Morgunblaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016
Auður Albertsdóttir
audura@mbl.is
Þegar flugstöð Leifs Eiríkssonar
var opnuð árið 1986 var hún 20.000
fermetrar en á næsta ári verður
hún rúmlega 70.000 fermetrar.
Mesta stækkunin hefur orðið síð-
ustu ár, en á næsta ári munu 17.112
fermetrar hafa verið byggðir frá
árinu 2012 og 17.225 fermetrar
endurgerðir.
Þetta kom fram á fundi Isavia í
gær þar sem farið var yfir farþega-
spá næsta árs, framkvæmdir og
fjárfestingar. Í erindi sínu fór Guð-
mundur Daði Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri tækni- og eignasviðs
Keflavíkurflugvallar, yfir þær fram-
kvæmdir á flugvellinum sem áætl-
aðar eru á næsta ári.
Hafa byggt á við
nýjan Landspítala
Framkvæmdir á Keflavíkurflug-
velli frá árinu 2012 og út árið 2017
munu nema samtals um 43 millj-
örðum. Þrátt fyrir það þarf meira til
og nú eru stórframkvæmdir í undir-
búningi á flugvellinum en nokkur ár
munu líða áður en þær miklu
stækkanir sem unnið er að verða
teknar að fullu í notkun.
Sagði Guðmundur uppbygging-
una geta verið erfiða vegna gríð-
arlegrar fjölgunar farþega um flug-
völlinn en þrátt fyrir það hefðu
orðið miklar breytingar á flugvell-
inum síðustu ár. „Það er oft talað
um að við séum ekki að gera nóg en
það er fínt að benda á hvað hefur
verið gert síðustu fimm ár,“ sagði
Guðmundur Daði. Til þess að setja
hlutina í samhengi benti hann á að
gert væri ráð fyrir því að nýr Land-
spítali kostaði 45,6 milljarða. „Við
erum því í raun búin að byggja nýj-
an Landspítala síðustu ár.“
Stækka suðurbyggingu
um 7.000 fermetra
Fyrsti hluti framkvæmda á næsta
ári snýr að tveimur viðbótastæðum
sem eru nú í byggingu. Stæðin
rúma tvær breiðþotur eða þrjár al-
mennar flugvélar. Sagði Guðmund-
ur að þegar kæmi að fjárfestingum
á flugvöllum væru stæði fyrir flug-
vélar fyrsta grundvallaratriðið.
Nýju stæðin verða þjónustuð með
rútum frá byggingunni og verða
tilbúin í byrjun júní. Sagði Guð-
mundur Daði að þau ættu að auka
afköst og minnka biðtíma flugvéla í
kringum flugstöðina.
Stærsta framkvæmdin sem
stendur nú yfir á flugvellinum er
stækkun suðurbyggingar og er hún
sú stærsta síðustu fimm árin.
Stækka á bygginguna til norðurs
um 7.000 fermetra á þremur hæð-
um auk hlaðturns. Þá verður bið-
svæði fyrir farþega aukið, flæði við
landamæri breytt og landamærasal-
ur tvöfaldaður.
Sætum á setusvæðum verður
fjölgað um rúmlega 650 og núver-
andi veitingasvæði stækkað úr 229
fermetrum í 740. Fríhöfnin verður
stækkuð úr 509 fermetrum í 835.
Þarf að vera sjálfbærari
Þá benti Guðmundur á að
atvinnuleysi á Suðurnesjum og
landinu öllu væri í lágmarki og m.a.
þess vegna þyrfti að skoða hvernig
hægt væri að gera flugstöðina sjálf-
bærari. Til stendur að koma upp
sjálfvirku landamæraeftirliti og
sjálfvirku bakkakerfi og aðgangi í
vopnaleit.
43 milljarða framkvæmdir
Gera ráð fyrir 8,75 milljónum farþega á næsta ári 17.112 fermetrar nýbyggðir og 17.225 fermetrar
endurgerðir Tvöfalda landamærasalinn og stækka fríhöfnina Vilja gera flugstöðina sjálfbærari
Eftirlit Landamærasalurinn í suðurbyggingu verður
tvöfaldaður og flæði við landamæri breytt.
Stækkun Sætum verður fjölgað um 650 og veitinga-
svæði stækkað úr 229 fermetrum í 740.
Gert er ráð fyrir því að 8,75
milljónir farþega fari um
flugvöllinn á næsta ári.
Vöxturinn á bæði við um
farþega til og frá landinu
sem og skiptifarþega sem
einungis millilenda hér á leið
sinni yfir Atlantshafið.
Að mati Isavia eru
ánægjulegustu teiknin sem
sjást í spánni sá árangur
sem hefur orðið í því að
fjölga ferðamönnum yfir
vetrartímann.
Allt stefnir í að árið 2016
muni enda í 6,8 milljónum
farþega, sem er 40,3% fjölg-
un frá fyrra ári.
Þótt prósentuaukningin sé
mun minni árið 2017 en 2016
eykst farþegafjöldinn nánast
jafn mikið, um tvær milljónir
á milli ára. Það er einmitt sá
fjöldi sem fór um Keflavíkur-
flugvöll allt árið 2010.
Á næsta ári verða skipti-
farþegar í fyrsta sinn fleiri
en komu- eða brottfarar-
farþegar. Isavia spáir því að
skiptifarþegar verði um 3,1
milljón, komufarþegar um
2,8 milljónir og brottfarar-
farþegar einnig.
28,3% aukn-
ing milli ára
FARÞEGASPÁ ISAVIA 2017
Vitað er um staðfest berklasmit milli
hælisleitenda sem hýstir hafa verið í
búsetuúrræðum á vegum Útlend-
ingastofnunar. Tilfellin eru hins veg-
ar sögð heyra til undantekninga þar
sem öllum hælisleitendum er gert að
gangast undir læknisskoðun til að
kanna hvort viðkomandi sé haldinn
smitsjúkdómi eða öðrum sjúkdómi
sem veita þarf meðferð við.
„Þeir sem eru með berkla eða
aðra smitsjúkdóma eiga að finnast
mjög fljótt og fá þá í kjölfarið viðeig-
andi meðferð. Það getur hins vegar
alltaf gerst að einhverjir komist í
gegnum netið, en það er í algerum
undantekningum,“ segir Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir og bætir
við að læknisskoðunin sé gerð
skömmu eftir komuna til landsins.
Förum vel yfir 1.000 manns
Aðspurður segir hann helst vera
leitað að HIV, lifrarbólgu og berkl-
um í læknisskoðuninni. „Þetta eru
svona helstu sjúkdómar sem við leit-
um að til að koma í veg fyrir smit.“
Þórhildur Ósk Hagalín, upplýs-
ingafulltrúi Útlendingastofnunar,
segir að unnið sé „eins hratt og hægt
er“ til að koma öllum í læknisskoðun
sem fyrst. „Við fáum hins vegar
stundum 40 manns á dag. Í síðasta
mánuði fengum við yfir 200 manns
hingað til lands og í þessum mánuði
höfum við nú þegar fengið yfir 200
manns – öll þjónusta tefst samhliða
þessu,“ segir hún.
Upphaflega var því spáð að í ár
myndu koma hingað um 600 til 1.000
hælisleitendur. Nú er ljóst að endan-
leg tala verður nokkuð hærri.
Berklasmit í hópi hælisleitenda
Öllum hælisleitendum er gert að gangast undir læknisskoðun Berklasmit í
búsetuúrræðum sögð heyra til undantekninga Komuspáin fyrir árið sprungin
Morgunblaðið/Kristinn
Stjórnsýsla Mikill fjöldi hælisleit-
enda hefur komið hingað til lands.
Skotreyn, Skot-
veiðifélag
Reykjavíkur og
nágrennis,
hyggst nk. laug-
ardag halda
styrktarmót
fyrir Lands-
björg á skotvelli
félagsins á Álfs-
nesi í þakklæt-
isskyni fyrir að
bjarga lífum
veiðimanna.
Í tilkynningu frá Skotreyn segir
að fyrirkomulag mótsins verði frá-
brugðið hefðbundnu mótshaldi í
leirdúfuskotfimi. Svæðið verður
opið frá kl 10 - 16 og aðeins verða
skotnar tíu dúfur á völlum 1, 2 og
3, eða alls 30 dúfur.
Þátttakendur geta mætt hvenær
sem er yfir daginn, þeir fá afhent
skorblað og úrslit verða birt á net-
inu. Engin verðlaun verða í boði,
enda tilgangurinn að safna pen-
ingum til að styrkja Landsbjörg, að
því er fram kemur í tilkynning-
unni.
Landsbjörg Skot-
menn þakka fyrir sig.
Skotmenn styrkja
Landsbjörg
Afmælisfundur Samráðsvettvangs
trúfélaga verður haldinn í Ráðhúsi
Reykjavíkur í dag kl. 17-19, en vett-
vangurinn var stofnaður hinn 24.
nóvember 2006 og er því tíu ára í
dag. Á fundinum flytur Hilmar Örn
Hilmarsson tónlist, kórinn Litróf
syngur og ungmenni frá Filipps-
eyjum sýna dans. Einnig heldur Sr.
Kristján Valur Ingólfsson, vígslu-
biskup í Skálholti, erindi um gildi
trúar í nútímasamfélagi.
Aðild að samráðsvettvanginum
eiga flest trúfélög sem starfa hér á
landi og er markmiðið að stuðla að
umburðarlyndi og virðingu.
Fundurinn er öllum opinn.
Samráðsvettvangur
trúfélaga er tíu ára
ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA
INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL
*Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf.
Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is
GeoSilica kísilvatnið fæst í Heilsuhúsinu,
öllum helstu apótekum og í Hagkaup Kringlunni,
Hagkaup Smáralind og Hagkaup Garðabæ.
ANNA
GUÐMUNDSDÓTTIR
„Ég mjaðmargrindarbrotnaði illa
fyrir tíu mánuðum, ég hef verið
að taka kísilinn ykkar núna í
u.þ.b. 8 mánuði og eftir tveggja
til þriggja mánaða inntöku varð ég strax vör
við mikinn mun. Í dag finn ég varla fyrir því að hafa brotnað.“
• Styrkir bandvefinn*
• Stuðlar að þéttleika í beinum*
• Styrkir hár og neglur*
• Stuðlar að betri myndun kollagens
fyrir sléttari og fallegri húð*
linisB
Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Krónan, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin,
Nettó, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Samkaup, Sunnubúðin
er komið aftur