Morgunblaðið - 24.11.2016, Qupperneq 6
Kennarar
» A.m.k. 30 kennarar sögðu
starfi sínu lausu í grunn-
skólum í Reykjavík og Reykja-
nesbæ í gær.
» Kennarar hafa sýnt hver
öðrum samstöðu og ráðið
ráðum sínum á Facebook.
» Aðgerðirnar eru sagðar
koma úr grasrótinni og að
ekki hafi verið lagt upp með
að kennarar segðu upp störf-
um.
» Kennarar eru sagðir íhuga
uppsögn til þess að þurfa
ekki að taka ákvörðun um
mögulegar verkfallsaðgerðir.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Minnst 60 kennarar hafa sagt upp
störfum í tveimur sveitarfélögum á
suðvesturhorni landsins undanfarna
daga. Eru uppsagnirnar bundnar við
tvö sveitarfélög; Reykjavík og
Reykjanesbæ. Samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins höfðu 30 upp-
sagnir borist frá kennurum í Reykja-
vík í fyrradag, flestar úr Seljaskóla,
þar sem 14 sögðu upp á mánudag.
Þá segir Ragnar Þór Pétursson,
kennari í Norðlingaskóla, í samtali
við Morgunblaðið að tólf kennarar úr
skólanum hafi sagt upp í gær.
Einnig sögðu átján kennarar úr
fjórum skólum af sex í Reykjanesbæ
upp störfum í gær samkvæmt upp-
lýsingum frá bæjaryfirvöldum.
Frekari aðgerða að vænta
Ragnar er einn þeirra kennara
sem sögðu upp í Norðlingaskóla í
gær, en hann hefur verið áberandi
við að koma málflutningi kennara á
framfæri. „Boltinn er hjá samninga-
nefndunum og sveitarfélögunum.
Það litla sem berst þaðan vekur ekki
bjartsýni hjá fólki. Vandamálið
hverfur ekkert. Það verða frekari að-
gerðir ef þetta endar ekki með samn-
ingi. Þær verða þá væntanlega með
síauknum þunga. Það er ekki svo að
þetta sé strategískt, heldur er þessu
kastað á milli fólks á Facebook og ef
samhljómur næst fara menn í að-
gerðir,“ segir Ragnar.
Uppsagnirnar koma að sögn
Ragnars allar úr grasrótinni og eru
sjálfsprottnar án þess að samtök á
borð við Félag grunnskólakennara
komi þar nærri.
Engir almannatenglar
Ólafur Loftsson, formaður FG,
fullyrðir að kennarar hafi ekki notast
við almannatengla í kjarabaráttu
sinni, en nokkra athygli vakti þegar
læknar fengu til liðs við sig almanna-
tengslafyrirtæki til þess að stýra
kjarabaráttunni á síðasta ári. „Við
höfum ekki rætt það að þörf sé á eða
ástæða til þess að fá almannatengil
til liðs við okkur. Við lítum svo á að
öllum megi vera ljóst hvernig staðan
er,“ segir Ólafur.
Spurður hvort aðgerðirnar séu til
marks um það að grasrótin treysti
ekki yfirstjórninni segir Ragnar Þór
svo ekki vera, hver kennari taki sína
ákvörðun sjálfur. „Það er ofboðslega
stór hópur sem ætlar ekki í aðgerðir
(verkfall) ef upp úr viðræðum slitnar.
Menn ætla ekki í verkföll og ætla
ekki í einn hring enn heldur finna sér
eitthvað annað að gera,“ segir Ragn-
ar.
Hann segir marga kennara líta til
næstu mánaðamóta. „Ef ekki hefur
samist fyrir þann tíma gætu kenn-
arar lent í þeirri aðstöðu að þurfa að
greiða atkvæði um aðgerðir á borð
við verkfall og annaðhvort hafna
þeim eða taka þátt í þeim,“ segir
Ragnar.
Spurður hvort ekki megi tala um
samræmdar aðgerðir þar sem fólk
skipuleggi sig t.a.m. með hjálp Face-
book segir Ragnar það vissulega
vettvang til samstöðu. „Þetta var
ekki það sem var gengið út með, að
kennarar segðu upp, og aðgerðirnar
hafa verið mun almennari en reiknað
var með. Þetta hefur í raun komið
kennurum mest á óvart. Við höfum
verið margvíslega klofin og átt erfitt
með að stilla okkur saman en um
þetta mál er algjör samhugur,“ segir
Ragnar.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
sagði í samtali við Hringbraut að
kennarar hefðu þegar fengið ríflega
launahækkun, meira en tuttugu pró-
sent, árið 2014, þegar almennar
launahækkanir hefðu verið rúm tvö
prósent. Síðar hefðu aðrir fengið
ámóta hækkanir og kennarar fengu.
Gylfi segir að nú vilji kennarar fá aft-
ur ríflega hækkun og svarar að-
spurður að kennarar hafi þegar feng-
ið sína ríflegu launahækkun og að
fólk á almennum vinnumarkaði muni
setja fram sambærilegar kröfur ef
kennarar hækki mikið í launum. Þar
með geti svokallað höfrungahlaup
farið af stað að nýju á vinnumarkaði,
verði gengið að kröfum kennarar um
ríflegar hækkanir. Spurður um mál-
flutning Gylfa segir Ólafur. „Gylfi er
eitthvað að misskilja. Hann hefur
aldrei samið fyrir kennarasambandið
og veit ekki til þess að það sé í bígerð.
Hann getur haft þessa skoðun fyrir
sig, hvernig við semjum. Ekki skipti
ég mér af því hvernig hann semur,“
segir Ólafur.
Tugir kennara sagt upp
Átján grunnskólakennarar sögðu upp í Reykjanesbæ og tólf í Norðlingaskóla í
gær Aðgerðirnar ekki sagðar samræmdar Margir íhuga uppsögn
Morgunblaðið/Eggert
Kennarar Fjöldi kennara hefur sagt starfi sínu lausu á undanförnum dögum. Í gær sögðu 18 upp í Reykjanesbæ.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016
NÝTT
Bragðið af jólunum
rúmast í dós
Ljúffengur eftirréttur
sem er tilvalið að smakka
á aðventunni
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Meðalverð frá Landsvirkjun (LV) til
sölufyrirtækja rafmagns mun lækka
um áramót um 2% á milli ára, á föstu
verðlagi, miðað við áætlanir frá fyrir-
tækjunum sjálfum um rafmagnskaup
á næsta ári.
Landsvirkjun upplýsti þetta í gær í
kjölfar fréttar í Morgunblaðinu um
fyrirhugaða hækkun á rafmagni hjá
Orku náttúrunnar (ON), dótturfélagi
Orkuveitu Reykjavíkur. Vísar Lands-
virkjun því á bug að hækkanir OR og
dótturfélaga megi rekja til Landsvirkj-
unar.
„Verðlagning á rafmagni sölufyrir-
tækja til neytenda ræðst m.a. af ýms-
um ólíkum þáttum í rekstri þeirra
sjálfra. Sölufyrirtækið Orka náttúr-
unnar (ON), dótturfyrirtæki OR, vinn-
ur sjálft meira en 80% af því rafmagni
sem fyrirtækið selur. Afganginn kaup-
ir fyrirtækið á samkeppnismarkaði,
frá Landsvirkjun eða öðrum orkufyr-
irtækjum. Þar af leiðandi geta mögu-
legar verðhækkanir ON til notenda af
því tagi sem eru til umfjöllunar í Morg-
unblaðinu í dag [í gær] ekki verið rakt-
ar til Landsvirkjunar,“ segir m.a. í
yfirlýsingu frá Landsvirkjun. Þar er
enn fremur minnt á að Landsvirkjun
selji ekki rafmagn beint til heimila eða
smærri fyrirtækja heldur til sölufyr-
irtækja sem selji það áfram til neyt-
enda. Er nú unnið að gerð nýrra samn-
inga við sölufyrirtækin, sem munu
taka gildi um næstu áramót.
Landsnet hækkar gjaldskrána
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í
gær liggur ekki fyrir hve mikil hækk-
unin verður hjá Orku náttúrunnar
(ON), dótturfélagi OR, Á móti kemur
lækkun á dreifingarhluta raf-
orkuverðsins. Hækkunin hjá ON er að
mestu leyti rakin til hækkunar á gjald-
skrá Landsnets, sem flytur raforkuna
frá sölufyrirtækjum til dreifiveitna og
stórnotenda. Flutningurinn til dreifi-
veitna hækkar hjá Landsneti um 13%
en flutningshluti í rafmagnsreikningi
heimilanna er um 9%, að sögn Stein-
unnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafull-
trúa Landsnets.
„Við erum í flóknu umhverfi þar
sem okkur eru sett ákveðin mörk,
tekjumörk sem eru reiknuð út frá arð-
semi, afskriftum og rekstrarkostnaði
Landsnets. Landsneti voru sett ný
tekjumörk fyrir tímabilið 2016-2020 og
eru þau samkvæmt lögum tvískipt, þ.e.
vegna flutnings til dreifiveitna annars
vegar og hins vegar vegna flutnings til
stórnotenda, og eru þau óháð. Ef tekj-
urnar þróast umfram tekjurammann,
eru meira en 10% af tekjumörkum, er
okkur skylt að lækka gjaldskrána og
eins ef tekjur þróast undir 10% tekju-
marka er okkur skylt að hækka gjald-
skrána. Landsnet tók þá ákvörðun á
árinu að fullnýta ekki tekjuheimildir
sínar á árinu 2016 til að reyna til þraut-
ar að halda hækkunum á gjaldskránni
í hófi,“ segir Steinunn.
Hún segir enn fremur að við upp-
gjör á tekjumörkum til dreifiveitna
fyrir árið 2016 hafi verið ljóst að upp-
safnaðar vanteknar tekjur yrðu um-
fram 10 prósentin.
„Þrátt fyrir að Landsnet hafi haldið
gjaldskránni í hófi var orðið nauðsyn-
legt að bregðast við og er það ástæðan
fyrir hækkuninni,“ segir Steinunn.
bjb@mbl.is
Landsvirkjun lækkar
verð um 2% á milli ára
Hækkanir hjá
Orku náttúrunnar
ekki raktar til LV
Morgunblaðið/ÞÖK
Rafmagn Allt stefnir í breytingar á
raforkuverði um áramótin.
Samband ís-
lenskra sveitar-
félaga (SÍS) sendi
frá sér yfirlýsingu
í gærkvöldi vegna
kjarasamninga við
Félag grunnskóla-
kennara. SÍS vill koma því á framfæri
að í síðasta kjarasamningi, sem hafði
gildistímann 1. maí 2014 til 31. maí
2016, hafi verið samið um breytingar á
vinnutímakafla kjarasamnings og
launahækkanir sem ætlað hafi verið að
rétta af launastöðu grunnskólakenn-
ara gagnvart öðrum háskólamennt-
uðum starfsmönnum sveitarfélaga.
Þær launahækkanir hafi leitt til þess
að meðaldagvinnulaun félagsmanna
hafi hækkað um 30% á samningstím-
anum. Kjarasamningar grunnskóla-
kennara voru lausir frá 1. júní 2016 og
hefur samninganefnd Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga í tvígang und-
irritað kjarasamning við Félag grunn-
skólakennara frá þeim tíma. Þeir
samningar hefðu tryggt kennurum
sambærilegar hækkanir og samið hef-
ur verið um við aðra hópa á vinnu-
markaði vegna áranna 2016-2018, seg-
ir í yfirlýsingunni frá SÍS. Báðir
samningarnir voru felldir í atkvæða-
greiðslu kennara.
Nýútskrifaður grunnskólakennari
með fimm ára háskólamenntun og án
starfsreynslu fær í dag grunnlaun sem
nema 418.848 kr. á mánuði. Nýútskrif-
aður grunnskólakennari sem tekur að
sér umsjónarkennslu fær 441.435 kr. í
grunnlaun. Grunnskólakennari sem
lokið hefur fimm ára háskólanámi og
hefur 15 ára starfsreynslu fær í dag
490.818 kr. í grunnlaun og 517.787 kr.
starfi viðkomandi sem umsjónarkenn-
ari. Meðaldagvinnulaun félagsmanna í
Félagi grunnskólakennara eru um
480.000 kr. í dag. „Þegar meðaldag-
vinnulaun annarra háskólamenntaðra
starfsmanna sveitarfélaga eru skoðuð
þá hallar ekki á grunnskólakennara í
þeim samanburði,“ segir í yfirlýsingu
SÍS.
SÍS segir
ekki halla
á kennara
Meðallaun kenn-
ara 480.000 kr.