Morgunblaðið - 24.11.2016, Page 1

Morgunblaðið - 24.11.2016, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 4. N Ó V E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  276. tölublað  104. árgangur  BLACK FRIDAY 40% AFSLÁTTUR DREAMLINE - HeilsudýnurVALIN SAMKVÆMISEFNI 40% AFSLÁTTUR Fimmtudaginn 24. nóvember Aðeins 24. nóvember Aðeins 25. nóvember Föstudaginn 25. nóvember MINTJENS - Borðstofuborð og stólar 40% AFSLÁTTUR RETRÓ SÓFAR SCANDINAVIAN DESIGN 40% AFSLÁTTUR Aðeins 26. nóvember Aðeins 27. nóvember Laugardaginn 26. nóvember Sunnudaginn 27. nóvember 24. nóvember milli kl. 18-20 20% Kynningarafsláttur Glasa og vínkynning NÝ VARA Í VOGUE 24. - 27. nóvember Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 FJÖLMENN- ING OG FORDÓMAR OLÍUFÉLAGIÐ SKELJUNGUR MIKIÐ BREYTT HEIMILDARMYND UM ÍSLENSKA RÚNTINN VIÐSKIPTAMOGGINN MENNING 41DAGLEGT LÍF 12 Anna Sigríður Einarsdóttir Laufey Rún Ketilsdóttir Stjórnarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar var slitið síðdegis í gær. „Eftir mjög góða vinnu sem yfir 30 manns hafa komið að liggur fyrir að ekki allir flokkar að minnsta kosti eru með næga sannfæringu fyrir því að þetta gangi,“ sagði Katrín Jakobs- dóttir, formaður Vinstri grænna, að loknum fundi formanna flokkanna þar sem hún sleit viðræðunum formlega. Katrín hafði ekki gert það upp við sig í gærkvöldi hvort hún hygðist skila stjórnarmyndunarumboðinu til forseta Íslands. Skattamálin voru á meðal þess sem strandaði á í viðræðunum að sögn Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. Undir það tók Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sem sagði áherslur á stórfelldar skattahækkanir sem fram hefðu kom- ið í stjórnarmyndunarviðræðum síð- ustu daga ekki hafa hugnast Viðreisn og því hefðu þau talið heiðarlegast að slíta viðræðunum áður en lengra væri haldið. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pír- ata, sagðist í gær hafa viljað sjá til- lögur frá Viðreisn um hvaða kröfur flokkurinn gerði en engin slík gögn hefðu komið inn á fund formannanna. Þrýstingurinn eykst „Ég held að mörgum hljóti að vera mjög létt að vinstristjórnarsamkrullið sé út af borðinu,“ sagði Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins og fjármálaráðherra, í gær þegar Morgunblaðið náði af honum tali. Sigurður Ingi Jóhannsson, formað- ur Framsóknarflokksins og forsætis- ráðherra, sagði þrýsting og ábyrgð stjórnmálamannanna aukast að setj- ast niður og mynda starfhæfa meiri- hlutastjórn. „Áskorunin er sú að setja saman stjórn sem hefur breiðari skír- skotun og geti tekið á vandamálun- um,“ sagði Sigurður Ingi. Hann hafði ekki heyrt í Katrínu þegar rætt var við hann í gærkvöldi. Viðræðunum lokið  Stjórnarmyndunarviðræðum VG, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata hætt  Mörgum létt að „vinstristjórnarsamkrullið“ sé út af borðinu MLíkur á aðkomu Framsóknar »4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Öllu lokið Katrín Jakobsdóttir lítur yfir öxl sér á Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé stuttu eftir að stjórnarmyndunarviðræðum var slitið í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundi slitið Píratarnir Einar Brynjólfsson, Smári McCarthy og Birgitta Jónsdóttir ganga sneyptir af fundi flokkanna í Alþingishúsinu í gær.  Minnst 60 kennarar hafa sagt upp störfum undanfarna daga. Ragnar Þór Pétursson er einn þeirra kenn- ara sem sögðu upp í Norðlinga- skóla í gær. Hann segir bolt- ann vera hjá samninganefndunum og sveitar- félögunum og það litla sem berist þaðan veki ekki bjartsýni hjá fólki. Ragnar segir uppsagnirnar koma úr grasrótinni en ekki frá Félagi grunnskólakennara » . 6 Margir kennarar að íhuga uppsögn Kennarar Segja upp í hrönnum.  Vaxtamunur á skuldabréfum ríkissjóðs útgefnum í Bandaríkjadöl- um hefur um það bil helmingast frá áramótum miðað við bandarísk ríkisskuldabréf. Álagið er nú um 1%. Þá er skuldatryggingarálag á fimm ára skuldbindingar ríkissjóðs í Bandaríkjadölum nú um 0,9% og hefur ekki mælst jafn lágt síðan í ársbyrjun 2008, eða í tæplega níu ár. Að mati Kristófers Gunnlaugs- sonar, hagfræðings hjá Seðlabanka Íslands, ætti ríkissjóður að fá betri kjör á erlendum lánsfjármörkuðum í kjölfarið. „Þetta hefur einnig áhrif á þau innlendu fyrirtæki og banka sem ætla að sækja sér fjármagn til útlanda,“ segir Kristófer í Við- skiptaMogganum í dag. Skuldatryggingar- álag lækkar enn  Landsvirkjun upplýsti í gær að meðalverð til sölufyrirtækja rafmagns myndi lækka um ára- mót um 2% á milli ára, á föstu verðlagi, miðað við áætlanir frá fyrirtækjunum sjálfum um raf- magnskaup á næsta ári. Lands- virkjun upplýsti þetta í gær í kjöl- far fréttar í Morgunblaðinu um fyrirhugaða hækkun á rafmagni hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Vísar Landsvirkjun því á bug að hækk- anir Orkuveitunnar og dóttur- félaga megi rekja til Landsvirkj- unar. »6 Verð Landsvirkjunar lækkar um 2% Rafmagn Raf- orkuverð lækkar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.