Morgunblaðið - 24.11.2016, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016
✝ GuðfinnurGuðjón Sigur-
vinsson fæddist í
Keflavík 6. júlí
1936. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 16.
nóvember 2016.
Foreldrar hans
voru Sigurvin
Breiðfjörð Páls-
son, vélstjóri, f. 20.
mars 1910, d. 7.
júlí 1987, og Júlía Guðmunds-
dóttir, húsmóðir, f. 2. júlí 1915,
d. 3. október 1995. Guðfinnur
var elstur sjö systkina, þau
eru; Agnar Breiðfjörð, f. 1940,
Bergljót Hulda, f. 1942, Ævar
Þór, f. 1945, Ólafur, f. 1947, d.
1977, Ástríður Helga, f. 1953,
og Páll Breiðfjörð, f. 1955.
Guðfinnur kvæntist 2. októ-
ber 1959 Gíslínu Jónínu Jó-
hannesdóttur, f. 1939, frá Flat-
eyri. Þau eignuðust fimm börn:
1. Sigurvin Breiðfjörð, f. 1958,
kvæntur Dagfríði Guðrúnu
Arnardóttur. Þau eiga tvö
syni: Guðfinn Guðjón og Rúnar
Má. 2. Gísli Rafn, f. 1959. Hann
var kvæntur Guðnýju Dóru
Sigurðardóttur og eiga þau
þrjú börn: Pétur Orra, Dóru
ólfssyni. Síðar varð hann um-
svifamikill fasteignasali í
Keflavík, en hann rak fast-
eignasölu ásamt Vilhjálmi Þór-
hallssyni.
Guðfinnur settist fyrir Al-
þýðuflokkinn sem aðalmaður í
bæjarstjórn Keflavíkur árið
1976 og þjónaði bæjarfélaginu
sem slíkur sleitulaust til ársins
1994. Árið 1986 leiddi Guðfinn-
ur Alþýðuflokkinn til sigurs í
bæjarstjórnarkosningunum
þegar flokkurinn fékk hreinan
meirihluta. Guðfinnur varð
forseti bæjarstjórnar frá 1986-
1988, þá varð hann bæjarstjóri
og gegndi því embætti til árs-
ins 1990. Í gegnum árin sat
Guðfinnur einnig í bæjarráði
og var um tíma formaður Sam-
bands sveitarfélaga á Suður-
nesjum. Guðfinnur var um
skeið í varnarmálanefnd utan-
ríkisráðuneytisins. Síðar hóf
hann störf sem deildarstjóri
hjá Varnarliðinu. Hann lauk
starfsferli sínum sem aðstoðar-
flugvallarstjóri í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar. Hann gegndi
fjölda trúnaðarstarfa í samfé-
laginu. Var félagi í Málfunda-
félaginu Faxa og Lionsklúbbs
Keflavíkur, stjórnarmaður og
formaður Verslunarmanna-
félags Suðurnesja og um skeið
stjórnarmaður í Kaupfélagi
Suðurnesja.
Útförin fram frá Keflavíkur-
kirkju í dag, 24. nóvember
2016, klukkan 13.
Hrund og Sigrúnu
Perlu. 3. Edda
Guðrún Sigríður,
f. 1964. Hún var
gift Sigurði Rúnari
Gunnarssyni og
eiga þau tvö börn:
Anton Inga og
Línu Birgittu. 4.
Magnús Ívar, f.
1968, kvæntur
Guðrúnu Soffíu
Björnsdóttur. Þau
eiga þrjú börn: Björn Breka,
Eyþór Erni og Höllu Ólöfu. 5.
Birgir, f. 1972, kvæntur Guð-
laugu Karlsdóttur. Þau eiga
tvö börn: Karl Ísak og Sigrúnu
Maríu. Barnabarnabörnin eru
fjögur: Dagfríður Ásta, Vigdís
Halla, Guðný Lilja og Yrsa.
Guðfinnur var meðal þeirra
er fyrst útskrifuðust frá Gagn-
fræðaskóla Keflavíkur og lauk
hann síðar prófi frá Samvinnu-
skólanum. Guðfinnur var ætíð
virkur í félagslífi og var öfl-
ugur frjálsíþróttamaður. Hann
lék á klarínett og var meðal
stofnenda Lúðrasveitar Kefla-
víkur. Guðfinnur stundaði um
tíma verslunarrekstur við Tún-
götu í Keflavík ásamt Agnari
bróður sínum og Sigurði Eyj-
„Og nú mun Guðfinnur Sigur-
vinsson flytja ávarp og kveikja
ljósin á jólatrénu,“ sagði kynnir-
inn stundarhátt yfir mannfjöld-
ann í Keflavík á árlegri jóla-
skemmtun á túninu við
Skrúðgarðinn. Ég man hvernig
lítið hjarta sökk einhvers staðar
mitt á meðal fólksins en ég herti
upp hugann og tók fyrstu skrefin
í átt að sviðinu. Mikið var mér létt
þegar ég sá afa minn, bæjarstjór-
ann, birtast prúðbúinn við ræðu-
púltið og taka til máls. Ég var svo
stoltur af honum og mig langaði
til að líkjast honum í hvívetna.
Það segir sína sögu að þegar
nafni hans mætti til náms í
Menntaskólanum á Akureyri
haustið 1994 birtist hann fyrsta
skóladaginn með lakkrísbindi og
gömlu skjalatöskuna afa síns í
annarri hendi, reiðubúinn að
sigra heiminn. Aðdáunin var
gagnkvæm því afi bar mig á
höndum sér og hvatti óspart
áfram. Ég man þegar ég var barn
hvað hann var duglegur að lyfta
mér og taka mig traustataki í
hlýtt fang sér og þar hvíldi ég í
öryggi við mikinn kærleik.
Hvert sumar fórum við fjöl-
skyldan í veiðiferðir, oftast í
Baugstaðaós, og þar var afi í ess-
inu sínu. Fyrir þremur árum
héldum við feðgar með afa í
kveðjuferðina í Ósinn góða, með
kjötsúpu í farteskinu og afa í sól-
skinsskapi. Hann heimsótti á ný
gamla veiðistaði og um kvöldið í
veiðihúsinu talaði hann okkar alla
þrjá í svefn. Daginn eftir varð
fljótt ljóst að lítil væri veiðivon.
Um miðjan dag fór ég inn í bíl að
fá mér nesti og ætlaði að leggja
árar í bát. Afi kom á eftir mér
stuttu síðar og með óbilandi
bjartsýni hressti hann upp á mig.
Hann leit síðan djúpt í augu mín
og sagði þessi orð með málrómi
sem mér fannst vera eins og hann
væri að tala um eitthvað annað og
meira en bara veiðiskapinn;
„Sjáðu til nafni minn, það er alltaf
von.“
Síðustu daga ævi sinnar var
Guðfinnur Sigurvinsson umvaf-
inn ást og hlýju sinna nánustu.
Síðasta sunnudaginn kallaði hann
fjölskylduna að sjúkrabeðinum
og kvaddi okkur hvert og eitt.
Hann tók mig einu sinni enn í
fangið alveg eins og þegar ég var
barn og á milli okkar fóru orðin
sem staðfestu það sem við þegar
vissum um hug okkar hvors til
annars. Ég gisti hjá honum og að
morgni dags skein himnesk birta
yfir sjúkrastofuna og við vöknuð-
um. Ég hjúfraði mig við höfuð-
gaflinn hans og spurði hvað hann
hefði verið að dreyma. „Nafni
minn, ég sé ævi mína sem stóra
og mikla bók, þetta er allt svo fal-
legt að ég á ekki orð,“ sagði hann
og hristi höfuðið í forundran. „Ég
opna bókina og upp úr henni
spretta endalaust myndir frá
minni löngu ævi og þetta eru bara
góðar og fallegar minningar. Þú
ert á mörgum þeirra og mig lang-
ar að þakka þér fyrir alla gleðina
sem þú gafst mér.“
Ég var hjá honum þegar kallið
kom. Það eyddi mínum versta
kvíða að ég fann að hluti af mér
fór með honum og hluti af honum
sat eftir í mér. Það var ekki um að
villast. Strengurinn okkar er
óslitinn, jafnvel dauðinn gat ekki
slitið hann.
Far þú í friði, elsku afi minn,
friður Guðs þig blessi, hafðu þökk
fyrir allt og allt. Við sjáumst aft-
ur seinna.
Guðfinnur Sigurvinsson.
Í dag kveðjum við Guðfinn föð-
urafa okkar, afa Guffa.
Afi Guffi var góður maður.
Hann var jákvæður baráttumað-
ur, glaðlyndur, hlýr og sann-
gjarn. Hann var heiðarlegur og
hafði trú á góðmennsku annarra.
Afi var hvetjandi í einu og öllu
og kenndi manni að hafa trú á
sjálfum sér. Hann kenndi okkur
að vera þakklátar og að trúa á
það besta í fólki. Afi var sterk fyr-
irmynd og ekki síst góður vinur.
Hann vildi alltaf hlusta og sýndi
einlægan áhuga á því sem við
höfðum að segja. Heimsóknirnar
í Hafnarfjörðinn síðustu ár voru
ófáar og við ræddum allt milli
himins og jarðar yfir sólkjarna-
brauði með spægipylsu og mátu-
lega þunnu kaffi. Áður fyrr naut
maður þess að hlusta á fullorðna
fólkið ræða heimsmálin en nú
vorum við báðar komnar á þann
aldur að þiggja kaffisopann og
taka virkan þátt. Það kunnum við
mikils að meta.
Minningarnar eru einnig
margar og skemmtilegar frá
bernskuárunum í Keflavík. Afi
var um skeið bæjarstjóri þar í bæ
og litum við barnabörnin upp til
hans með stjörnur í augum. Of-
arlega í huga er þegar afi, þá
starfandi sem aðstoðarflugvallar-
stjóri í Leifsstöð, reddaði okkur
systkinunum Dóru Hrund og
Pétri Orra inn fyrir öryggishlið
til að hitta átrúnaðargoðin í The
Prodigy við komu þeirra til
landsins, þá níu og 14 ára göml-
um, en flottari afa var ekki hægt
að ímynda sér á því augnabliki.
Það var eftirtektarvert eftir
því sem aldurinn færðist yfir að
það var eins og afi yrði bara
hressari með hverju árinu sem
leið. Hann lærði til dæmis að elda
mat á miðjum áttræðisaldri og
þótti gaman að segja frá nýjum
tilraunum úr eldhúsinu. Hann
hugsaði einstaklega fallega um
ömmu okkar Línu og það var ljúft
að fylgjast með kærleikanum
þeirra á milli.
Elsku afi, þú kenndir okkur
svo margt gott sem við munum
búa að um ókomna tíð. Á erfiðum
tímum er gott að bera jákvæðn-
ina þína í huga og góðmennsku í
hjarta. Við kveðjum þig með
þökkum.
Þínar,
Dóra Hrund og Sigrún Perla.
Mig setti hljóðan við andlát
Guðfinns bróður en hann var
elstur af okkur sjö systkinunum
og sem slíkur fyrirmynd mín.
Hugurinn leitar til bernskunnar
en ég man að fyrstu leikföngin
fengum við árið 1946. Pabbi hafði
verið í Svíþjóð að sjá um niður-
setningu á vélum í fiskibáta og
þegar hann kom heim var hann
með flotta leikfangabíla handa
okkur. Bíll Guffa var trekktur
upp en ekki minn en ég mátti allt-
af fá bílinn hans lánaðan þegar ég
vildi.
Eftir stríð kemur glæný tón-
list með Ameríkönum til Kefla-
víkur. Guffi kaupir sér notaðan
klarínett og byrjar að æfa sig. Ég
fékk það hlutverk að slá taktinn
en notast var við potta og pönnur
mömmu og öðrum í hverfinu til
mikils ama. Seinna eða í janúar
1956 vorum við bræður í þeim
hópi sem stofnaði Lúðrasveit
Keflavíkur.
Við nutum þess að fara í sveit á
sumrin. Guffi fór til Stykkishólms
til föðurbróður okkar Hannesar
Ágústs Pálssonar í Vík og konu
hans Magðalenu Níelsdóttur, þar
undi hann sér vel og hann minnt-
ist oft á heimsæturnar sem voru á
hans reki. Það voru þær Þóra og
Hrafnhildur en eldri bræður
þeirra Jón Dalbú, Sigurður og
Þórólfur bjuggu líka í Hólminum.
Guffi minntist alltaf með ánægju
og virðingu dvalar sinnar í Stykk-
ishólmi enda var þetta hans
uppáhaldsfrændfólk.
Guðfinnur var í fyrsta árgang-
inum sem útskrifaðist frá Gagn-
fræðaskóla Keflavíkur og var
hann með hæstu einkunn. Þaðan
lá leiðin í Samvinnuskólann í
Reykjavík sem var til húsa við
Sölvhólsgötu. Þeir fóru tveir
saman úr Keflavík, hann og Skúli
H. Fanndal, og deildu herbergi í
Drápuhlíð en voru í mat hjá
systrum sem hétu Margrét og
Steinunn og ráku einu sinni Hót-
el Skjaldbreið. Sáu þær systur
um kaffi í Alþingishúsinu, það
kom fyrir að mér væri boðið með
þeim í kaffi í þinghúsinu og var
það mjög framandi.
Guffi bróðir var oft mjög hug-
myndaríkur. Eitt sinn fórum við í
Tívolí í Reykjavík, þá var farið
með rútu, Skúlabílum sem hétu
svo, en í þetta sinn dettur honum
sisvona í hug að taka bara flugið
heim til Keflavíkur. Flugvöllur-
inn var við hliðinu á Tívolíinu og
stutt að labba. Þetta var mín
fyrsta flugferð með Catalínu frá
Flugfélagi Íslands og tók flugið
yfir korter.
Við rákum saman verslun um
tíma og seinna þegar ég fór til
náms í Ameríku var hann mín
stoð og stytta hér heima. Hann
var einstaklega greiðvikinn og
hjálpaði mörgum. Hann var mik-
ill jafnaðarmaður, eðalkrati eins
og sagt er.
Við Helga Jónína, kona mín,
vottum Gíslínu, börnum, barna-
börnum og öðrum ættingjum
samúð okkar. Blessuð sé minning
Guðfinns Guðjóns Sigurvinsson-
ar.
Agnar Sigurvinsson.
Mér er bæði ljúft og skylt að
skrifa nokkur orð um Guðfinn,
mág minn. Við vorum félagar í
golfi og veiði. Hann var afburða-
snjall veiðimaður og fljótur að
átta sig á hvar fiskurinn var
hverju sinni. Uppáhaldsáin hans
var Geirlandsáin. Hann byrjaði
yfirleitt klukkan átta. Mér er
minnisstætt að þegar klukkan sló
átta byrjaði séra Björn Jónsson
morgunbænina, þá hækkaði Guð-
finnur í útvarpinu og sagði að
hann ætlaði að hlusta á sinn
gamla góða prest. Er morgun-
bæninni var lokið fór hann á
veiðistaðinn og tók strax fisk.
Hann hafði það fyrir sið að byrja
alltaf á þessum stað. Hann kom
svo til mín og sagði mér að það
væri annar fiskur á sama stað.
Ég sagði að ég vildi tileinka séra
Birni fiskinn, hann gaf okkur
hjónin saman. Guðfinnur þekkti
Geirlandsána betur en nokkur
annar. Við veiddum vel þennan
dag og fréttum það að veiðifélag-
ar okkar hefðu fengið fiskinn sem
Guðfinnur var búinn að sjá.
Hann veiddi í Reykjadalsánni,
var ótrúlega fljótur að sjá hvort
fiskur væri á hverjum stað. Guð-
finnur hafði alltaf gaman af góð-
um veiðisögum, hann sagði mér
eitt sinn sögu af því þegar hann
kom til veiða í Reykjadalsánni
var veiðimaður mjög sorgbitinn,
hann hafði á síðustu stundu misst
heljarstóran lax sem hann hafði
þreytt í langan tíma. Félagi hans
spurði hann hvar þetta hefði átt
sér stað. Guðfinnur ók síðan á
staðinn og gekk niður með ánni
og fann fljótlega fiskinn á eyri úti
í ánni. Hann fór með fiskinn í
veiðihúsið og rétt þegar hann
kom inn kom kunningi þeirra
beggja í heimsókn, hann sagði
honum söguna um fiskinn og bað
hann að færa vonsvikna veiði-
manninum fiskinn. Hinn von-
svikni veiðimaður hafði tafist á
leiðinni heim, þegar hann kom
heim stóð kunninginn á hlaðinu
brosandi og rétti honum fiskinn.
Við Guðfinnur spiluðum golf í
fjölda mörg ár saman, hann hafði
spilað golf sem ungur maður og
náð góðum árangri. Ég lærði
margt af honum, ég spilaði eitt
sinn með honum á Hvaleyrarvell-
inum og fyrri hluti hans er kall-
aður hraunið. Hann þekkti hann
vel og sagði mér hvernig ætti að
spila hann vandræðalaust. Þá sá
ég hve athugull hann var. Síðustu
skiptin sem við spiluðum saman
var á golfvellinum á Kálfatjörn
sem var heimavöllur minn. Ég
þakka frábær kynni í gegnum ár-
in. Farðu vel, vinur.
Sigurþór Hjartarson.
Í dag er jarðsunginn Guðfinn-
ur Sigurvinsson, vinur minn og
veiðifélagi. Það var árið 1972, en
þá var ég 15 ára, er hann fór í
veiðitúr með Þórhalli föður mín-
um, ásamt mér í Geirlandsá á
Síðu. Eftir þessa fyrstu ferð okk-
ar austur á Klaustur myndaðist
órjúfanleg vinátta sem hélst alla
tíð. Í þessi 44 ár voru farnar
margar ógleymanlegar veiðiferð-
ir. Með þeim félögum lærði mað-
ur hvernig ganga átti um veiði-
svæði og gæta virðingar í
hvívetna og ekki skilja eftir sig
drasl, heldur átti að skilja við
veiðisvæðin eins og maður sjálfur
vildi koma að þeim. Þannig var
Guðfinnur, eða Guffi eins og hann
var oftast kallaður í góðra vina
hópi. Kurteisari veiðifélaga var
vart hægt að hugsa sér og alltaf
sá hann hið jákvæða í öllu, hvort
sem það var lítið eða mikið vatn í
ánni, rok eða rigning – alltaf var
reynt að lesa jákvætt í aðstæður.
Oft voru sagðar sögur af fyrstu
árum okkar í Geirlandsá en þá
var veitt í þrjá daga. Eitt árið
þegar við mættum á veiðisvæðið
hittum við fyrir þá sem voru að
ljúka veiðidegi, þeir sögðu, að við
værum komnir langan veg fyrir
lítið. Við gerðum okkur klára í
slaginn. Þórhallur, faðir minn, og
Þórður veiðifélagi fóru upp í
gljúfur en við Guffi fórum á neðra
svæðið og urðum við strax varir
við fisk og fengum níu stykki, allt
boltafiska. Þegar Þórhallur og
Þórður mættu í veiðihúsið að
kveldi og spurðu okkur um veiði
dagsins, þá vorum við Guffi búnir
að stilla fengnum upp. Alls veidd-
um við fjórmenningarnir 17 fiska
fyrsta hálfa daginn og vorum við
komnir langan veg en fyrir góða
veiði. Það var ekki á hverju ári að
við lentum í góðum veiðiskilyrð-
um en það var ekki aðaltilgangur
ferðarinnar, heldur var það fé-
lagsskapurinn. Eitt var það sem
Guffi kenndi okkur veiðifélögun-
um en það var að veiða með Dev-
on. Guffi hafði óspart gaman af að
fylgjast með veiðitúrunum í
gegnum árin og hringdi ævinlega
til að frétta af ferðinni. Þetta
voru þó ekki einu símhringing-
arnar okkar á milli, heldur var
það sönn vinátta sem ríkti meðal
okkar, bæði þegar við spjölluðum
í síma og eins þegar ég heimsótti
Guffa á heimili þeirra hjóna í
Hafnarfirði. Ferðin sem við Guffi
og Birgir, sonur hans, ætluðum
að fara í núna í haust hins vegar
breyttist – Guðfinnur veiktist. Ég
hringdi í Guffa og spurði hvort
Birgir, sonur hans, vildi ekki fara
í ferðina og taka son sinn með
sér. Daginn eftir hringdi Guffi,
alsæll yfir því að Birgir sonur
sinn ætlaði að þiggja boðið,
ásamt barnabarni og bætti við, að
þetta hefði verið flott hjá mér að
stinga upp á þessu. Þessi um-
rædda haustferð gaf af sér góða
veiði eða 42 sjóbirtinga. Þar með
lauk veiðiferðum okkar Guffa til
44 ára.
Að lokum vil ég þakka þér,
Guðfinnur, samfylgdina í gegn-
um þessi 44 ár, allt frá því að ég
fór í fyrstu veiðiferðina með þér
15 ára gamall. Eins er ég þér
þakklátur fyrir tryggðina í gegn-
um árin og hvernig þú hlúðir að
mér, eftir að pabbi minn og vinur
þinn til margra ára lést. Ég votta
fjölskyldu þinni mína dýpstu
samúð og kveð þig að sinni. Hvíl í
friði, kæri vinur.
Þinn vinur og veiðifélagi,
Guðjón Þórhallsson.
Umhverfi Keflavíkur var
býsna fábreytt er við Guðfinnur
vorum að alast upp. Þar var þó
íþróttavöllur, hvar nú er skrúð-
garður. Þar var iðkuð knatt-
spyrna en ekki síst frjálsar
íþróttir. Þar reyndu menn með
sér í hlaupi, stökkum og fleira.
Hann var eldri en ég og man ég
hve mikla virðingu ég bar fyrir
þessum háa og spengilega strák,
sem talaði við okkur guttana sem
jafningja, hældi okkur er vel
gekk og sagði okkur til þætti hon-
um þurfa. Hann náði miklum ár-
angri í þeim greinum sem hann
lagði fyrir sig, einkum lang-
hlaupi, en metin setti hann í
styttri vegalengdum. Hann hafði
næmt skyn á tónlist og spilaði á
klarínett. Hann var og meðal
þeirra er stofnuðu Lúðrasveit
Keflavíkur. Lífgaði lúðrasveitin
mjög upp á bæjarbraginn og man
ég hve okkur krökkunum fannst
mikið til hennar koma, hvar þeir
spiluðu af krafti í fallegum ein-
kennisbúningum. Þar gnæfði
Guðfinnur yfir aðra, enda mynd-
arlegur á velli.
Guðfinnur var í fyrsta útskrift-
arárgangi Gagnfræðaskóla
Keflavíkur, en þá útskrifuðust
níu gagnfræðingar. Á þeim tíma
létu flestir keflvískir strákar sér
nægja að ljúka skyldunámi. Það
að vera gagnfræðingur var topp-
urinn. Guffi lét sér það ekki
nægja, fór í Samvinnuskólann og
lauk prófi þaðan. Ég fylgdist með
honum í fjarlægð og vissrar aðdá-
unar gætti hjá unga drengnum.
Guffi hóf síðan verslunarrekstur,
ásamt Sigurði Eyjólfssyni og
bróður sínum Agnari. Þar kynnt-
ust viðskiptavinirnir hinum ljúfa,
velviljaða, en kappsama Guðfinni.
Er þessum kafla var lokið hóf
hann störf hjá Hraðfrystihúsi
Keflavíkur og gegndi starfi skrif-
stofustjóra. Þar kynntist hann
fjölda fólks, sem allt bar honum
góða sögu, sem réttsýnum ein-
staklingi.
Kynni okkar Guðfinns hófust
fyrir alvöru á vettvangi stjórn-
málanna. Það hvað gott orð fór af
honum varð til þess að hann var
hvattur til framboðs fyrir Al-
þýðuflokkinn, því jafnaðarmaður
var hann inn að beini. Þar lágu
leiðir okkar saman. Framboð
hans hafði strax áhrif á fylgið.
Síðar var hann valinn til að leiða
lista Alþýðuflokksins fyrir bæjar-
stjórnarkosningarnar árið 1986.
Listinn var skipaður úrvalsfólki
sem valið var í prófkjöri. Alþýðu-
flokkurinn vann sinn stærsta sig-
ur í Keflavík og fékk hreinan
meirihluta. Í framhaldi af því
varð hann forseti bæjarstjórnar,
og síðan bæjarstjóri. Því starfi
gegndi hann með miklum sóma.
Meirihluti Alþýðuflokksins tók
verulega til hendinni. Drög voru
lögð að byggingu smábátahafnar-
innar í Grófinni, Sundmiðstöðin
byggð og ótal margt fleira. Fjár-
málastjórn var ábyrg og í góðu
lagi, betri en fyrr. Það var gaman
að vinna með Guðfinni, hann var
traustur, einlægur og fylginn sér.
Guðfinnur hafði lifandi áhuga á
þjóðfélagsmálum og þá einkum
gengi Alþýðuflokksins/Samfylk-
ingar. Eftir síðustu alþingiskosn-
ingar hringdi hann í mig, þá á
banabeðinum, hryggur yfir úr-
slitunum og sagði: „Nú verðum
við að safna liði, jafnaðarstefnan
verður ekki drepin. Við breytum
þessu næst.“ Ég votta eiginkonu
og fjölskyldu innilega samúð.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Karl Steinar Guðnason.
Guðfinnur
Sigurvinsson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir
síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er