlifun í einu laganna. Hún hefði að ósekju mátt nota hann meira. Konni Kass var góður endir á kvöldi sem segja má að hafi verið óður til kvenna. Sviðsgleði Það var líf og fjör á sviðinu þegar hljómsveitin FM Belfast tróð upp í Hörpu. Hljómsveitin hefur verið að í rúm tíu ár, gefið út þrjár plötur og sú fjórða á leiðinni, og veit hvernig á að liðka um dansbein áhorfenda. spilaði draumkennt indírokk í Silf- urbergi. Þær gáfu, rýni að minnsta kosti, kærkomna núllstillingu frá Kronos og Múm og heillaðist hann undir stöðugum gítarhrynjanda en tilbreytingarlitlum tóni; duldar, í raun nett-ómannblendnar í dökkri eintóna sviðslýsingunni. Hráar og hressar Thunderpussy frá Seattle var töluvert hrárri og hressari í Norð- urljósum; fjórar glamúrskotnar prógressífar hard-rock gleðikonur í leit að nettri ágjöf, greddu og glimmeri, með sterka ágenga liti í bakgrunni, á köflum eggjandi framkomu líkt og rokkara er siður. Lögin voru meira en danshæf, gríp- andi og æsandi. Það var auðséð og fundið að þær ætla sér ekkert ann- að í framtíðinni en að trylla lýðinn, svo ágengt og krassandi var sjón- arspilið. Þá var röðin komin að Stein- unni Eldflaug Harðardóttur, dj. flugvél og geimskip, í Kaldalóni. Ef amerísku rokkkonurnar voru þrí- tengdar í jörð með sumareld í tungli var dj. flugvél og geimskip andrúmsloft fljótandi veruleika, tenging við frumefni náttúrunnar, þó sérstaklega loft og vatn. Það var bæði flotið og svifið um geiminn í geimflaug, ævintýraferð. Við vor- um stödd í þúsund ára gömlum kastala, hittum fyrir höfrunga, leð- urblökur og önnur dýr merk- urinnar með framandi raust svo helst líktist kirkjutóntegundum Forn-Grikkja. Steinunn er barma- full af hugmyndum; allt fær að flakka en samt er engu ofaukið. Annar hápunktur Santigold frá Fíladelfíu átti annan hápunkt föstudagskvöldsins með skemmtilegri ádeilu á allt hlut- glundrið (e. kitch) í kringum okkur; plastumbúðir og neysluvörur, helst undir 99 sentum, er svifu um tjaldið, ekki svo ólíkri fantasíu dj. flugvélar og geimskips en innblásturinn sótt- ur í dauða hluti, plast og smekk- leysu. Úr varð mikill dansbræðingur indípopps og reggís fyrir fullu Silfurbergi. Með söngkonunni, sem heitir réttu nafni Santi White, spiluðu tveir meðleikarar á hljómborð, gítar og áslátt. Þá hjálpuðu tveir statistar til sem höfðu uppi leikræna tilburði, léku að því er virtist neytendur í makindum heima í sófa eða ýttu tómum innkaupakerrum um sviðið. Öll skiptu þau reglulega um leik- gervi, leikmuni og búninga svo úr varð hin besta skemmtun. Á einum tímapunkti hóaði Santigold dágóð- um hópi af gestum upp á svið í snún- ing undir dúndrandi danstakti. Föstudagurinn á Iceland Airwaves var með heldur rólegri brag í ár en oft áður, minna um mannþröng og ráp en heldur beittari þegar allt er talið. Morgunblaðið/Ingvar Bates Santigold Bandið var með skemmtilega ádeilu á allt hlutglundrið. Sigurður Pálsson er afkasta-mikill höfundur og hefurvíða komið við. Þetta er 16.ljóðabókin síðan hann kvaddi sér hljóðs 1975, en auk þess liggja eftir hann skáldsögur, leikrit, þýðingar, minningabækur o.fl. Þessi bók skiptist í fjóra kafla: Eldur og skuggar, Jörð, Raddir í loftinu og Vötnin yfir vötnin undir. Fyrir hverjum kafla er eins konar leiðar- stef sem er til- vísun í aðrar bók- menntir og vísa lesanda veg til túlkunar. Öll eru ljóðin í frjálsu formi og án hefð- bundinna einkenna, m.a. nokkur prósaljóð. Yrkisefni Sigurðar hafa verið fjöl- þætt, en hér er sleginn áberandi tónn: dauðinn er allt umhverfis þótt hann sé aldrei nefndur beint á nafn. Það er enginn dauðabeygur í ljóð- mælandanum, en hann veit af þess- um gesti: „Nú bíður hann færis / þessi sem ég vil ekki nefna / bíður færis ég finn það“. Í öðru ljóði segir svo: „Mig langaði ekki að syngja fyr- ir hann / langaði ekki heldur að syngja um hann // Langaði bara að syngja um lífið“. Ljóðið „Jörðin bíð- ur“ er á þessa leið: „Síðasta daginn / bíður rólegt svarthol / eftir þér // Galopið galtóm / bíður eftir ljósinu // Gleypir þig / gleypir ljósið // Síðasta daginn / síðasta daginn“. Og hvernig tekst maður á við þessa nánd dauð- ans?: „Sólrík glaðværð / Það er rétta innstillingin“. Dauðinn kemst ekki nær „meðan ágústbirtan / breytir draumum / í orð // breytir orðum í drauma“. Kvöldið, nóttin birtast þráfaldlega í ljóðunum, gamalkunn tákn fyrir nánd dauðans. Annað leiðarstef sem þræðir sig gegnum bókina er röddin: „Rödd sem er líf / Ég finn fyrir henni / bakatil í draumunum // Alltaf“. Rödd berst honum til eyrna, hann heyrir rödd Erosar, tónlist hefur sína rödd. „Meðan tónlistin lifir / óttast ég ekki // Ber enga virðingu fyrir / svo- nefndum buska“. Ljóðmælandi bið- ur um að fá rödd til að bera fegurð- inni og réttlætinu vitni. Í bókarkaflanum Raddir í loftinu eru 12 ljóð sem bera það heiti og í hinu fjórða standa þessar línur: „Röddin kom skyndilega og hvíslaði: / Þú átt- ir þessi fjögur orð / á blaðinu // Frelsi / Löngun / Gleði / Hamingja“. Þrátt fyrir skýra vitund um dauðann tekst ljóðmælandinn á við hann með hamingju að vopni, ást og kærleik, sbr. lokaljóð bókar, „Kærleikur“. Ljóðmælandi Sigurðar hefur löngum haft gagnmenntað sjónar- horn á lífið og hlutskipti manns, hann horfir hingað heim utan úr víðri veröld, reynslunni ríkari, en sér ekki hlutina með augum heimaln- ings. Þetta er meira áberandi í fyrri bókum hans, en sér þó stað í þessari bók, t.d. í ljóðinu „Hér á spássíu Evrópu“ sem byrjar á þessa lund: „Hér af spássíu Evrópu / horfi ég á eilífð álfunnar“ og lýkur á þessum línum: „Við erum á sömu blaðsíðu / en við erum á spássíunni“. Þetta er réttilega orðað. Ljóðið „Í þöggunar- þorpinu“ má vel lesa í ljósi atburða hér heima þar sem eru „orð sögð / til þess að orðin verði ekki sögð // orðin um sannleikann / um það sem gerð- ist // í þorpinu / þöggunarþorpinu“. Er það ekki enn svo að erfið mál víkja stundum fyrir hinum léttvæg- ari? Æðruleysi hans er aðdáunarvert og hann syngur um lífið, gleðina. „Ég ber enga virðingu fyrir honum / hann kemur þegar hann kemur / „Kom þú sæll, þá þú vilt“ // Og ég syng áfram um lífið“. Þetta er falleg bók, utan sem innan. Morgunblaðið/Einar Falur Skáldið „Líklega er þetta besta ljóðabók Sigurðar og víst er hún hnitmið- aðri en allar hinar fyrri, ljóðmælanda er meira niðri fyrir,“ skrifar rýnir. Söngurinn um lífið Ljóð Ljóð muna rödd bbbbn Eftir Sigurð Pálsson. JPV útgáfa, 2016. Innbundin 81 bls. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 11/11 kl. 20:00 114. s. Lau 19/11 kl. 20:00 119.s Sun 27/11 kl. 20:00 124.s Lau 12/11 kl. 20:00 115. s. Sun 20/11 kl. 20:00 120.s Fim 1/12 kl. 20:00 125.s Sun 13/11 kl. 20:00 116.s Fim 24/11 kl. 20:00 121.s Fös 2/12 kl. 20:00 126.s Fim 17/11 kl. 20:00 117.s Fös 25/11 kl. 20:00 122.s Lau 3/12 kl. 20:00 127.s Fös 18/11 kl. 20:00 118.s Lau 26/11 kl. 20:00 123.s Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 12/11 kl. 13:00 13.sýn Sun 20/11 kl. 13:00 15.sýn Sun 13/11 kl. 13:00 14.sýn Lau 26/11 kl. 13:00 16.sýn Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Njála (Stóra sviðið) Fim 10/11 kl. 20:00 Mið 23/11 kl. 20:00 Mið 16/11 kl. 20:00 Mið 7/12 kl. 20:00 Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðustu sýningar. Extravaganza (Nýja svið ) Fim 10/11 kl. 20:00 7. sýn Mið 16/11 kl. 20:00 auka. Lau 19/11 kl. 20:00 10.sýn Sun 13/11 kl. 20:00 8. sýn Fös 18/11 kl. 20:00 9.sýn Nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur Jólaflækja (Litla svið) Lau 26/11 kl. 13:00 Frums Lau 3/12 kl. 13:00 3. sýn Sun 11/12 kl. 13:00 6. sýn Sun 27/11 kl. 13:00 2. sýn Sun 4/12 kl. 13:00 4. sýn Sun 27/11 kl. 15:00 aukas. Lau 10/12 kl. 13:00 5. sýn Bráðfyndin jólasýning fyrir börn Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Mið 9/11 kl. 20:00 3.sýn Fös 18/11 kl. 20:00 8.sýn Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn Fim 10/11 kl. 20:00 4.sýn Lau 19/11 kl. 20:00 9.sýn Sun 4/12 kl. 20:00 aukas. Fös 11/11 kl. 20:00 aukas. Sun 20/11 kl. 20:00 10.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn Lau 12/11 kl. 20:00 5.sýn Fös 25/11 kl. 20:00 11.sýn Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn Sun 13/11 kl. 20:00 6.sýn Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn Fim 17/11 kl. 20:00 7.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn Aðeins þessar sýningar. Örfáir miðar lausir. Jesús litli (Litli svið ) Mið 30/11 kl. 20:00 1. sýn Fim 8/12 kl. 20:00 4. sýn Sun 11/12 kl. 20:00 6. sýn Fim 1/12 kl. 20:00 2. sýn Fös 9/12 kl. 20:00 5. sýn Fös 2/12 kl. 20:00 3. sýn Lau 10/12 kl. 20:00 aukas. Margverðlaunuð jólasýning Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.