Morgunblaðið - 24.11.2016, Síða 10
VIÐTAL
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Píratar ætla að halda félagsfund ann-
að kvöld þar sem lögð verður fram
tillaga um að breyta samþykkt
flokksins á reglum um þingmennsku
og að gegna ráðherraembætti á sama
tíma. Samkvæmt fréttum eru skiptar
skoðanir innan grasrótar Pírata um
málið.
Ef allir ráðherrar, segjum 10,
ákvæðu að kalla inn fyrir sig vara-
mann, gæti sú staða komið upp að 73
einstaklingar sætu þingfund í einu.
Væri það framkvæmanlegt?
„Í þingsalnum eru nú 56 sæti, auk
sætis forseta og ráðherra sem eru 10.
Samtals gætu því að óbreyttu 67
þingmenn og ráðherrar setið í þing-
salnum á þingfundi. Það skortir því 6
sæti á að tölunni 73 sé náð,“ segir
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri
Alþingis.
„Ráðuneyti eru 8 og það mætti
hugsa sér að í utanþingsstjórn sætu
aðeins 8 ráðherrar, en þá skortir enn
sæti fyrir 4 þingmenn. Stundum hafa
verið sett upp aukasæti fyrir framan
fremstu skeifu, þau eru tvö, eitt hvor-
um megin. Þá yrði enn að finna sæti
fyrir tvo þingmenn, og sennilegt er
að það tækist, en þröngt yrði í þing-
salnum,“ segir Helgi.
Hefur komið til tals að færa fundi
Alþingis í annað húsnæði?
„Það hefur verið rætt nokkrum
sinnum að stefna bæri að því til fram-
tíðar að byggja nýjan þingsal, sal sem
væri þægilegri, rýmri og gæti veitt
öllu fólki, t.d. fötluðu, fullkomna að-
stöðu, bæði sem þingmönnum, ráð-
herrum og þingforsetum, svo og að
allir kæmust án vandkvæða í ræðu-
stól. Þetta hefur verið rætt í
tengslum við byggingaráform þings-
ins nokkrum sinnum á sl. 30 árum.
Það hefur líka verið nefnt að nauð-
synlegt væri að á Alþingisreitnum
væri salur þar sem þingið gæti haldið
fundi í viðurlögum ef framkvæmdir
væru í aðalþingsalnum, t.d. í kringum
embættistöku forseta Íslands. En því
verður jafnframt að halda til haga að
margir, kannski flestir, telja að þing-
salurinn í Alþingishúsinu hafi unnið
sér þá hefð, og þann stað í þjóðarsál-
inni, að hann verði aldrei færður það-
an,“ svarar Helgi.
Myndi þetta kalla á frekari við-
búnað af hálfu þingsins, t.d. varðandi
skrifstofuhald?
„Ráðherrar hafa ekki skrifstofur í
þinginu, og það breytir miklu. Vana-
lega er skrifstofum ekki ráðstafað til
þingmanna og þingflokka að loknum
kosningum fyrr en ljóst er hvernig
ríkisstjórn er saman sett. Þannig er
ástandið einmitt núna, nýkjörnir
þingmenn hafa ekki fengið skrif-
stofur enn þá. Það yrði mikil breyting
ef sjá þyrfti 10 fleiri þingmönnum
fyrir skrifstofum. En það ætti að tak-
ast,“ svarar Helgi.
Hefur kostnaðarauki vegna þessa
fyrirkomulags verið reiknaður út?
„Öllu þessu fylgdi aukinn kostn-
aður. Þessi breyting, að ráðherrar
væru ekki jafnframt þingmenn eins
og almenn venja hefur verið í okkar
stjórnskipan, þýddi í raun 10 nýja
þingmenn, stjórnarþingmenn, því að
ráðherrar eiga samkvæmt embætt-
isstöðu sinni sæti á Alþingi og njóta
því bæði þingfararkaups og ráð-
herraálags. Aðeins það eitt þýddi
a.m.k. 200 m.kr. í aukaútgjöld á ári.
En þá er ekki annar kostnaður talinn,
eins og skrifstofukostnaður og önnur
útgjöld af starfi fleiri þingmanna.
Þess vegna hefur oft verið nefnt að
samhliða breytingu af þessu tagi, að
ráðherrar séu ekki jafnframt þing-
menn, eins og er t.d. í Noregi og Sví-
þjóð, þá sé þingmönnum fækkað eitt-
hvað. Hugmyndin með þessu er að
þannig fáist hreinni línur, skýrari skil
milli framkvæmdavalds og löggjaf-
arvalds. En engum hefur þó dottið í
hug að ráðherrar eigi ekki aðgang að
Alþingi, en þannig var það upp-
haflega í Noregi, og gafst ekki vel.
Þar þykir þessi skipan heppileg, sér-
staklega fyrir nefndastarfið, allir
þingmenn sitja í einni nefnd, nefnd-
asæti jafnmörg þingmannatölunni og
nefndirnar hafa því meira svigrúm,
frjálsari tíma,“ svarar Helgi.
Þingsalurinn myndi „springa“
Ekki yrði nægur fjöldi sæta í sal Alþingis ef allir ráðherrar kölluðu inn varamenn
Ef 10 varamenn tækju sæti á Alþingi þýddi það að lágmarki 200 milljóna króna aukaútgjöld á ári
Morgunblaðið/Kristinn
Úr þingsal Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í ræðustól. Að baki henni eru Einar Kristinn Guðfinns-
son, forseti Alþingis, og Helgi Bernódusson skrifstofustjóri. Salurinn rúmar ekki stóraukinn fjölda þingmanna.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016
Gullsmiðir CARAT eru
sérfræðingar í trúlofunar,
giftingarhringum
og demantsskartgripum
CARAT Haukur gullsmiður O Hátúni 6a O s. 577 7740 O carat.is
Gull, hvítagull, rauðagull, rósagull, platína, með eða án demanta.
„Þingmaður getur, meðan hann gegnir ráð-
herraembætti, ákveðið að sitja á Alþingi ein-
ungis samkvæmt embættisstöðu sinni sem
ráðherra, sbr. 51. gr. stjórnarskrárinnar, og
tekur varamaður hans þá sæti á Alþingi. Til-
kynnir ráðherra forseta ákvörðun sína með
bréfi sem forseti kynnir þinginu. Varaþing-
maður, sem tekur sæti á Alþingi samkvæmt
þessari málsgrein, nýtur allra sömu réttinda
meðan hann situr á Alþingi eins og þeir al-
þingismenn sem eiga þar fast sæti.“
Svo sagði m.a. í frumvarpi sem Valgerður
Bjarnadóttir. fyrrverandi þingmaður Sam-
fylkingarinnar. flutti í mars 2010 ásamt 18
öðrum þingmönnum úr sex flokkum. Val-
gerður lagði þetta sama frumvarp fram á sjö
þingum en það náði aldrei fram að ganga.
Það var álit flutningsmanna að skýrari að-
skilnaður löggjafarvaldsins og fram-
kvæmdavaldsins myndi styðja við vandaðri
vinnubrögð við löggjafarstörfin. Aðrir bentu
á þann galla að hið breytta fyrirkomulag
myndi styrkja stöðu ríkisstjórnarmeirihlut-
ans verulega á kostnað stjórnarandstöðu.
Frumvarpið náði aldrei fram að ganga
FRUMVARP UM INNKÖLLUN VARAMANNS FLUTT Á SJÖ ÞINGUM
Valgerður
Bjarnadóttir
Héraðsdómur Reykjaness hefur úr-
skurðað að erlendur karlmaður
skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi
vegna gruns um að hafa rænt fjög-
ur apótek á síðastliðnum tveimur
mánuðum.
Samkvæmt úrskurði dómsins,
sem féll í gær, sætir maðurinn varð-
haldi fram til 30. nóvember næst-
komandi. Áður hafði hann verið úr-
skurðaður í varðhald fram til
dagsins í gær, 23.nóvember.
Jón Halldór Sigurðsson, lög-
reglufulltrúi hjá lögreglunni á Suð-
urnesjum, segir í samtali við mbl.is
að rannsókn málsins miði vel. Á
grundvelli rannsóknarhagsmuna
hafi lögreglan óskað eftir áfram-
haldandi gæsluvarðhaldi yfir
manninum.
Áfram í varðhaldi vegna apóteksrána