Morgunblaðið - 24.11.2016, Síða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016
Tímapantanir í síma:
Optical Studio í Smáralind sími 5288500
Optical Studio í Keflavík sími 4213811
Optical Studio í Leifsstöð sími 4250500
SJÓNMÆLINGAR ERU
OKKAR FAG
KAUPAUKI
Með öllum margskiptum
glerjum* fylgir annað par
FRÍTT með í sama styrkleika.
Tilvalið sem sólgleraugu
eða varagleraugu.
* Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler.
Í nýlegri grein í
Morgunblaðinu um
merka áfanga í sögu ís-
lenskra flugvalla og
flugleiðsöguþjónustu,
sem Isavia annast nú,
var þess getið að
Bandaríkjamenn, sem
höfðu aðstöðu á Kefla-
víkurflugvelli og stóðu
straum af langmestum
hluta rekstrarkostn-
aðar hans frá upphafi til ársins
2006, hafi að mestu leyti kostað
gerð Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar.
Í Morgunblaðinu sl. laugardag,
19. nóvember, benti Jón E.
Böðvarsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri byggingarnefndar
flugstöðvarinnar, á að því færi
fjarri að svo væri. Upphafleg
kostnaðaráætlun hefði numið 42
milljónum Bandaríkjadala en
Bandaríkjamenn hefðu skuldbundið
sig til þess að greiða fasta fjárhæð
að upphæð 20 millj. dala.
Ábendingin er réttmæt svo langt
sem hún nær. Hún fer þó langt frá
því að segja alla söguna því um-
ræddar tölur ná einungis til smíði
flugstöðvarinnar sjálfrar. Bygg-
ingin hefði aftur á móti komið að
litlu gagni úti á miðri heiði ef fleira
hefði ekki komið til. Auk 20 millj.
dala fastrar upphæðar sem Banda-
ríkjaþing samþykkti til smíði húss-
ins skuldbundu
Bandaríkjamenn sig
einnig til þess að
standa straum af
kostnaði við gerð
flugvélastæða og að-
keyrslubrauta fyrir
flugvélar (samt. rúm-
lega 90 þúsund fer-
metrar), vegalagn-
ingu, þ.m.t. 7 km
lengingu Reykjanes-
brautar frá Fitjum í
Njarðvík til flug-
stöðvarinnar, ásamt
aðveitu-, fráveitu- og eldsneytis-
kerfi. Eins og Jón getur um í grein
sinni stóðu Bandaríkjamenn að öllu
leyti við gerða samninga en sam-
kvæmt bandarískum heimildum
nam heildarkostnaður þeirra við
verkefnið allt að 60 milljónum dala.
Byggingarkostnaður flugstöðv-
arinnar fór talsvert fram úr upp-
haflegum áætlunum eins og við er
að búast á löngum framkvæmda-
tíma þar sem saman fóru umtals-
verðar verðlagshækkanir og end-
urbætur sem nauðsynlegt var að
ráðast í við breyttar aðstæður. Í
fréttatilkynningu um kostnaðinn,
sem byggingarnefndin sendi frá sér
18. ágúst 1987, var áætlað að
kostnaðaraukinn næmi um 6 millj.
Bandaríkjadala að teknu tilliti ofan-
greindra þátta.
Þótt erfitt geti reynst að bera
saman í Bandaríkjadölum uppsafn-
aðan kostnað Bandaríkjanna og
kostnað Íslands miðað við marg-
breytilega gengisskráningu á bygg-
ingartíma, benda tölur bygging-
arnefndarinnar til þess að heildar-
kostnaðurinn við húsbygginguna
hafi samtals numið 48 millj. dala.
Hefur því hlutur Íslands í verkefn-
inu öllu numið 28 millj. á móti 60
millj. Bandaríkjanna. Miðað við
þær forsendur hefur kostn-
aðarhlutur þeirra numið 68%, en í
bandarískum heimildum er hlut-
fallið talið á bilinu 60%-67% þótt
ekki sé tiltekið á hvaða gengi
Bandaríkjadals íslenski hlutinn er
færður til bókar.
Hvort orða skuli svo að Banda-
ríkjamenn hafi kostað gerð flug-
stöðvarinnar í upphaflegri mynd að
mestu leyti eða ekki skal ósagt lát-
ið en hlutur þeirra var óneitanlega
ríflegur. Íslendingar þurfa heldur
ekki að bera neinn kinnroða vegna
þess. Með opnun flugstöðvarinnar
árið 1987 fékkst loks sá aðskilnaður
herflugsins og almannaflugs til
aukins hagræðis og öryggis fyrir
báða aðila sem fastmælum var
bundið að stefna að þegar varn-
arliðið kom til Keflavíkurflugvallar
árið 1951.
Bandaríkin greiddu
tvo þriðju hluta
heildarkostnaðar
Eftir Friðþór
Eydal
»Hefur kostnaðar-
hlutur þeirra numið
68%, en í bandarískum
heimildum er hlutfallið
talið á bilinu 60-67%
þótt ekki sé tiltekið á
hvaða gengi Banda-
ríkjadals íslenski hlut-
inn er færður til bókar.
Bandaríkjamenn Stóðu straum af kostnaði við gerð flughlaða, aksturs-
brauta flugvéla, akvega, veitukerfa og annarra mannvirkja sem fylgdu
smíði og tengingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar við Keflavíkurflugvöll.
Höfundur var upplýsingafulltrúi
varnarliðsins á árunum 1983 til 2006
og vinnur að skrásetningu sögu þess
og starfsemi.
Friðþór Eydal
Í stjórnarskrá lýðveldisins stendur,
að forseti og ríkisstjórn séu æðstu
veraldlegu yfirvöldin og biskup Ís-
lands á því kirkjulega. En svo virð-
ist, sem þessi Sovétfréttastofa RÚV
sé að gera hljóðláta byltingu hér á
landi. Hennar forseti situr nú á
Bessastöðum og nú er fréttaliðið að
springa af spenningi og hagar sér
eins og krakkar, sem geta ekki beðið
eftir jólunum, út af þeirri ríkisstjórn,
sem er verið að reyna að mynda og
það vill þvinga upp á okkur lands-
menn, og þar með Reykjavíkurrugl-
inu á landsvísu, eins og ekkert sé
sjálfsagðara, þótt við kjósendur höf-
um hafnað því, og bæðum alls ekki
um þessa stjórn, enda sýndu niður-
stöður kosninga og sönnuðu, að kjós-
endur vildu sjá Sjálfstæðisflokkinn
áfram við stjórnvölinn, hverjir sem
yrðu með honum í stjórninni.
Ég tek líka undir þau orð, að það
sé fullkominn dónaskapur við kjós-
endur að ætla að hafa deyjandi Sam-
fylkingu í stjórninni. Þessi jólastjórn
verður versta martröð landsmanna,
og vísar á kosningar aftur að vori.
Engin spurning. Þetta er ekki hægt.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir
Velvakandi Svarað í síma 569-
1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Hver ræður
á Íslandi?
Ný ríkisstjórn Úrslit kosninganna sýndu
að meirihluti landsmanna vildi sjá Sjálf-
stæðisflokkinn við stjórnvölinn.