Morgunblaðið - 18.11.2016, Page 12

Morgunblaðið - 18.11.2016, Page 12
Þ að að leggja íþróttir fyrir sig að atvinnu krefst ekki bara fágætra hæfi- leika heldur líka ákveð- inna fórna, enda geta at- vinnumenn í íþróttum sjaldnast látið eftir sér sama slaka líf- ernið og við hin. Mér lék fyrst forvitni á að heyra hvernig þetta horfir við Al- freð og hvort hann muni ef til vill eftir fyrsta skiptinu þegar hann ákvað að fórna einhverju fyrir boltann? Var það skólaball? Bjórkvöld með vinunum? Eitthvað annað? Alfreð kímir við. „Ég man nú ekki eftir einhverju sérstöku í upphafi. Þetta er bara ákvörðun sem maður tekur.“ „Ef ég legg kannski aðeins harðar að mér“ „Aðdragandinn var kannski öðru- vísi hjá mér en mörgum öðrum því ég hélt áfram í menntaskóla og kláraði hann áður en ég fór út í atvinnu- mennskuna. Mig langaði alltaf gegn- um yngri flokkana að verða atvinnu- maður en það var aðeins seinna sem sjálf ákvörðunin var endanlega tekin. Ég var kominn upp í 2. flokk þegar ég leit í kringum mig og sagði við sjálfan mig að ef ég legði aðeins meira á mig og lifði aðeins heilsusamlegra líferni þá ætti ég alveg séns á því að fara í at- vinnumennskuna. Ég sá bestu leik- mennina í mínum flokki í kringum mig fara út, einn af öðrum, og var á þess- um tíma að æfa með Jóhanni Berg, Gylfa [Þór Sigurðssyni], Viktori Unnari [Illugasyni] og fleiri hjá Breiðabliki sem voru að fara utan. Það má segja að þeir hafi „inspirerað“ mig í að leggja harðar að mér og fylgja dæmi þeirra eftir. Ég settist niður með foreldrum mínum og sagði þeim frá því sem ég ætlaði mér. Ég setti mér skýr markmið fyrir framtíðina og með hverju árinu færðist ég nær þeim, þangað til þeim var náð.“ The rest is history, eins og einhver sagði. Alfreð skimar út um gluggann og virðir fyrir sér óárennilegt íslenskt haustveður meðan hann rifjar upp. „Í þessu sambandi finnst mér eiginlega of neikvætt að tala um einhverjar fórnir, því það þarf að horfa á hvað maður fær með þessari ákvörðun, miklu frekar en hverju maður missir af. Þú færð að upplifa ýmislegt sem aðrir fá ekki, eins og að spila fyrir landsliðið, spila á stærstu og flottustu völlum heims, spila gegn mörgum af bestu leikmönnum heims. Þetta eru bara æskudraumar sem rætast sem er ómetanlegt. Þannig hugsa ég þetta. Ég sé þetta ekki sem fórnir.“ Út í atvinnumennskuna Það má segja að það sem Alfreð lagði á sig hafi skilað sér til baka og rúmlega það. 20 ára að aldri skoraði hann 13 mörk í 18 leikjum fyrir Breiðablik, liðið varð bikarmeistari og Alfreð var valinn efnilegasti leik- maðurinn það árið í Úrvalsdeildinni. Ári síðar, tímabilið 2010, varð Alfreð markakóngur með 14 mörk, var kjör- inn besti leikmaður ársins af leik- mönnum deildarinnar og hjálpaði Blikum að landa fyrsta Íslandsmeist- aratitli félagsins. Í kjölfarið rættist draumurinn og Alfreð skrifaði undir hjá belgíska stórliðinu Lokeren. Ári síðar hafði hann vistaskipti og hélt til Hollands til að leika með úrvalsdeildarliði Hee- renveen, undir stjórn hollensku goð- sagnarinnar Marco Van Basten, og þar sló hann í gegn svo um munaði. Tímabilið 2013-14 varð hann marka- kóngur hollensku úrvalsdeildarinnar, Eredivisie, langmarkahæstur með hvorki fleiri né færri en 29 mörk, heil- um fimm mörkum meira en næsti maður sem var hinn ítalski Graziano Pellè hjá Feyenoord, síðar hjá South- ampton í Englandi. Hugur atvinnumanna stefnir sífellt hærra en var ekki freistandi að staldra við hjá Heerenveen, þar sem honum gekk svo glimrandi vel? Alfreð brosir út í annað. Sjálfsagt er þessi þankagangur honum fram- andi, að setjast að innan þæg- indarammans. „Það komu strax tilboð í mig eftir fyrsta árið hjá Heerenveen ekkert af því var nógu gott til að Heerenveen samþykkti þau. Mig langaði líka að sanna mig tvö ár í röð. Eftir smáflakk árin á undan vildi ég líka smástöð- ugleika í ferilinn, ekki ósvipað því sem ég hugsaði þegar ég skrifaði undir hjá Augsburg. Þó að maður stefni alltaf eitthvað þá er líka gott að vera á góðum stað, geta notið sín við að spila fótbolta og vera ekki of upp- tekinn af því hvað gerist næst. Maður kemst heldur ekkert áfram nema maður standi sig þar sem maður er staddur í dag.“ Undir leiðsögn Van Basten Þeir sem þekkja til greinarhöf- undar vita sem er að hann er gríð- arlegur aðdáandi áðurnefnds Marco van Basten, síðan hann var stjörnu- framherji ítalska stórliðsins AC Mil- an og um leið hollenska landsliðsins. Á árunum 1988-1992 var hann óum- deilanlega besti leikmaður heims og hlaut þá fleiri verðlaun en hægt er að telja upp hér, meðal annars þrenn Ballon d’Or. Það verður ekki hjá því komist að spyrja Alfreð út í þjálf- arann Van Basten. „Hann var mjög þægilegur stjóri og ég kunni mjög vel við hann,“ segir Al- freð. „Ég gleymi því ekki að á fyrstu æfingunni hjá honum vorum við að tala um pressu og hvernig ætti að bregðast við henni á vellinum. Hann sagði mér að hann tryði ekki á að hafa of margar reglur fyrir framherjann, ég yrði bara að spila eftir mínu innsæi. Ef ég gerði eitthvað vitlaust þá mynd- um við bara tala um það þegar þar að kæmi og leysa það. Flestir þjálfarar sem ég hef haft hafa mjög fastmótaðar hugmyndir um leikstíl en hann þekkti þetta frá eigin reynslu sem spilandi framherji – og var auðvitað yfirnátt- úrulegt talent – og spilaði alltaf eftir sínu innsæi. Það virkaði vel fyrir hann og virkaði líka ágætlega fyrir mig meðan ég lék undir hans stjórn. Við áttum alltaf mjög góð samskipti, innan vallar sem utan, og um leið mjög gott samstarf enda hefur mér gengið best með þjálfurum sem ég hef getað átt hreinskilin samskipti við.“ Þegar á móti blæs í boltanum Það kemur lítt á óvart að ýmis lið í álfunni hafi gefið Íslendingnum knáa auga eftir hamfaratímabilið ’13-’14 og Núið og framtíðin í huga atvinnu- mannsins Alfreð Finnbogason hefur verið fastamaður í ís- lenska fótboltalandsliðinu um árabil meðfram at- vinnumennsku þar sem hann hefur leikið í nokkrum af sterkustu deildum Evrópu, meðal annars Real Socie- dad í Primera Division á Spáni og nú í þýsku úrvals- deildinni, Bundesliga, með liði Augsburg. M Herrar hitti Alfreð yfir kaffibolla og ræddi boltann, bransann, erfiða andstæðinga og hugarfarið sem þarf til að komast áfram á fótboltavellinum. Jón Agnar Ólason | jonagnar@mbl.is Morgunblaðið/Golli AFP HERRAVIÐTALIÐ Markahrókur Finnbogason fagnar marki gegn Tyrkjum á Laugardals- velli nú í haust. Meistaradeildin Alfreð skorar eitt af sínum eftirminnilegri mörk- um með Olympiakos gegn Ars- enal þann 15. september 2015. 12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.