Morgunblaðið - 24.11.2016, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.11.2016, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016 Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • verslun@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 Skógarmannsöxi Verð 22.770 kr. Eldiviðaröxi - Verð 21.560 kr. Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 Áratuga þekking og reynsla Útivistaröxi Verð 12.980 kr. Lítil öxi Verð 12.590 kr. AXIR FYRIR KRÖFUHARÐA MIKIÐ ÚRVAL - VERÐ FRÁ 3.980 Breiðbílaöxi Verð 32.170 kr. Húðhreinsilína frá ENJO þrífur af allan farða, aðeins með vatni Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515 Komið í verslun okkar eða sjáið úrvalið í netverslun shop.enjo.is Bjóðum upp á bráðskemmtilegar heimakynningar og ráðgjöf. - Augnpúði 1.000 - Andlitspúði 1.900 - Krókur 200 - Net 1.000 Verð 4.100 3.300 Tilboð Til jólagjafa Opið kl. 11-18 alla virka daga Talsvert hefur far- ið fyrir neikvæðri umræðu um Breið- holtið í fjölmiðlum undanfarið. Eins og oft áður hafa starfs- menn fjölmiðla ekki sama áhuga á því sem má telja til já- kvæðra frétta. Þann- ig hefur fram til þessa enginn fjölmið- ill fjallað um nýja líkamsrækt- arstöð World Class við Breiðholts- laug. Við í World Class höfum mikla trú á þessu hverfi og íbúum þess. Borgaryfirvöld hafa sett hverfið í sérstakan forgang og mikil upp- bygging og fegrun hefur átt sér stað á undaförnum árum. Reykjavíkurborg hefur meðal ann- ars sett af stað þróunarverkefnið „Heilsueflandi Breiðholt“ sem hef- ur það að markmiði að stuðla að heilbrigði og velferð í samfélaginu. Þetta passar vel við starfsemi okk- ar. World Class hafði því frum- kvæði að því að semja við borg- aryfirvöld um byggingu líkamsræktarstöðvar í nánd við Fjölbrautaskólann, Breiðholtslaug, íþróttahúsið og íþróttafélagið Leikni. Þetta er tvímælalaust ein full- komnasta/glæsilegasta líkams- ræktarstöð landsins enda ekkert til sparað. Heildarkostnaður við stöðina var rúmar 650 milljónir króna. Í henni eru þrír salir fyrir hóptíma auk spinningsalar. Við- skiptavinir hafa, eins og þeir sem sækja stöðvar okkar í Laugum, í Árbæ í Mosfellsbæ á Selfossi og Seltjarnarnesi, einnig aðgang að sundlauginni án gjald- töku. Mánaðargjald er aðeins kr. 6.840 í áskrift þar sem miðað er við tveggja mánaða bindingu. Öryrkjar, námsmenn og eldri borgarar fá 20% af- slátt. Sífellt fleiri landsmenn gera sér grein fyrir mikilvægi þess að stunda líkamsrækt. World Class rekur nú 12 stöðvar á höfuðborg- arsvæðinu og á Selfossi. Virkir viðskiptavinir eru nú yfir 30.000, eða tæp 10% þjóðarinnar og rúm- lega 15% íbúa á höfuð- borgarsvæðinu, og samtals koma nú yfir tvær milljónir gesta í stöðvar World Class á ári. Við í World Class erum stolt af því að hafa átt þátt í að bæta heilsu og þar með lífsgæði þjóð- arinnar. Nýja stöðin getur þjónað allt að 3.500 manns og er góð við- bót inn í „Heilsueflandi Breiðholt“ svo við hlökkum til samstarfsins við Breiðholtsbúa. Breiðholtið – góðar fréttir Eftir Björn Leifsson Björn Leifsson »Nýja stöðin getur þjónað allt að 3.500 manns og er góð viðbót inn í „Heilsueflandi Breiðholt“. Höfundur er framkvæmdastjóri. Heilsurækt Hin nýja líkamsræktarstöð World Class við Breiðholtslaug. „Mikilleika og sið- ferðislega stöðu þjóð- ar má meta út frá því, hvernig hún fer með og umgengst dýrin sín.“ Þetta eru orð Ma- hatma Gandhi, hins mikla hugsuðar og kennimanns síðustu aldar. Því miður virð- ist að þetta mann- úðlega og siðferðislega sjónarmið hafi ekki náð vel til okkar Íslend- inga. Hér er margt gott, við erum framarlega í mörgu og fremst í sumu, t.a.m. í almennri menntun og tölvuvæðingu, en í dýravernd- unarmálum erum við enn stödd langt á eftir ýmsum hinna sið- menntuðu þjóða, sem við viljum þó kenna okkur við. Reyndar voru sett hér ný dýra- verndunarlög 2013. Þar er m.a. komizt svo að orði „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við van- líðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur.“ Þetta er gott, svo langt sem það nær. Það furðulega og óskiljanlega er þó, að þessi lög til sjálfsagðrar vernd- unar saklausra og verndarlausra dýra ná ekki til villtra dýra. Þau má semsé hræða, meiða, kvelja og níða niður löggjafans vegna. Eftir áralanga dvöl erlendis, flutti ég heim nú sl. haust, og gat ég þannig fylgzt nokkuð með nýaf- staðinni kosningabaráttu. 10 eða 12 flokkar buðu fram, en ég heyrði engan frambjóðanda, í neinum flokki, orða dýra- eða nátt- úruvernd sem stefnumál. Enginn fréttamaður eða spyrjandi sjón- varpsstöðvanna impraði á dýra- vernd eða náttúruverndarmálum við frambjóðendur í mín eyru. Hvað er hér að ske!? Þessar sömu vikurnar gaf ýmis fréttaflutningur til kynna, hver raunveru- leg staða dýravernd- unarmála hér er. Fréttablaðið birti grein um gæsadráp við Neskaupstað, þar sem foreldar tóku með sér tveggja ára dóttur sína í það sem kallað var „krúttlegt fjölskyldusport“. Fjórar gæsir voru drepnar, en, hversu margar voru særðar og meiddar og kvöldust til dauða, fylgdi ekki sögunni. Stöð 2 fjallaði líka um fréttina í léttum tóni. Fjallaði ég ítarlega um þetta mál í annarri grein. Í sama blaði birtist nýlega fjög- urra dálka frétt af fimm ungum konum, sem voru að fara til Eist- lands til að drepa elgi. Yfirbragð fréttarinnar var með þeim hætti, að ætla hefði mátt, að hér væri um djarfar, dugmiklar og fræknar konur að ræða. Í mínum huga eru þeir, sem liggja í því að elta, of- sækja, meiða og særa og murka lífið úr saklausum og varn- arlausum dýrum ekki hetjur, held- ur heiglar og dýraníðingar. Hvað- an kemur þessum ungu og myndarlegu konum þessi blóð- þorsti? Fjöldadráp á rjúpum virðist vera í hávegum haft. Skotveiði- félag Íslands óskaði rjúpna- skyttum „góðrar skemmtunar“ við rjúpnadrápið í nýlegri auglýsingu. Leyfi hefur verið veitt til að drepa 40.000 rjúpur nú í haust, og munu fimm eða sex þúsund manns taka þátt í „skemmtuninni“. Hvað ætli mörg þúsund rjúpur verði særðar og limlestar, án þess að nást, og þar með kvaldar til dauða. Kannski annað eins. Í Velvakanda skrifaði Indriði á Skjaldfönn, sem segist vera gam- alreyndur veiðimaður, þetta orð- rétt nýlega: „Ég og fleiri gam- alreyndir veiðimenn hafa opinberlega margbent á að heimskulegur, ólöglegur og siðlaus haglaaustur úr marghlæðum allt of margra veiðimanna á fljúgandi rjúpur sem særast þá og limlest- ast valdi gríðarlegum duldum af- föllum“. Hér er í raun verið að fárast yf- ir því, að ekki skuli vera hægt að drepa meira af rjúpum, með lög- legum hætti, en samúð með þess- um litla, fallega, saklausa og varn- arlausa fugli virðist engin. Hefur aldrei komið til tals hér, sem fyrsta skref til verndar varn- arlausum, villtum dýrum, að banna með öllu veiðar með haglabyssu!? Út yfir allan þjófabálk tók fyrir mér, þegar ég las Bændablaðið frá 3. nóvember sl. Þar lýsir Vilmund- ur Hansen, bóndi og blaðamaður, því, að hann hafi étið hundakjöt í Kína „og þótti það ágætt“. Hann klykkir svo út með því að setja fram uppskrift að pottrétti úr hundakjöti. Veit Vilmundur hvernig staðið er að hundaveiðum og -drápi í Kína? Hundarnir eru veiddir með snörum eða gildrum og svo lamdir til dauða með lurkum. Oft eru þeir ekki einu sinni dauðir, þegar farið er að flá af þeim skinnið. Ég hef verið mikið á ferð í Kína og Asíu í gegnum árin, og hundaveiðarnar, -drápið og -átið þar er eitthvað það siðlausasta, grimmilegasta og viðbjóðslegasta, sem ég hef upp- lifað. Það er ömurlegt til þessa að vita að íslenskur bóndi og sérstakt málgagn íslenzkra bænda skuli mæla slíku bót. Dýravernd er mælikvarði á siðferði þjóða Eftir Ole Anton Bieltvedt » „… heyrði engan frambjóðanda, í neinum flokki, orða dýra- eða náttúruvernd sem stefnumál …“ Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.