Morgunblaðið - 18.11.2016, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016
Útgefandi Árvakur Umsjón Jón Agnar Ólason Blaðamenn Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is, Ásgeir Ingvars-
son ai@mbl.is Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndina tók RAX
T
íu töffarastig á hvern þann sem veit hvað
orðið hér að ofan þýðir. Einhver? Þetta svip-
mikla orð er nafnorð úr ítölsku og merkir „að
vera áhyggjulaus, afslappaður og slétt
sama“. Zero f*cks given, þannig lagað. Hér
er ekki átt við einstakling sem lifir í tillitsleysi og sið-
blindu gagnvart öðru fólki heldur er hugtakið lífs-
stílstengt og fangar anda þess sem er sáttur í eigin
skinni, setur sér eigin markmið og lifir sínu lífi án þess
að hafa miklar áhyggjur af því hvað öðrum kann að
finnast. Það er eitthvað sem við karlmenn ættum flestir
að tileinka okkur. Okkur er alveg óhætt að fara í gegn-
um lífið á okkar eigin forsendum; þær eru ekki verri en
þær sem aðrir vilja kannski setja okkur.
Ég heyrði á tal tveggja karlmanna, á svipuðu reki og
ég, í búningsklefa sundlaugar í Hafnarfirði fyrir nokkr-
um vikum. Annar spurði hinn hvort hann væri með
rakakrem með sér. „Nei, ég tek það ekki með mér í
sund, ég fæ mér bara heima, sko. Maður fílar ekki að
maka þessu framan í sig á almannafæri.“ Merkilegt
nokk. Sjálfur fékk ég fagurrauða wingtip-skó að gjöf fyr-
ir fáeinum árum og hef notað þá mikið og uppskorið
hrós enda virkilega fallegir. Ég fékk samt eitt sinn hrós
hlaðið hálfgerðri undrun yfir því að ég skyldi fást til að
klæðast rauðum skóm – eins og það væri stórmál og
ég væri nú bara ansi hreint duglegur að leggja í þenn-
an fótabúnað, ha?
Í þessu fyrsta tölublaði af sérblaðinu M Herrar er
sleginn tónn fyrir framhaldið. Í þessu blaði verður lögð
áhersla á að hitta menn sem gera hlutina á sínum for-
sendum og við fjöllum um hluti sem teljast til stíls frek-
ar en tísku. Tímalaust er svo miklu áhugaverðara en
tímabundið, þó sjálfsagt sé enginn okkar algerlega laus
við dynti tískunnar á hverjum tíma. Aðalatriðið er að
karlmenn hiki ekki við að fara í sérverslun til að kaupa
sér pönnu (sjá bls. 20) eða veigri sér við að nota raka-
krem á almannafæri (nýtt og spennandi á bls. 4), eða
séu smeykir við að fara í hot yoga (sjá bls. 22) svo
dæmi sé tekið. Þá bendum við sérstaklega á miðopnu-
viðtalið við landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason en
þar er á ferðinni afar vandað eintak sem hefur sett sér
persónuleg markmið án þess að láta raddirnar í um-
hverfinu hafa of mikil áhrif á sig.
Lífið er bara of stutt til að lifa því
eftir forskrift frá öðrum. Það er
tímabært að hleypa nú smá me-
nefreghismo í lífið og tilveruna.
Þú hefur rétt til þess eins og við
hinir, ókei? Byrjaðu á því að
manna þig upp í að fá þér raka-
krem og berðu það framan í þig
næst þegar þú ferð í sund. Líttu á
það sem manndómsraun.
Morgunblaðið/RAX
„Menefreghismo“
Jón Agnar Ólason
Lífsgæða5a
Hér á eftir fara nokkrir hlutir, af ýmsum toga,
sem ljóst þykir að munu auka lífsgæði les-
enda. Þið þakkið okkur bara fyrir seinna.
Allir sem einhvern tímann hafa mundað
myndavél hafa óskað þess innst inni að
þeir væru að nota Leica-vél; og allir sem
taka myndir á stafrænar vélar og snjall-
síma í dag óska þess innst inni að afrakst-
urinn væri ekki allur gleymdur og graf-
inn inni á flökkurum og fartölvum. Nú í
nóvember kemur ný vél á markaðinn sem
felur í sér svarið við framangreindum at-
riðum því þýsku séníin hjá Leica hafa
sent frá sér „instant“ myndavél að nafni
Sofort. Nafnið merkið „undireins“ á þýsku og vísar
til þess að vélin prentar myndir samstundis, eins og
gömlu Polaroid-vélarnar. Hér fara því indælis nos-
talgía og þýsk verkfræði í einum og sama ómót-
stæðilega pakkanum.
Leica Sofort er með átta mismunandi stillingum
(macro, bulb, automatic, self-timer, party/portrait,
action, double exposure og selfie) og einfaldleikinn
er í fyrirrúmi í þágu þess göfuga markmiðs að
hægt sé að fanga mómentin og gera þau að minn-
ingum með sjarmerandi hætti sem ratar strax í
myndaalbúmið. Hámarkshraði vélarinnar er 1/400 og hámarks ISO er 800. So-
fort er allt í allt hámark hipsterakrúttmennsku og gæti vel slegið í gegn, nú þegar
analog-heimurinn skorar stafrænuna á hólm á sífellt fleiri vígstöðvum.
Aðspurðir segja þeir hjá Beco, sem er umboðsaðili Leica á Íslandi, að ekki sé
víst að þeir flytji vélina inn að sinni, en hún kostar $300 í Bandaríkjunum og er fá-
anleg í skemmtilega gamaldags litum, appelsínugulum, mintugrænum og hlýjum
hvítum.
Leica myndavél sem fyllir
albúmin fljótt og vell
Ævisaga Franks Si-
natra eftir banda-
ríska rithöfundinn
James Kaplan er
ómenguð snilld og
stendur upp úr mý-
grút slíkra bóka sem
gefnar hafa verið út
um Bláskjá gamla
gegnum tíðina. Sagan er í tveim bindum, The Voice sem
segir frá upphafi ferilsins og endalokunum sem næstum
urðu, og The Chairman segir frá endurkomunni og risi Si-
natra til æðstu laga skemmtanaiðnaðarins, og hvor bók er
um 900 blaðsíður af ómengaðri skemmtun, bransasögum
og dramatík af öllu tagi. Margir af þekktustu skemmti-
kröftum 20. aldarinnar koma við sögu í misjafnlega krass-
andi frásögnum sem eru afrakstur lygilegrar heimilda-
vinnu. Yfir öllu gnæfir sjálf Röddin, mesti skemmtikraftur
síðustu aldar og þó víðar væri litið, breyskur, örlátur,
hefnigjarn, bakteríuhræddur, snillingur, gallagripur og
goðsögn.
Það er ekki fyrir alla að halda
dagbók frá degi til dags, en hvað
með að halda bjórdagbók?
Nei, hér er ekki verið að
hvetja til dagdrykkju og með-
fylgjandi dagbókarfærslna held-
ur er um að ræða stórsniðuga
bók frá minnisbókasnillingunum
hjá Moleskine. Nú þegar hand-
verksbjórinn tröllríður bjór-
heiminum og áhugamenn eru sí-
fellt að bragða ný og ný afbrigði
er gráupplagt að halda skrá yfir þá bjóra sem þú bragðar,
punkta niður lit, froðuhausinn, fyllinguna og alla bragð-
tónana sem koma upp í hugann þegar dreypt er á. Þú
gleymir síður öllum góða bjórnum sem þú bragðar, forð-
ast suma en leggur aðra á minnið til að eiga við þá endur-
fundi seinna meir. Þetta er sérstaklega þægilegt þegar þú
ert á ferðalagi erlendis og rambar á lítt þekktan bjór sem
reynist unaður og munaður. Ekki viltu gleyma honum?
Þeir sem séð hafa kvikmyndina
Arrival eftir leikstjórann Denis
Villeneuve vita sem er að hún er
meistaraverk. Þeir vita sömu-
leiðis að tónlist Jóhanns Jó-
hannssonar er ekki minna meist-
araverk, magnþrungin og
dáleiðandi. Myndin segir frá dul-
arfullri komu 12 geimskipa til
jarðar í óþekktum tilgangi og
óvissan og ógnin sem stigmagn-
ast myndina í gegn er ekki síst
tilkomin vegna frábærrar tón-
listar Jóhanns „okkar“ sem hef-
ur sent hverja meistaralegu
kvikmyndatónlistina frá sér á
fætur annarri undanfarin miss-
eri, að því marki að það er hætt
að vera frétt þó hann sé til-
nefndur til Óskarsverðlauna fyr-
ir vinnu sína. Það segir sína
sögu að Deutsche Grammophon
gefur snilldina út. Bravó, Jó-
hann.
Arrival –
tónlist eftir
Jóhann
Jóhannsson
Og í beinu framhaldi af bjór-
dagbókinni góðu, gerið ykkur far
um að komast í tæri við ameríska
handverksbjóra af IPA-stofninum,
því þeir eru mikið dýrindi. Hand-
verksbjórmenningin ríður húsum í
bruggheiminum vestanhafs um
þessar mundir og maður má ekki
líta af Bandaríkjamönnum án þess
að nýtt snilldarbrugghús skjóti upp kollinum. New Belgium
er eitt þessara brugghúsa og þar á bæ kunna menn að
brugga snilldargóðan bjór. Til marks um það er meðal ann-
ars hinn bráðferski Citradelic Tangerine IPA-bjór sem er
brimandi ferskur og yndislega humlasúr í senn. Svona sæl-
gæti sötrar maður í rólegheitunum og helst í góðum fé-
lagsskap sem kann jafn vel að meta þessi lífsgæði.
Amerískir IPA-bjórar
Frank Sinatra:
The Voice /
The Chairman
Moleskine bjórdagbók